Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FISKIFRÆÐINGAR nýttu sér áður fyrr stærð hrygningarstofns- ins og seiðavísitölu, þegar þeir mátu nýliðun þorsks við Færeyjar fyrst á tíunda áratugnum. Þessir þættir höfðu gefið nokkuð góðar vísbendingar um væntanlega ný- liðun. Það gjörbreyttist hins vegar þegar hrygningarstofn í sögulegu lámarki ásamt lágri seiðavísitölu skilaði mjög góðri nýliðun á miðjum áratugnum. Nýjar rann- sóknir sýna að nýliðun ræðst af fæðuframboði í sjónum og sjálfs- afráni. Mest er um sjálfsafránið þegar mikið af horuðum þorski kemur upp að landinu, sem aftur ræðst af því hve mikill fiskur, þorskur og ufsi, eru um fæðuna. Þetta er niðurstaða Peturs Steingrund, fiskifræðings við Fiskirannsóknarstovu Færeyja úr rannsóknum á sambandi nýliðunar og stærð hrygningarstofns. Nið- urstöður þessar voru birtar í FF blaðinu í Færeyjum í janúar. Steingrund segir ennfremur að það sé þó nauðsynlegt að tryggja að hrygningarstofn þorsksins verði ekki svo lítill að hann nái ekki að gefa af sér góða nýliðun. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að nægilega mikið sé af þorski í sjónum til að fæðan fari ekki í aðrar fiskiteg- undir eða sjávardýr. Það hafi oft gerzt að lítill þorskstofn hafi gefið góða nýliðun. Að halda þorskstofn- inum niðri sé þó engin ávísun á góða nýliðun. Steingrund rekur í greininni gang mála við Færeyjar undanfar- in ár, en í byrjun síðasta áratugar fór þorskveiðin niður fyrir 10.000 tonn á ári og hafði ekki verið svo lítil í hundrað ár, að undanskildum veiðum undir seinni heimsstyrjöld- inni. Hann rekur einnig gang rannsókna, sem byggðust lengst af á seiðavísitölu og nýliðum. Þessar Fæðan ræður nýliðuninni Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Petur Steingrund, fiskifræðingur í Færeyjum.                       !           Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is VERIÐ HÁSKÓLI Reykjavíkur hefur valið fimm aðila til þátttöku í hugmynda- samkeppni um skipulag og hönnun háskólabygginga á svæði HR í Vatnsmýrinni. Þessir aðilar eru valdir eftir forval sem auglýst var í desember en þá var ákveðið að allt að fimm aðilar tækju þátt í sjálfri hugmyndakeppninni. Mikill áhugi var á forvalinu og sýndu bæði aðilar innanlands og utan verkefninu áhuga. Eftirtaldir hópar hafa verið valdir til samkeppninnar:  Broekbakema, arkitekta- og ráð- gjafarstofa, Hollandi; Juurlink & Geluk, hönnunarstofa, Hollandi; Sputnik, arkitektar, Hollandi; Teiknistofan Óðinstorgi; Gert Jan Meyer, Hollandi.  Helin og co., arkitektar, Finnlandi Teiknistofan Tröð; Kaarina Löfst- röm, arkitektar, Finnlandi; Marka- Riitta Norri, arkitektar, Finnlandi; Anna-Maija Lukkari, sérfræðingur, Finnlandi; Ympäristötoimisto Oy – Miljöbyrån AB, landslagsarkitektar, Finnlandi; MMF ehf.  Henning Larsen, arkitektar, Dan- mörku; Arkís ehf.; Landmótun.  KHR arkitektar AS, Danmörku; ASK arkitektar ehf.; Landark ehf.; Bisgaard PLR, landslagsarkitektar, Danmörku; Leif Christensen, sér- fræðingur, Danmörku.  OWP/P – Björn Hallsson arki- tekt, Bandaríkjunum; Micheal Win- stanley, arkitektar, Bandaríkjunum; Iran fink associates, sérfræðingar, Bandaríkjunum; Hargreaves asso- ciates, landslagsarkitektar, Banda- ríkjunum; ARUP, Bandaríkjunum. Á næstu dögum verður sam- keppnin kynnt keppendum frekar og fá þeir frest til 3. maí næstkom- andi til að skila inn fullunnum hug- myndum. Dómnefnd mun síðan fara yfir þær tillögur sem berast en dóm- nefndina skipa Guðfinna Bjarna- dóttir, rektor HR, Sverrir Sverr- isson, formaður háskólaráðs HR, Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, og arkitektarnir Ólafur Axelsson og Sigurður Gústafsson. Búist er við að dómnefndin kynni niðurstöður í byrjun júní. Valdir til þátttöku í samkeppni um hönnun HR SKIPIN koma og fara frá Reyð- arfirði enda gífurlegur uppgangur á staðnum í kjölfar álvers- framkvæmdanna og telja ráðamenn bæjarfélagsins að þær örvi aðra uppbyggingu mun meira en upp- haflega var gert ráð fyrir. Í mynni Reyðarfjarðar mættu skipverjar á hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni RE 200 flutn- ingaskipinu BBC Argentina en það var á leið til hafnar. Á bak við gnæfir fjallið Snæfugl nær og Sauðatindur fjær í kvöldhúminu. Skipin koma og fara Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson MERK tímamót urðu í sögu Kayakklúbbs- ins á síðasta aðalfundi í byrjun vikunnar þegar Þorsteinn Guð- mundsson, formaður frá stofnun klúbbsins árið 1981, lét af störf- um. Lýkur þar með 25 ára formannssetu Þorsteins og var hann hylltur af fé- lagsmönnum og þökk- uð vel unnin störf í aldarfjórðung. Hlaut hann að launum gjafir frá nýrri stjórn. Á að- alfundinum var Jón Skírnir Ágústsson kjörinn nýr formaður og varaformaður Haraldur Njálsson. Aðrir stjórnar- menn eru Guðmundur Breiðdal, Páll Gestsson, Sæþór Ólafsson og Jóhann Geir Hjartarson. Félagsmenn í Kayakklúbbnum eru 340 talsins og er klúbburinn elsti kajakklúbbur landsins. Fé- lagsmenn stunda ýmist sjókajak- róður eða straumvatnsróður og hef- ur starfið verið mjög öflugt að undanförnu. Aðstaða klúbbsins er við Geldinganes og þaðan er róið út á sundin á hverjum laugardags- morgni. 25 ára formannsferli lokið Morgunblaðið/Sverrir Þorsteinn Guðmundsson t.v., fráfarandi formaður, með nýkjörnum formanni, Jóni Skírni Ágústssyni. MAÐURINN sem framdi vopnað rán í afgreiðslu Happdrættis Há- skólans á mánudag er eftirlýstur af lögreglu og hefur hún gert op- inberar myndir í eftirlitskerfi af- greiðslu happdrættisins. Þær voru teknar kl. 11.54 á mánudaginn og sýna ræningjann í bláleitum sam- festingi með hettu, í hvítum skóm með svörtum röndum, með svarta og hvíta hanska á höndum og með svört sólgleraugu. Hann gekk að kassa innan við afgreiðsluborð og tók þaðan peninga áður en hann flúði. Reiðhjól, sem hann hafði komið á, var skilið eftir utan við dyrnar. Ef einhver kannast við hjólið, fatnaðinn; samfestinginn, hansk- ana og/eða skóna, eða jafnvel unga manninn á myndunum er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík. Happdrættisræn- inginn eftirlýstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.