Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 49 DAGBÓK Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI, SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST 70ÁRA afmæli. Í dag, 2. febrúar, ersjötug Þuríður Guðjónsdóttir. Þuríður og eiginmaður hennar, Páll Ólafsson, taka á móti vinum og vanda- mönnum í Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal í dag kl. 17. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 2. febrúarer sextug Katrín Stefánsdóttir, Hvolsvegi 23, Hvolsvelli. Eiginmaður hennar er Anton Viggósson. Í tilefni dagsins tekur hún á móti gestum kl. 18–21 í félagsheimili hestamanna- félagsins Andvara á Kjóavöllum. Dagur sjúkraþjálfunar er á morgun ogstendur Félag íslenskra sjúkraþjálf-ara, FÍSÞ, fyrir fræðandi fyrir-lestradagskrá. Auður Ólafsdóttir er formaður FÍSÞ: „Við höldum fræðsludag þar sem sjúkraþjálfarar kynna niðurstöður verkefna sinna og rann- sókna, og fjöllum um það sem er efst á baugi innan sjúkraþjálfunarfagsins,“ segir Auður og bætir við að dagskráin verði brotin upp af létt- ari fyrirlestrum í bland við fræðilegri. Dag- skránni er ætlað að veita félagsmönnum FÍSÞ fræðslu- og samræðuvettvang en öðrum heil- brigðisstéttum er einnig frjálst að sækja ráð- stefnuna. Margt góðra fyrirlesara leggja efni til ráð- stefnunnar en fremsta meðal jafningja má nefna dr. Ólöfu Önnu Steingrímsdóttur sjúkra- þjálfara: „Við höfum fengið hana hingað heim til að halda lykilfyrirlestur dagsins. Hún hefur búið í Noregi síðustu 12 ár og lauk þar dokt- orsnámi á síðasta ári. Erindi hennar fjallar um tengsl kvartana við vöðvaviðbrögð hjá vinnandi fólki, s.s. hvað varðar þreytu- og álags- einkenni,“ segir Auður. „Einnig má geta fyr- irlestrar Ágústu Guðmarsdóttur um skylt efni, en hún kynnir mastersverkefni sitt sem fjallar um líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í leik- skólum í Reykjavík. Að auki verða margir áhugaverðir fyrirlestrar, s.s. um hreyfinám og hreyfistjórnun, íþróttafræðifyrirlestrar, og einnig verður fjallað um bakverki og offitu- meðferðir.“ Félag íslenskra sjúkraþjálfara var stofnað 1940. Félagið er fagfélag sjúkraþjálfara með um 430 félagsmenn. Sjúkraþjálfun byggist á vísindalegri þekkingu með það að aðalmark- miði að viðhalda og bæta heilsu og starfshæfni fólks og hefur félagið því þau markmið að auka faglega vitund sjúkraþjálfara og gæði sjúkra- þjálfunar, en einnig að kynna starf sjúkraþjálf- ara og auka samvinnu og samheldni. Fyrirlestrarnir á Degi sjúkraþjálfunar verða í fundarsölum ÍSÍ að Engjavegi 6 og hefst dag- skráin kl. 8.30 og stendur til 15.30. Þátttöku má skrá á physio.is þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um dagskrána og aðra starfsemi félagsins. Ráðstefna | Dagur sjúkraþjálfunar haldinn á föstudag með fróðlegri dagskrá Fjölbreytt erindi um sjúkraþjálfun  Auður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 1962. Hún lauk stúd- entsprófi frá Fjöl- brautaskólanum við Ár- múla 1981 og B.S. gráðu í sjúkraþjálfun frá Há- skóla Íslands 1986. Hún stundar núna mastersnám í Verk- efnastjórnun við HÍ. Auður starfaði á Borg- arspítalanum 1986-91 og var yfirsjúkraþjálf- ari á HL-stöðinni 1992-99. Árið 1999 tók Auður þátt í stofnun sjúkraþjálfunarstöðvar og starfar þar enn í dag. Auður sat í fræðslu- nefnd FÍSÞ 95-98 og fagnefnd, 99-2001, í stjórn félagsins frá 2001 og formaður frá 2002. Auður er gift Guðmundi Tryggva Sig- urðssyni tæknifræðingi, og eiga þau þrjú börn. Trompgaldur. Norður ♠10753 ♥D864 S/Enginn ♦102 ♣K73 Vestur Austur ♠K62 ♠ÁG984 ♥10 ♥G95 ♦D954 ♦G86 ♣ÁDG84 ♣96 Suður ♠D ♥ÁK732 ♦ÁK73 ♣1052 Suður spilar fjögur hjörtu eftir þess- ar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Dobl 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspilið er spaðatvistur (þriðja hæsta) upp á ás austurs, sem skiptir hnitmiðað yfir í laufníu í öðrum slag. Vestur tekur á ásinn og spilar drottn- ingunni áfram. Blindur á þann slag á kónginn og nú þarf að móta áætlun. Vissulega hjálpar að sjá allar hend- ur, en skiptingin ætti ekki að koma sagnhafa á óvart. Hann veit að vestur á 3-5 í svörtu litunum og mjög sennilega fjórlit í tígli. Alla vega er spilið vanda- laust ef trompið fellur 2-2, svo sagnhafi ætti að gera ráð fyrir 3-1 legu og reyna að bregðast við henni. Vandinn er þessi: Það verður að trompa tígul tvisvar í borði, en það er ekki hægt án þess að austur fái slag á hjartagosa, annað hvort með yf- irtrompun eða uppfærslu. Ef rétt er spilað kemur það hins vegar ekki að sök - austur má fá slag á hjartagosa, svo framarlega sem sagnhafi tryggir sér sjálfur sjö slagi á trompið. Lykilatriðið er að nota innkomuna á laufkóng til að stinga spaða. Síðan má taka ÁK í hjarta. Næst er tígli spilað þrisvar og stungið smátt, spaði tromp- aður heim og tígull trompaður með drottningunni. Spaði úr borði tryggir suðri síðan tíunda slaginn á tromphund með framhjáhlaupi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Tóbaksreykingar TÓBAKSREYKINGAR eiga hvergi og aldrei rétt á sér. Allt tal um frelsi manna í þeim efnum er blekking og útúrsnúningur. Reykingar eru heimskan sjálf. Heilsumaður. Hver ætlar að sjá um smælingjana? „ÞRÝSINGUR um hækkun lægstu launa.“ Svo hljóðar fyr- irsögn á forsíðu Morgunblaðsins 30. janúar 2006. Hver þrýstir á bætt kjör öryrkja og aldraðra? Sama dag er sagt frá því í út- varpi að Íslendingar fáist ekki í fiskvinnu, þó að launin séu á fjórða hundrað þúsund á mánuði! Er ekki komið að þeim tíma- punkti að hækka bætur aldraðra og öryrkja hjá þeirri þjóð sem státar af því að vera ein ríkasta þjóð í Evrópu? Hvaða þingmaður eða ráðherra þorir að ríða á vaðið og krefjast þess að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja? Aldraðir og öryrkjar er stór hópur meðal þeirra sem eru kjós- endur á Íslandi í dag. Aldraðir og öryrkjar fara aðeins fram á leið- réttingu á kjörum þessara hópa í þjóðfélaginu. Gunnar G. Bjartmarsson, Hátúni 10, Rvík. Líta stjórnvöld undan? FÁTÆKT hér á landi eykst stöð- ugt þótt mikið hafi verið rætt um þessi mál undanfarin ár. Þótt ör- yrkjar og eldri borgarar hafi stað- ið reglulega fyrir framan alþing- ishúsið breytist ekkert. Og jafnvel þótt öryrkjar fari í hungurverkfall til þess að mótmæla sínum aumu kjörum. Ég kom til einstæðrar móður með tvö börn rétt fyrir mánaðamótin. Hún sýndi mér inn í ísskápinn, þar var eitt brauð, mjólkurpottur, smá smörklípa og nokkrar kartöflur. Þetta var það eina sem hún hafði til að gefa börnum sínum að borða og fjórir dagar til mánaðamóta. Annað barnið var lasið og hún átti ekki peninga fyrir lyfjunum. Ég bara spyr: Merkir tómur ísskápur góð- æri? Pétur Blöndal, alþing- ismaður, sagði í viðtali í sjónvarpi nýlega að fólk gæti bara unnið meira til að losna úr fátækt- argildrum sem hann áleit tilbún- ing frá vinstra fólki. Hann sagði líka að kaupmáttur láglaunafólks hefði aukist um 28%. Það þykir mér furðuleg tíðindi. Ég get sagt Pétri Blöndal það að reynsla mín af þessum málum undanfarin ár er ekki bara þjóð- saga ættuð frá þeim sem vinstra megin eru í pólitík. Þeim sem hægra megin eru ofbýður mörgum líka hvernig farið er með þetta fólk. Það að vinna meira skilar litlu fyrir þetta fólk því það fer mest í skattinn. Þetta er ansi hart í velferðarríkinu Íslandi þar sem fáeinir útvaldir fá slík laun og starfslokasamninga að venjulegt fólk svimar þegar það heyrir upp- hæðirnar. Á meðan sumir standa í sykur- karinu hafa aðrir ekkert að borða stóran hlutan mánaðarins og margt af þessu fólki stendur reglulega fyrir utan hjálparstofn- anir í leit að mat í sinn tóma maga. Það styttist í næstu alþing- iskosningar. Kannski hrökkva stjórnvöld upp af þyrnirósarsvefn- inum og lofa þessu fólki öllu fögru einu sinni enn. Þeir lofuðu lækkun á matarskatti fyrir síðustu kosn- ingar, en ekkert gerist. Ég vil skora á alla þá sem hafa það gott hér í þessu samfélagi að standa með þeim sem minna mega sín fyrir næstu alþingiskosningar. Sigrún Á. Reynisdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar 1. e4 c6 2. Rf3 d5 3. exd5 cxd5 4. Re5 Rc6 5. d4 e6 6. Bb5 Bd7 7. Rxd7 Dxd7 8. c3 h6 9. 0-0 Rf6 10. Rd2 a6 11. Bd3 Bd6 12. He1 Dc7 13. Rf3 0-0 14. De2 Rd7 15. Bc2 Ra5 16. Dd3 Rf6 17. Re5 Hfc8 18. Dg3 Kf8 19. Dh4 De7 Staðan kom upp á Skeljungs- mótinu sem Taflfélag Reykja- víkur hélt og lauk nýverið. Daði Ómarsson (1.714) hafði hvítt gegn Einari Sigurðssyni (1.480). 20. Bxh6! Rd7 svartur hefði orðið illa beygður eftir 20. … gxh6 21. Dxh6+ Ke8 22. Dh8+ Df8 23. Dxf6. Eftir textaleikinn er svarta staðan einnig gjörtöpuð. 21. Bxg7+! Ke8 22. Dh8+ Rf8 23. Bd1 Rc6 24. Bh5 Bxe5 25. Bxe5 Kd7 26. Dg7 Rxe5 27. Hxe5 Kc6 28. Dxf7 og svartur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Hvítur á leik. Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.isLÍBANSKA kvikmyndin Í kringum bleika húsið verður sýnd í félags- miðstöðinni Snarrót, Laugavegi 21 kl. 20 í kvöld. Í Beirút, höfuðborg Líbanons, hafa tvær flóttamannafjölskyldur hreiðr- að um sig í gömlum kastala frá því að borgarastríðið hófst. Kastalinn gengur undir nafninu ,,bleika húsið“. En nýi eigandinn ákveður að reka fjölskyldurnar burt. Hann ætlar að rífa kastalann og byggja í hans stað mikla verslunarmiðstöð. Allt hverfið skiptist þá í tvær fylkingar, með og á móti þessum framkvæmdum. Með því að neita sér um að loka augunum og fela sannleikann varpa leikstjór- arnir afdráttarlausu ljósi á tímabilið eftir borgarastríðið í Líbanon af grípandi raunsæi. Enskur texti. Í kringum bleika húsið Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.