Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG HEF búið í þessari borg stór- an hluta ævi minnar og hef ákveðna skoðun á því hvernig lífvænleg borg á að vera. Ég vil berjast fyrir þess- um viðhorfum og tryggja þann ár- angur sem náðst hef- ur á síðustu 12 árum. Fyrst þegar ég man eftir mér mátti ekki gera gott veður í Reykjavík því þá fylltist hún af ryki. Þá þurfti að fara til Austurlanda eða Síb- eríu til að finna borg- ir með malargötum. Á sumardaginn fyrsta gengu börn í hús og seldu ,,Sól- hvörf" til styrktar auralitlum samtökum sem ráku nokkur dagheimili í Reykjavík. Fólk sem lét op- inberlega í ljós óskir um fleiri barnaheimili var kallað kommar og bent á að fara til Rússlands þar sem börnin væru allan daginn í barna- gæslu og sæju ekki foreldra sína nema eftir vinnu og um helgar. Menn hryllti við tilhugsuninni. Tveir sjálfstæðir barnaskólar voru í borginn og börðust í bökkum. Allir barnaskólar borgarinnar voru tví- eða þrísetnir. Svo fór maður að fara til útlanda og blöskraði. Malbikaðar götur, leiguíbúðir, heilsdags leikskólar, einsetnir skólar, íþróttir, tónlist og tómstundir tengdar skólastarfi. Al- menningssamgögur voru hluti af heild- arskipulagi og fluttu þig á stuttum tíma milli áfangastaða. Við vorum langt, langt á eftir í öllu. Það var ekki bara að bíómyndirnar kæmu mörgum árum eftir að sýningar á þeim hófust erlendis. Allt kom seinna og sumt ætlaði aldrei að koma. Ég bjó út á landi þeg- ar Reykjavíkurlistinn fékk meirihlutann en flutti aftur í borgina fyrir nokkru. Borgin hefur tekið ótrúlegum stakkaskiptum. Heilsdags leik- skólar í hverfinu sem þú átt heima í, einsetnir grunn- og framhalds- skólar og búið að byggja nokkur af þeim 15 eða 20 mislægu gatnamót- um sem sjálfstæðismenn ætluðu að gera 1962. Þú verður áþreifanlega var við heilbrigt borgaralegt stolt, enda er Reykjavík orðin borg sem erlent fólk kýs að búa í. Öryggi borgaranna lýsir sér vel í að um- ferðaslysum í borginni hefur fækk- að um þriðjung og um tvo þriðju í 30 km hverfum. Öll umræða byggir á miklu trausti fólks á framkvæmdagrósku í borginni. Menn hnakkrífast um Vatnsmýrina og Sundabraut, ekki hvort eigi að byggja heldur hvenær, hvar og hvernig. Menn heimta götur oní jörðina ekki hvort heldur hve- nær og hve langar. Áhugi manna á að búa í miðbæ Reykjavíkur sést á háværum óskum manna um að flug- völlurinn fari. Ásókn stórra fyr- irtækja í Vatnsmýrina og miðbæinn er vísbending um trú fyrirtækja á stefnu núverandi borgarstjórnar. Tugþúsundir fermetra bygginga eru þegar byggðir í Túnunum og í Skuggahverfinu og verið að hanna hundruð þúsunda fermetra í bygg- ingum frá Rauðasandi vestur að Granda og upp undir Skólavörðu- hæð. Þú þarft ekki lengur að afsaka borgina sem þú býrð í þegar erlend- ir gestir koma í heimsókn. Eftir tólf ára starf félagshyggjufólks í Reykjavík er borgin loks komin inn í nútímann og það sem meira er, menn hafa trú á framtíðinni. Ég er ekki að vanþakka höfnina, hitaveituna, malbikið og grænu byltinguna. Upp úr stendur samt að opinber þjónusta var alltaf langt á eftir, borgin þandist alltaf meira og meira út, miðbærinn og almenn- ingssamgöngur dröbbuðust niður og engum borgarstjóra tókst að vekja trú framkvæmda- og athafna- manna á borginni. Félagshyggjufólki tókst það sem sjálfstæðismönnum tókst aldrei. Með því að leggja fram ábyrgar áætlanir um uppbyggingu í gamla bænum og með því að hætta að nið- urgreiða lóðir á jaðri borgarinnar og leyfa frjálsri verðmyndun að ráða vali verktaka á byggingarlandi skapaðist sú sókn inn í gamla bæinn sem þurfti. Verðmyndunin leiddi einnig til umhverfisbóta. Verðmæti lands í gamla bænum er orðið það mikið að það er of dýrt til að hafa á því bílastæði, ódýrara að setja þau oní jörðina. Eftir því sem byggðin þéttist í gamla bænum verður auð- veldara og ódýrara að flytja fólk milli heimilis og vinnu og ódýrara og auðveldara að sinna verslun og af- þreyingu og hægt að hægja á sókn í að byggja nálæg útivistarlönd. Reykjavík er lang stærsta hjólið í hagkerfi landsins og sjálfsmurt því hún þiggur enga opinbera aðstoð. Velmegun okkar tíma byggir ekki síst á þessum heilbrigða og ónið- urgreidda hluta hagkerfisins. Upp- bygging í Reykjavík byggir því á arðbærum grunni og félagshyggju- öfl lögðu grunnin að þessari arð- semi. Hús skapa þó ekki hamingju og enn er margt ógert til að bæta að- stæður þeirra mörgu borgara, sem þurfa einstaklingsmiðaða þjónustu og aðstoð, en markmið hennar verð- ur að vera að hlutur einstaklingsins í samfélaginu sé sem stærstur. Til þessa verks þarf fólk sem veit hvernig samfélag það vill, fé- lagshyggjufólk, til að tryggja að borgin drabbist ekki aftur niður og verði að þeim gráa stað sem hún var meðan hugsjónina vantaði í stjórn hennar. Öll markmiðuð hugsun um samfélag er félagshyggja. Markaðs- lögmálið er tæki sem þú notar til að ná þeim árangri sem þú vilt. Vinnum borgina saman, takið þátt í opnu prófkjöri samfylkingarinnar 11. og 12. febrúar. Hvers vegna vil ég í borgarstjórn? Eftir Stefán Benediktsson ’Vinnum borgina saman,takið þátt í opnu próf- kjöri Samfylkingarinnar 11.–12. febrúar.‘ Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 2.–3. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík UNDANFARIÐ hafa birst á síð- um Morgunblaðsins áhugaverðar greinar um framtíð miðstöðvar inn- anlandsflugsins í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Í nokkrum af þessum greinum hefur verið vitnað í Kastljós þann 6. desember síðastliðinn þar sem undirritaður tók þátt í rökræð- um um málið. Þó öll umræða um þetta mik- ilvæga mál sé góð virð- ast greinarhöfundar missa sjónar á aðal- atriðum málsins. Flugvöllurinn er á förum Borgaryfirvöld og samgönguráðherra hafa undirritað yfirlýs- ingu þess efnis að flug- völlurinn geti farið úr Vatnsmýrinni árið 2016 og Reykjavík- urborg hefur nú þegar blásið til al- þjóðlegrar hönnunarsamkeppni um skipulagningu Vatnsmýrarinnar. Stjórnmálaflokkarnir sem standa að R-listanum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hafa lýst því yfir að þeir vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að flugvöllur verður ekki staðsettur í miðborg Reykjavíkur til langframa. Höldum okkur því við aðalatriði máls- ins; hvert á hann að fara og hvernig á að bregðast við breyttri staðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins? Keflavíkurflugvöllur hagkvæmasti kosturinn Undirritaður er einn af tals- mönnum samtakanna Flugkef sem berjast fyrir því að mið- stöð innanlandsflugs færist til Keflavík- urflugvallar þegar flug- völlurinn í Vatnsmýrinni verður lagður niður. Samtökin voru ekki síst stofnuð til að koma í veg fyrir það slys að annar flugvöllur verði byggður í nágrenni Reykjavíkur í stað þess að nýta Kefla- víkurflugvöll og þau mannvirki sem þar eru til staðar. Hafa samtökin rökstutt mál sitt með augljósum hagkvæmnissjónarmiðum þess að sameina miðstöð innanlands- flugs og millilandaflugs á einum flug- velli í stað tveggja. Komið hafa upp spurningar um samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur og hefur í því sam- bandi verið bent á að unnið er að stór- felldum endurbótum á samgöngu- mannvirkjum og áfram verður haldið á þeirri braut, ekki síst ef innanlands- flugið færist til Keflavíkurflugvallar. Allir sjá fjárhagslega hagkvæmni í sameiningu flugvalla í stað þess að byggja upp nýjan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur. Ekki síst í ljósi þess að með bættum samgöngum tekur að- eins um 25 mínútur að aka til höf- uðborgarinnar. Tækifæri fyrir innanlandsflugið Varnarliðið hefur nú dregið mikið úr starfsemi sinni og ljóst er að ís- lensk stjórnvöld þurfa á komandi ár- um að taka við rekstri Keflavík- urflugvallar. Enginn ábyrgur stjórnmálamaður hefur lýst því yfir að stjórnvöld geti tekið við rekstri Keflavíkurflugvallar samhliða því að byggja nýjan flugvöll í 20–40 mínútna fjarlægð frá honum. Það er ekkert annað en sóknarfæri fyrir innan- landsflugið að samnýta mannvirki með millilandafluginu. Þannig mætti auka hagkvæmni og lækka flugfar- gjöld í innanlandsfluginu sem í dag eru of há. Reykjavíkurflugvöllur þjónar landsbyggðinni sem mikilvægur þátt- ur í sjúkraflugi og ljóst er að stað- setning hans í nágrenni Landspít- alans er góð með tilliti til sjúkraflugs. Brotthvarf flugvallarins kallar á ýms- ar breytingar og ekki síst hvað varðar sjúkraflugið. Í því sambandi hefur verið nefnt að flytja þyrlusveit Land- helgisgæslunnar til Keflavík- urflugvallar, bæta enn frekar sam- göngur og styrkja starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri svo dæmi séu tekin. Gæta þarf þess að hagkvæmni ráði vali á nýrri staðsetningu innanlands- flugsins um leið og hugað er vandlega að því að tryggja öryggi íbúa lands- byggðarinnar. Aðalatriði flugvallarmálsins Viktor B. Kjartansson fjallar um framtíðarflugvöll ’Það er ekkert annað ensóknarfæri fyrir innan- landsflugið að samnýta mannvirki með milli- landafluginu.‘ Viktor B. Kjartansson Höfundur er stjórnarmaður í Flugkef. MARGIR spyrja sig hvers vegna við séum ennþá að berjast við tann- skemmdir, og önnur tengd tann- vandamál, þar sem enginn vafi leikur á því í dag hvað veldur tann- skemmdum og hvernig best sé að fyrirbyggja þær. Það er viðurkennt að allir eiga að geta haldið tönnum sínum heilum með hollu mat- aræði og réttri um- hirðu. Undantekningin frá því eru meðfæddir gallar á tönnum. Þeir eru auðgreinanlegir frá „venjulegum“ tann- skemmdum og lúta öðrum lögmálum. Þró- unin hefur sem betur fer verið í rétta átt og er nú svo komið að samkvæmt opinberum tölum er tannheilsa ís- lenskra barna og unglinga ekki ósvip- uð því sem gerist til dæmis hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Óumdeilanlegt er að notkun flúortannkrems á stærstan þátt í því sem og aukin fræðsla til almennings og forvarnir á tannlæknastofum. Um fjórðungur barna fer ekki reglulega til tannlæknis En það er ýmislegt sem bendir til þess að áhrif forvarnanna hafi náð sínu hámarki og þróun tannskemmda er jafnvel sums staðar farin að snúast í öfuga átt. Ástæður þessa eru marg- þættar en víst er að víða hafa verið skorin niður fjárframlög hins op- inbera til forvarna á tannlækna- stofum og sennilega ekki síður vegna þess að sykurneysla virðist endalaust aukast í samfélagi okkar. Þetta gerist þrátt fyrir allan þann áróður sem rek- inn er af næringarfræðingum, lækn- um, tannlæknum og öðrum. Kemur þetta ekki síst til vegna breytts neyslumynsturs fólks í nútíma- samfélagi. Viðbættur sykur er víða, misvel falinn. Hann er í ýmsum mjólkurvörum, morgunkorni, áleggi, ávaxtadrykkjum og viðbiti ýmiss kon- ar. Allt þetta hefur síðan leitt til þess að bilið eykst milli þeirra barna sem ekki eiga við tannvandamál að stríða og þeirra sem það eiga. Flestir sleppa ágætlega en eftir stendur hópur sem þarf mun meiri aðstoð og umönnun til að viðhalda tannheilsu. Þessi hópur, sem betur fer er minnihlutahópur, er nógu stór til þess að hafa áhrif á með- altalstölur um tannheilsu íslenskra barna og ungmenna. Því miður er það einnig svo að nær fjórð- ungur íslenskra barna fer ekki reglulega til tannlæknis í eftirlit. Það veldur því að tann- vandamálin verða stærri og erfiðari viðureignar. Sérlega er slæmt að ennþá árið 2006 skuli koma inn börn yngri en tveggja ára með margar tennur skemmdar vegna þess að barnið fær að hafa pela á nótt- unni með einhverju öðru en vatni. Minnka þarf neyslu súrra drykkja Annað vandamál, ekki nýtt af nálinni en mjög vaxandi, er tannslit hjá ungmennum vegna súrra drykkja og matar. Helstu skýringuna á þessu teljum við vera aukna neyslu á gos- drykkjum og safa ýmiss konar. Oft er lítið til ráða til viðhalds slíkum tönn- um ef neyslumynstrinu er ekki breytt. Sem betur fer mætir þó þorri ís- lenskra barna reglulega til tann- læknis og á ekki við alvarleg tann- vandamál að etja. Við skulum þakka þennan árangur sem náðst hefur miklu samstarfi yfirvalda, tann- heilsustétta og foreldra við forvarnir undanfarna áratugi. Að lokum kemur hér einföld og margreynd uppskrift að heilbrigðum tönnum allt lífið – varast ber að sleppa einhverju af innihaldi hennar. Tannburstun tvisvar sinnum á dag með flúortannkremi. Börn þurfa að- stoð til þessa frá fyrstu tönn að tíu ára aldri. Aukaflúor í formi flúortaflna, munnskols eða flúortyggigúmmís fyrir einstaklinga í áhættuhópi. Regluleg notkun tannþráðar. Eingöngu vatn í pela sem barn fær að sofa með. Reglulegar heimsóknir til tann- læknis. Takmarka sætt og súrt nart milli mála. Tannheilsa íslenskra barna Helgi Hansson fjallar um tannheilsu ’Tannburstuntvisvar sinnum á dag með flúor- tannkremi.‘ Höfundur er tannlæknir. Helgi Hansson Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígslu- skilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Gunnar Gíslason styður Ás- gerði Halldórsdóttur í 2. sætið í prófkjöri sjálfstæðismann á Sel- tjarnarnesi. Þór Whitehead styður Ólaf Eg- ilsson, sem býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltnarnarnesi. Ólafur býður sig fam í 3. sæti listans. Birgir Dýrfjörð rafvirki styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem býður sig fram í 2. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Magnús Helgi Björgvinsson mælir með Guðríði Arnardóttur í 1. sætið í prófkjöri Samfylking- arinnar í Kópavogi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.