Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRANSKT dagblað birti í gær teikningarnar, sem vakið hafa mikla ólgu meðal múslíma, og þær hafa nú að auki birst í tveimur þýskum blöðum og í einu dagblaði á Ítalíu, Spáni, Mexíkó og á Ís- landi. Í Frakklandi bíða menn spenntir eftir viðbrögðum múslíma en ritstjóri Jyllands-Posten sagði í gær, að því miður virtist sem múslímar hefðu unnið sigur á tján- ingarfrelsinu. „Jú, við höfum rétt til að birta skopmyndir af guðdómnum,“ sagði á forsíðu franska blaðsins France Soir og undir fyrirsögninni voru síðan gamansamar myndir af guð- um búddista, gyðinga, múslíma og kristinna manna fljótandi á skýi. Inni í blaðinu voru síðan birtar teikningarnar, sem komið hafa öll- um látunum af stað. „Teikningarnar 12 í dönsku blaði hafa vakið ólgu meðal múslíma vegna þess, að bannað er að birta myndir af Allah og spámanninum. Það er hins vegar ólíðandi, að trúarlegum kreddum sé troðið upp á lýðræðislegt og veraldlegt sam- félag og þess vegna birtum við teikningarnar,“ sagði meðal annars í France Soir. Serge Faubert, að- alritstjóri þess, segir, að vestrænt lýðræði megi ekki beygja sig undir múslímska öfgahópa eða músl- ímskar ríkisstjórnir. Múslímskur „rannsóknarréttur“? „Heimurinn stendur á haus. Nei, við munum aldrei biðjast afsök- unar á tjáningarfrelsinu,“ segir Faubert og minnir á, að þótt myndbirtingar af þessu tagi séu bannaðar í Kóraninum, þá gildi hann ekki um önnur trúarbrögð. Segir hann, að ekki megi gefast upp fyrir hinum nýja, múslímska „rannsóknarrétti“. Múslímar í Evrópu eru hvergi fjölmennari en í Frakklandi, um fimm milljónir, en lítið var þó um mótmæli þar við teikningunum í Jyllands-Posten. Engin sérstök viðbrögð voru heldur í gær meðal þeirra við teikningunum í France Soir og talsmaður franska utanrík- isráðuneytisins sagði það ekki hafa fengið neinar upphringingar frá ríkisstjórnum í múslímaríkjum. „Við Frakkar styðjum tjáning- arfrelsið, ekki aðeins í Frakklandi, heldur um allan heim. Það er grundvallaratriði og við munum ekki taka þátt í neinni rökræðu um það. Á hinn bóginn verða menn að sjálfsögðu að sýna trúuðu fólki til- litssemi,“ sagði Jean-Baptiste Mattéi, talsmaður utanríkisráðu- neytisins. France Soir er ekki meðal frönsku stórblaðanna og hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum. Er það nú í eigu egypsks auðjöfurs. Þýska dagblaðið Die Welt birti í gær eina af teikningunum úr Jyl- lands-Posten á forsíðu og rök- studdi það með því, að „rétturinn til guðlasts“ væri hluti af lýðræð- inu. Þá birti Berliner Zeitung tvær teikninganna og nokkrar birtust í ítalska blaðinu La Stampa, spænska blaðinu El Periodico og mexíkóska dagblaðinu La Cronica. Í fyrradag birti DV nokkrar af teikningunum umdeildu. Segir múslíma hafa unnið slaginn Carsten Juste, ritstjóri Jyllands- Posten, sagði í gær í viðtali við Berlingske Tidende, að múslímar hefðu unnið þennan slag. „Það er það óhugnanlega við þetta. Ég býst ekki við, að nokkur þori að teikna mynd af spámann- inum Múhameð í næstu framtíð og þess vegna verð ég að segja það, hálfskömmustulegur, að þeir hafa unnið,“ sagði Juste og bætti við, að hefði hann áttað sig á umrótinu, sem teikningunum hefur fylgt, hefði hann ekki birt þær. Styðja Jyllands-Posten Alþjóðasamtökin Blaðamenn án landamæra hafa lýst yfir fullum stuðningi við starfsbræður sína á Jyllands-Posten. „Viðbrögðin við teikningunum eru fáránleg,“ sagði Annabelle Arki í aðalstöðvum samtakanna í París og bætti við, að birting þeirra í France Soir hefði verið mjög jákvæð. „Hún er mjög eðlileg og ekkert móðgandi. Blaðamenn- irnir eru bara að vinna sína vinnu.“ Arki segir ástæðu til að harma viðbrögð múslíma og einkanlega þá kröfu þeirra, að ríkisvaldið eigi að grípa inn í en ekki dómstól- arnir. „Þeir virðast halda, að danska ríkisstjórnin beri ábyrgð á útgáfu dagblaða en gleyma því, að í Danmörku er tjáningarfrelsi.“ Mótmæli, hótanir og hat- ursáróður gegn Dönum eru enn uppi í múslímskum löndum og dönskum sendiráðum og danska utanríkisráðuneytinu berst mikið af tölvupósti af því tagi. Virðist sem mikið af honum sé miðstýrt því að hann er samhljóða að drjúg- um hluta. Teikningarnar birtast æ víðar Reuters Blaðamenn og annað starfsfólk á Jyllands-Posten urðu að flýja húsið í fyrrakvöld vegna sprengjuhótunar. Um gabb var að ræða en vaxandi ótti er við hryðjuverk í Danmörku og er lögreglan með aukinn viðbúnað. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Ritstjóri Jyllands-Posten segir að múslímar hafi því miður unnið sigur á tjáningarfrelsinu Stórverslun í Bahrain en þar hefur fólk verið hvatt til að kaupa ekki danskar vörur eins og víðar vegna teikning- anna í Jyllands-Posten. Tvær ríkisstjórnir í arabaríkjunum hafa kallað heim sendiherra sinn í Danmörku. ’Við styðjum tjáning-arfrelsið og munum ekki taka þátt í neinni rök- ræðu um það.‘ TANSKIP, sem flutti 10.000 tonn af fosfórsýru, sökk í Ermarsundi í gær eftir árekstur við flutn- ingaskip. Tankskipið Ece, skráð á Marshall-eyjum, sökk um 90 km vestan við frönsku hafnarborgina Cherbourg þegar reynt var að toga það í land. Skipið er hér með franska togbátnum Abeille Liberte skömmu áður en það sökk. Sér- fræðingar sögðu að ekki stafaði mikil hætta af fosfórsýrufarminum og þeir höfðu meiri áhyggjur af 80 tonnum af olíu sem voru einnig í skipinu. Reuters Sökk eftir árekstur í Ermarsundi hann sýnir þeim mikinn fjandskap“. Rahman var skipaður yfirdómari eftir afsögn Rizkar Mohammeds Amin en ýmsum valdamönnum í Írak þótti Amin ekki taka nægilega fast á Saddam. Rahman er fæddur í Halabja, bæ í Kúrdahéruðunum sem Saddam lét varpa efnavopnum á 1988 með hörmulegum afleiðingum, þúsundir óbreyttra borgara féllu. Rahman var handtekinn tvívegis af lögreglu í tíð Saddams og í eitt skipti pyntaður svo illa að hann er að hluta til lamaður. Bagdad. AFP. | Saddam Hussein var hvergi að sjá í réttarsalnum þegar réttarhöld yfir honum og átta öðrum hófust að nýju í gær eftir storma- samt þinghald sl. sunnudag en þá gekk Saddam ásamt lögmönnum sínum á dyr í mótmælaskyni við framgöngu nýs yfirdómara, Rauf Rasheed Abdel Rahman. Saddam og þrír aðrir þekktustu sakborningarnir mættu ekki til rétt- arhaldanna í gær og verjendur þeirra voru jafnframt fjarverandi. Rahman dómari sagði réttarhöldin engu að síður halda áfram. Nokkru síðar frestaði hann þeim til dagsins í dag. Settu 11 skilyrði Í yfirlýsingu Khalils Dulaimi, lög- manns Saddams, sagði að forsetinn fyrrverandi og lögmenn hans myndu ekki koma aftur í réttarsal fyrr en ellefu skilyrði hefðu verið uppfyllt; en m.a. er þess krafist að Rahman dómara verði vikið úr embætti og réttarhöldin færð „til lands þar sem hægt er að tryggja öryggi“. Lýsti vörnin því yfir að Rahman dómari mætti ekkert hafa með réttarhöldin eða sakborningana að gera „því að Saddam mætti ekki til þinghalds AP Tveir sökunauta Saddams fyrir réttinum en sjálfur var hann fjarri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.