Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 33 UMRÆÐAN Lifun er tímarit um heimili, lífsstíl og fallega hönnun Meðal efnis í næsta blaði: • Ævintýri í austri • Hreinar línur og fínlegur íburður • Að einfalda flókna veröld • Hönnun í hæstu hæðum • Framandleg fæða Lifun er dreift í 60.000 eintökum og 2. tölublað 2006 kemur út laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 17 þriðjudaginn 7. febrúar Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254, sif@mbl.is með hækkandi sól leikræn lýsing í röð og reglu frumkvöðull á sínu sviði að hanna utan um fjölskylduna syndsamleg hollusta lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 01 2006 Í LEIÐARA Blaðsins hinn 18. janúar sl. er fjallað um framtíð löggæslu í landinu og tillögur dómsmálaráðherra um nýskipan lög- reglustjórnar. Þar sem slíkrar vanþekk- ingar og fordóma gætir í skrifum leið- arahöfundar um lög- regluna í Reykjavík sé ég mig knúinn til þess að gera fáeinar athugasemdir við þau skrif. Flestir sem til þekkja eru á einu máli um að ákvörðun dómsmálaráðherra um sameiningu lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu sé löngu tímabær. Í dag eiga þessi þrjú lögreglulið með sér samstarf á ýmsum sviðum, ekki síst á sviði rannsókna sakamála, enda fást þau æði oft við málefni sömu ein- staklinga, sem láta sig engu skipta hvort afbrot eru framin í Reykja- vík eða nágrannabyggðum. Þá starfa liðin náið saman á sviði al- mannavarna og aðstoða hvert ann- að á ýmsan máta, undir stjórn fjarskiptamiðstöðvar. Ekki verður framhjá því litið að svæðið er í raun runnið saman í eitt heild- stætt atvinnu-, þjónustu- og íbúa- svæði. Leiðarahöfundur spyr hvort reykvískir lögreglumenn séu allir orðnir kontóristar við Hlemm, og telur að lögreglan í borginni sé ekki nægilega sýnileg og að lög- gæslan hafi ekkert aukist á um- liðnum árum. Ekki er mér fylli- lega ljóst hvað felst í þessari gagnrýni, en hins vegar veit ég að áherslur í löggæsl- unni hafa töluvert breyst á liðnum árum í samræmi við breyt- ingar á samfélags- gerðinni og þróun af- brota. Meiri áhersla er nú lögð á löggæslu í hverfum og þjónustu við borgarana, hverfa- stöðvarnar gegna fjöl- breyttara hlutverki en áður, tekið hefur ver- ið upp óeinkennt eft- irlit og sífellt meiri áhersla er lögð á for- varnir og fræðslu. Þá hefur lög- reglan í Reykjavík á undanförnum árum starfað í anda árangurs- stjórnunar. Þar hafa verið sett fram mælanleg markmið til skemmri og lengri tíma í því skyni að bæta og styrkja löggæsluna. Lögreglan má aldrei staðna, hún verður að laga sig að breyttum að- stæðum, vera óhrædd við að taka upp nýja tækni og ný vinnubrögð svo hún geti betur sinnt því hlut- verki sem henni er ætlað að lög- um. Um leið verða menn reglulega að spyrja hvort stefnan sé rétt eða hvort ástæða sé til að breyta um kúrs. Þegar tölur sýna að alvar- legum afbrotum í umdæminu fækkar milli ára, þegar af- brotatíðni í miðborginni hefur minnkað um 32,8% frá árinu 2000– 2004, þegar skráðum ofbeld- isbrotum hefur þar á sama tíma fækkað um 40%, hljóta menn að álykta að við séum á réttri leið. Að halda því fram að löggæslan í borginni hafi ekki aukist á liðnum árum á sér því enga stoð. Slíkum árangri verður aldrei náð af ein- tómum kontóristum við Hlemm. Fyrir nokkrum dögum birtust niðurstöður úr alþjóðlegri rann- sókn á þolendum afbrota og við- horfi þeirra til lögreglunnar. Tók hún til alls landsins og voru svar- endur samtals 1.910 einstaklingar. Spurt var um reynslu af alvarlegri afbrotum, um ótta við afbrot og viðhorf til þjónustu lögreglunnar. Niðurstöður eru fróðlegar og sýna okkur ótvírætt að lögreglan á Ís- landi stendur sig vel og á fyllilega skilið það mikla traust sem al- menningur ber til hennar. Í könnuninni var m.a. spurt um hversu örugga svarendur teldu sig vera einir á gangi að kvöldi til í miðbog Reykjavíkur á virkum dögum og um helgar. Yfir helm- ingur svarenda töldu sig mjög eða frekar óörugga þar eina að kvöld- lagi. Af þessum niðurstöðum dreg- ur leiðarahöfundur Blaðsins þá ályktun að ekki verði séð að lög- reglustjórinn í Reykjavík sé vand- anum vaxinn og við yfirstjórn embættisins sé hér eina að sakast. Þessi rök þykja mér léttvæg og lýsa fordómum í garð lögregl- unnar og skal það nú skýrt: Árið 2001 kom út sambærileg skýrsla á vegum lögreglustjórans í Reykjavík, og var niðurstaðan þar um öryggistilfinningu í miðborg- inni nokkurn veginn hin sama og nú. Sú niðurstaða vakti menn til umhugsunar um ástæður fyrir þeim ótta sem almenningur virtist bera gagnvart miðborginni um nætur. Þá kom í ljós að óttinn stafaði að miklu leyti af slæmri umfjöllun og ímynd miðborg- arinnar. Jafnframt kom fram að óttinn var meiri hjá þeim sem bjuggu fjarri miðborginni, meiri hjá eldra fólki en því yngra, og hluti þeirra sem óttuðust mjög miðborgina hafði aldrei komið þangað að kvöldlagi. Rúmum tveimur árum síðar var könnunin endurtekin, og þá eftir nokkurra mánaða jákvæða umfjöllun um miðborgina. Og viti menn, örygg- istilfinning hafði aukist til muna. Í nýlegri könnun má að hluta til sjá sama mynstur og fyrr hjá svar- endum, þegar skoðað er hvað ein- kennir þá sem segjast mjög eða frekar óöruggir í miðborginni. Eins og áður segir hefur tíðni afbrota í miðborg Reykjavíkur fækkað verulega á undanförnum árum. Í því ljósi hefði mátt ætla að öryggistilfinning íbúa gagnvart miðborginni um nætur hefði auk- ist. Svo virðist þó ekki raunin og hlýtur það að kalla á spurningar um hvað valdi. Ég get upplýst leiðarahöfund Blaðsins um að lög- reglan í Reykjavík er ekki sátt við niðurstöðu könnnunarinnar, ekki síst í ljósi þess að þar kemur einn- ig fram að 90% svarenda telja lög- regluna skila mjög eða frekar góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum í þeirra hverfi. Það hlutfall er hér miklu betra en á hinum Norðurlöndunum. Mér þyk- ir því einsýnt að öryggistilfinning íbúa er flókið samspil margra þátta, lögreglan spilar þar vissu- lega stórt hlutverk, en aðrir þætt- ir ekki síður, og er það verðugt rannsóknarefni. Leiðarahöfundur dregur í efa að löggæsla á höfuðborgarsvæðinu batni við það að sameina hana alla, nær væri frekar að sameina annars vegar löggæsluna í Hafn- arfirði, Kópavogi og Garðabæ, og hins vegar í Reykjavík, Seltjarn- arnesi og Mosfellsbæ og sjá þann- ig hvernig til tekst. Nú er það svo að Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa í tæp átján ár heyrt undir umdæmi lögreglunnar í Reykjavík og hefur samstarf og samskipti lögreglunnar við íbúa og sveit- arstjórnir verið með miklum ágæt- um. Er mér ekki kunnugt um ann- að en að almenn ánægja ríki þar með störf lögreglunnar. Þau spor ættu því ekki að hræða þegar öll lögregluliðin á höfuðborgarsvæð- inu verða sameinuð í eitt. Athugasemdir við skrif um lögregluna í Reykjavík Ingimundur Einarsson fjallar um nýskipan lögreglustjórnar á höfuðborgarsvæðinu ’Lögreglan má aldreistaðna, hún verður að laga sig að breyttum að- stæðum, vera óhrædd við að taka upp nýja tækni og ný vinnubrögð svo hún geti betur sinnt því hlut- verki sem henni er ætlað að lögum.‘ Ingimundur Einarsson Höfundur er varalögreglustjóri í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.