Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 37 UMRÆÐAN ÚTSALA Aukaafsláttur af útsöluvöru fimmtudag, föstudag og langan laugardag Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni Omega 3-6-9 FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Fjölómettaðar fitusýrur DUGAR að fara fyrsta sinni með barnið til tannlæknis þegar fullorð- instennurnar fara að koma fram? – þegar það verður þriggja ára? – eftir að allar 20 barnatennurnar eru komnar í ljós? – eða þá fyrsta barna- tönnin kemur fram? Fyrsta heimsóknin Sérhver kona sem væntir fyrsta barns síns ætti að leita tann- læknis á meðgöngu- tímanum – ekki fyrir sig heldur barnið sem hún gengur með. En hvers vegna í ósköp- unum svo snemma? Hvað getur tannlæknir gert fyrir barn í móð- urkviði? Þekking er oft sögð sterkast vopna og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Eftir að barn er komið í heiminn mæðist móðirin gjarna í svo mörgu að fyrsta heim- sókn hennar með barn- ið til tannlæknis kann að dragast uns komið er í óefni. En áður en barnið fæðist er móð- irin frjálsari ferða sinna og erindi hennar til tannlæknis þá er fyrst og fremst að afla sér þekkingar. Hálfrar klukkustundar fræðsla og leiðbeiningar tann- læknis um mataræði barna, munnhirðu og flúornotkun kunna síðar að spara bæði móður og barni tár, vökunætur og umtalsverða fjármuni. Önnur heimsókn barns til tann- læknis er svo við hæfi þegar fram- tennurnar átta, fjórar í hvorum gómi, eru komnar fram eða ekki seinna en þegar barnið fyllir fyrsta árið. Ami þá ekkert að og hafi ekkert óhapp orðið þjónar sú heimsókn einkum því að rifja upp og árétta það sem fram fór í þeirri fyrstu. Þriðja heimsóknin má síðan bíða uns allar 20 barnatennurnar, 10 í hvorum gómi, hafa birst sem að jafn- aði verður á bilinu tveggja til þriggja ára. Hjá íslenskum börnum er næsta algengt að þá þegar sé þörf einhverra tannaðgerða. Aðrar heimsóknir Eftir þriggja ára aldur er mjög mismunandi hversu oft börn þurfa að leita tannlæknis auk þess sem þörfin breytist með árunum. Það er nú einu sinni svo með börn að þeim er mjög mis- hætt við tann- sjúkdómum. Einkum stafar munurinn þó af því að sum neyta sykurs tíðar en önnur og að þau búa við mjög mismun- andi munnhirðu. Því kann Nonni litli að hafa fulla þörf fyrir þrjár og jafnvel fjórar heimsókn- ir á ári til tannlæknis en Jóa frænda hans nægir að fara á tólf eða jafnvel átján mánaða fresti. Um þetta er varlegast að hafa ráð tannlæknis. Al- mennt telst það þó góð og gild regla að barn vitji tannlæknis á sex mánaða fresti. Við tíðar og reglulegar heimsókn- ir til tannlæknis getur hann greint vandamálin á byrjunarstigi. Lausn þeirra verður þá barninu mun léttari og jafnframt auðveldari fjárhag foreldranna. Undirbúninginn skyldi spara Jafnan telja mæður sér skylt að undirbúa börn sín sem best fyrir hverja nýja reynslu í lífinu. Þótt und- arlegt kunni að virðast sýnir reynslan að þegar ferðinni er heitið til tann- læknis er undirbúningurinn þeim mun betri sem hann er minni. Eink- um stafar þetta af því að ekki er öll- um gefið að lýsa tannlækningum svo að hæfi börnum, þ.e.a.s. án þess að skelfa þau. Beri móðirin svo að auki kvíðboga fyrir sínum eigin ferðum til tannlæknis, eins og oft vill vera, er henni nær ómögulegt að leyna barn sitt þeim kvíða. Svipur hennar og rómur breytast og hún tekur ögn þéttar um hönd barnsins en venja er. Börn eru afar næm á geðbrigði for- eldra sinna og ekkert af þessu dylst þeim. Skyldi mamman nú einnig falla í þá gryfju að lofa barni sínu ein- hverjum verðlaunum að lokinni heim- sókn til tannlæknisins efast barnið vart lengur um að nú sé eitthvað ógeðfellt í vændum. Hvernig skal þá fara að? Höfuðreglan er að segja barninu einungis það sem satt er og rétt og vitað með vissu. Ósannsögli og blekk- ingar gleymast börnum seint. Eins eðlilega og unnt er gæti móðirin sagt við barn sitt eitthvað á þessa leið: „Á morgun förum við til tannlæknisins. Hann ætlar að tala við okkur um tennurnar þínar. Tannlæknirinn á mikið af dóti sem er öðruvísi en þitt dót. Hann ætlar að sýna okkur það og lofa okkur að prófa það. Þegar við er- um búin að leika okkur með dótið mátt þú setjast í stólinn hans svo að tannlæknirinn geti talið tennurnar þínar og skoðað þær. Svo förum við heim aftur.“ Að sjálfsögðu ræður hér þroski barnsins orðavalinu en þær upplýsingar sem felast í þessum setn- ingum duga í flestum tilvikum. Krefjist barnið frekari upplýsinga, sem móðirin getur ekki veitt með nokkurri vissu, gerir hún barni sínu best með því að viðurkenna að hún viti ekki svarið. Einkum skyldi forð- ast að geta sér til eða skálda í eyður. Fátt er barni verra en að fara á stofu tannlæknis með væntingar um allt annað en bíður þess þar. „Ég veit það ekki“ er heiðarlegt svar og „Við skul- um bara spyrja tannlækninn á morg- un“ er þá nokkuð skynsamleg tillaga. Heppilegast er að barnið hlýði sjálft á hvað tannlæknirinn hefur að segja með þeim sérstaka orðaforða sem hann notar við börn og að barnið fái að mynda sér sínar skoðanir, byggðar á eigin skynjun og reynslu, um tannlækninn og það nýstárlega umhverfi sem stofa hans er. Á þann veg farnast barninu best. Sé rétt á málum haldið geta heimsóknir flestra barna til tannlæknis verið ánægju- legir atburðir bæði móður og barni. Hvenær skyldi færa börn til tannlæknis Ólafur Höskuldsson skrifar í tilefni tannverndarviku ’Heppilegast erað barnið hlýði sjálft á hvað tannlæknirinn hefur að segja með þeim sér- staka orðaforða sem hann notar við börn og að barnið fái að mynda sér sínar skoðanir.‘ Ólafur Höskuldsson Höfundur er barnatannlæknir. DAGFORELDRAKERFIÐ á Ís- landi hefur verið lengi við lýði og sitt sýnist hverjum. Sumir vilja meina að „dagmömmu“-fyr- irkomulagið sé úr sér gengið og gamaldags, aðrir segja kerfið gott en að fleiri dagfor- eldra þurfi svo eft- irspurninni verði mætt. Skortur á dag- foreldrum leiðir til þess að foreldrar geta ekki snúið aftur til vinnu sinnar eftir að fæðingarorlofinu sleppir og því miður eru mörg dæmi um það nú um mundir. En hvað er til ráða? Brýnasta úrlausn- arefnið er vitaskuld að fjölga dagforeldrum hið snarasta til að bæta úr sárustu neyð- inni. Reykjavíkurborg hefur hækkað nið- urgreiðslur til dagfor- eldra til að bæta þeirra hag og stendur nú fyrir námskeiðum fyrir verðandi dagfor- eldra. Gott og vel. En hvað svo? Reykjavík- urborg verður að horfa til framtíðar hvað yngstu Reykvík- ingana varðar. Sonur minn var á einkareknum leikskóla fyrir börn frá 8 mánaða aldri til um það bil 18 mánaða ald- urs. Þar fékk hann gott atlæti og við foreldrarnir vorum ánægð með þjónustuna og þá sér í lagi hlýjuna sem streymdi frá starfsfólki leik- skólans. Á leikskólanum voru í kringum 25 börn, öll yngri en tveggja ára. Erillinn og áreitið var gríðarlegt og stundum fannst manni með ólíkindum hvernig starfsfólkið gat komist í gegnum daginn með 25 ómálga skjólstæð- inga sem kepptust við að stinga snuði hver annars upp í sig og gera í buxurnar. Ef við berum saman leikskóla af þessari tegund og ró- legt umhverfi dagmóður er ljóst að kostir og gallar haldast hönd í hönd. Dagforeldrið er eitt með fjög- ur börn, þó að algengt sé að tveir dagforeldrar sjái saman um átta börn. Umhverfið er ívið rólegra og andrúmsloftið heimilislegra. Sam- skipti við foreldra eru á persónu- legum nótum og svona mætti lengi telja. En ég hef varla tölu á þeim fjölda foreldra sem ég hef heyrt kvarta undan öryggisleysinu sem fylgir því að vera með barn í vistun hjá dag- foreldri. Dagforeldrar geta veikst, börnin þeirra geta veikst eða þeir skyndilega þurft að hætta störfum. Eng- ar reglur eru til um biðlista hjá dagfor- eldrum og því ekkert sem segir að einstæðir foreldrar komist fyrr að, eða þeir sem hafa lægri laun og mega ómögulega verða fyrir tekjutapi ef dvölin heima við eftir barns- burð lengist í annan endann. Í aðra röndina er „dagmömmukerfið“ opinbert, vegna nið- urgreiðslna frá borg- inni, en í hina er það ósýnilegt og duttlunga- fullt. Ég legg til að borgin skoði alvarlega að biðlistar dagmæðra fari í gegnum borg- arkerfið, þannig væri mögulega hægt að hjálpa þeim sem eru allra verst staddir. Ég legg líka til að borgin skoði hvort ekki sé hægt að styðja betur við bakið á þeim sem vilja setja á stofn leikskóla fyrir yngsta aldurshópinn. Til framtíðar er vita- skuld best að vista þennan ald- urshóp inni á leikskólum borg- arinnar. Það gerist ekki á einum degi en ef við lítum um öxl og skoð- um þróunina í dagvistunarmálum, þar sem engu minna en bylting hef- ur átt sér stað á síðastliðnum 12 ár- um, getum við verið bjartsýn á að lausnir eru handan við hornið. Dagforeldrar Eftir Oddnýju Sturludóttur Oddný Sturludóttir ’En ég hef varlatölu á þeim fjölda foreldra sem ég hef heyrt kvarta undan öryggis- leysinu sem fylgir því að vera með barn í vistun hjá dagforeldri.‘ Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna og stefnir á 4. sæti listans í Reykjavík Prófkjör Reykjavík JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari verður seint sak- aður um að tala ekki skýrt, þá er hann tjáir sig. Í grein í Mbl. 30. jan. sl. undir yfirskrift- inni: Um sjálfstæði dómstóla, fjallar hann um þann ágreining sem upp er kominn vegna úrskurðar Kjaradóms um launa- hækkanir til æðstu embættismanna. Þar gagnrýnir hann hand- hafa framkvæmda- valds harðlega fyrir að grípa fram fyrir hend- ur Kjaradóms með lagasetningu. Í greininni segir m.a.: „Allt í einu er vikið til hliðar meginsjónarmiðum, sem helgast af mikilvægi þess að dómstólar séu óháðir stjórnvöldum og Alþingi, af þeirri ástæðu að þess- um valdhöfum líkar ekki tiltekin ákvörðun, sem tekin hefur verið.“ Þarna gefur hæstaréttardóm- arinn sér augljóslega ákveðna máls- ástæðu, þ.e. að stjórnvöldum „líki ekki tiltekin ákvörðun“! Er ekki hugsanlegt að ástæðan sé önnur, eins og t.d. að fulltrúar stjórnvalda hafi mál- efnaleg rök fyrir því að Kjaradómur hafi úrskurðað æðstu embættismönnum meiri hækkun, en efni eru til að teknu tilliti til „samanburðarhópa“? Það sem einkenndi úr- skurð Kjaradóms var að engin sundurliðuð greinargerð fylgdi úr- skurðinum, þannig að ljóst mætti vera á hverju hann byggði. Því er eðlilegt og nauðsynlegt að spurt sé. Hverjir voru þeir viðmið- unarhópar, sem Kjaradómur byggði úrskurð sinn á? Var í úr- skurðinum tekið mið af t.d. þeim hópum á hinum „almenna vinnumarkaði“ (les ; æðstu stjórn- endur stærstu fjármálafyrirtækja landsins), sem hrifsað hafa til sín of- urlaunahækkanir á undanförnum misserum? Í Kjaradómi sitja 5 menn, þar af 2 skipaðir af hæstarétti, 2 skipaðir af Alþingi og 1 skipaður af dóms- málaráðherra. Þarna er um mjög augljós hagsmunatengsl að ræða. Kjaradómur, sem ákveða á viðkom- andi aðilum laun, er skipaður af sömu aðilum! Jafnvel starfandi lögmenn geta, að mati Jóns Steinars, ekki tekið á þessu vandamáli, „því lögmennirnir eiga eftir að flytja mál umbjóðenda sinna fyrir þeim sömu dómurum og eiga hagsmuni undir dómsniðurstöð- unni“! Þessi síðasttalda tilvitnun í grein Jóns Steinars, gefur svo makalausa innsýn í álit hans á dómurum Hæstaréttar að liggur við að maður fái hroll. Gera megi ráð fyrir að dómararnir „hefni sín“ á þeim lög- mönnum (í alls óskyldum málum), sem þeir telja að hafi á einn eða ann- an hátt skaðað eigin hagsmuni dóm- aranna og þar með talið þeirra sem dómararnir eiga mest undir í þjóð- félaginu! Hvar er óhæðið, Jón Steinar, í þjóðfélagi þar sem hæstaréttardóm- arar eru skipaðir af dómsmálaráð- herra og á stundum eftir listanum „vinir og vandamenn“? Hvar er óhæðið, þegar Hæstirétt- ur svarar þóknanlega umkvört- unarbréfum og símhringingum frá forsætisráðherra, í kjölfar þess að rétturinn komst að niðurstöðu sem framkvæmdavaldinu „líkaði ekki“? Jón Steinar talar Sveinn Aðalsteinsson gerir athugasemd við grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar um Kjaradóm ’Hvar er óhæðið, JónSteinar, í þjóðfélagi þar sem hæstaréttardómarar eru skipaðir af dóms- málaráðherra og á stund- um eftir listanum “vinir og vandamenn“?‘ Sveinn Aðalsteinsson Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.