Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 40

Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurTeitsson fædd- ist á Grímarsstöð- um í Andakíls- hreppi hinn 26. janúar 1954. Hann lést á heimili sínu 26. janúar síðastlið- inn. Guðmundur var sonur hjónanna Teits Daníelssonar frá Bárustöðum í Andakílshreppi, f. 12. október 1924, d. 15. ágúst 1992, og Dóru Þórðardóttur frá Haga í Skorradal, f. 26. apríl 1925. Guðmundur var fjórði í röð- inni af fimm bræðrum. Elstur þeirra er Þórhallur, f. 7. apríl 1949, ókvæntur og barnlaus. Daníel, f. 15. ágúst 1950, d. 21. ágúst 2005, ókvæntur og barn- laus. Grímar, f. 17. febrúar 1952, kvæntur Petrúnu B. Sveinsdótt- ur, f. 8. júní 1958, og eiga þau þrjú börn saman: Svein Rúnar, f. 27. október 1977, ókvæntur og barnlaus, Hjördísi Dögg, f. 16. maí 1980, gift og á eitt barn, og Tinnu Ósk, f. 19. maí 1987, í sam- búð og barnlaus. Grímar á einn frá þeirri iðkun. Guðmundur kynnist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Bjarnadóttur, f. 19. nóvember 1955, á Akranesi. Þau bjuggu allan sinn búskap á Akra- nesi, fyrst í Stillholti 15 og síðar í Akurgerði 6. Þau eiga fjögur börn. Þau eru: 1) Þórdís Bjarney, f. 21. febrúar 1975, í sambúð með Skarphéðni Magnúsi Guðmunds- syni, f. 3. mars 1979. 2) Sigurgeir Fannar, f. 18. desember 1978, í sambúð með Juliet Joensen, f. 28. maí 1981. 3) Rannveig Helga, f. 26. desember 1981, í sambúð með Gunnari Högnasyni, f. 11. ágúst 1981, börn þeirra eru Steinar Bragi, f. 21. ágúst 1998, og Snæ- dís Lilja, f. 2. febrúar 2004. 4) Baldvin Þór, f. 28. október 1982. Eftir að þau hjónin hófu bú- skap vann Guðmundur hin ýmsu verkamannastörf, en lengst af í fiskvinnslu í Heimaskaga og í Krossvík. Guðmundur hætti störfum á almennum vinnumark- aði sökum heilsubrests fyrir all- mörgum árum. Guðmundur hafði mikla unun af bílum, hann var með varahlutasölu til margra ára í bílskúrnum við heimili sitt. Hann var mjög handlaginn og bjó til ófáar kerrurnar með tengda- föður sínum sem þeir svo síðar seldu. Útför Guðmundar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. son frá fyrra hjóna- bandi: Steindór Hrannar, f. 22. des- ember 1972, kvænt- ur og á tvö börn. Auðunn, f. 6. janúar 1957, d. 24. septem- ber 1982, ókvæntur og barnlaus. Guðmundur ólst upp á Grímarsstöð- um og bjó þar allt þar til hann fluttist búferlum til Reykja- víkur til að ganga menntaveginn. Hann var góður námsmaður, stundaði barnaskólanám á Kleppjárns- reykjum og síðar framhaldsskóla- nám við Menntaskólann í Reykja- vík. Örlögin höguðu því þó þannig að hann hætti námi. Guðmundur var atorkusamur maður meðan hann hafði heilsu til, hann vann þau störf sem þurfti að Grímarsstöðum en einn- ig var hann í sveit á Ferstiklu í Borgarfirði. Hann hafði mikla un- un af íþróttum á sínum yngri ár- um, hann þótti afburðamaður í spjótkasti og tefldi skák og átti hann marga verðlaunapeninga Elsku hjartans pabbi minn er dáinn, hann lést á 52 ára afmæl- isdegi sínum 26. janúar síðastlið- inn. Pabbi átti við geðrænan sjúk- dóm að stríða allt frá því ég man eftir mér, sjúkdóm sem að lokum bar hann ofurliði. Pabbi var ein- staklega góður maður og tók sjúk- dómi sínum eins vel og hann gat, hann átti sína góðu daga og sína slæmu daga í gegnum tíðina rétt eins og annað fólk með svipaða sjúkdóma. Þegar við systkinin vorum yngri eyddum við nánast ekki einni ein- ustu helgi heima við að sumri til, heldur brunaði fjölskyldan eftir vinnu á föstudögum á misgóðum bílum, í fyrstu með tjaldið og síðar með tjaldvagninn í eftirdragi, upp í Skorradal þar sem við tjölduðum oftast nær í „stekknum“ góða. Hver helgin á eftir annarri var alltaf jafnfljót að líða því pabbi var duglegur að kenna okkur að veiða, spila við okkur fótbolta og fara með okkur til langafa og lang- ömmu í Haga svo fátt eitt sé nefnt. Seinna meir fjárfestu pabbi og mamma í húsbíl og síðar í enn öðr- um húsbílnum sem þau eiga enn í dag og á honum brunaði fjölskyld- an upp í Skorradal, Svínadal og á fleiri staði oft á tíðum með stór- fjölskyldunni sem mest öll var komin á húsbíla. Á veturna gerðum við einnig eitt og annað en einna minnisstæðust er mér ferðin upp að Grímars- stöðum þegar fjölskyldan fór á skauta á vatninu fyrir ofan veg. Mikið lifandi ósköp sem var hlegið þann dag, og fjölskyldan öll var úrvinda eftir daginn, svo úrvinda að pabbi þurfti í bókstaflegri merkingu að skríða til baka af svellinu. Mér eru einnig ofarlega í huga allar bíldruslurnar sem pabbi reif niður í gegnum tíðina og oftar en ekki þegar ég var yngri voru tvær til þrjár mis niðurrifnar bíldruslur í innkeyrslunni heima. Pabbi var þá með skransölu og þetta var hans áhugamál, að rífa niður bíla, raða varahlutunum skipulega í bíl- skúrinn og selja þeim sem þá þurftu. Ég var jú líka orðin nokk- uð góð í þessum bransa og hefði með léttu getað orðið bifvélavirki hefði ég haft til þess áhuga en áhuginn var lítill og þótti mér oft á tíðum miður að hafa bíldruslurnar fyrir augunum alla daga allan árs- ins hring en druslurnar voru þó ekki alslæmar því við systkinin áttum það til að leika okkur í þeim þegar við vorum yngri. Þegar ég stálpaðist og fór að komast á unglingsárin fór ég ekki varhluta að því að ýmsar sögur gengu í bænum um það hvernig pabbi væri og væri ekki, ég varð þess einnig vör að vinir mínir voru t.d spurðir af fólki úti í bæ hvort ég væri eins og pabbi minn. Sjúk- dómur pabba og umtal um hann hafði mikil áhrif á mig og persónu- leiki minn breyttist á þessum ár- um. Pabbi gerði samt allt hvað hann gat til að láta sjúkdóm sinn ekki bitna á okkur systkinunum og oftar en ekki hringdi hann heim þegar sjúkdómurinn fór að ná völdum og lét okkur vita að hann væri nú kominn til Reykjavíkur og yrði þar í einhverja daga. Pabbi hafði ekki unnið í nokkuð mörg ár áður en hann lést, það var því oftast hægt að ganga að hon- um vísum heima – ef okkur systk- inin vantaði eitthvað, hvort heldur sem það var ísskápur, myndbands- tæki, dekk eða jafnvel bíll vorum við vart búin að blikka augum og hann var þá búinn að redda hlutn- um, bara rétt sí svona – hann tal- aði ekki mikið um veikindi sín en ég held að þetta hafi verið ein af hans leiðum til að bæta fyrir sinn sjúkdóm gagnvart okkur systkin- unum. Pabbi var mjög rólegur maður að eðlisfari og hann skeytti skapi sínu aldrei á okkur systk- inunum, ég held ég hefði nú t.a.m æst mig aðeins fengi ég þær frétt- ir að ökutækið mitt væri ónýtt, en nei nei, pabbi tók því með sínu jafnaðargeði þegar hann fékk þær fréttir frá einu okkar eitt árið. Pabbi eyddi deginum oft í heim- sóknir, hann fór mikið til Bennýjar ömmu og Bjarna afa, til Dóru ömmu og til systkina minna. Pabbi hringdi einnig mikið í fólk og við pabbi spjölluðum stundum saman í síma. Pabba þótti sárt að sjá hvernig Alzheimer sjúkdómurinn hefur leikið Benný ömmu en hún var mikill vinur hans. Pabbi var líka mikill dýravinur og það má með sanni segja að hundurinn hún Pollý litla hafi ver- ið ein af hans bestu vinum. Pabbi hafði mikla unun af kertaljósi og oftar en ekki hafði hann kveikt á einu slíku sér við hlið í eldhúsinu. Elsku pabbi, ekki átti ég von á að þurfa að kveðja þig svona fljótt, en ég virði þína ákvörðun og ég veit að þér líður nú betur. Ég trúi að pabbi þinn, hann Teitur afi, og bræður þínir, þeir Aui frændi og Danni frændi, sem svo stutt er síð- an að féll frá, hafi tekið vel á móti þér. Mér þykir sárt að þú eigir ekki eftir að kynnast barninu sem ég geng nú með en þegar það fær vit til mun ég segja því fallegar sögur af þér. Ég kveð þig að sinni, pabbi minn – takk fyrir að hafa verið til – við munum hittumst aft- ur þegar minn tími kemur. Elsku mamma, systkini mín, Dóra amma, Þórhallur, Grímar, Bjarni afi, Benný amma og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð því farinn er góður eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og vinur. Minning pabba lifir. Þín dóttir Þórdís. Elsku pabbi. Sárt þykir mér að þú hafir kvatt okkur á þennan hátt. En þú tókst þá ákvörðun og ég mun virða það. Þínum þján- ingum er allavega lokið. Á stund sem þessari koma upp í hugann óendanlega margar minningar um þig, sem ekki verða sagðar í orð- um. Ég mun sakna þess að geta ekki komið til þín og „bara spjall- að“ eins og þú orðaðir það svo oft þegar þú hringdir í mig og baðst mig um að koma til þín. Eins og svo margir vita, pabbi, þá varstu haldinn mjög erfiðum sjúkdómi sem bar þig ofurliði. Þrátt fyrir hann varstu góður faðir og góður vinur, sennilega sá traustasti. Allt- af var hægt að leita til þín þegar eitthvað bjátaði á. Þú reyndir allt til að hjálpa öðrum en kannski hefði mátt hjálpa þér aðeins meira. Ég, Gunnar, Steinar og Snædís munum sakna þín sárt. Aldrei mun lífið vera samt án þín, elsku pabbi, án þinna uppátækja og hláturs. Ég trúi að við munum hittast að nýju við endalokin, og þá, pabbi, getum við haldið áfram að spjalla. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín Rannveig. Pabbi, ég trúi að þér líði mun betur þar sem þú ert núna og ég virði þína ákvörðun. Ég þakka og minnist stundanna sem við áttum saman og sérstaklega stuðningsins sem þú sýndir alltaf á þinn sér- staka hátt, alveg sama hve gott eða slæmt ég gerði eða trúði þér fyrir. Mér eru minnisstæðar stundirn- ar við skákborðið, t.d. þegar þú og þínir vinir sátuð við stóru talstöð- ina á mínum bernskuárum og spil- uðuð skák við hópa vítt og breitt um landið og svo þegar þú kenndir mér mannganginn, það hefur örugglega tekið þó nokkurn tíma en það gleymist ekki. Bílhræin sem komu, voru í inn- keyrslunni í mislangan tíma og var skipt út fyrir önnur, þarna fórum ég og mínir æskuvinir í margar bílferðirnar á alls konar tryllitækj- um. Það kom svo margt gamalt og skemmtilegt í ljós þegar við tókum okkur til og hreinsuðum upp lag- erinn af varahlutum úr bílskúrn- um, allt til að ég kæmi Toyotunni inn meðan ég var próflaus, og Bjarni afi mætti og byrjaði að bera aftur inn varahlutina sem voru komnir út á vörubílspall, þannig að sumir hlutirnir voru bornir 2–3 sinnum út á pall. Þá vottaði fyrir söknuði hjá þér en þetta gerðir þú fyrir mig eins og ekkert annað kæmi til greina. Ferðalögin voru líka stór hluti af minni æsku, allt frá litlu tjaldi upp í húsbíl og oft var farið í veiði- ferðir þó aflinn væri mismikill og þú hafðir mikið dálæti á ferðalög- um þó þeim hafi fækkað mikið eft- ir að við krakkarnir uxum úr grasi. Það kom oft fyrir að húsbíllinn var í gangi niðri í Akurgerði og gamli að stússast í honum þó að ekkert væri verið að fara. Svona gengur lífið fyrir sig, fólk fæðist, lifir og deyr. Ég vona að ég hafi getað gert þig stoltan á ein- hverjum tímapunkti í þínu lífi og vildi að við hefðum eytt meiri tíma saman en því verður ekki breytt. Það kom að því að sjúkdómurinn sem þú barðist við frá unglings- árum náði að sigra eina skák en þetta er svipað og með okkar skákir, þú vannst svo margar áður en það kom að því að þú leyfðir mér að vinna eina. Sigurgeir Fannar Guðmundsson. Elsku pabbi. Það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar ég minnist þín, er hversu skilnings- ríkur og hjartagóður faðir þú varst sem hugsaðir ávallt vel um mann. Sterkasta minningin mín er þeg- ar ég kom úr skólanum í kringum tíu ára aldur og oftast varstu í stofusófanum að leggja þig en allt- af raukstu á fætur þegar ég ýtti í þig og spurði hvort þú værir til í að kíkja rúnt. Þá tókum við hring sem endaði oftast í Axelsbúð þar sem þú splæstir í litla kók og prins og ég sat svo og horfði á þig spjalla við félaga þína sem því miður fór svo fækkandi með ár- unum. Alltaf gat ég leitað til þín með allar gerðir vandamála, stór eða smá, og alltaf sýndirðu manni já- kvæðu hliðarnar og kenndir mér að það er óþarfi að æsa sig yfir hlutunum, best sá ég það þegar ég asnaðist til að eyðileggja bílinn ykkar á fylliríi og hringdi til ykkar í húsbílinn og þú svaraðir. Það fyrsta og það eina sem mig minnir að þú hafir sagt var að þú spurðir hvort ég hefði nokkuð slasast, en svo var ekki. Þá sagðir þú mér að hafa engar áhyggjur, við myndum skoða þetta eftir helgi. Flestar minningarnar sem koma upp í hugann á þessari stundu og munu líklegast ávallt gera, eru góðar, sumar skömmustulegar því þá var aðallega sjúkdómnum um að kenna sem þú þurftir að glíma við lengi, en þær eru fáar, ef ekki bara engin minning um það að þú hafir einhvern tímann verið vond- ur við mig. Ég er mikið búinn að hugsa út í þessa ákvörðun þína, ég virði hana og fyrirgef og núna trúi ég því að þú sért mun hressari og sitjir á spjalli við Auja bróður þinn og segir honum skemmtisögur af okk- ur fjölskyldunni og Danni frændi og Teitur afi eru þarna líklegast líka. Ég þakka þér, pabbi minn, fyrir að hafa verið til, þakka þér fyrir tímann sem við áttum saman og við hittumst á ný þegar minn tími kemur. Þá verður sko tekin löng skák. Guð geymi þig. Þinn sonur Baldvin. Við endurnýjuðum kynni okkar 1980, þegar ég flutti á Akranes, en þá höfðum við ekki hist í nokkur ár, frá því að við sem unglingar tókum fyrstu skrefin fjarri heim- ilum okkar og leiðir okkar lágu fyrst saman. Þú varst góður náms- maður og hafðir lítið fyrir náminu, en vegna veikinda þinna entist þér ekki þrek í þeim efnum. Með hjálp læknavísindanna gast þú verið þátttakandi í atvinnulífinu um langa hríð og skilaðir þínu til þjóð- félagsins, stofnaðir heimili og þið hjónin eignuðust börn og framtíðin var öruggari og minna um óvænt- ar hindranir, en svo kom að því að þú þurftir á öryggisneti samfélags- ins að halda, en það er nú einhvern veginn þannig að öryggisnetið virkar ekki jafnvel þar sem geð- sjúkdómar eiga í hlut. Það var svo komið að þú sást enga leið aðra, en að taka eigið líf. Maður verður máttvana og öskrar í hljóði og vill ekki að slíkt gerist, en það gerist. Hvenær verðum við tilbúin að gefa geðsjúkum sömu möguleika og öðrum og án fordóma. Það hafa verið stigin stórkostleg skref í þessum efnum, hvað varðar lækn- ingu, meðferðarúrræði og skilning samfélagsins, en við eigum eftir að tengja þetta betur saman, hið al- menna samfélag og meðferðarúr- ræðin. Þetta er svo tengt, skiln- ingur okkar verður að vera til staðar samhliða öðrum ráðum. Þú eignaðist skáktölvu fyrir nokkru og það kveikti að nýju skákáhugann. Við vorum farnir að taka aftur til við að tefla stöku sinnum og var það kjörið tækifæri til að hittast. Síðasta samtal okkar var þegar þú hringdir og varst að hugsa um hvort við ættum að taka skák. Við teflum aftur síðar, kæri vinur. Megi góður guð styrkja Ellu og börnin, sem og alla aðra í sorginni. Guð gefi Guðmundi Teitssyni frið. Jóhannes Finnur Halldórsson. GUÐMUNDUR TEITSSON Í desembermánuði síðastliðnum fór hún Maja frænka svo skyndilega frá okkur öllum. Þessi fallega, rauðhærða og tignarlega kona sem alltaf gat séð fallegu hliðar lífsins þrátt fyrir erfið veikindi. Hún á stóran hluta í hjarta mér því þar hefur hún sáð svo ótal- mörgum fræjum. Í mínum huga er hún ein af þessum persónum sem eru eilífar því að viska hennar og sjónarmið lita framtíð okkar sem eft- ir erum. Hún sá hliðar á lífinu sem oftast þarf að benda manni á. Hún talaði alltaf fallega til fólks og fallega um fólk. Hún var uppáhalds frænka MARÍA ERLA KJARTANSDÓTTIR ✝ María ErlaKjartansdóttir fæddist á Strandseli við Ísafjarðardjúp 30. janúar 1936. Hún lést á heimili sínu 7. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 12. desember. mín, bestust, sætust, yndislegust og flott- ust. Takk fyrir að hlusta alltaf á litla stelpu eins og það skipti svo miklu máli sem hún segði. Takk fyrir að heim- ili þitt stóð alltaf opið þegar mig langaði að koma. Takk fyrir að hrósa mér og elska mig allt- af á svo sannfærandi og skilyrðislausan hátt. Takk fyrir að hjálpa mér að halda tengslum mínum við föðurfólk mitt. Takk, elsku hjartans engill. Núna 30. janúar hefðir þú orðið árinu eldri þótt ekkert okkar „muni“ eða „viti“ hvað þú hefðir orðið göm- ul. Enda ávallt jafn ung og falleg. Megir þú uppskera á ríkulegan hátt í englakór Drottins í heilbrigðum lík- ama því þú átt það svo sannarlega skilið. Þín Fanney Dóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.