Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 20

Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR „VIÐ ERUM þessi gömlu hjón sem semur vel,“ segir Inga Þórhildur Ingimarsdóttir önnum kafin við að útbúa samlokur sem bera nafnið Kannski bestu samlokur í heimi, tólf stykki takk áður en næsta vél að sunnan lend- ir á Akureyrarflugvelli. Hún er eiginkona Baldvins Halldórs Sigurðssonar, sem um liðna helgi hreppti fyrsta sæti í forvali hjá Vinstri grænum við val á framboðslista flokksins vegna bæjarstjórnarkosninga í vor. Saman reka þau Flugkaffi á Akureyr- arflugvelli og hafa gert í bráðum þrjú ár. Mæta hálfsjö á morgnana, „til að þurrka framan úr teríunni“, eins og frúin orðar það og taka til brauðmetið og annað sem til þarf fyrir daginn. Fara svo heim þegar síðustu far- þegar kvöldvélarinnar hafa yfirgefið flugstöð- ina. Baldvin er Akureyringur, fæddur ’53 og ólst upp á Oddeyri fyrstu 11 árin, „er Eyr- arpúki að upplagi“, segir hann, sonur Sig- urðar Baldvinssonar, bókara og skrifstofu- manns, og Ragnheiðar Pálsdóttur, sem ættuð er úr Jökuldal og var alla tíð framarlega í Al- þýðubandalaginu. „Ég drakk í mig verkalýðs- baráttuna og sósíalismann með móðurmjólk- inni, mamma mátt aldrei neitt aumt sjá, þoldi illa misrétti og fátækt og var mikil kvenrétt- indakona,“ segir Baldvin. „Þetta var vega- nestið sem ég ólst upp við.“ Inga er frá Brekku í Núpasveit í Norður- Þingeyjarsýslu. Held ég sé sæmilega góður kokkur Fjölskylda Baldvins flutti í Möðruvalla- stræti og bjó þar um árabil, „og þar er ég enn“, segir Baldvin sem þó hleypti heimdrag- anum eftir nám á Bautanum, en hann er mat- reiðslumaður og kann starfinu vel. „Ég held ég sé sæmilega góður kokkur, líkar vel í eld- húsi og mun ekki kunna því illa að vera í eld- húsum alla mína starfsævi,“ segir hann. Hann var um þriggja ára skeið bryti á Sólheimum í Grímsnesi og eignaðist þá „40 vini á einu bretti“ í hópi íbúa staðarins og heldur enn kunningsskap við marga þeirra. Þau hjón fluttu svo til Ólafsfjarðar og þar stóð Baldvin vaktina á hóteli staðarins, Hótel Ólafsfirði, í fimm ár eða þar til það var selt. Líkaði það vel og segir Ólafsfirðinga ekki síðri en Akureyr- inga „þrátt fyrir að þar sé mikið um hræðilegt íhald. Það sem er svo notalegt við Ólafsfjörð er að ef eitthvað bjátaði á duttu niður allar ill- deilur, ættarpólitík og spenna milli manna, allir tóku sig saman um að hjálpa, líkt og al- þýðufólkið á Eyrinni gerði þegar ég var að alast upp“. Á meðan þau bjuggu í Ólafsfirði fékk Inga vinnu í útibúi Landsbankans á Akureyri og lét sig ekki muna um að aka fyrir Múlann til og frá vinnu á hverjum virkum degi, „en það var nú bara frá vori fram á haust, veit ekki hvort ég hefði lagt í þetta að vetrarlagi“, segir hún en til þess kom ekki, þau fluttu í hinn gamla heimabæ Baldvins og hafa verið þar síðan. Baldvin vann hjá Verkmenntaskólanum, var kokkur hjá SÁÁ í Reyjavík og fór á milli og þá tók hann að sér kjötborðið í verslun KEA í Sunnuhlíð sem eitt sinn var, en þaðan lá leiðin í verslunina í Hrísalundi. „Ég var þar í 10 til 12 ár, eitthvað svoleiðis, og kunni starfinu vel. Kynntist þar mörgum kúnnum sem mér þykir enn vænt um og við mig versluðu fjölmargir eldri Akureyringar – allt þetta fólk mun kjósa mig í vor,“ segir hann íbygginn og nælir sér í eðalsúkkulaði frá Belgíu með kaffisopanum. Ef maður vandar sig Það var svo í ágúst 2003, fyrir tveimur og hálfu ári, sem þau hjónin í nafni félagsins síns, Jöklu, gerðu tilboð í rekstur Flugkaffis á Akureyrarflugvelli og var því tekið. „Ég hef gaman af veitingarekstri, ef maður vandar sig og gerir vel er fólkið ánægt og sækir í þjónustuna.“ Vinnudagurinn vissulega langur og það tekur tíma að komast á beinu brautina, „en það er að koma núna, þetta hef- ur sigið upp á við hjá okkur“, segir Inga og er ekkert að kippa sér sérstaklega upp við það þótt frídagarnir séu þrír á ári; nýársdagur, páskadagur og jóladagur. „Annars höfum við reynt að skreppa í sumarfrí til útlanda og þá sér sonur okkar um reksturinn á meðan, það er nauðsynlegt að komast aðeins í burtu.“ Að sofna með hreina samvisku Baldvin slær á létta strengi, segist hafa tekið eftir því að menn geri flest mistök í frí- tíma sínum og skeri þeir hann niður verði hættan á að þeir geri mistök minni. „Svo er það líka annað, ef menn vinna 16 tíma á sólar- hring ná þeir ekki að eyða neinu, það er búið að loka öllu þegar við förum heim,“ segir hann og segist hamingjusamur yfir að eiga góða konu, son, heilsu og eiga fyrir reikningunum. Undirstaða hamingjunnar sé að geta lagst á koddann á kvöldin með góða samvisku, „það uppgötvaði ég eftir að ég komst til vits og ára“. En þá er það spurningin hvernig þessi önn- um kafni maður ætlar að finna tíma til að sinna sveitarstjórnarmálum. „Það verður bara að hagræða hérna, fá aðstoð ef því er að skipta,“ segir Baldvin og spáir VG tveimur bæjarfulltrúum í kosningunum, „þremur ef við verðum heppin“. Inga veit nú þegar hversu mörg atkvæði munu falla flokknum í skaut, dreymdi fyrir því nú fyrir skömmu, en lætur töluna ekki uppi að sinni. „Ég veit það bara, að það sem hann Baldvin gerir gerir hann með stæl.“ Það sem Baldvin gerir gerir hann með stæl Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kosningasteik Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, í hópi fastakúnna en hópur manna kemur gjarnan í mat til hans á flugvellinum í hádeginu tvo daga í viku. Nokkrir þeirra voru þar í hádeginu í gær og Baldvin bauð upp á kosningasteik, eins og þeir orðuðu það. Kann vel við sig í eldhúsinu Baldvin er sátt- ur við að eyða starfsævi sinni við potta og pönnur eldhússins, nýtur sín þar vel og segist sæmilega góður kokkur. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Höfuðborgin | Strætó bs. kynnti í gær tvo nýja almenningsvagna sem ganga fyrir metani en þeir eru liður í áætlun fyrirtækisins að draga enn frekar úr útblástursmengun bíla- flotans. Áður hafði Strætó bs. verið frumkvöðull í notkun vetnis- knúinna bifreiða hér á landi. Metanið sem Strætó bs. notar á vagna sína er unnið úr sorpinu á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi. Samhliða kynningu Strætó bs. á nýju metanvögnunum kynnti Metan hf., dótturfyrirtæki Sorpu bs., nýja og mun afkasta- meiri hreinsistöð fyrir metangas þar sem framleiða má metan á um 4.000 smærri bifreiðir á ári. Ódýrara og umhverfisvænna Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., eru metanknúnar bifreiðir í senn afar umhverfisvænar og hagkvæmar í rekstri. Þannig er koltvísýrings- útblástur 113 bifreiða sem nota metan jafnmikill og frá einni bif- reið sem gengur fyrir bensíni eða díselolíu. Metanið er að auki alla jafna um 30% ódýrara en bensín. „Það er því margfaldur ávinn- ingur þegar þar að auki stræt- isvagninn er þannig útbúinn að hann mengar minna en hefðbundið farartæki, auk þess sem orkugjaf- inn er alfarið innlendur,“ segir Ás- geir. „Tilurð verkefnisins er sú að þegar við ákváðum að bjóða út kaup á 30 vögnum, sem er eðlileg endurnýjun á flotanum, ákváðum við að bjóða út kaup á tveimur met- anvögnum og sjá hvernig það myndi gefast. Við fengum boð frá Scania og ákváðum að prófa það.“ Ásgeir segir ekki um það að ræða að verið sé að bakka út úr vetn- isverkefninu. „Aðkoma okkar að því er af allt öðrum toga. Við tökum að okkur rekstur þessara vagna, en það verkefni er rekið af Íslenskri nýorku. Það er samevrópskt verk- efni með aðkomu margra aðila og við vorum einfaldlega fengnir til að aka vögnunum meðan á verkefninu stæði,“ segir Ásgeir. „Munurinn er líka sá að metanvagnar eru fram- leiddir í fjöldaframleiðslu, en vetn- isvagnar eru enn á tilraunastigi og ekkert í hendi um hvenær þeir verða orðnir raunhæfur kostur.“ Ásgeir segir ekkert því til fyr- irstöðu að reka allan strætóflotann á metani og þannig minnka út- blástur hans meira en hundraðfalt. Um endurnýjun flotans ef prófanir ganga vel segir Ásgeir það spurn- ingu um kaupgetu og fjárfestingar. „Við erum að skoða möguleika á að breyta díselvögnum okkar í gasbíla og hugsanlega opnast einhverjir fletir sem gæti verið raunhæfari leið að fara, að þurfa ekki að end- urnýja bílana heldur einungis elds- neytisbúnaðinn.“ Strætó bs. tekur í notkun tvo strætisvagna knúna metangasi sem unnið er úr sorpi Morgunblaðið/ÞÖK Sorp verður orka Á Álfsnesi er metan unnið úr úrgangi frá höfuð- borgarbúum. Af nógu er að taka og reikna menn með að hægt sé að knýja um 4.000 fólksbíla með sorpi höfuðborgarinnar. Fyll’ann Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri bar sig fagmannlega að þegar hún dældi metanskammtinum á nýja metanvagninn. Margfalt minni út- blástur AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.