Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG ER ein af nýjum landnem- um í efri byggðum Kópavogs og við fjölskyldan farin að líta á okk- ur sem Kópavogsbúa. Börnin mín eru að festa rætur í nýja hverfinu en þær slóð- ir sem menn slíta barnsskónum verða flestum nákomnari en aðrir staðir. Ég hef velferð þeirra fyrir brjósti, ég vil hafa áhrif á mitt nán- asta umhverfi og hvernig nýja bæj- arfélagið mitt hugsar um velferð allra íbúa þess. Bærinn hefur stækkað ört síðustu ár en nú er kominn tími til að huga að innviðunum þ.e. þörf- um íbúa sem þar búa. Bærinn er fyrir fólk- ið. Ég legg áherslu á að Kópavogur verði fjölskylduvænn bær þar sem fólki gefst kostur á að njóta lífs- ins í leik og starfi á sínum forsendum, óháð efnahag, aldri, áhugamálum og bú- setu. Ég vil búa í bæ sem veitir öllum íbú- um þjónustu og öryggi, þar sem allar kynslóðir eigi sama rétt og geti notið sín. Ég vil búa í bæ þar sem jafnréttis- og umhverfissjón- armiða er gætt í allri stefnumótun og ákvarðanatöku, að aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld og for- eldrum sé tryggð dagvistun barna eftir að fæðingarorlofi lýkur. Fjölbreytilegt frístundastarf Uppbygging þjónustu í frítím- anum er ein af kröfum nútímans því frítíminn er það dýrmætasta sem við eigum og mikilvægi hans vex samhliða því sem hraðinn í samfélaginu eykst. Ég vil að bær- inn státi af fjölbreytilegu frístund- astarfi þar sem menningu kynja er gert jafn hátt undir höfði. Bæta þarf aðstöðu til frístundaiðkunar, aðgengi að útivistarsvæðum og stígum fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur. Treysta þarf grundvöll hesta- mennsku í bænum, leggja áherslu á al- menningsíþróttir og stuðla að aukinni þátt- töku barna, unglinga og aldraðra í heil- brigðum tómstundum. Gildi frítímans er ómetanlegt í uppeld- islegu, heilsufarslegu og samfélagslegu tilliti og forvarnagildi tóm- stundastarfs er mikið. Íbúalýðræði Ég vil færa stjórn- málin nær vettvangi fólksins, útí hverfin og að haft sé samráð við hverfisbúa. Í nýjum hverfum er mikilvægt að ferskir straumar fái að njóta sín svo flóra mannlífs og menningar verði lit- skrúðugri og fjöl- breyttari. Í samvinnu við aðra íbúa vil ég hafa áhrif á nýja bæj- arfélagið mitt, nær- umhverfið, eflingu félagsauðs, skapa menningu hverfisins og sögu. Ég óska eftir stuðningi ykk- ar í 3. sætið í prófkjörinu. Ég skora á allt Samfylk- ingarfólk í Kópavogi, ekki síst konur, að kjósa í prófkjörinu og hafa þannig áhrif á framboðs- listann í bæjarstjórnarkosning- unum í vor. Við stefnum fram til sigurs! Kópavogsbær er fyrir fólkið Eftir Ragnhildi Helgadóttur Ragnhildur Helgadóttir ’Ég skora á alltSamfylking- arfólk í Kópa- vogi, ekki síst konur, að kjósa í prófkjörinu og hafa þannig áhrif á framboðslist- ann í bæjar- stjórnarkosning- unum í vor.‘ Höfundur er jafnréttisráðgjafi ÍTR, og gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Prófkjör Kópavogi KÓPAVOGUR hefur vaxið gríð- arlega á síðustu tveimur áratugum og stöðugt fleiri kynnast því að hér er gott að búa. Hér býr stór- huga fólk sem lagt hefur mikið að veði til að byggja sér framtíð- arheimili. Íþrótta- mannvirki, grunn- skólar, leikskólar, götur, vegir og hring- torg, já mörg hring- torg, hafa sprottið upp innan bæj- armarkanna. En það er ekki nóg að byggja. Núverandi meirihluti í bæj- arstjórn Kópavogs hefur ekki staðið sig sem skyldi í þjónustu við íbúa. Í Kópavogi er skortur á dagvist- unarúrræðum, í Kópavogi er skortur á þjónusturýmum fyrir aldraða, í Kópa- vogi er skortur á þjónustu við öryrkja. Það er ekki nóg að slá sig til riddara með tekju- afgangi sem ekki á sér fordæmi, sveitarfélagið á ekki að reka eins og stórgróðafyrirtæki. Vitaskuld þarf að sýna hagkvæmni í rekstri en það á ekki að vera á kostnað þjónustunnar við þá sem byggja þennan bæ. Það eru því miður alltof fáir íbú- ar sem sýna skipulagi bæjarins, vexti hans og þróun áhuga. Það eru alltof fáir íbúar sem hefja upp rödd sína hafi þeir eitthvað að at- huga við framkvæmdir meirihlut- ans. Vera má að það sé af ótta við yfirvöld því dæmin sýna að ef íbú- ar hafa athugasemdir við fram- kvæmdir meirihlutans, skipulag eða skort á þjónustu þá er þeim oftar en ekki svarað með út- úrsnúningum og ókurteisi, ef þeim er þá svarað á annað borð. Þegar íbúar bæj- arins sýna vexti hans og framþróun áhuga þá er það lágmarks- kurteisi af hálfu meiri- hlutans að þeim sé svarað og það af virð- ingu. Virðingar er þörf og það er löngu tímabært að skipta um meiri- hluta í bæjarstjórn Kópavogs. Það þarf að breyta áherslum og stefnumiðum bæjarins. Minnismerki núver- andi meirihluta eru orðin æði mörg og við þurfum ekki á fleiri slíkum að halda. Tími íbúanna er runninn upp. Það er gott að búa í Kópavogi. Í Kópavogi eru öll lífsins gæði. Í Kópavogi er allt innan seilingar, þar má jafnvel finna lykil að lífsgæðum. En fyrst þarf að skipta um meirihluta. Virðingar er þörf Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Ingibjörg Hinriksdóttir ’Það þarf aðbreyta áherslum og stefnumiðum bæjarins.‘ Höfundur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Prófkjör Kópavogi AÐ UNDANFÖRNU hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins og síðan sumir aðrir fjölmiðlar birt fréttir og fréttaskýringar sem unnar eru upp úr doktorsritgerð Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur frá LSE þar sem fram kemur sú skoðun hennar að sameining sjúkrahús- anna í Reykjavík hafi verið mistök. Skoðanir Sigurbjargar virðast eiga sér töluverðan hljómgrunn meðal fréttamanna og hugs- anlega einnig meðal þeirra sem gagnrýnt hafa stjórnun á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi. Nýleg út- tekt Ríkisendurskoðunar sýnir hins vegar að spítalinn stendur sig vel þótt auðvitað sé hægt að finna eitthvað sem betur mætti fara. All- ir sem hafa kynnt sér sögu heil- brigðismála á Íslandi á und- anförnum áratugum eða muna allnokkur ár aftur í tíma vita hvernig ástand þessara mála var fyrir 20–30 árum. Stundum var tal- að um að nauðsynlegt væri að hafa samkeppni milli spítala hér á landi en á þessu sviði ríkti ekki nein samkeppni nema hugsanlega um framlög úr opinberum sjóðum og söfnunarfé líknarfélaga til tækja- kaupa. Góðu heilli var unnið að sameiningu sjúkrahúsa, fyrst með kaupum á Landakotsspítala en síð- an sameiningu Borgarspítala og Landspítala og kaupum á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Eðlilegt er að þegar farið er í miklar skipu- lagsbreytingar komi upp einhverjir hnökrar en að halda uppi vörnum fyrir það skipulag sem ríkti hér í heilbrigðismálum undir lok síðustu aldar lýsir í besta falli vanþekkingu á málinu. Fréttir af heilbrigðismálum í fjöl- miðlum virðast því miður ansi oft vera neikvæðar; sagt er frá biðlistum, óánægju starfsfólks, ófullnægj- andi húsnæði, hækk- andi lyfjaverði og ein- hverjum „óskunda“ yfirvalda sem að sögn valda alls konar vand- ræðum. Þegar koma jákvæðar fréttir eru þær einkum af vænt- anlegum uppgötvunum í erfðafræði og lyfja- framleiðslu, stórkost- legum læknisaðgerðum sem bjarga lífi og limum eða að stórfyrirtæki eða líknarsamtök hafi gefið fjár- muni til tækjakaupa. Þessi umræða virðist einkum taka mið af hags- munum fagstétta innan heilbrigð- iskerfisins eða fyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta með einum eða öðrum hætti. Heilbrigðismál í samfélaginu eru ekki einkamál starfsstétta heil- brigðiskerfisins eða útvalinna „hagsmunaaðila“. Þau koma okkur öllum við og það er mikilvægt að fram fari heilbrigð umræða um heilbrigðismál í víðasta skilningi þess orðs. Umfjöllun fjölmiðla um sameiningu sjúkrahúsanna, vænt- anlega byggingu hátæknisjúkra- húss og stjórnun heilbrigðismála, þ.m.t. stjórnun heilbrigðisstofnana, sýnir glögglega að fjölmiðlar hlaupa einkum eftir yfirlýsingum þeirra sem óánægðir eru og vilja síður styðja mál sitt rökum. Ég vil skora á fjölmiðla að sýna meiri metnað þegar fjallað er um heilbrigðismál, láta ekki spila með sig og koma umræðunum upp úr þeim neikvæða farvegi sem þær hafa verið í. Það varðar líf okkar og heilsu að heilbrigðiskerfið sé traust og það geti mætt þeim kröf- um sem við gerum til þess. Það bætir ekkert að vera að nöldra, koma með digurbarkalegar yfirlýs- ingar um mistök eða heimta fjár- muni í einhver gæluverkefni þegar heildarmyndin liggur ekki fyrir. Opinská umræða um hvernig heil- brigðiskerfi við viljum hafa og hvers vegna er eina skynsamlega leiðin til að ná fram víðtækri sátt þótt ekki séu allir sammála um leiðir og markmið. Við verðum að vita hvað við viljum og hvers vegna, og vinna síðan saman að því að gera það sem best, þannig líður okkur öllum betur. Heilbrigð mál Jón Ólafur Ísberg fjallar um greinar Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur ’Ég vil skora á fjölmiðlaað sýna meiri metnað þegar fjallað er um heil- brigðismál...‘ Jón Ólafur Ísberg Höfundur er sagnfræðingur og höf- undur bókarinnar Líf og lækningar. Íslensk heilbrigðissaga. HVORT sem okkur líkar betur eða verr er skólinn orðinn að öðru heimili grunn- og leikskólabarnanna. Reykjavíkurlistinn hefur lyft grett- istaki í uppbyggingu mötuneyta við skólana og nú er svo komið að öllum grunnskólabörnum býðst að kaupa mat í hádeginu. Það hefur mælst vel fyrir og meirihluti foreldra notfærir sér þessa þjónustu. Borgaryf- irvöld hafa samþykkt að greiða matarkostn- aðinn fyrir þá for- eldra sem ekki sjá sér fært að gera það af eigin ráðstöfunarfé. Beiðnir um slíkt framlag geta komið frá foreldrunum, en einnig er tekið við ábendingum frá skólastjórnendum. Erlend skólamötuneyti Margir hafa gaman af sjónvarps- þáttum ofurkokksins Jamie Oliver, þar sem hann rannsakar mataræði nemenda í breskum skólum. Þar kemur í ljós að mikið af fæðunni er hálfgert rusl og uppfyllir á engan hátt kröfur um hollt matræði. Fyrir nokkrum árum kynnti ég mér þessi mál í Suður-Svíþjóð. Þar var í grunnskólum ávallt bæði boðið upp á heitan mat sem og salatbar. Þá voru og gefnir út, af yfirvöldum, matseðl- ar fyrir skólamötuneytin settir sam- an af næringarfræðingum. Með þessu móti var fullkomlega komið til móts við manneldissjónarmið. Ef til vill kann sumum að þykja þetta of mikil forræðishyggja. En á móti má benda á að í þáttum hins breska Oliver var sýnt fram á að í skólum þar sem mataræðinu var breytt, og hollusta komin í stað ruslfæðis, batn- aði námsárangur. Auk þess sem nemendur með hegðunarerfiðleika, jafnvel ofvirkni og athyglisbrest, áttu mun auðveldara með að ná valdi á hegðun sinni. Þetta leiðir hugann að því sem oft hefur verið haft í flimtingum; þú ert það sem þú borð- ar. Hvað borða reykvísk börn? Mér vitanlega hefur ekki verið gerð könnun á hollustu fæðis sem boðið er upp á í mötuneytum skóla borgarinnar. Ekki er að efa að þar er reynt að hafa matinn lystugan, en hvort hollustan er ávallt í fyrirrúmi er ekki eins víst. Þar sem ég á barn í grunn- skóla og er kennari þekki ég dálítið til þessara mála. Ég veit að börnin geta ekki valið af salatbar hugn- ist þeim ekki sá heiti matur sem í boði er. Slíkt val ætti að vera og e.t.v. ætti að bjóða skólum upp á þjón- ustu næringarfræð- ings til að setja saman matseðla. Það væri þó ekki gert nema í sam- vinnu við foreldra- félögin. Auk þess er nauðsynlegt að börn get t.d. verið í fæði annan hvern dag. Nú er það svo, í mörgum skólum, að annaðhvort er barnið í fæði alla daga eða alls ekki. Þótt sveigjanleiki kosti meiri skipulagningu verður að hafa í huga að þjónusta þarf að laga sig að þörfum notenda, en ekki þess sem veitir hana. Heimilislegri skólar Þegar skóladagurinn er frá klukk- an átta á morgnana og fram til klukkan tvö og þrjú á daginn er skól- inn orðinn annað heimili barnanna. Því þarf að huga að því að gera skólana hlýlegri. Á undanförnum árum hafa margir vinnustaðir tekið stakkaskiptum. Meira er nú lagt upp úr því sem gleður augað og þægilegri hús- gögnum. Það sama þarf að eiga sér stað í grunnskólunum. Endurhanna þarf eldri skóla með það í huga að koma t.d. fyrir sófum og borðum þar sem nemendur geta spjallað saman og átt notalegar stundir. Heimanám Aðgangur að tölvu er orðinn nauð- syn fyrir börn, ekki síður en full- orðna. Ekki eru þau þó öll svo hepp- in að tölva sé á heimilinu. Það þýðir að ekki er jafnræði með börnunum. Til að vinna að jafnræði á þessu sviði þurfa börnin að hafa aðgang að tölvustofum skólanna eftir að kennslu lýkur. Við þekkjum að t.d. aðstaðan í Þjóðarbókhlöðunni er mikið notuð af háskólanemum til heimanáms og lestrar fyrir próf. Grunnskólanemar þurfa ekki síður að hafa aðstöðu til heimanáms og þá koma bókasöfn skólanna vel til greina. Til þess að skólasöfnin þjóni því hlutverki þarf að hafa þau opin lengur fram eftir degi en nú er. Jafnrétti til náms Innan skólanna er lögð mikil vinna í að ná því markmiði að jafnrétti sé til náms. Uppruni, menntun og mis- munandi aðstæður foreldra gera það að verkum að ekki hafa allir sömu möguleika á að fylgjast með og hjálpa börnum sínum með heima- námið. Skólarnir veita börnum sem flytjast til landsins og ekki hafa ís- lensku að móðurmáli sérstaka þjón- ustu. En lítið hefur verið hugað að þeim fjölmörgu börnum sem fædd eru hér á landi og eiga foreldra sem ekki hafa fullt vald á íslensku. Þessi börn geta þurft heimanámsaðstoð ekki síður en þau fyrrnefndu. Það sama á við um börn foreldra sem þurfa að vinna myrkranna á milli til að ná endum saman. Því er nauðsyn- legt að bjóða öllum börnum heima- námsaðstoð. Það er ein af forsendum þess að jafnrétti sé til náms. Hollusta og heimanám Eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, Gerlu ’Innan skólanna er lögðmikil vinna í að ná því markmiði að jafnrétti sé til náms.‘ Guðrún Erla Geirsdóttir Höfundur er kennari og mynd- höfundur og gefur kost á sér í 4.–6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.