Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
GREININGARFYRIRTÆKIN Barclays
Capital og Credit Sights ofmeta veikleika
íslensku viðskiptabankanna í nýlegum
skýrslum, að því er talsmenn bankanna
segja. Sagt var frá skýrslunum í Morgun-
blaðinu í gær, en í þeim er meðal annars
fundið að því hve mjög bankarnir reiða sig á
erlent lánsfé og lánshæfismat þeirra sagt of
hátt.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Lands-
bankans, segir það ekkert nýtt að íslenskir
bankar og fyrirtæki reiði sig mjög á erlent
lánsfé. Tiltölulega ungur aldur íslenska
hagkerfisins valdi því að ekki hafi safnast
upp jafnstórir sjóðir og í nágrannalöndun-
um sem hægt væri að nýta til fjármögnunar
á framkvæmdum og fjárfestingum.
Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri
samskiptasviðs KB banka, segir að láns-
hæfismatsfyrirtækin leggi orðspor sitt að
veði þegar þau meti lánshæfi bankanna og
það sé byggt á ítarlegum upplýsingum.
Menn geti verið ósammála því mati, en við
því sé ekkert að gera.
Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður al-
þjóðlegrar fjármögnunar hjá Íslandsbanka,
segir það rétt að íslenskir bankar reiði sig
mikið á erlent lánsfé, en Íslandsbanki leggi
hins vegar mikið á sig til að minnka áhætt-
una sem því fylgir með því að hafa mjög
dreifðan og fjölbreyttan hóp fjárfesta, og
hafi fengið hrós fyrir hjá lánshæfismatsfyr-
irtækjunum. | B6
Vandamál
bankanna
sögð ofmetin
„ÞEIM vegnar mjög vel,“ sagði Valur Páll Kárason,
en ljósmyndari Morgunblaðsins hitti hann og ný-
fædda tvíbura hans og konu hans, Óskar Guðmunds-
dóttur, á vökudeild Landspítala – háskólasjúkrahúss
í gær. Tvíburarnir, drengur og stúlka, fæddust laust
eftir klukkan 14 en þau voru 11 og 12 merkur að
þyngd. Börnin þurftu að dveljast í hitakassa á vöku-
deildinni í um tvær klukkustundir, en voru útskrifuð
þaðan þegar Morgunblaðið ræddi við Val í gær-
kvöldi.
Vökudeild Barnaspítala Hringsins fagnar 30 ára
afmæli í dag. Ragnheiður Sigurðardóttir deildar-
stjóri segir stórt skref hafa verið tekið inn í framtíð-
ina þegar deildin var opnuð á sínum tíma, en deildin
hlaut frá upphafi góðar tækjagjafir úr ýmsum átt-
um. Deildin hefur verið í núverandi húsnæði í tæp
þrjú ár og er í björtu og rúmgóðu rými á þriðju hæð
á Barnaspítalanum. Þar er deildin í beinni tengingu
inn á þriðju hæð kvennadeildar Landspítalans þar
sem eru skurðstofur og fæðingarstofur. | 10
Morgunblaðið/Sverrir
Tvíburafaðirinn Valur Páll Kárason með nýfæddum syni sínum á vökudeild Landspítalans í gær en hann og kona hans eignuðust einnig dóttur.
Vökudeild Barnaspítala
Hringsins 30 ára
ÞRÁTT fyrir að bændur hafi í tvö ár
verið hvattir til þess að auka mjólk-
urframleiðslu heldur kúm á Íslandi
áfram að
fækka. Sam-
kvæmt nýjum
tölum fækkaði
kúm um 300 á
síðasta ári.
Egill Sigurðs-
son, bóndi á
Berustöðum í Rangárvallasýslu,
sagði á fundi sem Félag kúabænda á
Suðurlandi stóð fyrir, að þetta sýndi
að mjólkurframleiðslan væri í mikilli
kreppu.
Egill sagði sýnu alvarlegast að
kvígukálfum yngri en sex mánaða
hefði fækkað um 500 milli ára.
Skortur hefur verið á mjólk og
sagði Guðbrandur Sigurðsson, for-
stjóri MS, á fundinum að æskilegt
væri að auka mjólkurframleiðsluna
um 20% á næstu árum, m.a. til að
nýta möguleika á útflutningi á mjólk-
urvörum. | 30
Kúnum
fækkar áfram
LOÐNULEYSIÐ undanfarið hef-
ur haft mikil áhrif á afkomu Aust-
fjarðahafna. Þrenns konar tekjur
eru af loðnu sem landað er; afla-
gjöld af þeim afla sem kemur á
land og vörugjöld af afurðunum
sem fara út. Þá hafa sveitarsjóð-
irnir tekjur af sjómönnum, þeim
sem vinna við bræðslur og fryst-
ingu.
„Tapið er mikið, kannski er ekki
hægt að mæla það ennþá, en auð-
vitað er gríðarlega mikið í húfi fyr-
ir hafnirnar að það sé loðnuveiði,“
sagði Guðmundur Bjarnason, bæj-
arstjóri Fjarðabyggðar, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Við höfum áhyggjur og ég
undrast að ekki skyldi gefinn út
kvóti fyrr vegna þess að menn
höfðu orðið varir við loðnu og ég
held að við séum jafn dauðir hvort
sem við veiðum hundrað þúsund
tonnum meira eða minna af þess-
um stofni. Ég hefði viljað sjá
vinnslu í janúarmánuði. Það er þó
kannski engin ástæða til að ör-
vænta, hér áður fyrr byrjuðu
loðnuveiðar yfirleitt ekki fyrr en í
febrúar.“
Tap upp á hvern dag
Í sama streng tekur Þorsteinn
Steinsson, sveitarstjóri Vopnfirð-
inga. „Við erum ekki mjög svart-
sýnir ennþá og höldum að hún
komi,“ segir Þorsteinn. „Úthlut-
unin er ekki neitt neitt en dugar til
að menn fara af stað og vonandi
verður aukið við hana í beinu
framhaldi. Höfnin tapar miklum
tekjum hvern einasta dag sem
loðna berst ekki að landi. Við vor-
um búnir að gera áætlanir um að
það yrði verulega mikil aflaaukn-
ing, þetta dregur svolítið úr þeim
væntingum, ekki síst af því að kol-
munninn brást á síðasta hausti.“
Jóhann Hansson, hafnarvörður
á Seyðisfirði, segir menn bíða
loðnunnar. „Það þýðir ekkert ann-
að en að vera bjartsýnn. Í fyrra
komu um 100 þúsund tonn af
bræðslufiski í land, kolmunni að
hluta, og við vitum ekki hver þró-
unin verður þar. Hér voru fryst
tæp 2.000 tonn af loðnu og við ætl-
umst til að fá að minnsta kosti ann-
að eins.“
Guðmundur Bjarnason segir að
á meðan ekki sé hægt að gefa út
meiri kvóta hafi menn áhyggjur.
„Verði þetta endanlegur kvóti þá
er það hræðilegt. Mér finnst líka
allt of lítið lagt upp úr því að rann-
saka loðnuna. Að menn skuli ekki
fylgja þessu eftir allt árið og svo
eru menn alltaf í jafnmiklum vand-
ræðum með að vita hvort einhver
loðna muni koma yfir höfuð. Það
er alltof mikið undir fyrir fyrir-
tæki, sveitarfélög og þjóðarbúið að
ekki skuli lögð meiri áhersla á að
fylgjast með þessum fiski.“
Austfjarðahafnir bíða loðnunnar og áhyggna gætir
Gríðarlega mikið í húfi
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
austurland@mbl.is
FYRIRTÆKIÐ Enex er um þessar mundir
með fimm þróunarverkefni í gangi í þremur
heimsálfum. Um er að ræða framkvæmdir
að andvirði samtals allt að 400 milljónir
Bandaríkjadala, sem svarar til um 25 millj-
arða íslenskra króna. Þessi verkefni eru öll í
sambandi við virkjun á gufuafli, annars veg-
ar til raforkuframleiðslu og hins vegar
varmaveitu.
Gunnar Tryggvason, fjármálastjóri
Enex, segir í Viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins í dag að fyrirtækið hafi fengið rannsókn-
arleyfi á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í
Kaliforníu og Alaska. Fyrirtækið hafi einn-
ig rannsóknarleyfi á tveimur stöðum í
Þýskalandi. | B1
Verkefni upp
á 25 milljarða
GUÐFINNA Einarsdóttir, frá
Leysingjastöðum í Dalasýslu,
er 109 ára í dag, 2. febrúar, og
er hún elsti núlifandi Íslend-
ingurinn. Guðfinna er fædd ár-
ið 1897 og hefur undanfarin 30
ár búið hjá dóttur sinni, Jó-
hönnu Þorbjarnardóttur.
Að sögn Jóhönnu hefur
móðir hennar verið í hvíld-
arinnlögn á Landakoti frá því í
desember en heilsa hennar er
þó góð miðað við aldur og hef-
ur hún fótaferð. „Hún klæðist
á hverjum degi en gengur þó
ekki mikið um,“ segir Jó-
hanna. Sjónin er farin að
minnka hjá Guðfinnu en út-
varp og sjónvarp hefur verið
hennar helsta dægradvöl und-
anfarin ár.
Guðfinna var um tíma í vist
í Reykjavík á sínum yngri ár-
um en gekk í Kvennaskólann á
Blönduósi og var í rúm 20 ár
bústýra á heimili Sigurðar
Sigurðssonar í Hvítadal. Þótt
langlífi sé ekki áberandi í ætt
hennar varð móðir hennar
tæplega níræð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elsti Íslendingurinn: Guðfinna
Einarsdóttir úr Dölunum,
fædd 2. febrúar árið 1897.
Elsti
Íslending-
urinn 109
ára í dag