Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 15 FRÉTTIR aðferðir þóttu þá „góð latína“ við stofnstærðarmat, voru þær beztu sem menn þekktu til. Síðari hafi svo annað komið í ljós. Árin 1994 og 1995 var nýliðun mjög góð og á þremur árum fór aflinn úr 6.000 tonnum í 40.000 þrátt fyrir lítinn hrygningarstofn og fiskurinn óx mjög hratt. Þetta hafi mönnum fundizt skrítið og því hafi verið farið að leita skýringa á því hvernig hrygningarstofn í sögu- legu lágmarki og mjög lág seiða- vísitala hafi skilað svo góðri nýlið- un. Árið 1990 var byrjað að rannsaka fæðuframboð á land- grunninu við Færeyjar, einkum grænþörunga, sem eru undirstað- an í fæðukeðjunni. Þessar rann- sóknir hafi síðan skýrt út hvernig á þessu stóð. Mjög lítið var af þör- ungum í sjónum á árunum 1990 til 1992 og líklega næstu tvö árin áð- ur. Það skýrði hve lítil nýliðunin var á þessum árum. Þegar gróð- urinn jókst svo á árunum 1993 til 1995, breyttust skilyrðin alveg. Nú var næg fæða fyrir smáfiskinn og því varð nýliðun góð. Þorsk- urinn óx hratt og það var skýr- ingin á mikilli veiði 1996. Nið- urstaðan er því að fæðuframboðið ræður úrslitum. Mikið fæðufram- boð eykur nýliðun, minna framboð eykur sjálfsafrán og dregur úr ný- liðun. ingi grísa af norsku kyni hafi verið mjög ár- angursrík. „Við höfum verið í samstarfi við Norðmenn allt frá 1994 og erum áskrifendur að erfða- efni frá þeim. Við tökum frá þeim dýr með reglulegu millibili, síðast í desember 2004,“ segir hann. Lykill að árangri í kynbótum „Þetta hefur verið lykillinn að þeim árangri sem við höfum náð í kynbótum á síðustu ár- um. Stofninn hér innanlands er einfaldlega of lítill og það yrði allt of kostnaðarsamt og er óraunhæft að halda uppi öflugu kynbótastarfi með honum. Það er því mjög gott fyrir okkur að geta tengst öðru landi sem gerir þetta með hagkvæmum hætti.“ Stefnt er að inn- flutningi fleiri grísa frá Noregi síðari hluta KOMIÐ var með 220 norska grísi til landsins á þriðjudag. Leiguflugvél á vegum Norð- manna, sem flutti grísina frá Noregi, lenti á Akureyrarflugvelli kl. 14 og voru grísirnir því næst fluttir rakleiðis í einangrunarstöð Svína- ræktarfélags Íslands í Hrísey. Þaðan verður þeim svo dreift til svínabænda til kynbóta á búum þeirra um allt land. Grísirnir verða í a.m.k. átta vikur í einangr- unarstöðinni í Hrísey á meðan embætti yf- irdýralæknis gengur úr skugga um að heil- brigði dýranna sé í lagi og að engir sjúkdómar fylgi þeim til landsins. Ingvi Stefánsson, formaður Svínarækt- arfélags Íslands, segir að reynslan af innflutn- næsta sumars. Grísirnir koma frá nokkrum kynbótabúum í Noregi. Ingvi segir að ástæða þess að dýrin eru fengin frá Noregi sé sú að Norðmenn standi mjög framarlega hvað varð- ar heilbrigði svína og þar sé rekið öflugt eft- irlitskerfi, að því ógleymdu að norski svína- stofninn sé mjög góður. Upphafið að innflutningnum má rekja til þess að Svínaræktarfélag Íslands byggði ein- angrunarstöð í Hrísey og flutti inn tíu fengn- ar norskar landkynsgyltur í mars 1994. Eftir gotið voru fjörutíu gyltur teknar til undan- eldis ásamt tíu göltum og gutu þær á árunum 1995 og 1996. Meginástæðurnar voru þær að svínabændur voru fyrst og sækjast eftir betri eiginleikum, s.s. hraðari vexti grísanna, minni fóðurnotkun, meiri vöðvasöfnun og minni fitu. 220 norskir grísir með leiguflugi til Akureyrar Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „VIÐ erum alveg himinlifandi, þetta byrjar bara með hvelli,“ sagði Birgir Jónsson framkvæmdastjóri Iceland Express, en um hádegi í gær hófst sala miða í beinu áætl- unarflugi milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar. Flugið hefst 30. maí næstkomandi. Greinilegt er að margir ætla að nýta sér þennan kost, að hefja ut- anlandsferðina á Akureyri, því á fyrsta klukkutímanum hafði á ann- að þúsund farmiða selst. „Við áttum alveg eins von á góð- um viðtökum, en þetta er glimrandi byrjun og við erum mjög ánægðir með viðtökurnar,“ sagði Birgi. Grunnverð farmiða milli Akur- eyrar og Kaupmannahafnar er hið sama og á öðrum leiðum Iceland Express, 7.995 kr. aðra leiðina. Takmarkað framboð er á ódýrustu sætunum og seljast þau fyrst. „Fólk þekkir okkar fargjaldakerfi, veit að það er takmarkað sætafram- boð á lægsta verðinu og að því fyrr sem bókað er þess meiri líkur á að ná hagstæðu verði.“ Í sumar verður flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar, á þriðjudögum og fimmtudögum. Himinlif- andi með viðtökurnar VEGNA óviðráðanlegra orsaka tefst dreifing Íslandspósts á um 30% af þeim Orkubókum sem áttu að berast öllum íslenskum börnum á aldrinum 5, 6, og 7 ára í gær. Helst eru það Orkubækur sem áttu að skila sér út á landsbyggðina sem verða fyrir töf- inni, en þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Íslandspósti. Fram kemur að flestar Orkubæk- ur ættu þó að vera komnar til skila í dag. Þá segir að þeir sem ekki hafa fengið bókina í hendurnar geti engu að síður tekið strax þátt með því að skrá sig á heimasíðu Orkuátaksins, www.orkuatak.is. Verkefnið, sem nefnist Orkuátak 2006, mun standa yfir frá 1. febrúar til 1. mars. Dreifing Orkubókar tafðist ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.