Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EM 2006 í Sviss EM blogg Birkis Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar bloggar frá Sviss með aðstoð félaga sinna í landsliðinu. Lestu landsliðsbloggið og leggðu orð í belg! Það hefði einhvern tímann mátt segja það tvisvar að við ættum eftir að sjá „Óskabarn þjóð- arinnar“ flýja land með manni og mús. Mikið hefur veriðfjallað um stöðuíslenskrar tungu, og hver framtíð hennar kunni að verða, á undan- förnum vikum og í kjölfar- ið ýmsar kenningar settar fram. Meðal annars sagði Páll Valsson, útgáfustjóri skáldverka og fræðirita hjá Eddu, að undirstöður tungunnar væru að bresta og að íslenska yrði útdauð eftir hundrað ár yrði ekk- ert að gert. Einnig var vakin athygli á bágborinni stöðu íslenskuskorar við Háskóla Íslands og bent á að að- sókn nemenda þangað hefði dreg- ist saman á undanförnum árum. Jón Axel Harðarson, formaður íslenskuskorar, getur ekki tekið undir þau orð og segir aðsókn síð- ur en svo vera að dragast saman. Þvert á móti hafi nemendum við skorina fjölgað á undanförnum misserum. „Nemendum hefur fjölgað í hugvísindadeild almennt og við höfum fengið okkar skerf af þeirri fjölgun einnig,“ segir Jón Axel og sér ekkert í kortunum benda til þess að draga fari úr að- sókninni. „Við sjáum það ekki fyrir okkur að nemendum í íslensku fækki – ekki á næstunni að minnsta kosti. En þetta er sveiflu- kennt og erfitt fyrir um að spá.“ Skráðir nemendur við íslensku- skor HÍ í október 2004 voru 244 og af þeim voru 52 nemendur sem voru að hefja nám við skólann. Þá bætast við þeir erlendu stúdentar sem leggja stund á íslenskunám en þeir voru 141 fyrir skólaárið 2004– 2005, þar af 60 nýnemar. Í október á síðasta ári voru hins vegar 272 nemendur skráðir við ís- lenskuskor. Þar af voru 76 nem- endur sem voru að hefja íslensku- nám – fjölgaði því nýnemum um 24 á milli ára. Erlendir stúdentar sem skráðir voru við íslenskuskor voru 153 og af þeim voru 82 nýnemar. Ekki fjármunir til að ráða nýja kennara Jón segir hins vegar rétt að deildin búi við fjárskort og það komi t.a.m. í veg fyrir að hægt sé að ráða nýja kennara. Lítið hefur verið um nýráðningar á síðustu ár- um og vísar Jón til þess að sex bók- menntakennarar hafi látið af störf- um frá árinu 1998 en aðeins þrír verið ráðnir þeirra í stað. Af þeim sökum sé mun meira álag á þá kennara sem starfa við skorina. Þrátt fyrir að íslenskuskor sé stærsta skorin innan hugvísinda- deildar er enga fjármuni að fá til að ráða nýtt fólk. „Við reynum náttúrlega að halda uppi öflugu starfi hérna við skorina en það eina sem stendur okkur svolítið fyrir þrifum er þessi þröngi fjár- hagur sem kemur í veg fyrir að við fáum að ráða fleira fólk.“ Jón bendir á að á undanförnum árum hafi nýjar námsleiðir verið stofnaðar, nemendum fjölgi en ekkert sé að gert. „Auðvitað þyrfti að bæta við fleiri kennurum, þá sérstaklega á sviði miðaldabókmennta. Við höf- um einungis tvo kennara á sviði miðaldabókmennta og þeim hefur fækkað um tvo á undanförnum ár- um,“ segir Jón Axel og bætir við að á sama tíma hafi verið stofnuð ný námsleið, alþjóðleg námsleið í ís- lenskum miðaldafræðum. „Þetta nám er kennt á ensku og ætlað er- lendum stúdentum. Þetta er MA- nám í íslenskum miðaldafræðum og því er rétt hægt að ímynda sér hvort ekki þurfi að fjölga kennur- um á þessu sviði.“ Ekki er útlit fyrir að kennara- stöðum fækki enn frekar en ljóst er að fjárhagur hugvísindadeildar er þröngur og þrátt fyrir að vera ein stærsta deild skólans fæst einna minnst fjármagn með hverj- um nemanda. Brautryðjendur á sviði fjarnáms Boðið er upp á grunn-, meistara- og doktorsnám í íslensku við HÍ. Í grunnnáminu er bæði boðið upp á BA-nám og hagnýta íslensku, í meistaranámi er einnig mismun- andi námsleiðir um að velja en þar er MA-nám í íslenskri málfræði, í íslenskum bókmenntum og ís- lenskum fræðum. Auk þess er boð- ið upp á M.paed-nám í íslensku, sem er einkum ætlað verðandi kennurum. Jón Axel segir einnig að nokkrir tugir nemenda leggi stund á nám í íslensku í gegnum fjarnám á ári hverju. „Við höfum lengi verið brautryðjandi á sviði fjarnáms við háskólann,“ segir Jón Axel. „Við litum á það sem réttindamál að fólk úti á landsbyggðinni gæti stundað háskólanám. Páll Skúla- son, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, lagði einnig mikla áherslu á að boðið yrði upp á fjarnám.“ Á ári hverju eru nokkur kjarna- námskeið og nokkur valnámskeið BA-stigs boðin í fjarnámi. Í nám- skeiðunum eru bæði haldnir sér- stakir fyrirlestrar með fjarfunda- búnaði en einnig eru önnur námskeið sem einungis eru kennd í gegnum netið. Nemar í fjarnámi eru dreifðir um allt land og einnig eru dæmi um Íslendinga búsetta erlendis sem nýta sér þjónustuna. Jón Axel segir að allmargir nemendur hafi lokið BA-prófi í íslensku í gegnum fjarnám. Fréttaskýring | Íslenskuskor Háskóla Íslands fjársvelt Aukið álag á kennurum Minnst borgað með nemendum hugvís- indadeildar, næststærstu deildar skólans Aðalbygging Háskóla Íslands. Fjármagn ekki veitt til að ráða nýja kennara  Fastráðnum kennurum við íslenskuskor í Háskóla Íslands hefur fækkað um þrjá síðan 1998. Engir fjármunir eru veittir til að ráða nýja kennara og er aukið álag á þá sem fyrir eru. Á sama tíma og ný alþjóðleg náms- leið í íslenskum miðaldafræðum hefur verið stofnuð, sem kennd er á ensku, hefur kennurum á sviðinu fækkað um tvo á und- anförnum árum og nú standa aðeins tveir eftir. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FYRIRTÆKIÐ Trico ehf. á Akra- nesi hefur hafið útflutning á örygg- issokkum sem þróaðir eru hjá fyr- irtækinu. Meðal helstu kosta sokkanna er einstök eldvörn og mjög lág hitaleiðni. Þessir eiginleik- ar koma í veg fyrir bruna af völdum málmslettna, loga og hita af sér- hverjum toga. Sokkarnir eru einnig mjög sterkir og endingargóðir, seg- ir í frétt frá fyrirtækinu. Efnið sem notað er í sokkana hrindir frá sér vökva og heldur hita- stigi húðarinnar í jafnvægi sem ger- ir sokkana einstaklega þægilega. Nú hefur Trico náð samningum við Alcan álver í Bretlandi og slökkvilið Kaupmannahafnar um út- flutning á sokkunum, en slökkviliðið sér einnig sér um að útvega öðrum starfsmönnum borgarinnar sokka. Nýlega barst einnig fyrirspurn um sokkana frá álveri í Suður-Kóreu og hafa sýnishorn verið send þangað. Þessir er- lendu samningar eru mjög þýðingarmiklir fyrir Trico. Þeir gefa sokkunum vissan gæðastimpil sem er nauðsynlegur fyrir markaðssetningu á við- komandi vöru og styrkja ennfremur stoðir Trico. Samkvæmt upplýs- ingum Trico henta öryggissokkarnir öllum þeim sem vinna í lokuðum skóm allan daginn svo sem flestum iðnaðarmönnum og við aðstæður þar sem hætta af völdum hita af sér- hverjum toga er fyrir hendi. Þá hef- ur göngufólk og annað útivistafólk einnig notað sokkana. Helstu við- skiptavinir Trico hér á landi eru Alcan á Íslandi, Norðurál og Ís- lenska járnblendifé- lagið. Trico vinnur með textíl á ýmsum sviðum. Mikil sérþekking hefur skapast innan fyrir- tækisins á þróun, hönnun og framleiðslu á vörum sem unnar eru úr textíl, segir á heimasíðu þess. Síðustu ár hefur Trico einbeitt sér að framleiðslu á öryggisfatnaði fyrir stóriðjur sem vinna með heita málma og þar sem hætta stafar af eldglæringum og/eða hita af ýmsum toga. Trico framleiðir einnig sokka fyr- ir almennan markað og vinnur í samvinnu við stoðtækjafyrirtækið Össur í þróun og framleiðslu á sér- vöru í textíl fyrir stoðtækjaiðnaðinn. Fyrirtækið Trico ehf. hefur útflutning á öryggissokkum Danskir slökkviliðsmenn í íslenskum sokkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.