Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 29 UMRÆÐAN Í FYRSTA tölublaði Mannlífs á nýju ári 2006 er viðtal við bróður minn, Björn Hjálmarsson, þar sem hann skýrir frá voveiflegu fráfalli sonar síns, Hjálmars Björnssonar, og þeirri erfiðu baráttu sem fylgdi í kjölfarið. Ég dáist að hugrekki Björns; að leggja ótrúlega erfiðleika á borð fyrir þjóðina með þeim látlausa og einlæga hætti sem hann gerir. Saga hans er vandlega skjalfest og sönn. Það er rétt sem Björn segir; við systkini hans skrif- uðum í tvígang undir pappíra sem heim- iluðu læknum þá nauðung sem Björn varð fyrir. Með því hef ég valdið bróður mínum óbæt- anlegum skaða. Því fá engin orð breytt. Ég var í hvorugt skiptið sannfærður í hjarta mínu um rétt- mæti undirskriftarinnar, en lét ef- ann ekki ráða. Það voru mistök og ábyrgðin er mín. Við erfiðar ákvarðanir á maður að fylgja hjartanu, þegar allt kemur til alls. Ég hef ekki talið rétt að tjá mig opinberlega um mál Hjálmars Björnssonar fyrr en nú. Það hefur staðið mér of nærri. Ég vil nota tækifærið og þakka íslenskum fjöl- miðlum fyrir varfærnislega um- fjöllun um málið og þá sérstaklega Fréttablaðinu sem þorði á meðan aðrir þögðu. Þegar sú harmafregn barst okk- ur til Íslands í ofanverðum júní- mánuði 2002, að Hjálmars væri saknað, var augljóst að eitthvað bogið var við hvarf og síðar andlát 16 ára bróðursonar míns. Hjálmar var einn ljúfasti og traustasti drengur sem ég hef kynnst. Hann var eftirlifandi bræðrum sínum góð fyrirmynd, gekk þeim nánast í föðurstað þegar pabbinn var önn- um kafinn í krefjandi námi og starfi. Við fallegar minningar um góðan dreng mun ég ylja mér um ókomin ár. Það eru ískaldar staðreyndir sem liggja til grund- vallar tilgátu Björns að tildrögum og or- sökum dauða Hjálm- ars. Líkurnar á sak- næmu athæfi eru yfirþyrmandi. Það hafa embættismenn í dómsmála- og utan- ríkisráðuneyti vitað allt frá upphafi máls. Þvílíkar brotalamir voru í rannsókn lög- reglunnar í Rotter- dam að sendiherra okkar sá ástæðu til þess að ráða fyrir hönd íslenska ríkisins rándýran lögfræðing að málinu til þess að tryggja lág- marksréttargæslu skjólstæðinga sinna. Lögmaðurinn kynnti sig fyrir saksóknara málsins sem full- trúa íslenska ríkisins og þá loks fór eitthvað að gerast í rannsókn- inni. Nokkrum dögum síðar þurfti lögmaðurinn að draga þá yfirlýs- ingu til baka. Það stórskaðaði framgang málsins sem enn er óupplýst. Ung námsmanna- fjölskylda sat eftir með sárt ennið og svimandi háan lögfræðikostnað. Lögmenn í málinu gerðu sig ítrekað seka um trúnaðarbrot við skjólstæðinga sína, þegar íslenska utanríkisþjónustan ásældist upp- lýsingar um stöðu málsins hjá þeim, þrátt fyrir að vilja hvergi koma nærri kostnaði við þjónustu þeirra. Allar götur síðan hefur ekki staðið steinn yfir steini í málatilbúnaði íslenskra stjórnvalda fremur en þeirra hollensku. Það var nöturlegt að verða vitni að samtryggingu og undirferli emb- ættismanna. Sökum dugleysis og dapurs siðgæðis þora þeir ekki að aðhafast. Með því að þora ekki að segja sannleikann hafa þeir valdið fjölskyldu minni ómældum þján- ingum og málinu öllu meiri skaða en gagni. Eftir á að hyggja voru það alvarleg mistök að leita á náð- ir utanríkisþjónustunnar og treysta henni. Við þau mistök verð ég sömuleiðis að lifa. En kemur mál Hjálmars Björns- sonar okkur nokkuð við? Svo sannarlega. Lífsgæði okkar og vegferð byggjast á því að við eig- um ungt og harðduglegt fólk sem er tilbúið til að flytjast tímabundið búferlum til útlanda og sækja þangað dýrmæta menntun sem annars væri ekki til í landinu. Okkur koma afdrif þeirra svo sannarlega við. Hjálmar Björnsson er ekki fyrsti íslenski unglingurinn sem lætur lífið með voveiflegum hætti í útlöndum. Í fleiri tilvikum hefur utanríkisþjónustan brugðist gjörsamlega eins og í tilviki Hjálmars. Því verður að breyta. Hvorki námsmenn né starfsmenn íslenskra fyrirtækja í útrás geta lifað til langframa við það réttar- óöryggi sem nú ríkir. Það verður aldrei friður um slíkt óréttlæti. Að fylgja hjartanu Ólafur Hjálmarsson fjallar um mál bróður síns, Björns Hjálmarssonar ’Eftir á að hyggja voru það alvarleg mistök að leita á náðir utanrík- isþjónustunnar og treysta henni.‘ Ólafur Hjálmarsson Höfundur er verkfræðingur. Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is F A S T E I G N A S A L A KRISTNIBRAUT - GRAFARHOLTI Vorum að fá í sölu mjög góða 103,4 fm 4ra herbergja enda- íbúð ásamt sér 7 fm geymslu, samtals birt séreign 110,4 fm. Sérinngangur af svölum og stæði í opinni bílgeymslu. Íbúð- inni fylgir einnig stór afgirtur suð-vesturgarður. Afhending við kaupsamning. HÖLLIN VESTMANNAEYJUM Skrifstofu okkar hefur verið falið að selja eignir þrotabús Karató ehf. í Vestmannaeyjum. Nánar tiltekið er um að ræða eftirtaldar eignir: 1. Höllin, Strembugötu 13. Nánar til- tekið er um að ræða veitinga- og skemmtistað á tveimur hæðum, sem byggður var árið 2002, samtals um 1.585 fermetrar, ásamt veislueldhúsi og öllum tækjum og lausafé, þ.m.t. hljóðkerfi, sem staðsett er í eigninni og tilheyrir búinu. 2. Faxastígur 26. Um er að ræða neðri hæð í bárujárnsklæddu tvíbýlishúsi, byggðu 1959, samtals 171 fermetri. Húsið var nýtt sem veislueldhús. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar Sigurðsson hrl., Málflutningsskrifstof- unni, Austurvegi 6, Selfossi, í síma 482 2299 eða í gegnum netfangið oskar@mal.is. Óskað er eftir tilboði í eignirnar. Höllin Höllin Höllin Faxastígur ALÞINGISMENN eiga að hafa áhrif til góðs. Þeir eiga að hrinda málum í framkvæmd, gera hugmynd að veruleika og gæta hagsmuna kjósenda sinna. Mest áhrif hafa þeir þegar þeir bindast samtökum, mynda flokka og flokk- arnir mynda sam- steypustjórnir. Þá er lagt saman það litla vald sem þing- mennskan veitir hverj- um og einum í þágu sameiginlegs mál- staðar. Eitthvað sem skiptir máli fyrir fólkið í landinu, umbjóðendur þeirra, kjósendur og okkur hin sem sitjum ekki á þingi heldur kjósum þingmenn til þess að hafa áhrif til góðs í þágu okkar allra. Yfirleitt gengur samstarf þingmanna vel. Þeir hafa lært af samskiptum við jafn- aldra sína í sandkass- anum. Þar gengur ekki að öskra „ég vil og mér finnst“. Þeir sem láta þannig hlaupa að lok- um grátandi heim til mömmu þar sem eng- inn vill lengur leika við þá. Úlfur, úlfur Auðvitað er öllum frjálst að haga sér svona fram eftir öllum aldri. En ef við högum okkur svona við öll möguleg tækifæri í samskiptum eft- ir að við erum orðin fullorðin glötum við tækifærinu til þess að hafa áhrif til góðs. Sumir fá athygli og sumir fá aldrei nóga mikla athygli. Kannski má líka kalla það að hafa áhrif að hrópa sí og æ „ég vil“ og „mér finnst“. Jafnframt er hrópað „þetta er ekki sanngjarnt,“ eða úlfur, úlfur. Það eru ekki áhrif til góðs. Það eru áhrif til ills og áhrif sem rífa niður. Þannig er dregið úr möguleikum hópsins til að stefna að sameig- inlegum markmiðum. Það er samvinnan sem skilar ár- angri og samvinnan er og hefur ver- ið hornsteinn í stefnu og störfum Framsóknarflokksins í bráðum 90 ár. Þetta var inngangurinn að grein sem fjallar um Kristin H. Gunn- arsson, alþingismann, sem illu heilli gekk úr Alþýðubandalaginu til liðs við Framsóknarflokkinn fyrir um það bil átta árum síðan. Ég þekki Kristinn og hef starfað með honum. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir viku síðan þegar hann ofbauð mér einu sinni sem oftar, þá með framgöngu sinni dagana fyrir próf- kjör framsóknarmanna í Reykjavík. Um leið og ég þakka lesendum vin- gjarnlegar viðtökur við þeirri grein, verð ég að viðurkenna að ef til vill eru þessi skrif ekki til annars en að veita Kristni það sem ég held að sé meginmarkmið hans pólitísku af- skipta: meiri athygli fjölmiðla. Nú er prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík afstaðið með afgerandi sigri Björns Inga Hrafnssonar, sem háði uppbyggilega og jákvæða bar- áttu og hallaði hvergi orði á keppi- nauta sína. Kristinn hefur fjand- skapast við Björn Inga, fyrrverandi framkvæmdastjóra þingflokks fram- sóknarmanna. En á þeim tíma var Kristinn settur af sem formaður þingflokksins. Í þessari nýafstöðnu prófkjörsbaráttu braut Kristinn blað með því að djöflast opinberlega á flokksbróður sínum úr öðru kjördæmi í miðri prófkjörsbaráttu. Hann sló öll sín fyrri met á kjördag þegar hann gerði tilræði við alla þá vinnu sem flokkssystkin hans höfðu lagt í prófkjörið með því að fara að fimbulfamba í fjölmiðla með sínar samsær- iskenningar um flokks- forystuna og ala á tor- tryggni og úlfúð. Framganga Kristins þennan dag gerir hann endanlega að viðundri í íslenskri stjórn- málasögu. Að loknu prófkjörinu kveður Kristinn H. Gunnarsson sér svo enn á ný hljóðs, enda bregst hann sjaldan nokkurri mælendaskrá. Hann fer enn á ný með dylgjur um fram- kvæmd prófkjörsins og opinberar stuðningsyfirlýsingar nokkurra fé- laga hans úr þingflokknum og ann- arra þekktra framsóknarmanna við framboð Björns Inga. Ég hirði ekki um að endursegja mál Kristins en vil aðeins vekja athygli á því að ég feit- letraði orðið opinberar hér að ofan ekki að ástæðulausu. Það geri ég vegna þess að ég veit að Kristinn studdi með ráðum og dáð framboð Óskars Bergssonar í prófkjörinu. Hann gerði það ekki op- inberlega en vann að því engu að síð- ur og hið sama gerði annar þingmað- ur flokksins og nánir aðstandur og samstarfsmenn þess þingmanns. Ég geri engar athugasemdir við það og nafngreini ekki þann þingmann því að það kemur þessu máli ekkert við. En það kemur málinu við að Kristinn virðist telja að það sé réttur þingmanna að styðja frambjóðendur í prófkjöri eingöngu ef það er gert á leynilegan hátt, með því að villa á sér heimildir og vera eins og kafbátur sem kann best við sig undir yfirborð- inu. Hann gagnrýnir aðra fyrir að segja hreinskilnislega frá því sem hann gerir sjálfur í leyni. Auðvitað er eitthvað stórkostlega bjagað við þennan málflutning. Kannski er hann skiljanlegur frá sjónarhorni Kristins, sem alla daga hagar sér eins og kommúnisti en þykist vera framsóknarmaður. Varúð, kafbátur Einar Kristján Jónsson fjallar um Kristin H. Gunn- arsson alþingismann ’Hann gagn-rýnir aðra fyrir að segja hrein- skilnislega frá því sem hann gerir sjálfur í leyni.‘ Einar Kristján Jónsson Höfundur er formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi og var kosningastjóri Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi við alþingiskosningarnar 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.