Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 45 HESTAR Þó slípist hestur og slitni gjörð slettunum ekki kvíddu. Hugsaðu hvorki um himin né jörð haltu þér fast og ríddu. Þórður frá Strjúgi Aftur mætt í hestaferð með Reið- kvenfélaginu eftir árs tilhlökkunar- og kvíðatímabil. Vakna um morgun, í einhverjum skála í afdölum á skít- ugri dýnu. Hrotur allt í kring. Lang- ur dagur framundan … yfir ár, fjöll, brýr og ég veit ekki hvað. Fæ í mag- ann við tilhugsunina, spenningur og hræðsla við hið óþekkta. Fyrsta ferð á klóið. Morgunmatur, engin mat- arlyst. Önnur ferð á klóið. Farið að huga að hestum, leggja á, stigið á bak. Ókyrrð í hestunum. Byrjað á ánni. Kvíðaverkur. Upplifi aftur sundferðina með Stjarna í fyrra. Eins gott að ég er ekki á Stjarna. Tími fyrir þriðju ferð á klóið en því miður … of seint. Lagt af stað. Stóðið stekkur í allar áttir. Samferðafólkið öskrar. Ég líka … bara til að vera með. Komið að fyrstu ánni … „Vinstra megin!“ heyrist kallað. „Góði guð, láttu mig komast yfir, góði guð, láttu mig komast yfir! Af hverju var ég að fara í þessa ferð? Ætla pottþétt aldrei með aftur.“ Bænheyrð. Komst yfir. „Góði guð, takk fyrir að koma mér yfir!“ Árvegurinn er grýttur, forreiðin stoppar. „Hvað?“ er öskrað. „Vitlaus leið … snúa við!“ er öskrað til baka. Ónei … var rétt farin að anda léttar. Riðið til baka, aftur yfir ána. Sama sagan, slapp lifandi. Riðið upp á hæð. Stóðið stekkur ringlað í allar áttir. Allir komnir. Stoppað aftur. Hvað nú? „Vitlaus leið!“ heyrist aft- ur öskrað úr forreiðinni. Ónei, ónei, ónei, þetta getur ekki verið að koma fyrir! Aftur yfir helv … ána!? Snúið við. Guðbjörg send ein beint niður bratta brekku að kanna hvort sú leið sé greið. Útkoman jákvæð. Almáttugur, á að fara beint niður? Hallinn örugglega svona þrjár gráð- ur. Ákveðið að sleppa brekkunni og ríða til baka. Bóndinn nýbúinn að sá í flag og því á að reyna að sneiða fram hjá nýgræðingnum. „Góði guð, þakka þér fyrir bóndann … heyrðu og já, ertu til í að koma mér enn einu sinni yfir ána, „plís“, guð?“ Stóðið stekkur í allar áttir og ekki síst yfir nýræktina góðu. Aftur mætt með stóðið á árbakkann enn ringl- aðra en áður. Farið yfir ána í þriðja skipti. „Drífum okkur yfir ána til að losna úr þessum helv … árbakka!“ Steingleymi að biðja til almættisins í ánni. Kemst samt yfir á þurrt. Klukkutími liðinn, haldið áfram. Einhver gljúfur framundan. Eiga ekki að vera neitt rosaleg. Jú, viti menn, allt á blússandi ferð niður. „Hvurn andsk … er ég að gera hér? Og það í hávaðaroki?“ Að vísu er hesturinn góður og fjöllin nokkuð „kúl“. Nú og reyndar er félags- skapurinn bara hreint frábær! Minnist sögunnar af Lolla fljúga af Stjarna í fyrra. Slepp lifandi niður brekku. Næsta … – Ha? Vorum við að fara niður brekku? Var hún brött? „Ég var bara ekkert hrædd! Og ég sem er svo lofthrædd!“ Nýr dagur með nýjum ám og fjöll- um og allt það framundan. Komum að fyrstu ánni. Hva … ég er nú orðin vön, ekki málið. Úff, hrikalega stór- grýtt, flúðir og allt! Sleipir steinar. Langar heim! O, jæja. Læt mig hafa það … Verð að láta mig hafa það! Ekki ætla ég að snúa við? Hlýt að meika þetta. Sannspá. Þykist nú fær í flestan sjó. En hvað er handan hæðarinn- ar … jú, löng brú. Æ, á þetta aldrei að taka enda? Brúin nálgast. Belj- andi fljótið fyrir neðan. Hvað ef brú- in brotnar, nú eða hestarnir tryllast og við dettum öll í fljótið? Sé þetta allt fyrir mér. Er ennþá í þungum þönkum þegar við erum komin yfir. „Ó? Komin yfir? Tók ekki eftir því.“ Upptekin af stórslysahugsunum. Hvað er að mér? Uppgötva mér til ánægju á bakaleiðinni að engar stór- slysahugsanir sækja á. Er mér að batna gunguskapurinn? Æ, vonandi eitthvað! Þó ekki væri nema sam- ferðafólksins vegna! Heyrðu, þau ættu bara kannski að gera þetta að bisness! Eins og í „Stellu“, bara hræðsluþerapíu. Detta strax í hug tillögur að nafni á bisnessinn: „Burtmeðaumingjaskapinn.is!“ eða „Hræðsluþerapía Reiðkvenfélags- ins“ – eða bara gullna reglan hennar Berglindar: „Haltu þér fast og ríddu!“ Skrifað í Hólaskógi á Gnúpverja- afrétti, 29. júní 2004. Hugrenningar huglausu hestakonunnar SIGRÚN Sigurðardóttir er reiðkennari með mikla reynslu að baki og hefur hún kennt fólki á ýmsum aldri á námskeiðum í rúmlega 20 ár. Hún byrjaði hjá Gusti í Kópavogi með svoköll- uð „hræðslunámskeið“ fyrir fólk sem er haldið mikilli hræðslu við hesta og heldur Sigrún þess háttar námskeið af og til en stundar einnig venjulega reiðkennslu. Þessa dagana er hún með byrjendanámskeið fyrir fullorðna hjá Fáki og Gusti. En hvernig kom það til að Sig- rún fór að kenna hræddu fólki? „Tveir ágætir vinir mínir komu að máli við mig, en þeir áttu konur sem voru hræddar við hesta og þetta var svona tilraunaverkefni, svo vatt þetta upp á sig,“ segir Sigrún. Hún segir ýmsar ástæður liggja að baki því að fólk komi á hræðslunámskeið en flesta langi ofboðslega til að taka þátt í þessari íþrótt og finnist hestar áhugaverðir. „Þeir sem koma á þessi námskeið hafa oft lent í einhverju, jafnvel fyrir löngu, dottið af baki eða misst stjórnina á hestinum, eða eru hreinlega haldnir fælni, eða „fóbíu“. Svo koma líka karlar og konur sem eiga maka sem er í hestamennsku en eru sjálf kannski al- mennt smeyk við skepnur.“ Þarna spili þjóð- félagsbreytingin inn í, sífellt stærri hluti þjóð- arinnar sé alinn upp í þéttbýli og því séu margir þeirra sem eru að byrja í hesta- mennsku ekki vanir skepnum á neinn hátt. Veit minna af hræddum körlum „Konur eru í meirihluta á námskeiðunum en ég hef fengið nokkuð af körlum líka og þeir eru oftast miklu hræddari þegar þeir loks koma. Það er eins og konur ákveði fyrr að gera eitt- hvað í málunum þegar þær eru orðnar skelk- aðar en karlar þurfi að vera orðnir mjög hræddir til að koma á þessi námskeið. En hvort konur verði frekar hræddar við hross en karlar er ég ekki viss um, þær viðurkenna það kannski frekar. Ég yrði ekkert hissa þótt það leyndist töluvert af hræddum körlum í hesta- mennsku, maður veit minna af þeim.“ Hins vegar virðist sem konur geti orðið hræddar eftir barneignir og tekur Sigrún dæmi um dóttur sína sem sé nánast „alin upp“ í hesthúsi og hafi keppt á ótal mótum en eftir að hún eignaðist barn hafi hún orðið logandi hrædd þegar hún fór á hestbak. „Við unnum á því í rólegheitunum og núna finnur hún ekkert fyrir þessu. Það virðist sem ábyrgðartilfinn- ingin hafi þessi áhrif á konur,“ segir Sigrún. Börn koma líka á hræðslunámskeið og að sögn Sigrúnar getur verið mjög erfitt að eiga við þau börn sem hafa orðið hrædd. „Mörg börn detta af baki og hjá sumum gerir það ekkert til, önnur verða skelfingu lostin. Það er stór munur á hræddu barni og hræddum full- orðnum manni því börnin gera sér ekki grein fyrir hvað þau eru hrædd við og eru bara stjörf af hræðslu. Þá set ég þau í leiki til að láta þau gleyma sér og fara í jafnvægisæfingar en nám- skeiðið þarf að vera mun fjölbreyttara fyrir þau. Þurfa að skilgreina óttann Fyrsta skrefið í þessu ferli er auðvitað að viðurkenna óttann og gera sér grein fyrir við hvað maður er hræddur því það er mjög mis- jafnt; sumir eru hræddir við að vera þarna „uppi“ og aðrir um að hestar rjúki – en þetta er alveg eðlilegt. Þegar maður veit hver þrösk- uldurinn er er framhaldið mun auðveldara.“ Sigrún segir það verra með þá sem geti ekki skilgreint óttann en framfarir þeirra verði hægari: „Sumir eru bara hræddir og þegar þeir eru spurðir hvers vegna vita þeir ekki al- veg við hvað þeir eru hræddir,“ segir Sigrún. Á námskeiðunum eru gerðar allar venjuleg- ar reiðæfingar. „Ég er með aðeins öðruvísi uppbyggingu á hræðslunámskeiðunum, t.a.m. læra nemendur þar annars konar hvatningu á hestinn og minni skref eru tekin. Ég fer meira út í að útskýra hegðunarmynstur og skynjun hestsins og reyni að útskýra af hverju hestur geti hrokkið við, hvað hræði hann. Þeim sem verða smeykir hættir til að lyfta upp höndum og þá missir maður náttúrlega stjórnina, margir klemma saman fætur eða garga af hræðslu og hvort tveggja virkar auðvitað sem hvatning á hestinn.“ Þannig sé mikilvægt að skilja flóttaeðlið í hestinum. „Þetta er bara þol- inmæði og vinna,“ segir Sigrún. Spurð um árangurinn af námskeiðunum segist Sigrún ánægð með hann en þetta bygg- ist allt á því að fólk hafi áhuga og vilja til að stunda hestamennsku. Þeir sem hafi verið á hræðslunámskeiði komi yfirleitt í framhaldinu á venjulegt námskeið. Sigrún segir hesta- mennsku reyndar vera lítið orð yfir stórt svið og þetta hrædda fólk sé t.d. ekki á leiðinni í hrossarekstur á næstunni. „Það er auðvitað grundvallaratriði að vera með góðan hest þegar fólk er að byrja í hesta- mennsku og eins er gott að hafa einhvern með sér í þessu. Nýgræðingar ættu ekki að kaupa sér ung hross. Hestar 10–14 vetra eru upp- lagðir enda hafa þeir náð ákveðnum þroska en ef þú kaupir 5–6 vetra hesta geta þeir átt eftir að breytast mikið. Ef kaupa á hross fyrir börn er um að gera að reyna að fá 15–16 vetra hest, ef þú finnur einn góðan er hann alveg ómet- anlegur.“ Sigrún sér greinilega aukningu í þátttöku á reiðnámskeiðum og telur mikla þörf fyrir þau. Ýmis hestamannafélög hafa fengið hana til að halda námskeið og einnig er nokkuð um að ein- staklingar, nokkrir saman í hóp, panti hjá henni námskeið. „Mörg hestamannafélög eru hætt að skipuleggja byrjendanámskeið fyrir fullorðna, því miður, og eru einungis með barna- og unglingastarf. Ég held það sé mikil þörf fyrir fullorðinsnámskeið því það eru fáar greinar með aðra eins uppbyggingu og hesta- mennska.“ En Sigrún er ekki í vafa um hugrekki þeirra sem leita á hennar náðir: „Ég tek ofan fyrir þessu fólki sem kemur á hræðslunámskeið, löngunin er svo mikil að það lætur sig hafa að ganga í gegnum það að geta varla andað eða talað – það fær köfnunartilfinningu. Stundum fara fyrstu tímarnir í það að segja: Þú verður að anda! Ég veit ekki hvort ég væri í hesta- mennsku ef ég hefði einhvern tímann orðið svona hrædd,“ segir Sigrún að lokum. „Þú verður að anda!“ Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari. Í SUMARBLÍÐU gömlu daganna bogra karlar við að járna hest upp á gamla mátann. Afinn á bænum veitir því athygli að barn stendur fyrir aft- an hestinn og er ekki par ánægður með að það skuli ekki óttast hestinn meira en raun ber vitni. Að sama skapi vill hann að afabarnið gangi við hlið hests þegar hann er teymdur og koma þannig í veg fyrir að hest- urinn traðki á litlum hælum. Varkárni í kringum hesta getur sumsé komið sér vel – það er bölv- anlegt að fá heilan hóf á hæl – og lífsnauðsynlegt getur verið að bera óttablandna virðingu fyrir þessu flóttadýri. Óttinn getur á hinn bóg- inn gengið út í öfgar þannig að mað- ur getur ekki notið sín í kringum hesta eins og hugur stendur til. Hræðsla við hesta er ótrúlega al- geng og hún getur verið af ýmsum toga. Sumir eiga slæmar minningar og hafa hvekkst og getur hræðslan verið svo lamandi að þeir geta ekki komið nálægt þessum skepnum án þess að fá hraðan andardrátt. Aðrir geta átt í erfiðleikum með að treysta nýja hestinum, það gengur ekki þrautalaust fyrir sig að fara út fyrir gerðið, og vildu helst að það væri hægt að klóna þann gamla góða. Að fara í hestaferðir og hrossarekstur er auk þess kvíðvænlegt fyrir suma og eins og fram kemur í hugrenn- ingum huglausu hestakonunnar, sem lesa má hér til hliðar, getur hræðslan við hið óþekkta orðið plag- andi þar sem hver brekka verður að hengiflugi Vestfjarða og árkvísl að sunnlensku stórfljóti. Allt lýtur þetta að vantrausti á hestinum og þarf að yfirstíga þenn- an ótta. Mesti vandinn liggur nefni- lega í því að hestar eru mjög næmir á hugarástand knapans og margir hestar verða óöruggir og hræddir við minnsta hik hjá honum og þá er flóttinn útgönguleiðin. Stundum heyrir maður að það taki því ekki að vera hræddur við ís- lenska hestinn, hann sé svo lítill að maður geti bara stöðvað hann með því að teygja vel úr fótunum! Maður sem er of öruggur með sig og laus við ótta býður hættunni heim – er sjálfur hættulegur. Ef þú stendur beint fyrir aftan hest, hvort sem það er af kunnáttuleysi eða kulda, get- urðu átt von á höggi. Ljósmynd/Ásrún Óladóttir „Burtmeðaumingjaskapinn.is.“ Farið yfir á Trippavaði í Köldukvísl, af Búðarhálsi á leið í Þóristungur. Af lafhræddum hestamönnum Ferðafélagar „huglausu hestakonunnar“, þ.á m. Þuríður M. Björnsdóttir, í hestaferð um Gnúp- verjaafrétt og Holtamannaafrétt voru grunlausir um ótta konunnar við að þeysa á hesti um gljúfur og vaða ár. Hún er nú „vonandi fyrrverandi hræðslupúki“. thuridur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.