Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagersala 1.-11. febrúar 40-70% afslátturHverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Suðurlandsbraut - Til leigu Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Jarðhæð sem er samtals 856 fm en mögulegt er að skipta henni upp í ca. 545 og 311 fm. Mjög góð sameign í snyrtilegu lyftuhúsi. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur um nútíma skrifstofurekstur. Hentar vel fyrir hvers konar þjónustu og/eða verslun. Góð aðkoma og næg bílastæði. Húsið er mjög vel staðsett og á áberandi stað. Eigandi er Landsafl sem er sérhæft fasteignafélag. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 www.landsafl.is Toyota RAV4 prófaður í Portúgal Bílar á morgun UNDIRBÚNINGUR fyrir hönnun nýs Landspítala – háskólasjúkra- húss hófst í gær með fundi fram- kvæmdanefndar nýbyggingar Land- spítalans í Borgarleikhúsinu með hátt á þriðja hundrað starfsmönnum spítalans og ráðgjöfum sem ráðnir hafa verið til að sinna tilteknum verkefnum. Þá undirritaði Jón Krist- jánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, og fulltrúi danska fyr- irtækisins CF-Møller, höfunda vinningstillögu vegna skipulags á lóð Landspítala, samkomulag um gerð deiliskipulagstillögu. Nýi spítalinn verður byggður á Landspítalalóðinni á árunum 2008– 2012. Á næstu mánuðum munu 44 notendahópar tæplega 300 starfs- manna taka þátt í þarfagreiningu vegna hönnunar spítalans. Hlutverk þeirra er að taka saman nákvæmt yf- irlit yfir starfsemina sem fram á að fara á hinum nýja spítala og hvernig starfseminni yrði best fyrir komið. Haft verður samráð og samvinna við samtök sjúklinga og hefur þegar ver- ið haft samband við þrenn sjúklinga- samtök og verður samráðið af þessu tagi aukið fljótlega. Kostnaður lægstur við Hringbraut Jón Kristjánsson sagði í ávarpi sem hann hélt á fundinum að rök staðarvalsnefndar sem skoðaði fjóra kosti sem til greina komu vegna byggingar sjúkrahússins, hefðu ver- ið sannfærandi og hefði hann verið nefndinni sammála. „Kostnaður við uppbygginguna við Hringbraut verður lægstur miðað við þær áætl- anir sem gerðar höfðu verið, svo munar allt að 10 milljörðum króna, meðal annars vegna bygginganna sem fyrir eru á lóðinni og nýta má til starfseminnar. Nálægð við Háskóla Íslands, möguleikarnir til áfram- haldandi uppbyggingar á svæðinu eru tryggðir, leið þeirra sem nýta sér þjónustu spítalans og starfsmanna verður greið, gatnakerfi hefur verið lagfært og allt umhverfið er afskap- lega skemmtilegt og framkvæmdin öll var talin verða lyftistöng fyrir þróun miðborgarinnar,“ sagði Jón. Hann sagði ákvörðunina um að verja 18 milljörðum króna af sölu- andvirði Símans í uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut hafa falið í sér mikil tímamót. „Í ákvörðuninni felst að 18 millj- örðum króna verður varið til upp- byggingar nýs spítala á Landspítala- lóðinni á árunum 2008–2012. Með framlaginu er unnt að ljúka skipu- lagsvinnu og undirbúningi svæðis- ins, byggja aðstöðu fyrir slysa- og bráðaþjónustu og koma upp aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi,“ sagði Jón. Hann sagði mikilvægt að breið, al- menn, flokkspólitísk og fagleg sam- staða ríkti um framkvæmdir sem tækju langan tíma, líkt og bygging nýs spítala. „Um þessa framkvæmd er almenn pólitísk samstaða,“ sagði hann. Unnið í nánu samstarfi við ráðgjafa frá CF-Møller Samningurinn um tillögu að deili- skipulagi og vinna við það tekur til lóðar Landspítala – háskólasjúkra- húss en hún markast af Eiríksgötu, Barónsstíg og nýju Hringbrautinni vestur að Njarðargötu. Unnið verður í nánu samstarfi við ráðgjafa frá CF- Møller, en arkitektarnir sem ráðnir hafa verið sem ráðgjafar fram- kvæmdanefndarinnar hafa víðtæka reynslu á sviði hönnunar og að reisa sjúkrahús og skyldar byggingar. Auk Alfreðs Þorsteinssonar sitja í framkvæmdanefndinni þau Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðing- ur, sem er varaformaður nefndarinn- ar, Kristín Ingólfsdóttir rektor, Ragnheiður Haraldsdóttir skrif- stofustjóri, Árni Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, Magnús Pétursson forstjóri og Björn Ingi Sveinsson verkfræðingur. Morgunblaðið/ÞÖK Jón Kristjánsson og fulltrúar CF-Møller við undirritun samninga um vinnu við deiliskipulag og þarfagreiningu vegna nýja spítalans. Miðað er við að framkvæmdir við spítalann geti hafist eftir tvö ár. Hönnun nýs Landspítala – háskólasjúkrahúss Um 300 manns taka þátt í þarfagreiningu ALFREÐ Þorsteinsson borgar- fulltrúi er formaður fram- kvæmdanefndar nýbygging- arinnar. Hann tók til máls í gær og sagði Íslendinga gera marg- víslegar kröfur um bestu þjónustu á hvaða sviði þjóðlífsins sem er. Íslendingar sem búsettir væru er- lendis kysu helst að njóta læknis- og sjúkrahúsþjónustu hér heima ef þess væri kostur. „Til að verða við kröfum um bestu hugsanlegu skilyrði á þessu sviði þarf tvennt að fara saman. Fagmennska lækna og hjúkrunarliðs og hús- næði sem skapar viðeigandi um- gjörð um starfsemina. Það leiðir síðan af sér hagkvæmari rekstur sem er grundvallaratriði í þessu samhengi,“ sagði hann. „Verk- efnið sem er fram undan er vissu- lega stórt en ekki stærra en þeg- ar við Íslendingar reistum aðalbyggingu Landspítalans fyrir 76 árum,“ sagði hann. „Vonandi getum við staðið við það fyrirheit að fyrsta skóflustungan verði tek- in að tveimur árum liðnum, á vor- dögum árið 2008,“ sagði Alfreð enn fremur. Íslendingar gera kröfur um bestu þjónustu á öllum sviðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.