Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 47

Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 47 Atvinnuauglýsingar Vörukynningar MS Reykjavík leitar að dugmiklu og drífandi starfsfólki í lifandi og skemmtileg störf. Starfið felst í vörukynningum á vöruflokkum MS í verslunum. Um er að ræða talsverðan fjölda af verkefnum í hverjum mánuði. Áhersla er lögð á frumkvæði, áreiðanleika, þjónustulip- urð og góða samskiptahæfileika auk sjálfstæðra vinnubragða. Leitað er að þroskuðum og sjálfstæðum ein- staklingum sem eru tilbúnir til að vinna í líflegu umhverfi, hafa ánægju af mannlegum sam- skiptum og áhuga á heilbrigði og góðu mataræði. Starfsreynsla við svipuð störf er æskileg en ekki nauðsynleg. Umsóknir berist til starfsmannasviðs MS Reykjavík á Bitruhálsi 1, í síðasta lagi 15. febrú- ar nk. Einnig er hægt að senda umsóknir á net- fangið www.starfsmannasvid.is. Nánari upp- lýsingar veitir sölustjóri í síma 569 2200. MS er framleiðslu-, þjónustu- og markaðsfyrirtæki á sviði mjólkur- framleiðslu. Hjá félaginu starfa um 400 manns. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heimasíðu félagsins www.ms.is. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Framhaldsaðalfundur Lögfræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar nk. á Grand Hóteli, Reykjavík, og hefst kl. 20:00. Í samræmi við lög félagsins er boðað til fram- haldsaðalfundar til að afgreiða tilögu um laga- breytingar. Dagskrá:  Lagabreytingar.  Önnur mál. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins: www.logfraedingafelag.is Lögfræðingafélag Íslands Félagsmenn í hestamannafélaginu Gusti Áríðandi félagsfundur verður haldinn í veislu- sal félagsins fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20.15. Fundarefni: Greinargerð og tillaga framtíðar- nefndar félagsins. Sjá nánar heimasíðu félagsins. Stjórn hestamannafélagsins Gusts. Aðalfundur Aðalfundur KR Sports hf. verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar í Fé- lagsheimili KR, Frostaskjóli 2, og hefst fundur- inn kl. 20:00. Dagskrá:  Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár.  Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár.  Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á starfsárinu.  Tillögur sem borist hafa til breytinga á samþykktum félagsins.  Stjórn KR Sport hf. leggur til að stjórn félags- ins fái heimild til aukningar hlutafjár.  Kosning stjórnar og varastjórnar.  Kosning endurskoðenda.  Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.  Önnur mál sem löglega eru uppborin. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Austurvegi 6, Hvolsvelli, miðvikudaginn 8. febrúar 2006 kl. 10:30 á eftir- farandi eignum: Breiðalda 1, Rangárþing ytra, ehl. gþ., fnr. 227-0550, þingl. eig. Auð- björg J. Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., útibú 528. Dynskálar 9, Rangárþing ytra, fnr. 192955, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeiðendur Búheimar ehf. og Rangárþing ytra. Hólavangur 18, Rangárþing ytra, fnr. 225-6800, þingl. eig. Jóna Lilja Marteinsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Leifur Árnason. Tjaldhólar, Rangárþing eystra, ehl. gþ., lnr. 164199, þingl. eig. Guðjón Steinarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Hvolsvelli. Vestri-Garðsauki, Rangárþingi eystra, fnr. 219-4678, ehl. gþ., þingl. eig. Jón Logi Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Áburðarverksmiðjan hf., Jónar Transport hf., Kaupþing banki hf. og Sláturfélag Suður- lands svf. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 1.febrúar 2006. Kjartan Þorkelsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Furubyggð 5, 208-3429, Mosfellsbær, þingl. eig. Halldóra Friðriksdótt- ir og Arnór Guðbjartsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 6. febrúar 2006 kl. 11:00. Suðurlandsbraut 4A, 030202, Reykjavík, þingl. eig. Óm snyrtivörur ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 6. febrúar 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 1. febrúar 2006. Félagslíf I.O.O.F. 11  186228  Þb. Í kvöld kl. 20. Kvöldvaka í umsjón systranna. Veitingar og happdrætti. Allir velkomnir. I.O.O.F. 5  186228  Fimmtudagur 2.febrúar 2006 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Erling Magnússon. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is MÁLVERKAUPPBOÐ til styrktar MND félagi Íslands verður haldið laugardaginn 4. febrúar, í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, 3. hæð. Húsið opnar kl. 14 og uppboðið hefst kl. 15, uppboðshaldari verð- ur Gísli Einarsson fréttamaður. Músík og ljóðalestur verður fyr- ir uppboðið, m.a. flytur Hörður Torfa nokkur lög. Þetta er hluti af verkefninu „Ljóð í sjóð“, en það mun koma út myndskreytt ljóða- bók, ásamt CD disk, með vorinu. Veitingar verða í boði Orkuveit- unnar. Listamennirnir sem gefa MND félaginu verk sín eru: Eiríkur Smith, Tolli, Gunnar Dal, Daði Guðbjörnsson, Pétur Gautur, Kar- ólína Lárusdóttir, Helga Ármanns, Helga Unnars, Sigurður Óli, Víðir, Elvar, Hörður, Jón Arnar og fleiri. Tolli, Dögun 2005. Málverkauppboð til styrktar MND-félaginu FRÉTTIR FRÆÐAÞING landbúnaðarins verður haldið í dag, fimmtudaginn 2. febrúar og á morgun, föstudag. Þinginu er einkum ætlað að miðla rannsókna- og þróunarstarfi í ís- lenskum landbúnaði og að fjalla á faglegan hátt um landbúnað og nátt- úrufræði. Fyrri daginn verður þingað í sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 og er yfirskriftin „Ný- sköpun landbúnaðar – leiðir og markmið“. Seinni dagurinn er á Hót- el Sögu þar sem verða tvær samhliða dagskrár í ráðstefnusölum á 2. hæð. Í A sal verður fjallað um auðlindir; – veiði, vatn og vatnsgæði og auðlind- ir; – veiði, vatn og jarðveg. Í Ársal verður fjallað um hagnýtar rann- sóknaniðurstöður úr búfjárrækt og hagnýtar rannsóknaniðurstöður úr jarðrækt. Fræða- þing land- búnaðarins EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Skagafirði: „Aðalfundur Vg í Sveitarfé- laginu Skagafirði sem haldinn var 29. janúar sl. fagnar þeirri fjöl- breyttu uppbyggingu sem átt hef- ur sér stað í Skagafirði síðustu ár- in og áformum um miðstöð hátækniiðnaðar í héraðinu. Hins vegar hafnar fundurinn hugmynd- um um álver við Kolkuós og stór- virkjanir í Skagafirði í tengslum við álbræðslu á Norðurlandi, sem eru andstæðar hagsmunum Skag- firðinga. Atvinnutækifærin felast í fjölbreytni og þekkingariðnaði en ekki einhæfum álbræðslum sem skaða möguleika annarra atvinnu- greina ásamt því að ganga á nátt- úru landsins og aðra atvinnukosti til framtíðar. Ennfremur fagnar fundurinn ákvörðun um að þyrma Þjórsárverum og hvetur til þess að einnig verði komið í veg fyrir að Héraðsvötnunum og Jökulsánum í Skagafirði sem svo mjög móta ásýnd og ímynd héraðsins verði fórnað. Aðalfundur Vg í Skagafirði leggst alfarið gegn öllum hug- myndum um virkjanir í Jökulsán- um í Skagafirði og því að gert sé ráð fyrir slíkum framkvæmdum á aðalskipulagi Skagafjarðar.“ Hafna hugmynd- um um álver við Kolkuós

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.