Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 41
Elsku litli fallegi drengurinn okk- ar, Daði Snær, hefur kvatt okkur alltof fljótt. Maður spyr sig, af hverju? og hver er tilgangurinn? en við viljum trúa því að hann hafi kom- ið til okkar í þessa tæplega 8 mánuði til að kenna okkur eitthvað og nú hafi hans hlutverki verið lokið. Við skoðum myndir af litla engl- inum okkar og náum stundum að brosa í gegnum tárin en við vitum að við eigum eftir að skoða þessar myndir þegar fram líða stundir og brosa og hlæja og rifja upp ýmsa skondna hluti sem litli grallarinn okkar gerði. Efst í huga okkar er hversu gaman var að vera í göngu- grindinni og reyna að ná í lykla- borðið og músina á tölvuborðinu og við tölum nú ekki um hversu gaman var að elta stóra rauða boltann um öll gólf. Það nýjasta var samt að þegar mamma var að skipta á litla stráknum sínum og lagði hann í rúmið sitt, þá var sá stutti fljótur að velta sér yfir á magann og fannst hann vera rosa sniðugur og iðaði all- ur eins og lítill ormur og skellihló. Allar myndirnar sem við eigum af litla drengnum okkar eru fjársjóð- urinn okkar sem við ætlum að varð- veita mjög vel. Við eigum einn sólargeisla eftir hjá okkur en hinn er uppi hjá Guði og heldur verndarhendi yfir okkur. Birgitta hefur verið okkur ómetan- legur stuðningur og vitum við ekki hvernig við hefðum farið að án henn- ar. Elsku besti drengurinn okkar, hvíldu í friði. Þú ert og verður alltaf ljósið í lífi okkar hvort sem þú ert hjá okkur eður ei. Við elskum þig öll, ástin okkar. Mamma, pabbi og Birgitta Dögg. Elsku litla krúttið mitt. Ég man þegar pabbi þinn hringdi í mig og bað mig um að vera skírn- arvottur þinn. Ég var svo stolt að foreldrar þínir höfðu treyst mér fyr- ir þessu hlutverki í þínu lífi. Þegar kom að skírnardeginum var ég ánægð að standa uppi við skírnar- fontinn og horfa á þig um leið og Pálmi prestur jós vatninu yfir þig. Þú tókst þessu með stakri ró og svafst bara með dudduna þína. Eftir athöfnina var falleg veisla heima hjá mér, þú varst ekkert að æsa þig yfir gestaganginum heldur fékkst þér blund í rúminu mínu. Ég naut þess að sitja hjá þér og horfa á þig sofa. Baltasar fékk sér blund hjá þér smástund en ég þurfti fljótlega að taka Baltasar í burtu því að hann vildi fá að skoða þig með höndunum sínum. Elsku litli frændi, ég sakna þín sárt og mun geyma minningu þína í hjarta mínu. Þín frænka, Kristjana Hlín. Þú komst sem sólargeisli síðasta vor, elsku litli vinurinn. Svo hraust- ur, brosmildur og blíður. DAÐI SNÆR ARNÞÓRSSON ✝ Daði Snær Arn-þórsson fæddist í Reykjavík 31. maí 2005. Hann lést á heimili sínu 24. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Arnþór Hinrik Val- garðsson f. 23. jan- úar 1979 og Katrín Helga Óskarsdóttir f. 14. mars 1980. Systir Daða Snæs er Birgitta Dögg f. 15. mars 2002. Foreldrar Arn- þórs eru Valgarð Guðmundsson f. 19. júlí 1951 og Áróra Hlín Helga- dóttir f. 25. september 1961. For- eldrar Katrínar eru Óskar Þór Óskarsson f. 10. nóvember 1951 og Sigurbjörg Helgadóttir f. 2. desember 1950. Útför Daða Snæs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þú gafst okkur ynd- islegar stundir sem við þökkum svo inni- lega fyrir að hafa fengið með þér. Í þína umsjón nú, ástríki faðir, felum líf, byggð og bú, blundum svo glaðir. (Arnór Jónsson.) Elsku Arnþór, Kata og Birgitta, megi minningin um lítinn hamingjusaman dreng lifa með ykkur sem ljós í myrkri og veita ykkur styrk í sorginni þegar fram líða stundir. Áróra amma. Elsku litli Daði Snær. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness.) Elsku Arnþór, Kata og Birgitta, við biðjum algóðan Guð að vaka yfir ykkur og styrkja um ókomna tíma. Megi minningin lifa um lítinn og fallegan dreng. Helgi afi og amma Dóra. Kveðja frá langömmu. Oft vonir bregðast vilja, oss veitir þungt að skilja Guðs voldugt vísdómsráð. Þú Guð, sem gleði vekur, þú gefur og þú tekur, en öll þín stjórn er einskær náð. Vér þökkum barnið blíða, með bjarta svipinn, fríða, þá góðu lífsins gjöf. Þú sveinninn, ljúfur lifir, og ljós Guðs skín þér yfir. Ei líf og andi er lagt í gröf. Svo talar trúin bjarta og tendrar von í hjarta, þá hjaðnar dauðlegt hold. Á friðar fögru landi er frjáls og glaður andi, þá fölnað blóm er falið mold. Oft falla fljótt að jörðu í frosti og veðri hörðu hér fíngerð, fögur blóm. Þú forsjón Guðs ert falinn og fegri staður valinn, vér skiljum ei vorn skapadóm. Þú áttir ylríkt hjarta, þín elskan hreina og bjarta ei þoldi sárt að sjá. Þín bláu augun blíðu, með brosi engilfríðu af fögrum tárum fylltust þá. Til sælla himinsala frá sorgum jarðardala vér hefjum hug í dag. Þú Guð ei okkur gleymir, þín gæzka niður streymir, þú annast hvert vort æðaslag. (Guðríður S. Þóroddsdóttir.) Þóra Sigurjónsdóttir. Elsku Daði Snær. Þú byrjaðir í mömmuhópnum okkar þegar þú varst rúmlega 2 mánaða gamall. Þú komst með mömmu þinni og heillaðir okkur öll. Þú varst alltaf glaður, brosmildur og hvers manns hugljúfi. Við fengum þann heiður að fá að hitta þig viku- lega og fylgjast með þér vaxa og dafna en skyndilega varstu tekinn frá okkur og missirinn er mikill. Þín verður sárt saknað. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn okkar vegna ótímabærs frá- falls þíns. Minningin um þig, Daði Snær, lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Kata, Addi, Birgitta og fjöl- skyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk. Hinstu kveðjur. Mömmuhópurinn. Ég kveð þig, litli vinur, hinstu kveðju með sorg í hjarta – sorg sem nístir mig ólýsanlega. Ég vil því gera texta Pam Brown í þýðingu Óskars Ingimarssonar að mínum en þar segir: Á tímum erfiðleika… Tilgangslaust er að ætla sér að skilgreina ástæðurnar fyrir sálarkvöl. Ekki verður aftur snúið. Engir töfrar fá því breytt sem gerst hefur, ekki heldur ásakanir af neinu tagi. Hvenær sem áhyggjur þjaka þig skaltu einbeita huganum að því sem getur veitt þér ánægju á líðandi stund, þó í litlu sé. Gefðu þér tíma til að læknast. Haltu ró þinni. Missir skilur alltaf eftir sig tómarúm – en þú verður að varast að helgreipar sorgar læsi sig um hug þinn og hjarta. Sæktu kjark í lífið sjálft. Það virðist óhugsandi þegar áföllin dynja yfir – en nýtt áhyggju- efni bíður þess að fylla tómið. Ég óska þér þeirrar hamingju að geta sleppt tökum á því liðna – og byrja nýtt líf. Ég óska þess að ég gæti forðað þér frá hverri sorg, hverri hörmung, hverju því sem mistekst. En þá yrðir þú frábrugðin öllum öðrum lífverum jarðarinnar. Það er ekki síður hjartakvöl okkar en hamingja sem byggir upp fjölskyldu, hjónaband eða vináttu. Ef ég gæti gefið þér eitthvað, mundi ég kjósa þér frið og kyrrð við innstu hjarta- rætur, svo þú megir verða örugg og róleg hvað sem á dynur. Farðu mjúkum höndum um hamingjuna. Hún er að láni. Guð blessi minningu þína, Daði Snær. Anna Gísladóttir. Okkur langar að minnast Daða Snæs, ástkærs sonar vinkonu okkar. Það er erfitt að kveðja lítinn vin sem tekinn var frá okkur svo skyndilega. Við minnumst þín Daði Snær sem litla glaðlynda drengsins með fal- lega brosið þitt. Sérstaklega eru okkur minnisstæð öll kvöldin sem þú eyddir með okkur í saumaklúbbnum og virtist una þér vel í félagsskap okkar stelpnanna. Þrátt fyrir að hafa náð aðeins átta mánaða aldri náðir þú að snerta hjörtu okkar allra og gaman var að fylgjast með hvað þú dáðir stóru systur þína hana Birgittu. Þú varst litli sólargeislinn í lífi foreldra þinna og stóru systur og munt verða það um ókomna tíð í hjörtum þeirra. Það er sárt að fá ekki að sjá þig vaxa og dafna. Hvern hefði grunað að við hefðum svona stuttan tíma með þér. Erfitt er að kveðja það litla ljós sem skein svo skært og gaf okkur yl og dró að sér svo mikla ást. Fylltir hjarta okkar með brosinu breiða og hjali, yljar okkur í brjósti sá heiður og sá tími sem við fengum með þér. Ferð þú nú burt. Í hjörtum okkar þú alltaf ert. Elsku Kata, Arnþór og Birgitta Dögg. Hugur okkar er hjá ykkur á þess- um erfiðu tímum. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Minn- ingin um litla fallega drenginn ykk- ar lifir í hjörtum okkar að eilífu. Anna G., Drífa, Guðrún Edda, Helena Björk, Helena Sif og Soffía Marín. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 41 MINNINGAR Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, LILJA ÓLAFSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, Vogatungu 99, áður Skjólbraut 11, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Ragnhildur Kjartansdóttir, Hilmir Þorvarðarson, Guðmundur Ingi Ingason, Fanndís Halla Steinsdóttir, María Kjartansdóttir, Þór Hauksson, Lilja Gunnarsdóttir, Birgir Bjarnason, Rósa Gunnarsdóttir, Erling Hafþórsson, Högni Gunnarsson, Kjartan Hilmisson, Hrönn Kristbjörnsdóttir, Jón Bergur Hilmisson, Sigríður Árný Júlíusdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA INGVARSDÓTTIR frá Hellishólum í Fljótshlíð, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 11 00. Ólafur Óskarsson, Elínborg Óskarsdóttir, Ingunn Óskarsdóttir, Sigurður Óskarsson, Jón Þórir Óskarsson, Magnús Óskarsson, Anton Óskarsson, Eyþór Óskarsson, Guðmundur Óskarsson, Stefán Ingi Óskarsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGÞÓRU SIGURÐARDÓTTUR, Fossheiði 60, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir hlý samskipti og góða umönnun. Unnur S. Bjarnþórsdóttir, Þorlákur Marteinsson, Guðrún Bjarnþórsdóttir, Hilmar Þ. Sturluson, Birna Bjarnþórsdóttir, Frans Páll Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HJÖRTUR FRIÐBERG JÓNSSON, Fornastekk 11, Reykjavík, sem lést á heimili sínu mánudaginn 23. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Vigdís Einarsdóttir, Jón F. Hjartarson, Elísabet Kemp, Einar F. Hjartarson, Kristín Þorgeirsdóttir, Stefán F. Hjartarson, Áslaug Guðmundsdóttir, Ævar S. Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.