Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Óperan blíða er samin áfyrstu árum 20. aldarinnarog er byggð á hranalegumraunveruleika við Íslands- strendur 30 árum áður er aðeins einn maður bjargaðist er fimm franskar fiskiskútur fórust í óveðri í Lóns- bugt, undan Eystra-Horni. Óperuna Le Pays samdi franski tónsmiðurinn Josep-Guy Ropartz 1908-10 upp úr dramatískri smásögu bretónska rithöfundarins Charles Le Goffic, en hún birtist í Lesbók Morg- unblaðsins í þýðingu Elínar árið 2002. Óperan var frumflutt í Nancy í Frakklandi 1912 og flutt ári seinna í París við góðar undirtektir, enda höfundurinn þekktur í tónlistarlífi Frakka. Virðist hún svo hafa fallið í gleymsku vegna fyrra stríðsins er listviðburðir féllu niður í Frakklandi. Ástarsaga fyrir austan Lög úr Le Pays voru sungin í konsertformi í Fáskrúðsfjarð- arkirkju sumarið 2004 í tilefni franskra daga þar í bæ. Daginn eftir var flutningurinn endurtekinn á Hornafirði í næsta nágrenni sögu- sviðs óperunnar. Fjallar hún um hina íslensku heimasætu Kötu er hjúkrar ljóshærðum bretónskum sjómanni, Tugdual Manchec, öðru nafni Tual, sem bjargaðist í land úr skipskað- anum í Lónsbugt. Með þeim tókust ástir en þrátt fyrir heitar tilfinningar til Kötu er Tual þungt haldinn af heimþrá; til heimaslóða sinna á Bret- aníuskaga þar sem heitkona hans sit- ur í festum. Fengur verður að uppsetningu óp- erunnar í Reykjavík, ekki aðeins fyr- ir íslenska tónlistarunnendur, heldur miklu fleiri. Af þeim sökum voru fulltrúar Listahátíðar komnir til Par- ísar í fyrradag; til að kynna hátíðina frönskum fjölmiðlum í tæka tíð svo hún fari ekki framhjá frönskum áhugamönnum um klassíska tónlist. Icelandair lætur sitt ekki eftir liggja í þeirri viðleitni að fá franska ferða- menn til Íslands. Þúsundir vegg- fermetra í jarðlestarkerfi Parísar eru þaktir risastórum auglýs- ingaplakötum félagsins svo að ekki fer framhjá þeim milljónum sem þar um fara dag hvern. Nú í febrúar fjölgar félagið ferðum milli landanna úr tveimur á viku í fjórar og með vor- inu í níu. Diddú söng og Elín talaði Diddú gaf blaðamönnunum og öðrum gestum í bústað Tómasar Inga Olrich sendiherra innsýn í óp- eruna. Flutti einlægt atriði þar sem þar er komið sögu er Kata skýrir skipbrotsmanni frá að hún gangi með barn hans undir belti. Vonar hún að sú uppljóstrun verði til að slaka á heimþrá hans og tryggi að hann haldi loforð sitt um eilífa ást henni til handa. En allt kemur fyrir ekki og upp úr hinum íslenska raun- veruleika endar sagan á þeim hörmulegum örlögum Tuals að sökkva á hesti sínum í hrafnagljá í Fífufirði. Fórst hann í kviksyndinu og álagablettinum fyrir augum Kötu er hann hugðist laumast brott frá henni og ríða til móts við franskt skip í Seyðisfirði. Vegna áratuga rannsókna sinna veit Elín Pálmadóttir líklega meira en nokkur annar um sókn franskra sjómanna á Íslandsmið í um þrjár aldir og samskipti þeirra við Íslend- inga. Þótti frönskum kollegum fróð- legt að heyra að þegar mest lét voru um 300 gólettur samtímis að veiðum við strendur landsins. Og ekki síður er hún gat þess að samkvæmt út- reikningum sínum hefðu um 400 duggur farist við Ísland og 4.000 sjó- menn ekki séð ættjörð sína aftur á árabilinu 1820-1939. Rekur hún þetta í bók sinni Fransí Biskví sem út kom í franskri þýðingu sl. haust. Hin íslenska útgáfa bókarinnar var tilnefnd til fyrstu íslenku bók- menntaverðlaunanna 1989 og seldist upp á sínum tíma. Sexþúsund eintök hurfu á einu bretti og bókin hefur verið ofarlega á lista yfir útlána- hæstu bækur bókasafna. Bautasteinn í franskri tónlistarsögu Elín greindi m.a. frá skipskað- anum í Lónsbugt 1873 sem hún telur vera efnivið í hinni dramatísku björgunar- og ástarsögu Goffi sem óperan Le Pays byggist á. Óperan virðist hafa mælst vel fyrir á sínum tíma. Annálaður franskur organisti og kórstjóri, Gabriel Fauré, lýsti hughrifum sínum að afloknum frum- flutningi hennar í Nancy 1912 svo: „Verkið er fullt af einlægni, skáld- legri hugljómun og gegnheilum stíl og er ekki aðeins eitt besta verk Ropartz, heldur hefur burði til að vera bautasteinninn í franskri tón- listarsögu.“ Og Jónas Ingimund- arson píanóleikari hefur sagt í Morg- unblaðinu að farið sé nærfærnum höndum um efnið, allt íslenskt, föð- urlandsástina og samskipti þjóðanna frá löngu liðnum tíma. Tónlistin sé gegnsönn og yndisleg og fagrir söngvar í hljómsveitarbúningi. Tómas Ingi Olrich sendiherra sagði blaðamönnum frá því hvernig til hefði orðið sérstakt táknmál við tjáskipti Íslendinga og hinna frönsku sjómanna. Þar hefðu frasar og hug- tök á borð við Allabadderí, Fransí, biskví orðið til og haft heilmikla þýð- ingu í samskiptum sem voru ekki bara verið viðskiptalegs eðlis, heldur og mannleg. Af sjómönnum hefðu Ís- lendingar ekki aðeins keypt biskví, heldur og vín og koníak. Sagði hann Listahátíð mesta viðburð í lista- og menningarlífi á Íslandi ár hvert, en hún verður haldin dagana 12. maí til 2. júní og er sú 20. frá stofnun árið 1970. Eins og á þeirri fyrstu verður tónlistin í forgrunni hátíðarinnar í ár. Svanhildur Konráðsdóttir, ferða- og menningarfulltrúi Reykjavík- urborgar, leiddi blaðamenn í sanninn um sterk tengsl Íslendinga við nátt- úruna, hafið og himinbjörg; hrjóstr- ugt en kröftugt umhverfi er væri við- eigandi umgjörð um hátíðina er opnaði glugga inn í íslenskt listalíf. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, sagði Listahátíð ekki einungis vilja vera í takt við tímann heldur helst aðeins á undan meginstraumum í heims- menningunni. Rakti hún mörg dæmi þess í 35 ára sögu hátíðarinnar í máli og myndum. Allt frá fyrstu hátíðinni 1970 er Vladimír Azkenazy og rokk- sveitin Led Zeppelin létu til sín taka í Reykjavík og þar til í ár er söng- konan fræga Miriam Makeba mun syngja sinn svanasöng auk þess sem hin sérstaka en magnaða franska ópera verður á borð borin eftir 93 ára hlé. Þar fá gestir að kynnast drama- tískum dögum í fallegu umhverfi undir Eystra-Horni, í og við bæ Jörgens Egilssonar í Fífufirði. Þeir fá innsýn í líf og sögu Kötu og Thu- als, kynnast ástum þeirra, trega og dagdraumum, heimþrá og hjátrú og áhrifaríkum örlögum. Verði öllum að góðu. Fulltrúar Listahátíðar í Reykjavík með Diddú og Elínu Pálmadóttur blaðamann í fararbroddi gerðu strandhögg í París og kynntu í fyrsta sinn frönskum blaðamönnum hátíðina á vori komanda. Ágúst Ásgeirsson fylgdist með er þær réðust á garðinn þar sem hann er hvað hæstur, í hinni miklu menningar- og listaborg, og segir þær hafa haft ærna ástæðu til. Íslenskar menn- ingardívur gera strandhögg í París Ljósmynd/Nikulás Ágústsson Gestir hlýða á Svanhildi Konráðsdóttur, menningarstjóra Reykjavíkur. NOKKUÐ óvenjulega sýningu er að finna um þessar mundir í Listasafni ASÍ við Freyju- götu. Hún ber heitið „Verk-Hlutur-Hlutverk“ og er samsýning þeirra Ragnheiðar Ingunnar Ágústsdóttur, Sigríðar Ólafsdóttur, Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar og Tinnu Gunn- arsdóttur. Þar mætast tveir myndlistarmenn og tveir hönnuðir og spinna saman verk sín á litríkri og þó hvítri, fjölbreyttri en þó einfaldri sýningu. „Hugmyndin var sú að við hugsuðum svolít- ið hvort yfir á annars svið; að myndlistarmenn- irnir í hópnum prófuðu að hafa ekki áhyggjur af því að verk þeirra fengju „hönnunarlegan“ blæ – nokkuð sem þykir oftast ekki bera vott um mikið listrænt inntak í myndlistarheim- inum – og öfugt, hönnuðirnir létu notagildið ekki vera þungamiðjuna í sínum verkum,“ seg- ir Sigtryggur Bjarni í samtali við Morg- unblaðið. Þetta var þó einungis útgangspunktur, því Sigtryggur segir þau hafa komist að þó nokk- uð öðrum niðurstöðum, í það minnsta hann sjálfur. „Þetta kveikti strax allskonar hug- myndir, en ferlið þróaðist á þá leið að hver vann að verkunum á sinn hátt – sýningin var í raun ekki unnin saman. Að mörgu leyti fór þetta í allar áttir, en niðurstaðan var eiginlega sú að við myndlistarmennirnir héldum áfram að vera myndlistarmenn, og hönnuðirnir hönn- uðir.“ Hann segist þó ekki frá því að útkoman í verkum þeirra allra hafi verið svolítið öðruvísi en áður, einskonar hliðargata á ferlinu. „En meginniðurstaðan var held ég sú að allir voru frekar ánægðir með að vera þar sem þeir eru, þó að hliðarsporin hafi verið áhugaverð.“ Að skiptast á hugmyndum Nokkur meginþemu er að finna á sýning- unni, bæði í mótífum og aðferðum. Þannig koma skordýr, sem margir þekkja úr hönnun Tinnu Gunnarsdóttur, við sögu í verkum fleiri en eins einstaklings á sýningunni, og einnig andlitsmyndir, öldurót, gúmmídúkar, postu- línsvasar og speglar. Að sögn Sigtryggs kom snemma í ferli sýningarinnar upp sú hugmynd að kasta á milli aðferðum og hugmyndum. „Við vorum spennt fyrir því sem hinir voru að gera, og það kom að því að við ákváðum að leyfa hvort öðru að ganga í verk og hugmynda- smiðjur hvort annars, sem er auðvitað óvenju- legur punktur – myndlistarmenn eru yfirleitt hræddir við að vera óafvitandi að taka of mikið frá einhverjum öðrum. En þarna sendum við einfaldlega myndir á milli og skiptumst á hug- myndum. Þetta var áhugaverð tilraun, og enn- fremur gerir hún heilmikið til að binda sýn- inguna saman.“ Sigtryggur segir sýningunni ætlað að vekja spurningar, meðal annars um mörk hönnunar og myndlistar. „Að vísu höfum við komist að þeirri niðurstöðu að þau mörk eru mjög raun- veruleg, og það er engin yfirlýsing á sýning- unni annað en það sem þar kemur fram. Hins vegar tel ég að þeir sem þangað koma rekist á verk sem þeir viti ekki alveg hvort þeir eigi að telja myndlist eða hönnun.“ Að mati Sigtryggs hefur nálgun þeirra að sýningunni leitt honum fyrir sjónir hve mik- ilvægt ferlið er í myndlistarsköpun – það að vera á leiðinni eitthvert. „Við erum ansi langt frá þeim áfangastað sem ferðinni var heitið til, og ég ímynda mér að listasagan sé uppfull af bautasteinum á leiðinni að áfangastað sem listamaðurinn náði aldrei. Mikilvægi þess að vera „á leiðinni eitthvert“ sem myndlist- armaður er persónuleg niðurstaða mín af þess- ari sýningu,“ segir hann. Á tímum þar sem umfjöllun um hönnun er í hámarki, hlýtur að vera þarft að kanna mörk hennar við myndlistina. Sigtryggur tekur und- ir þetta. „Það er mikil þörf á að ræða stöðu hönnunar almennt, einmitt vegna þess hve mikið hún er í umræðunni, sem er mjög já- kvætt. Eitt af því sem þarf að velta fyrir sér er munurinn á hönnun og myndlist, og þessi sýn- ing er hluti af þeirri umræðu,“ segir hann að síðustu. Sýningar | Mörk myndlistar og hönnunar könnuð á sýningunni „Verk-Hlutur-Hlutverk“ í Listasafni ASÍ Á leiðinni eitthvað Morgunblaðið/Kristinn Brúará hvít eftir Sigtrygg B. Baldvinsson. Morgunblaðið/Ásdís Séð fyrir Gryfjuna í Listasafni ASÍ, á sýning- unni „Verk, hlutur, hlutverk“. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.