Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Í kvöld kl. 20 AUKAS. Fi 16/2 kl. 20 AUKAS. WOYZECK AUKASÝNINGAR Lau 11/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Lau 4/2 kl. 14 UPPS. Su 5/2 kl. 14 UPPS. AUKASÝNING Su 5/2 Kl. 17 UPPSELT. CARMEN Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 Fö 10/2 kl. 20 Su 19/2 kl. 20 Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Fö 3/3 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 11/2 kl. 14 FORSÝNING UPPSELT Su 12/2 kl. 14 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 18/2 kl. 14 Su 19/2 kl. 14 Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Fö 3/2 kl. 20 AUKASÝNING ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 16/2 kl. 20 UPPS. Fö 17/2 kl. 20 UPPS. Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Su 26/2 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Lau 4/2 kl. 20 UPPS. Su 5/2 kl. 20 UPPS. Fi 9/2 kl. 20 UPPS. Fö 10/2 kl. 20 UPPS. Lau 11/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20 Su 19/2 kl. 20 Fi 23/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Í kvöld kl. 20 Su 12/2 kl. 20 Mi 1/3 kl. 20 NAGLINN Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 UPPSELT Lau 11/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20 Su 19/2 kl. 20 Lau 25/2 kl. 20 UPPSELT Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup Fös. 3. feb. kl. 20 Örfá sæti laus Lau. 4. feb. kl. 19 Örfá sæti laus Lau. 4. feb. kl. 22 AUKASÝNING Fös. 10. feb.kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 11. feb.kl. 19 Nokkur sæti laus Lau. 11. feb.kl. 22 AUKASÝNING Lau. 18. feb kl. 20 UPPSELT Lau. 18. feb kl. 22 AUKASÝNING Síðustu sýningar! Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Síðustu sýningar! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. FÖS. 3. FEB. kl. 20 LAU. 4. FEB. kl. 20 FÖS. 10. FEB. kl. 20 LAU. 11. FEB. kl. 20 MIND CAMP eftir Jón Atla Jónasson FIM. 2. FEB. SUN. 5. FEB. EF eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson VESTMANNAEYJAR ÞRI. 21. FEB KL. 9 - UPPSELT KL. 11 - UPPSELT KL. 18 - UPPSELT Námsmenn og vörðufélagar frá miðann á 1000 kr. í boði Landsbankans TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI Maraþonhlaup fiðluleikara Hljómsveitarstjóri ::: Carlos Kalmar Einleikari ::: Rachel Barton Joseph Joachim ::: Fiðlukonsert nr. 2 Sergej Prokofíev ::: Sinfónía nr. 6 Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS                                      ! "                !"   # $% #    $  # % &   # $  #   ' $  # % (   # $  # )))     *    & ' (( )!""                !   " #   $ %%   & ' (   )%   !   *   $     ' + # + Sýnt á NASA við Austurvöll Fimmtudagur 2. febrúar - Örfá sæti Föstudagur 3. febrúar - Örfá sæti Laugardagur 4. febrúar - Örfá sæti Sunnudagur 5. febrúar - Uppselt Fimmtudagur 9. febrúar - Örfá sæti Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar, www.midi.is og í síma: 575 1550 TÓNLEIKRIT eftir Atla Ingólfsson við texta eftir norska leikskáldið Jon Fosse, sem frumsýnt var í byrjun desember á vegum Cinnober- leikfélagsins í Atalante-leikhúsinu í Gautaborg, hefur fengið afar mikla og jákvæða umfjöllun í sænskum fjölmiðlum. Atli lagði samnefnt leik- rit Fosse, Suzannah, til grundvallar þegar hann samdi tónleikritið, þar sem texti og tónlist mætast til jafns, en leikritið fjallar um eiginkonu norska skáldsins Henriks Ibsens. Göteborg Kammarsolisterna, átta hljóðfæraleikarar, leika tónlistina og eru á sviðinu allan tímann, auk leik- kvennanna þriggja sem fara með hlutverk Suzannah á mismunandi aldursskeiðum. Öðruvísi upplifun „Í Suzannah virkar tónlist Atla Ingólfssonar ekki eins og útskýrandi undirtexti, heldur eykur við tilfinn- inguna á útlistun orðanna og æv- intýraleika,“ sagði tónlistargagnrýn- andi Dagens Nyheter, Martin Nyström, í umsögn sinni. Þegar Ny- ström gerði upp tónlistarárið laust fyrir áramót nefndi hann Suzannah einnig sem einn af eftirminnilegustu atburðum ársins. Sagði hann að hvergi hefði samtíðin verið sett jafn vel á svið. Gagnrýnandi Helsingborgs Dag- blad, Björn Gunnarsson, er á því að sýningin sé mjög öðruvísi upplifun. „Tónlistin gefur leikritinu vissulega margar aðrar víddir,“ segir hann og bætir við að útfærsla Atla á leikriti Fosse sé mjög í anda hins síð- arnefnda. Gagnrýnendur virðast almennt sammála um að tónlist Atla sé áhugaverð og hrífandi. Jafnvel Johan Hilton, gagnrýnandi hjá Nummer, segir tónlist hans aðdáun- arverða, þótt hann sé raunar á því að sýningin verði „aldrei sérstaklega spennandi“. Þá geta þess margir að gott jafnvægi náist í milli texta og tónlistar, og tónlistin skipi ekki síður veigamikinn þátt í sýningunni en textinn: „Því það er ekki tónlistin sem leikur undir einræðum leik- aranna, heldur öfugt – leikararnir leika undir hjá tónlistinni!“ sagði Kajsa Öberg Lindsten hjá vefritinu www.alba.nu. Í Þjóðleikhúsinu í október Fyrirhugað er að sýningin heim- sæki Reykjavík í október og verði hluti af dagskrá helgaðri Jon Fosse sem til stendur að halda í Þjóðleik- húsinu í haust. Mun dagskráin sam- anstanda af tveimur sýningum á vegum leikhússins, Sumardegi í leik- stjórn Egils Heiðars Antons Páls- sonar og Dauðu hundunum í leik- stjórn Stefáns Jónssonar, auk sýningar Cinnober-leikfélagsins, sem hýst verður í Þjóðleikhúsinu sem gestasýning. „Ráðgert var að sýna þessi tvö leikrit Jon Fosse nú á vordögum, en vegna mikillar að- sóknar að Eldhúsi eftir máli – hvers- dagslegum hryllingssögum, leikriti Völu Þórsdóttur innblásnu af smá- sögum Svövu Jakobsdóttur, hefur nú verið ákveðið að bregðast við og gefa þeirri sýningu aukið svigrúm. Þar með frestast fyrirhugaðar vor- sýningar til haustsins. Þetta kemur í raun vel út þar sem við teljum okkur þar með geta boðið upp á sann- kallaða „Fosse-hátíð“ í haust, þar sem gestasýningin er kærkomin viðbót,“ segir Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri í samtali við Morgunblaðið. „Haft hefur verið samband við Jon Fosse í gegnum norska sendiráðið á Íslandi og hann hefur tekið vel í það að koma á hátíð- ina.“ Cinnober-leikfélagið mun sjálft standa straum af kostnaði við ferð sína hingað, hugsanlega með nor- rænum styrkjum að hluta, en Þjóð- leikhúsið mun bjóða húsnæðið. Suzannah kemur til Íslands með haustinu. Tónlist | Tónleikrit Atla Ingólfssonar byggt á leikverki Jon Fosse, Suzannah, hlýtur góðar umsagnir í Svíþjóð Sýningin á leið til Íslands Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is NEMENDURNIR Christian, 13 ára, Warren, 14 ára, og Brooke, 9 ára, þreifa hér á skúlptúr eftir Henry Moore, í safnferð fyrir blinda á Nelson- Atkins-safninu í Kansasborg í Bandaríkjunum. „Snertiferð um safnið“ í Nelson- Atkins-safninu er eitt af rúmlega 100 prógrömmum sem nú eru í gangi víða um Bandaríkin, sem hafa það að markmiði að gera myndlist aðgengilega þeim sem sjá lítið eða ekki neitt. Blindir skoða listaverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.