Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 56
Munich kl. 5:50 og 9 b.i. 16 ára
Pride & Prejudice kl. 5:30 - 8 og 10:30
The Chronicles of Narnia kl. 5:30
Rumor Has It kl. 8:15 og 10:15
Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 6 b.i. 10 ára
KING KONG kl. 9 b.i. 12 ára
*****
L.I.B. Topp5.is
****
S.U.S. XFM 91,9
****
kvikmyndir.is
****
Ó.Ö. DV
*****
L.I.B. Topp5.is
****
S.U.S. XFM 91,9
****
Ó.Ö. DV
****
Kvikmyndir.is
„Munich er tímabært
stórvirki sem á
erindi við alla.“
*****
S.V. Mbl.
„Munich er tímabært stórvirki
sem á erindi við alla.“
*****
S.V. Mbl.
mynd eftir
steven spielberg
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
mynd eftir
steven spielberg
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
M.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley),
bestu listrænu leikstjórn og tónlist.4
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
M.a. fyrir tæknibrellur4
Byggð á sönnum orðrómi...
eeee
L.I.N. topp5.is
eeee
H.J. Mbl.
eee
S.K. DV
eee
M.M.J. kvikmyndir.com
56 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HIN unga en bráðefnilega út-
varpsstöð XFM heldur sína fyrstu
tónlistarverðlaunahátíð fimmtu-
daginn 23. febrúar í Austurbæ.
Tilnefnt er í sjö flokkum og óhætt
er að segja að slagsíðan sé jað-
arrokksmegin eins og útvarps-
stöðin sjálf en hún telst með þeim
framsæknari í íslensku útvarpi í
dag. Tilnefningar til verðlauna
fyrir tónlistarárið 2005 eru:
Plata ársins
Dr. Phil – Dr. Spock
Lights On the Highway – Lights
On the Highway
Emotional – Trabant
Hunting for Happiness – Dikta
Death Before Disco – Jeff Who?
Heimasíða ársins
Dordingull.com
Ensimi.is
Rjominn.is
Rokk.is
Breakbeat.is
Nýliðar ársins
Jakobínarína
Nine Elevens
Reykjavík!
Benny Crespo’s Gang
The Viking Giant Show
Besta lag ársins
„Party At the White House“ –
The Viking Giant Show
„Nasty Boy“ – Trabant
„Breaking the Waves“ – Dikta
„It’s Sexy“ – Dr. Spock
„Golden Age“ – Jeff Who?
„Slow Return“ – Ensími
„Jamison State“ – Lights On The
Highway
„A Little Bit“ – Sign
„I’ve Got A Date …“
– Jakobínarína
„My Delusions“ – Ampop
„The Spell“ – Leaves
„Major Label“ – Hairdoctor
Tónleikaband
ársins
Brain Police
Dr. Spock
Trabant
Jakobínarína
Kimono
Myndband ársins
My Delusions – Ampop
Aftermath – Kimono
Glósóli – Sigurrós
Whatever – Leaves
Attemped Flight – Úlpa
Bjartasta vonin
Dikta
Dr. Spock
Jeff Who?
Trabant
Ampop
Dr. Spock fær fjórar tilnefningar til tónlistarverðlauna XFM.
Tónlist | Útvarpsstöðin XFM veitir
sín fyrstu tónlistarverðlaun
Jaðarrokk í
Austurbæ
TILGANGURINN er að kynna frönskum áhorfendum
íslenska tónlist og vonandi kveikja áhuga plötuútgefanda
hérlendis“, segir Charlie Vetter, forsprakki íslenskrar
tónlistarveislu sem fyrirhuguð er annað kvöld í París.
Þetta er í annað skiptið sem tónleikarnir „4000 Hertz
from Islande“ eru haldnir og er tónleikahaldarinn tilbú-
inn til þess að leggja allt undir til að auðga franska tón-
listarflóru og kynna Ísland í leiðinni.
„Það verður að segjast að markaðurinn er ekki ákaf-
lega spennandi hér í Frakk-
landi og það er kominn tími til
að bjóða upp á góða tónlist,
en af henni er nóg til á Ís-
landi,“ segir Charlie glað-
beittur.
Íslenskum hljómsveitum
hefur gengið vel í Frakklandi
og hafa hljómsveitir á borð
við múm, Gus Gus, Sigur Rós
og Bang Gang fengið góðan
meðbyr
Breiðir út boðskapinn
Íslandsvinurinn Charlie
kynntist Íslandi í gegnum
Emilíönu Torrini en hann
spilaði sem hljómborðsleikari
á tónleikum hennar um
þriggja ára skeið. Síðan hefur hann komist í kynni við
fjölda Íslendinga. „Ég á góða vini á Íslandi sem margir
hverjir eru tónlistarmenn og í gegnum þá hef ég upp-
götvað margt skemmtilegt, en einnig í gegnum Air-
waves- hátíðina á hverju ári,“ segir hann.
Charlie hefur fundið hjá sér þörf til að breiða út boð-
skapinn og hefur því boðið hljómsveitunum Ampop,
Trabant og Plat að troða upp ásamt plötusnúðatvíeykj-
unum Bongo & Buckmaster og Johnny Sexual á al-
íslensku kvöldi. Þar að auki verður íslensk hressing og
ljósmyndasýning í boði „Humar eða frægð“, en það er
Einar Örn, fyrrverandi Sykurmoli, sem stendur að baki
þeirri sýningu. „Takk, Einar,“ segir Charlie. „Ég hef
fengið dygga aðstoð þó að tónleikarnir séu að mestu leyti
skipulagðir af útgáfufyrirtæki mínu „Turtlecuts“, til
dæmis hefur franska sendiráðið á Íslandi verið mjög
hjálplegt,“ bætir hann við. Charlie er sannfærður um að
íslensk „elektró-þjóðlagatónlist“ eins og hann skilgreinir
tónlist gleðipopparana Trabant, eigi upp á pallborðið hjá
löndum sínum. „Það hafa nokkur stór plötufyrirtæki til-
kynnt komu sína og svo hafa fjölmiðlar hér óbilandi
áhuga á öllu því sem viðkemur Íslandi svo það er ekki
erfitt að fá þá til að koma.“
Til að hita upp mannskapinn er svo sérstök sýning á ís-
lensku tónlistarheimildarmyndinni Gargandi snilld, eftir
Ara Alexander, á einum af flottasta stað Parísarborgar,
Tókíóhöllinni.
Ísland í tísku í París
Tímasetning verður að kallast sérstaklega hentug en
óvenjumikið er um íslenska viðburði í París þessa dag-
ana. Menningar- og tónlistarveisla var einmitt haldin
laugardaginn 28. janúar þar sem ýmsir listamenn og
bönd komu fram og voru íslenskar hefðir í hávegum
hafðar. Boðið var upp á heita potta í kuldanum og reykt-
an fisk milli atriða. Það má vera að seint fáist síldarsnakk
á skemmtistað á 101-svæðinu í Reykjavík en takmarkinu
var náð, íslensk stemning sveif yfir vötnum og uppátækið
vakti kátínu jafnt meðal íslenskra sem og annarra gesta.
Einnig hefur verið kynnt til sögunnar samstarfsverk-
efni í menningarmálum milli Íslands og Frakklands sem
haldið verður á Íslandi vorið 2007 og þátttöku franskrar
óperu á Listahátíð í sumar.
Charlie fagnar „samkeppninni“ enda finnst honum
alltaf gaman þegar talað er um Ísland. „Mér þykir vænt
um Ísland og Íslendinga. Ég finn hjá mér þörf til að fara
þangað árlega, því á Íslandi er svo mikill kraftur og ég
kem heim í hvert skipti alveg endurnærður. Svo er ekki
verra að koma við á Sirkus til að fá sér einn bjór með fé-
lögunum,“ segir hann, eins og sönn miðbæjarrotta.
Tónlist | Charlie Vetter hjálpar Frökkum að uppgötva Ísland
Nóg til af góðri tónlist á Íslandi
Morgunblaðið/Sverrir
Charlie er sannfærður um að íslensk „elektró-þjóðlagatónlist“, eins og hann skilgreinir tónlist gleðipopparanna í
Trabant, eigi upp á pallborðið hjá löndum sínum.
Eftir Söru M. Kolka
sara@mbl.is
www.turtlecuts.com
Charlie Vetter