Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR
Góðar vörur á góðu verði
ÚTSÖLULOK
Það verður götumarkaðsstemning næstu
daga í Kringlunni og Smáralind. Í verslunum
á Laugavegi virðist algengt að útsölur standi
fram í miðjan febrúar og jafnvel lengur. Sig-
rún Ásmundar og Þorvaldur Örn Kristinsson
ljósmyndari brugðu undir sig betri fætinum
og heilsuðu upp á fólk með poka í höndunum.
Morgunblaðið/Jim Smart
„ÞAÐ er nú eiginlega al-
veg undantekning að ég
sé hérna í þeim tilgangi að
fara á útsölur,“ sagði
María Frímannsdóttir sem
hafði samt sem áður náð
sér í eitthvað spennandi
sem hún var með í poka-
horninu. „Ég er með dótt-
ur minni hérna, hún býr í
Austurríki og kom til
landsins í gær [mánu-
dag].“ Dóttirin heitir Rósa
Kristín Baldursdóttir og
henni finnst gaman að
kíkja í verslanir þegar
hún kemur til landsins.
„Ég er frekar ódugleg en
mér finnst gaman þegar
ég dett niður á eitthvað
óvænt, eitthvað sem ég er
ekkert að leita að.“ Að
þeim orðum sögðum kem-
ur Rósa Kristín aðvífandi
ásamt dóttur sinni Liliu
Maríu Giovanna. „Já, það
er reyndar alveg satt, ég kem heim til að
versla og þegar ég kem finnst mér gaman
að fara á útsölurnar,“ segir Rósa Kristín.
„Hún datt bara af himnum ofan,“ segir
María um óvænta komu dótturinnar og
barnabarnanna til landsins. „Ég hef ekki
komið til Íslands í heilt ár og það var kom-
inn tími til að bregða sér hingað í góða
veðrið,“ segir Rósa Kristín og María skýtur
inn í: „Þetta var þvílíkt leyndarmál, við for-
eldrarnir höfðum ekki hugmynd um að von
væri á henni.“ Rósa Kristín sagði að gott
væri að koma í góða veðrið á Íslandi. „Það
var sko 19 stiga frost heima hjá mér og allt
á kafi í snjó.“
Skandinavísk hönnun
Rósu Kristínu finnst fólk á Íslandi klæða
sig öðruvísi en fólk gerir á hennar slóðum í
Austurríki. „Mér finnst óskaplega gaman að
kíkja á skandinavíska hönnun, danskar búðir
og svona, þegar ég kem.“ Hún segir að hún
þekki Íslendinga langar leiðir þegar hún er á
ferð erlendis. „Ég þekki þá alveg úr, þegar ég
var í flugstöðinni í Frankfurt gat ég sigtað þá
út á mörg hundruð metra færi. Syni mínum á
unglingsaldri finnst allir Íslendingar svo „hipp
og kúl“ og fólk er miklu hugmyndaríkara og
djarfara í klæðaburði hér. Hér er svo gaman
að sjá hvernig fólk blandar saman litum og
munstri, ég nýt þess að sitja bara og horfa á
fólk. Í Salzburg er fólk miklu einsleitara.“
Rósa Kristín segir að lokum að hún dragi
mömmu sína með sér á útsölurnar þegar hún
kemur hingað til lands á eins til tveggja ára
fresti. „Við eigum reyndar alveg eftir að fara á
Laugaveginn og Skólavörðustíginn núna, en
við munum gera það líka.“
Til Íslands að versla
Morgunblaðið/ÞÖK
Þrjár kynslóðir á útsölurölti, Baldur Hjörleifsson, María Frí-
mannsdóttir, Lilia María Giovanna og Rósa Kristín Baldursdóttir.
Miðvikudaginn 1. febrúar
byrjaði götumarkaður í
Kringlunni. Markaðsstemning
verður í húsinu og verð sett
niður í lægsta mögulegt verð.
Útsölulok eru sunnudaginn 5.
febrúar.
Í dag hefst götumarkaður í
Smáralind. Markmiðið með
markaðnum er að fólk geti
gert hagstæð kaup. Útsölulok
eru sunnudaginn 5. febrúar.
Haft var samband við
nokkrar verslanir við Lauga-
veginn og fengust þau svör að
almennt yrði útsala eitthvað
fram í febrúar, sumsstaðar til
febrúarloka.
Útsölulok
SYSTURNAR Jenný og Katrín Bjarnadætur
voru með barnabörnin, Anítu Kristjánsdóttur
og Björk Ingvarsdóttur, með sér í leiðangri.
„Við vorum aðeins að kíkja á útsölurnar,“
sögðu þær. „Við höfum ekkert skoðað fyrr en
bara í dag og okkur sýnist að hægt sé að gera
nokkuð góð kaup,“ sagði Katrín. „Já, já, ég
keypti trefil og eina peysu,“ bætti Jenný við og
lyfti pokunum. Aðspurðar segjast þær kíkja
annað slagið á útsölurnar. „Jú, jú, við komum
og kíkjum í búðirnar, það er enginn vafi að oft
er hægt að gera góð kaup.“
Þær systur segjast ekki ætla aftur til að
skoða úrvalið á götumarkaðinum. „Þetta er
eiginlega bara ráp á okkur núna, við kíkjum á
kaffihús í leiðinni og eigum góðan dag með
barnabörnunum.“
Kaffihús
í leiðinni
Morgunblaðið/ÞÖK
Systurnar Katrín og Jenný Bjarnadætur
ásamt barnabörnum sínum, Anítu Kristjáns-
dóttur og Björk Ingvarsdóttur.
ERNA Guðmundsdóttir hafði ekki farið á út-
sölu fyrr en daginn sem hún hitti blaðamann
og ljósmyndara Morgunblaðsins á röltinu.
„Mér finnst þetta nú frekar leiðinlegt en vissu-
lega er hægt að gera góð kaup,“ sagði hún.
„Ég fékk tvo flotta jakka, reyndar eru þeir
mjög svipaðir. Svo er ég rosalega ánægð með
þetta leðurveski,“ sagði hún um leið og hún
sýndi ofan í pokann. „Mér finnst hægt að gera
mjög góð kaup í svona vörum.“
Erna ætlar ekki að kíkja á götumarkaðina
sem nú eru í algleymingi en var mjög ánægð
með það sem hún keypti í þetta sinn.
Morgunblaðið/ÞÖK
Erna Guðmundsdóttir festi kaup á veski sem
hún var sérlega ánægð með.
Ánægð með
leðurveskið
Bónus
Gildir 1.–5. febrúar verð nú áður mælie. verð
Frosin lúða í bitum ............................... 999 0 999 kr. kg
NF reyktir ýsubitar 800 g ...................... 399 0 499 kr. kg
NF þorskbitar roð/beinlausir ................. 599 799 599 kr. kg
Búkonu reyktur lax, bitar og flök ............ 999 1.345 999 kr. kg
Ernos pizza, salami, 350 g.................... 95 0 271 kr. kg
Euroshopper pastaskrúfur ..................... 69 0 69 kr. kg
Euroshopper pasta makkarónur ............ 69 0 69 kr. kg
Euroshopper pasta gnocchi .................. 69 0 69 kr. kg
Euroshopper pastasósa í gleri, 600 g .... 129 0 215 kr. ltr
Fjarðarkaup
Gildir 2.–4. febrúar verð nú áður mælie. verð
Blandað hakk frá Kjöthúsinu ................. 698 878 698 kr. kg
Lambalæri, frosið................................. 898 998 898 kr. kg
Súpukjöt frá Fjallalambi ....................... 398 548 398 kr. kg
FK jurtakryddað lambalæri.................... 998 1.856 998 kr. kg
Svínakótilettur úr kjötborði .................... 798 998 798 kr. kg
Folaldagúllas úr kjötborði ..................... 998 1.198 998 kr. kg
Farm frites franskar, 750 g.................... 99 198 99 kr. kg
FK ís, 1ltr vanillu/súkkulaði................... 99 198 99 kr. ltr
Coke dós, 0.33 ltr ................................ 49 83 148 kr. ltr
Ariel regular/color, 3,3 kg..................... 798 998 241 kr. kg
Hagkaup
Gildir 1.–4. febrúar verð nú áður mælie. verð
Svínagúllas ......................................... 959 1.599 959 kr. kg
Svínakótilettur ..................................... 889 1.398 889 kr. kg
Svínarifjasteik ...................................... 499 798 499 kr. kg
Svínahnakki úrb................................... 899 1.499 899 kr. kg
Krónan
Gildir 2.–6. febrúar verð nú áður mælie. verð
Krónu kjúklingur, blandaðir bitar............ 299 399 299 kr. kg
Krónu grísabógur, reykt/úrb. ................. 699 0 699 kr. kg
Krónu grísakótilettur............................. 899 1.198 899 kr. kg
Ali bjúgu, 4 stk. ................................... 323 539 323 kr. kg
Bertolli pastasósur, 500 g, ................... 149 198 149 kr. stk.
Grand It. spaghetti, 500 g .................... 39 85 39 kr. pk.
Grand It. tortellini, 250 g ...................... 199 269 199 kr. pk.
Grand It. fusilli, 500 g .......................... 39 95 39 kr. pk.
Myllu Fjölkornasamlokubrauð ............... 99 229 99 kr. stk.
Calgonit uppþvvélatöflur....................... 799 988 799 kr. pk.
Nóatún
Gildir 3.–6. febrúar verð nú áður mælie. verð
Lambalæri úr kjötborði ......................... 895 1.398 895 kr. kg
Lambahryggur ..................................... 1.298 1.598 1.298 kr. kg
Lamba sirloinsneiðar............................ 798 1.198 798 kr. kg
Lambafillet rib eye ............................... 1.998 2.998 1.998 kr. kg
Grísalundir, fylltar................................. 2.490 2.698 2.490 kr. kg
Nóatúns skinka, 200 g ......................... 398 279 279 kr. pk.
McCain Superfries, sléttar .................... 299 399 299 kr. kg
Goða súpukjöt, lítill poki....................... 398 499 398 kr. kg
Kjörís mjúkís, súkku./van. .................... 299 499 299 kr. ltr
Mars Classic........................................ 49 99 49 kr. stk.
Samkaup/Úrval
Gildir 2.–5. febrúar verð nú áður mælie. verð
Goði trippabjúgu.................................. 349 499 349 kr. kg
Gourmet lambalæri, villikryddað............ 1286 1864 1286 kr. kg
Helgarlamb m/sérkryddað.................... 1224 1748 1224 kr. kg
Medisterpylsa, reykt ............................. 579 828 579 kr. kg
Borgarnes skólaskinka, 165 g............... 139 199 139 kr. stk.
Kjúklingaleggir, magnpakkning.............. 389 599 389 kr. kg
Pepsi Max 2ltr ..................................... 99 203 99 kr. stk.
Egils Tuborg grön léttöl, 500 ml ............. 49 95 49 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 2. febrúar verð nú áður mælie. verð
Helgargrís að indverskum hætti ............. 1398 1748 1398 kr. kg
Beikonbúðingur ................................... 662 828 662 kr. kg
Borgarnes hangiálegg, 150 g................ 362 482 362 kr. kg
Ýmsar kjötvörur áberandi
HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís