Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 53 MENNING RÍKISSJÓNVARPIÐ í Svíþjóð, SVT, hefur í hyggju að rukka fyrir niðurhal af þáttum sínum, en frá því í fyrra hefur verið hægt að horfa ókeypis á útsendingu sjón- varpsstöðva SVT á netinu. Dag- blaðið Svenska dagbladet greindi frá þessu, að því er fram kemur á vefsíðu dagblaðsins Dagens nyhet- er. Meginástæðan er sá aukni kostnaður sem netútsendingar hafa í för með sér, er haft eftir Leif Jakobsson, dagskrárstjóra hjá SVT, í Svenska dagbladet. Hann leggur þó áherslu á að ekki sé ætl- unin að hagnast á fyrirkomulaginu. Að mati þingskipaðrar nefndar á sviði almannaþjónustu er mik- ilvægt að hið mikla efni sem fram- leitt er á því sviði sé aðgengilegt, en ekki sé hægt að búast við því að það sé ókeypis. Nefndin hefur þó einnig bent á að við megi búast að mörgum þyki rangt að þurfa að greiða aftur fyrir sjónvarpsefni, sem þegar er greitt með afnota- gjöldum. Sænska þingið mun taka ákvörð- un um málið á næstunni. Ríkissjónvarp Svía vill rukka fyrir niðurhal SKÁLDSAGA þessi spannar langan tíma og gerist um víða veröld. Nátt- úruvísindin, heimspólitíkin, við- skiptaumhverfið og daglega lífið blandast þarna saman, hvert með öðru og hvert innan um annað. Stór- atburðir eru einatt að gerast. Stór- gos í Vesúvíusi, stórgos í Etnu, stór- gos á St. Helens, stórgos á Havai, Kötlugos, ekki stórt, stórskjálftar við San Francisco, stórskjálftar í Japan, stórskjálftar á Reykjanes- skaga, stórskjálftar á Reykjavík- ursvæðinu, hryðjuverk um víða ver- öld, meðal annars í Stjórnarráðshúsinu í Reykjavík, til- færsla póla ásamt breyttri lögun jarðar og meðfylgjandi loftslags- breytingum. Grænlandsjökull hop- ar. Og Íslandsjöklar taka að þiðna þar til 2017 að einungis stendur eftir stubbur af Vatnajökli. Loftslag hef- ur þá hlýnað svo mjög á Fróni að unnt er að rækta hér vínber. Er þá fátt eitt talið af furðum þeim sem framundan eiga að vera. Eins og geta má nærri er þetta ekkert smáræðis efni í skáldsögu. Eigi að síður á það allt að rúmast í bókinni því textinn er bæði langur og mikill, lengri en blaðsíðutalan gefur til kynna því brotið er stórt og letrið smátt. Sumt styðst við tilgátur vísindamanna, annað sprettur upp af ímyndunarafli og hugarflugi höfund- arins, og enn annað má vera af reynslu og þekkingu mælt, til dæmis það sem segir um stjórnmál almennt og fjármál fyrirtækja. Þar er höf- undurinn sýnilega á heimavelli. Ljóst er að honum liggur margt og mikið á hjarta. Tjáningarþörf hans verður ekki í efa dregin. Megingall- inn felst í hinu að sem heild er sagan of sundurlaus og brotakennd. Eða í hreinskilni sagt – of ruglingsleg. Höfundurinn hefur gefið sér ótak- markað frelsi til að fara um víðan völl, stikla óhindrað úr einu í annað; hann hefur safnað óhemjumiklu efni, en honum hefur láðst að vinna skipu- lega úr því. Í miðri bók kemur les- andinn til dæmis inn á spennusögu frá Rússlandi sem gæti sem prýði- legast staðið ein og sér án teljandi tengsla við aðra kafla sögunnar. Söguhetjurnar eru að sönnu títt- nefndar. Allt um það eru þær lítið annað en sjáendur, áheyrendur og túlkendur atburða; verða því sem slíkar bæði óljósar og fjarlægar. Þar af leiðir að lesandinn kynnist þeim aldrei náið; sér í raun aldrei hvaða mann þær hafa að geyma. Langar orðræður þeirra um það sem er að gerast hér og þar um heiminn – með eða án þátttöku þeirra – geta tæpast kallast samtöl. Flestallir gerast stór- atburðirnir í ókominni og jafnframt í óljósri framtíð sem er þó skil- merkilega ársett. Söguhetjurnar stofna heimsfélag til að breyta heim- inum og bæta heiminn, kalla það 4p sem stendur fyrir Peace for People on a Prosperous Planet. Með tím- anum tekst þeim að vinna trúnað allra jarðarbúa, nánast að segja, allt eins þeirra sem áður voru hvað verst haldnir af tortryggni, hatri og árás- argirni. Í raun er bók þessi dæmigerður ávöxtur fjölmiðlaaldar þar sem neyt- andanum er einatt haldið í spennu með nýjum og nýjum stórfréttum. Þannig má kalla að þetta sé eins konar sambland af ævintýri og vís- indaskáldsögu með ívafi af spennu- sögu. Undirliggjandi er vonin um betra mannlíf og frið á jörð. Sögu- efni, sem oft er sett fram sem frétta- efni, þarf ekki nauðsynlega að vera merkilegt svo fremi unnt sé að láta sem það sé bæði nýstárlegt og mik- ilvægt. Hér vantar tengslin þar á milli. Textinn er víðast hvar lipur; líkist að því leytinu góðum blaðatexta. Frágangur textans er í þokkalega góðu lagi; prentvillur ekki fleiri en í meðallagi. Letur er skýrt og greini- legt en umbrotið klúðurslegt svo ekki sé meira sagt. Band til að skipta orðum á milli lína fyrirfinnst ekki. Afleiðingin verður sú að bil á milli orða verður á stöku stað afkáralega gleitt. Hóruunga ber sömuleiðis fyr- ir augu. En það er nokkuð sem ís- lenskir bókagerðarmenn hafa hvorki mátt heyra né sjá, að minnsta kosti ekki hingað til. Bókin er prentuð í Bandaríkjunum og að hálfu útgefin þar í landi. Um víðan völl BÆKUR Skáldsaga Höf. Kristinn Gils Sigtryggsson. 278 bls. útg. Publish Islandica. Kópavogi og Baltimore, 2005. Og Atlantis reis úr sæ Erlendur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.