Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar á
laugardaginn endurspeglar þann
mikla meðbyr sem er með flokknum
hér í Kópavogi. Yfir 20
manns hafa boðið fram
krafta sína á komandi
vori en kosið er um 6
efstu sæti listans. Flosi
Eiríksson, sitjandi
oddviti flokksins, stíg-
ur til hliðar og óskar
eftir 4. sætinu og und-
irstrikar þannig nauð-
syn þess að Samfylk-
ingin auki fylgi sitt frá
því sem nú er. Haf-
steinn Karlsson sækist
eftir 2. sætinu svo það
er ljóst að ný mann-
eskja mun leiða listann
í vor. Tveir frambjóð-
endur sækjast eindreg-
ið eftir 1. sætinu en
nokkrir gefa kost á sér
í öll sætin. Sjálfsagt
hefur þetta prófkjör
okkar vakið minni at-
hygli en t.d. prófkjör
Sjálfstæðismanna og
Framsóknarmanna.
Minna hefur farið fyrir
auglýsingum enda
ákveðið fyrirfram að
menn myndu stilla aug-
lýsingum og kynn-
ingum í hóf.
Hér er ekki tekist á
um málefni því stefna
Samfylkingarinnar svífur yfir vötn-
um og fjölskyldu- og velferðarmál
eru þar í öndvegi. Mikil óánægja er
víða meðal almennings varðandi
skipulagsmál því framkvæmdagleði
núverandi meirihluta er slík að hönn-
un gatna og skipulag byggðar er úr
öllu samhengi. Stöðugt er saxað á úti-
vistarsvæði í bænum og er engu að
treysta hvað varðar framtíðar-
skipulag bæjarins.
Núverandi meirihluti hefur haldið
um stjórnartaumana í bráðum 16 ár.
Á fjögurra ára fresti vaknar hann af
dvala og kastar þá brauðmolum í fjöl-
skyldufólk. Í Kópavogi er þjónustan
við íbúana nefnilega mestmegnis fal-
in í steinsteypu. Auðvitað er ákveðin
uppbygging nauðsynleg í bænum, en
þegar bæjarfélag þenst út með slík-
um hraða sem Kópavogur er mik-
ilvægt að þjónusta og uppbygging
fari saman. Á því hefur orðið mis-
brestur í Kópavogi.
Sífellt fleiri raddir
kalla á breytingar í
bænum því það er krafa
bæjarbúa að betur sé
búið að fjölskyldufólki
og þá sérstaklega börn-
um og eldri borgurum.
Það er mikilvægt að
væntanlegum frambjóð-
endum takist að virkja
þennan mikla meðbyr
sem Samfylkingin hefur
í bænum. Þegar listinn
hefur verið skipaður
þann 4. febrúar verður
farið í málefnavinnu fyr-
ir komandi kosningar.
Ég vil sjá markvissa og
ábyrga málefnaskrá í
vor. Ég vil að öllum lof-
orðum um nið-
urgreiðslur fylgi kostn-
aðaráætlun og
jafnframt hvaðan á að
taka þá fjármuni. Við
getum ekki lofað öllu
fögru, það getur enginn
staðið við það. En við
getum verið ábyrg í
okkar málflutningi því
um leið og við viljum
veita auknu fjármagni
til velferðarmála þarf að
liggja fyrir hvaðan það
fjármagn kemur.
Á laugardaginn veljum við það fólk
sem við treystum best til þess að
koma góðum málum okkar jafn-
aðarmanna í höfn. Það er viðbúið að
slagurinn í vor verði harður svo það
þarf öfluga forystu í framlínu Sam-
fylkingarinnar í Kópavogi. Það þarf
fólk með kjark og áræði til að takast
á við núverandi meirihluta en það er
jú forsendan fyrir því að við komum
málefnum okkar í höfn. Við þurfum
kraft, traust, dugnað og eldmóð til
sóknar á komandi vori. Höfum áhrif
til sigurs!
Prófkjör Sam-
fylkingarinnar
í Kópavogi
Eftir Guðríði Arnardóttur
Guðríður Arnardóttir
’Sífellt fleiriraddir kalla á
breytingar í
bænum því það
er krafa bæjar-
búa að betur sé
búið að fjöl-
skyldufólki og þá
sérstaklega
börnum og eldri
borgurum.‘
Höfundur sækist eftir 1. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Prófkjör Kópavogi
DAGUR votlendisins er í dag 2.
febrúar, en hann er haldinn hátíð-
legur í tilefni þess að þennan dag
1971 var Ramsarsamningurinn
undirritaður í borginni Ramsar í
Íran. Ramsar samningurinn er
rammasamningur um alþjóðlega
samvinnu um verndun og sjálf-
bæra stjórnun votlendis. Samn-
ingnum er ætlað að tryggja vernd-
un votlendissvæða, sérstaklega
svæða sem eru mikilvæg fyrir
vöxt og viðgang votlendisfugla.
Þrjú svæði á Íslandi eru á skrá
samningsins. Þessi votlendissvæði
eru við Mývatn og Laxá, Þjórs-
árver og votlendissvæði við
Grunnafjörð.
Í dag eru 35 ár frá
undirritun samnings-
ins og er þema dags-
ins ,,Votlendi sem
verkfæri í baráttunni
gegn fátækt“ sótt í
stefnuskrá 9. fundar
aðildarríkja samn-
ingsins: ,,Votlendi og
vatn – styrking lífs,
sjálfbært lífsvið-
urværi“. Dagurinn á
að hvetja opinberar
stofnanir og frjáls fé-
lagasamtök til að
vekja athygli almenn-
ings á mikilvægi og hag votlendis
almennt og Ramsarsamningnum
sérstaklega.
Votlendi fanga og varðveita úr-
komu og koma í veg
fyrir að mikilvægt set
skolist út í vötn og ár.
Þau bæta raka í and-
rúmsloftið sem fellur
sem regn og kælir
umhverfið annars
staðar. Votlendi þek-
ur á milli 748 og 778
milljóna hektara
þurrlendis á heims-
vísu. Votlendi eru á
meðal þeirra vistkerfa
jarðar sem framleiða
mest. Þau eru heim-
kynni fjölda tegunda
plantna og dýra, hafa fjölbreytt
lífríki, og sjá því fyrir vatni og
frumframleiðslu sem fjöldi teg-
unda eru háð vegna afkomu sinn-
ar, s.s. fugla, spendýra, froskdýra,
skriðdýra, fiska og hryggleys-
ingja. Yfir 50% votlendis hefur
tapast á síðustu 50 árum, aðallega
við framræslu, mengun, áveitu,
styrjaldir og loftlagsbreytingar. Í
dag eru 150 ríki aðilar að Rams-
arsamningnum og eru Rams-
arsvæðin nú alls 1578 að tölu og
þekja um 133,8 milljónir hektara.
Þema dagsins ,,Votlendi sem
verkfæri í baráttunni gegn fá-
tækt“ á að vekja almenning til
umhugsunar um hlutverk votlend-
is í baráttunni gegn fátækt. Ef
votlendum er stjórnað á skyn-
samlegan hátt geta þau verið mik-
ilvæg fyrir lífsafkomu fátækra
íbúa þriðja heimsins. Þetta er sér-
staklega mikilvægt fyrir íbúa í
sveitum þróunarlandanna, þar sem
eru um ¾ allra fátækra heimila í
heiminum. Votlendi eru aðal upp-
spretta tekjulinda þessa fólks í
sveitum þróunarlandanna, og þau
geta orðið lífsnauðsynleg þegar
aðrar tekjulindir vantar.
Dagur votlendisins
Heiðrún Guðmundsdóttir
fjallar um Ramsarsamninginn
í tilefni Dags votlendisins
’Í votlendum eru aðal-tekjulindir fátæklinga í
dreifðum byggðum þró-
unarlandanna …‘
Heiðrún
Guðmundsdóttir
Höfundur er sérfræðingur á stjórn-
sýslusviði Umhverfisstofnunar.
Votlendi í Guðlaugstungum.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
TENGLAR
..............................................
http://www.ramsar.org/
Til leigu þetta vandaða og glæsilega
hús við Álfabakka í Mjódd
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Um er að ræða fyrrum höfuðstöðvar Visa. Húsið skiptist í kjallara, jarðhæð,
2. og 3. hæð. Húsið er staðsett á áberandi og góðum stað í næsta nágrenni við
Strætó bs í Mjódd. Góð aðkoma og næg bílastæði. Hentar vel undir hvers konar
þjónustu og skrifstofurekstur.
Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson,
sími 588 4477 eða 822 8242
www.landsafl.is
Þýska sendiráðið vill tilkynna eftirfarandi:
Herra Johannes Rau, fyrrverandi forseti lýðveldisins Þýskalands, frá
1999 til 2004, dó 27. janúar 2006.
Fólk getur komið í þýska sendiráðið, Laufásvegi 31, fimmtudaginn
2. febrúar frá kl. 9.00 til 12.00 og frá kl. 14.00 til 16.00 til að votta
samúð sína.
SKÖMMU fyrir áramót var lögð
fram reglugerð heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra um þátt-
töku ríkisins í gleraugnakostnaði
barna. Þessi reglu-
gerð var samin í
framhaldi af tillögum
sem starfshópur á
vegum ráðherra skil-
aði honum. Þessi
reglugerð hefur farið
fremur hljótt í þjóð-
félaginu undanfarnar
vikur og er ekki víst
að almenningur átti
sig á hversu mikil
hagsbót er hér á
ferðinni. Þetta á
einkum við fjöl-
skyldur með mörg
börn sem þurfa nær-
sýnisgleraugu, sem hingað til hafa
þurft að greiða fyrir gleraugu sín
að fullu. Í þessari reglugerð end-
urspeglast það viðhorf ráðherra að
gleraugu séu hjálpartæki, líkt og
hækjur og heyrnartæki, og því
eðlilegt og sanngjarnt að ríkið taki
þátt í kostnaði við þau líkt og önn-
ur hjálpartæki. Fernt vekur eink-
um athygli í reglugerðinni:
1. Reglugerðin tekur nú til allra
barna sem þurfa gleraugu að
ákveðnum styrkleika, en stuðn-
ingur ríkisins miðaðist áður eink-
um við börn með fjarsýni. Með
öðrum orðum, nærsýn börn geta
nú notið niðurgreiðslu glerja líkt
og fjarsýn börn.
2. Í öðru lagi hækk-
ar endurgreiðsluald-
urinn úr 16 árum í 18
ár til samræmis við
breytingar á sjálfræð-
isaldri.
3. Endurgreiðslu-
upphæðin verður
hækkuð um þriðjung,
eða frá því að vera
37,5% af verði glerja í
50% af verði viðmið-
unarglerja (hert og
glampafrí).
4. Af fjárlögum
næsta árs verður 50
milljónum króna varið
til að greiða niður kostnað við
kaup á gleraugum barna og ung-
linga, en það er fjórföldun miðað
við það fé sem áður var varið til
niðurgreiðslu á glerjum.
Miðað er við að greiða styrki
vegna gleraugna barna þegar
styrkleiki glerja er +/-0,75 eða
meiri. Greiðsluþátttakan verður
áfram föst upphæð sem miðast við
styrkleika og gerð glerja. Nokkrar
gagnrýnisraddir hafa heyrst um
hátt verð á glerjum sumstaðar og
ættu foreldrar að kanna verð á
glerjum meðal gleraugnaverslana
áður en kaup eru gerð.
Sérstök ástæða er til að gleðjast
yfir þessari réttsýnu ákvörðun
heilbrigðisráðherra og er þetta
mikil framför í þá átt að jafna rétt
þeirra sem þurfa á sjónhjálp-
artækjum að halda. Er þetta ráð-
herra, ráðuneytinu og starfs-
hópnum, sem Guðmundur
Viggósson augnlæknir og yfir-
læknir Sjónstöðvar Íslands hefur
haft forstöðu fyrir, til mikils sóma.
Kærar þakkir!
Hagsbót í gleraugnamálum
Jóhannes Kári Kristinsson
fjallar um misjafnt verð
á sjónglerjum ’Nokkrar gagnrýnis-raddir hafa heyrst um
hátt verð á glerjum sum-
staðar og ættu foreldrar
að kanna verð á glerjum
meðal gleraugnaverslana
áður en kaup eru gerð.‘
Jóhannes Kári
Kristinsson
Höfundur er augnlæknir.