Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í dag þegar ég heyrði að hann Ingvi væri ekki lengur hér á meðal okkar var ég ekkert mjög sátt við Guð. Hann Ingvi var alltof ungur. Hann sem alltaf var hress og heilsugóður. Minningarnar fljúga í gegnum höfuðið á mér og ég er aftur komin á Vesturgötu 7 til afa og ömmu og horfi á þetta glæsilega par, Þóru og Ingva. Ég var bara lítil stelpa þegar Ingvi kom í fjölskyld- una. Ingvi var alltaf hress og það sem einkenndi Ingva var hvað hann var barngóður, duglegur, greiðvik- inn og glaðvær. Hann var alltaf tilbúin að hjálpa afa og ömmu ef eitt- hvað þurfti að gera hvort sem það var að mála eða laga. Hann var held- ur ekkert að telja eftir sér ef þurfti að sækja ungling í sveit sem vildi koma heim. Ingvi og Þóra frænka voru þau fyrstu sem ég kynnti Sig- urjón fyrir. Þá fórum við í Búlandið þar sem þau voru að byggja. Ég var ekkert lítið stolt þegar frumburð- urinn okkar Sigurjóns fæddist, hann Magnús, þ. 2. júlí, á afmælisdaginn hans Ingva. Við sögðum stundum að hann væri afmælisgjöfin. Þessa mánuði sem Ingvi hefur verið veikur hef ég dáðst að sam- bandi Þóru og Ingva. Það var gott að heimsækja þau í Álfalandið þar sem þau bjuggu. Samband þeirra var svo fallegt. Í veikindum Ingva hefur Þóra frænka mín verið klett- urinn sem hann treysti á og hún var ótrúlega sterk. Alltaf til staðar fyrir hann. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Ingva nú í hinsta sinn. Elsku Þóra; Kristín, Magnús og Kata,við Sigurjón og börnin okkar vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Ingvi nú hvíla í friði. Þóra Hrönn. Komið er að kveðjustund. Tengdafaðir minn Ingvi Guðjónsson er látinn, baráttunni við illvígan sjúkdóm er lokið. Ingva kynntist ég fyrir rúmlega fimmtán árum, alla tíð síðan hafa okkar samskipti verið einstaklega góð. Hann Ingvi var INGVI GUÐJÓNSSON ✝ Ingvi Guðjóns-son fæddist í Reykjavík 2. júlí ár- ið 1937. Hann lést sunnudaginn 22. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 1. febrúar. fyrst og fremst fjöl- skyldumaður, alltaf umhugað um sitt fólk. Fylgdist með barna- börnunum, hvatti þau áfram í því sem þau tóku sér fyrir hendur og gladdist með þeim eins og honum einum var lagið. Barnabörn- in fengu líka að njóta þess að amma og afi voru dugleg að ferðast um landið, nú geyma þau í hjarta sínu góðar minningar frá útileg- um með þeim um sveitir landsins. Það var tvennt sem einkenndi tengdaföður minn alveg sérstaklega, en það var snyrtimennska og stund- vísi. Allir áttu að vera mættir helst nokkuð fyrir tilgreindan tíma og það brást ekki að ávallt var hringt og kannað hvort fjölskyldan væri ekki að koma. Ég á eftir að sakna þess. Í veikindum Ingva naut hann um- hyggju konu sinnar á aðdáunarverð- an hátt og sér hún nú á eftir lífs- förunaut sínum. Guð blessi og styrki Þóru mína í hennar miklu sorg. Ingva verður sárt saknað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Ingva Guð- jónssonar. Þín tengdadóttir, Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir allar góðu og skemmtilegu stund- irnar sem við áttum. saman. Ég mun aldrei gleyma öllum útilegunum sem ég fór í með þér og ömmu. Þú hafðir svo gaman af að sýna mér landið og fræða mig um allt sem fyrir augu bar og duglegur varstu að finna upp á einhverju nýju og skemmtilegu þannig að engir tveir dagar voru eins. Þegar ég var lítil þá voru einn- ig sundlaugarferðir um helgar fastir liðir. Í sundlaugunum naustu þín vel enda þekktir þú marga. Það er margs að minnast, afi minn, enda varstu stór hluti af til- veru minni allt frá því ég fæddist. Þú varst alltaf tilbúinn að leiðbeina mér og hjálpa mér ef eitthvað kom uppá og mikið leið mér illa þegar ég frétti til Danmerkur hversu veikur þú varst orðinn. Sem betur fer átti ég góðar stundir með þér í desember þegar ég kom heim í jólafrí og ekki varstu að láta mig finna fyrir veik- indum þínum þegar ég talaði við þig í síma stuttu fyrir andlát þitt. Þú ætlaðir að skjótast til mín við fyrsta tækifæri og sagðir mér að klæðast mínu fínasta þar sem þú ætlaðir að bjóða mér út að borða. Ég sakna þín mikið og tilveran verður aldrei söm án þín. Þóra Hilmarsdóttir. Elsku afi. Þú varst búinn að vera mjög veik- ur en vonandi líður þér betur núna. Við söknum þín mjög mikið en mun- um alltaf geyma minningar um þær stundir sem við áttum saman. Eins og svo oft á sumrin þegar við fórum í Húsafell eða þegar við systurnar gistum hjá ykkur ömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við munum aldrei gleyma hvað þú varst góður við okkur. Guð geymi þig afi. Þínar afastelpur, Birna Ýr og Brynja Kristín. Elsku frændi, – það varstu bara – bróðir mömmu minnar og þú varst frændi með stóru F. Frá því ég var 10 ára bjuggum við fjölskyldurnar hlið við hlið og varst þú alltaf svo blíður og skemmtilegur við mig og seinna meir okkur öll er við komum í heimsókn frá Dan- mörku. Krakkarnir fóru alltaf strax yfir að heilsa upp á þig og Þóru. Það var leikbarn í þér sem þú hefur örugglega erft frá afa. Það eru ótal minningar sem við getum glaðst yfir þegar við hugsum til þín. Guð geymi þig. Elsku Þóra mín, Kristín, Maggi, Kata og fjölskyldur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur Sigríður og fjölskylda. Elskulegi uppáhalds frændi minn er dáinn. Hann var mér svo mikið, svo óendanlega kær, alveg frá því að ég man eftir mér. Við áttum margar skemmtilegar samverustundir í Bú- landinu, hvort heldur heima hjá mömmu og pabba í númer 17 eða hjá honum og Þóru í númer 19. Ingvi var grallari, alltaf kátur og mikill fjörkálfur. Ingvi var skíðamaður og mér fannst sérstaklega gaman þegar að við fórum á skíði saman. Ég vildi óska að hann hefði farið með okkur til Ítalíu, Ingvi hefði kunnað að meta allt sem það svæði býður upp á. Ég ætla að hugsa til Ingva þegar að ég fer þangað eftir nokkrar vikur, hann verður í hjarta mér og með mér. Við áttum svo góðar stundir hjá Jensu á Laugarvatni, við spila- mennsku, í gufu, út á bát eða á göngu. Grillið var svo alltaf topp- urinn, hvort heldur það var Jensa með sínar aðferðir eða Ingvi og pabbi að grilla saman. Þetta eru svo góðar og kærar minningar. Nú ert þú með ömmu, afa og Jensu. Þau taka fallega á móti þér og Jensa syngur fyrir þig... Að Laugarvatni í ljúfum draumi við leiddumst tvö ein um vonarstig. Fjær dægurysi og dagsins glaumi í dýrðarheima þú seiddir mig. Í kvöldblíðunni minn kæri vinur þú kveiktir eldinn í brjósti mér. Þig vafði ég örmum minn ungi hlynur og ást mín helgust var bundin þér. (Jensína Halldórsdóttir.) Síðasta ár var erfitt, fyrst veikist mamma en hefur náð sér mjög vel og svo veiktist þú. Nú hefur mamma misst eina systkini sitt, sinn elsku- lega bróður sem hún saknar svo sárt. Ég á yndislegar minningar um uppáhalds frænda minn. Guð blessi þig. Elsku Þóra, Kristín, Maggi, Kata, tengdabörn og barnabörn. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Það var hugur í Ingva og Þóru er við dvöldum með þeim í Húsafelli í júlí á síðasta ári, en þar höfðu þau fest kaup á yndislegum sumarbú- stað í fögru umhverfi steinsnar frá Magnúsi syni og fjölskyldu. Í fjölda ára höfðu þau ferðast mikið um landið í tjaldi, tjaldvagni og fellihýsi síðustu árin, en nú átti að njóta fag- urs umhverfis og náttúru í Húsafelli. Ingvi vildi strax gera eitthvað fyr- ir bústaðinn; mála, setja parkett o.fl. Ég fékk ekki að setja rafmagn inn í bústaðinn fyrr en næsta vor, en þá var annað sem greip inn í allar fram- kvæmdir og ekki varð aftur snúið. En Ingvi trúði alltaf á framtíðina og allar þær hugmyndir sem hann ætl- aði að framkvæma. Já, Ingvi var atorkusamur og handlaginn maður, og á ég einhverj- ar mínar bestu minningar um sam- vinnu okkar er við byggðum okkur raðhús hlið við hlið í Fossvoginum og bjuggum þar í nær þrjátíu ár. Það koma margar skemmtilegar stundir upp í huga mér á þessum sorglegu tímamótum en þær geym- ast í minningunni. Við Ingvi vorum stofnendur Lionsklúbbsins Týs árið 1973 ásamt fleirri félögum og var Ingvi þar fé- lagi í um fimmtán ár. Einnig var hann í Oddfellowreglunni og var framkvæmdastjóri Oddfellowhúss- ins ásamt því að sinna fleiri ábyrgð- arstörfum. Elsku Þóra mín og fjölskyldur, megi algóður guð styðja ykkur og styrkja. Elsku mágur, blessuð sé minning þín. Böðvar Valtýsson. Ingvi vinur minn er horfinn sjón- um okkar um sinn yfir móðuna miklu, en hann lést á líknardeild Landakotsspítala 22. janúar s.l. Á þessum tímamótum þegar dauðinn skilur okkur að, minnumst við samferðar okkar með litríkum, gjörvilegum og góðum dreng, sem markaði djúp spor í vitund þeirra sem honum kynntust bæði í starfi og leik. Fyrstu kynni okkar voru þegar við vorum saman í 12 ára bekk í Austurbæjarskóla, kynni, sem héld- ust alla tíð. Ingvi var tápmikill drengur, félagslyndur, hafði ríka kímnigáfu og laðaði að sér félaga, hann var því, þegar á unga aldri, áhrifaríkur persónuleiki, sem tekið var eftir. Þegar Ingvi eltist þróuðust þessir eiginleikar hans og ber öllum saman, sem hann átti í samstarfi með, um að hann hafi verið frábær starfskraftur og félagi. Eftir að Ingvi lauk vélvirkjanámi, réðist hann til Sambandsins. Fyrst sem sölumaður, síðan voru honum falin frekari ábyrgðar og trúnaðar- störf á vegum fyrirtækja SIS. Ingvi var félagsmálamaður og kosinn til trúnaðarstarfa. Hann var félagi í Oddfellowreglunni, sem var honum hugleikin, þar sem hann var mjög virkur og vann hann frábær störf, en hann var síðustu árin framkvæmda- stjóri Oddfellowhússins.Þar reynd- ist Ingvi traustur og mikill drifkraft- ur, sem kom berlega í ljós þegar miklar breytingar og endurnýjun hússins stóð yfir. „Maður sem hægt var að treysta, réttur maður á rétt- um stað á réttum tíma,“ sagði einn nánasti samstarfsmaður hans og tók það sérstaklega fram að þetta væri ekki ofhól. Ingvi átti að sjálfsögðu áhugamál, en fjölskyldan, börnin og barnabörn voru í fyrirrúmi, ferðalög innanlands og erlendis voru sameig- inleg áhugamál Ingva og Þóru og notuðu þau frítíma sína til ferðalaga, óku um landið i sumarleyfum og ferðuðust erlendis á eigin vegum. Einnig var Ingvi liðtækur og eft- irsóttur bridgespilari. Ein af sterkum minningum mín- um með Ingva voru, þegar við á síld- arárunum réðum okkur saman, óharðnaðir unglingarnir, á síldarbát, sem gerður var út á reknet. Þar vor- um við samvistum heilt sumar, ég sjóveikur meira og minna lengi vel, en Ingvi sjóaðist fljótlega. Þar var engin miskunn sýnd þó ungir vær- um og við stóðum við borðstokkinn ásamt skipsfélögunum og hristum úr netunum. Dugnaður hans og þrautseigja kom sér þar vel og var Ingvi mér stoð og stytta í gegnum þessar sjóveikisraunir mínar, en hann bauð einnig upp á létt grín til stuðnings. Ég heimsótti Ingva fyrir nokkru á sjúkrahúsið þar sem hann lá. Hann tók glaðlega og hressilega á móti mér eins og honum var von og vísa, „gaman að sjá þig, hvernig hefurðu það,“ sagði hann, hér var annarra hagur í fyrirrúmi þó sjálfur væri hann alvarlega sjúkur. Við minntumst gamalla tíma í glensi og gamni. Ingvi sýndi mikið æðruleysi í veikindum sínum og víst er að hann vissi að hverju stefndi. Svona var Ingvi og það er svo margt, sem rifj- ast upp í minningunni á kveðju- stund. Eitt er víst að Guð einn ræð- ur för, allt er í Guðs hendi, Hann lánar okkur lífið, sem við skilum aft- ur og kallið kemur oft óvænt og við eigum svo bágt með að skilja og sætta okkur við. Söknuður Þóru og fjölskyldunnar er, að sjálfsögðu, mestur og sárastur. Ingvi hafði á orði, að hann ætlaði um næstu ára- mót að láta af störfum svo hann gæti helgað sig alfarið fjölskyldunni og öðrum áhugamálum sínum og þeirra hjóna, en hann kvaddi þennan heim áður en það gekk eftir. Ég þakka Ingva vináttu, löng og góð kynni og sendi Þóru og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Ragnar Bernburg. Hinn 22. þ.m. andaðist Ingvi Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Oddfell- owhússins í Reykjavík, eftir stríða samfellda sjúkdómslegu frá mið- sumri 2005. Ingvi réðst sem framkvæmda- stjóri Oddfellowhússins á haustdög- um 1995. Á þeim tíma var að hefjast endurbygging og undirbúningur að stækkun hússins sem nú er orðin að veruleika. Sú verkframkvæmd öll var til viðbótar hinu hefðbundna starfi framkvæmdastjóra og tók samfellt ríflega fjögur ár. Þurfti framkvæmdastjórinn því að annast samtímis rekstur hússins, umsjón með byggingarframkvæmd- um og taka þátt í kynningarstarfi meðal reglusystkina vegna fram- kvæmdarinnar. Öllu þessu sinnti Ingvi af kost- gæfni og naut þar meðfæddra hæfi- leika sinna og reynslu af fyrri stjórnunarstörfum við framleiðslu og sölu iðnaðarvara. Auk hlutverks stjórnandans tók hann oftar en ekki til hendinni við verkframkvæmdina, enda bæði verkhygginn og handlag- inn. Við verklok gat hann með sanni tekið sér í munn orð skáldsins „sjáið tindinn, þarna fór ég“. Ingvi var mynduglegur í framgöngu og málfar hans lýsti skýrri hugsun. Hann átti gott samstarf við starfsmenn húss- ins, hússtjórn og hundruð reglu- systkina sem til hans þurftu að leita vegna starfsemi hússins. Staða hans sem framkvæmdastjóra Oddfellow- hússins verður vandfyllt. Við leiðarlok þakka reykvískir Oddfellowar Ingva Guðjónssyni ómetanleg störf í þeirra þágu og færa Þóru, eiginkonu Ingva, og börnum þeirra sínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingva Guð- jónssonar. Magnús Sædal. Það var á liðnu sumri, að vinur okkar og félagi, Ingvi Guðjónsson, brá sér ásamt Þóru eiginkonu sinni í könnunarferð að Húsafelli í Borg- arfirði til að skoða sumarbústað, sem auglýstur hafði verið til sölu. Það skipti engum togum, þau festu sér bústaðinn við fyrstu sýn. Ingvi Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Hlíðarvegi 45, Ísafirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðju- daginn 31. janúar, verður jarðsunginn frá Ísa- fjarðarkirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. KOLBRÚN FRIÐÞJÓFSDÓTTIR kennari frá Litluhlíð á Barðaströnd lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 30. janúar. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 13:00. Jóhann Þorsteinsson, Sigurður Barði Jóhannsson, Valgerður Vésteinsdóttir, Steingerður Jóhannsdóttir, Árni B. Emanúelsson, Áróra Jóhannsdóttir, Friðþjófur Jóhannsson, Áslaug Ólöf Þórarinsdóttir, Júlíus Ragnar Pétursson, Renáta Pétursson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.