Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR HERRAR Verð Nú Skyrtur 3.690 1.845 Peysur 6.190 3.095 Bómullarbuxur 6.590 1.977 Herra yfirhafnir 18.690 9.345 Stakir jakkar 22.990 9.990 Flauelsbuxur 7.490 3.745 Peysur, merino ull 7.490 3.745 Kringlunni - sími 581 2300 Kringlunni - sími 581 2300 DÖMUR Verð Nú Stuttermabolir 2.490 1.245 Vaxjakkar 18.790 5.637 Dúnjakkar 18.690 9.345 Peysur, rúllukraga 6.290 3.145 Flíspeysur 7.490 3.745 Jakkapeysur 9.990 4.995 Leðurjakkar 18.790 9.395 50-70% 50-70% afsláttur afsláttur Frábær lína NÝJU VÖRURNAR KOMNAR LANDSVIRKJUN og Þeistareykir ehf. hafa gert verksamning við Jarð- boranir hf. um borun á þremur rannsóknarholum á Norðaustur- landi. Samningurinn er að verðmæti um 500 milljónir kr. Annars vegar er um að ræða tvær rannsóknarhol- ur fyrir Landsvirkjun, aðra í Bjarn- arflagi og hina á vestursvæði Kröflu. Hins vegar er um að ræða rann- sóknarholu á Þeistareykjum af hálfu Þeistareykja ehf. Undirbúningur framkvæmdanna hefst þegar í næsta mánuði og áætlað er að þeim ljúki á þessu ári. Í frétt frá Jarðborunum hf. vegna samningsins er vitnað í Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjun- ar, sem segir að framkvæmdirnar séu að sjálfsögðu í tengslum við mögulegar stóriðjuframkvæmdir fyrir norðan. Hann segir að Lands- virkjun stefni að því að geta afhent rafmagn frá háhitasvæðunum á Norðurlandi á árabilinu 2011–12, ef semst um orkusölu. Á jarðhitasvæðinu í Bjarnarflagi í Skútustaðahreppi verður borað skammt sunnan við þjóðveg 1 og verður stefnuborað undir Námafjall. Á vestanverðu jarðhitasvæðinu, sem kennt er við Kröflu, verður um að ræða fyrstu rannsóknarholuna á þessum hluta Kröflusvæðisins. Á jarðhitasvæðinu við Þeistareyki í Suður-Þingeyjarsýslu verður þriðja holan boruð við Ketilfjall. Gert er ráð fyrir að holurnar verði um 2.000 m djúpar hver um sig. Þá segir í frétt Jarðborana að verkkaupar hafi lýst yfir vilja til að ljúka rannsóknum á fyrrgreindum jarðhitasvæðum á árinu 2008, að uppfylltum skilyrðum um þróun orkunýtingar á Norðausturlandi og sett fram tímaáætlun í því skyni. „Á öndverðu síðasta ári efndu svo Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. til lokaðs útboðs vegna fyrrgreindra borframkvæmda og var skilafrestur til 15. desember sl. Auk Jarðborana hf. bauðst Íslenskum aðalverktökum hf. og Ístaki hf. að taka þátt í útboð- inu í sameiningu, en ekkert tilboð barst frá þeim.“ Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. Þeir sem undirrituðu samninginn sitja við borðið. F.v.: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Bent S. Ein- arsson, forstjóri Jarðborana hf., og Hreinn Hjartarson, stjórnarformaður Þeistareykja ehf. Samið um rann- sóknarboranir TRYGGVI Felix- son hagfræðing- ur, sem hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Landverndar frá 1999, hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu Nor- rænu ráðherra- nefndarinnar í Kaupmannahöfn. Tryggva hefur verið falið að stjórna þeirri deild skrifstofunnar sem annast umhverf- is- og auðlindamál og tekur við starf- inu 20. mars nk. Hlutverk skrifstofunnar er að veita samstarfi ríkisstjórna Norður- landanna faglega aðstoð og halda ut- an um fjölmörg verkefni á ýmsum sviðum menningarmála, félagsmála, efnahagsmála og umhverfismála. Deildin heldur utan um samstarf á milli umhverfisráðuneyta Norður- landa og stofnana sem starfa á sviði umhverfismála, samstarf um fisk- veiðar og landbúnað og almennt á sviði matvæla. Þá heldur hún utan um samstarf sem lýtur að Norður- skautsráðinu og Rússlandi. Tryggvi segir nýja starfið leggjast vel í sig. „Þarna fæ ég tækifæri til að nálgast umhverfis- og auðlindamálin frá annarri hlið,“ segir Tryggvi. „Norðurlöndin eru mjög framar- lega í umhverfis- og auðlindamálum og þetta er sá vettvangur þar sem menn reyna að draga fram það besta og auka árangur sinn með því að samþætta þekkingu og reynslu í öll- um ríkjunum. Þetta er líka sá vett- vangur þar sem menn reyna að finna sameiginlega fleti í alþjóðlegum við- fangsefnum gagnvart Evrópusam- bandinu og gagnvart ýmsum alþjóð- legum samningum.“ Vegna þessa starfs þarf Tryggvi nú að draga sig í hlé frá starfa við umhverfismál á grundvelli frjálsra félagasamtaka næstu fjögur árin. Þá dregur hann sig einnig í hlé frá bæj- arstjórnarpólitík í Kópavogi, þar sem hann hefur verið varabæjar- fulltrúi og setið í skólanefnd fyrir Samfylkinguna. Hann segist koma til með að sakna þeirra áhugaverðu viðfangsefna sem hann hefur fengist við undanfarin ár en fagnar um leið tækifæri til að öðlast nýja reynslu og þekkingu. Ráðinn til norrænu ráðherranefndarinnar Tryggvi Felixson vegna greinargerðar hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að olíu- félögin hafi freistað þess að sýna fram á með útreikningum, að í stað þess að þau hafi haft ávinning af samráði hafi þau þvert á móti tapað stórum fjárhæðum á því, þegar reiknað sé með sömu aðferð og samkeppnisyfirvöld beiti við út- reikning sinn. Kristinn segir að Ker hafi fengið óháða endurskoðendur til þess að beita sömu aðferðum og Sam- keppniseftirlitið hafi beitt en fyrir nýtt tímabil sem óumdeilt sé að ekkert samráð hafi átt sér stað. Sé þessi sama aðferð svo notuð áfram yfir tímabil þar sem meint samráð KRISTINN Hallgrímsson, lög- maður Kers hf., segir um útúr- snúning hjá Samkeppniseftirlitinu að ræða þegar því sé haldið fram að olíufélögin hafi notað útreikn- inga til að sýna að félögin hafi tap- að á meintu samráði. Endurskoð- endur hafi verið fengnir til að nota sömu aðferðafræði og forsendur og Samkeppnisstofnun notaði til að reikna út meintan ávinning og þá sé hægt að sýna fram á nei- kvæðan ávinning. Þetta undirstriki að samkeppnisyfirvöld hafi reiknað vitlaust. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Samkeppniseftirlitsins, átti að hafa farið fram, sé hægt að sýna fram á neikvæðan ávinning af samráði. Þetta hafi verið gert til þess að sýna Samkeppniseftirlitinu fram á á hvaða villigötum það væri. Ekki sé verið að halda því fram að um tap hafi verið að ræða heldur sýna fram á hvað útreikningarnir og forsendur þeirra hjá Samkeppn- iseftirlitinu séu illa ígrundaðir. Á ekki von á málflutningi fyrr en í haust Hvert olíufélag um sig hefur þingfest mál fyrir héraðsdómi til ógildingar á ákvörðun samkeppn- isyfirvalda. Samkeppniseftirlitið skilaði einni greinargerð í öllum málunum í fyrradag. Kristinn á von á að í framhaldinu muni dóm- stjórinn í Héraðsdómi Reykjavík- ur taka ákvörðun um að sameina þau. Gera má ráð fyrir að dóm- kvaddir matsmenn verði kallaðir til til að taka afstöðu til álits- gerða. Kristinn telur að búast megi við að þetta mál dragist eitt- hvað á langinn og segist hann ekki eiga von á að það fari í flutn- ing fyrr en í haust eða undir ára- mót. Undirstrika að samkeppn- isyfirvöld reikni vitlaust Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.