Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Kúm á Íslandi heldur áfram aðfækka þrátt fyrir að bændurhafi í tvö ár verið hvattir til aðauka framleiðslu. Egill Sig- urðsson, bóndi á Berustöðum í Ása- hreppi, segir þetta alvarlega stöðu og sýna að mjólkurframleiðslan sé í kreppu. Félag kúabænda á Suðurlandi stóð fyr- ir málþingi um stöðu og möguleika ís- lenskrar mjólkurframleiðslu. Yfirskrift málþingsins var: „Er raunhæft að tvö- falda mjólkurframleiðslu á Íslandi á næstu árum?“ Á fundinum var m.a. rætt um stöðu atvinnugreinarinnar, leiðir til að auka framleiðslu til skamms tíma, hugsanlegur útflutningur, leiðir til hag- ræðingar hjá bændum og innflutningur á nýju kúakyni. Framleiðslan færist til Sveinn Agnarsson, frá Hagfræðistofn- un Háskólans, gerði grein fyrir þeim stórstígu breytingum sem átt hefðu sér stað í mjólkurframleiðslunni með fækkun búa og stækkun þeirra. Hann sagði að mjólkurframleiðsla væri að færast frá svæðum næst þéttbýli, eins og Kjós, Gull- bringusýslu og Borgarfirði sunnan Skarðsheiðar. Eyjafjörður, Rangárvalla- sýsla, Árnessýsla og Skagafjörður hefðu verið að bæta við sig kvóta, en 2/3 allrar mjólkurframleiðslu í landinu færu fram á þessum svæðum. Þessi þróun ætti eftir að halda áfram. Hann sagði að hátt verð á kvóta ýtti undir þessa þróun. Sveinn sagði að stærri kúabúin hefðu fjárfest mjög mikið. Stærstu búin skuld- uðu í dag um 80 milljónir og fjármagns- gjöld þeirra væru um 5 milljónir á ári, en það væri svipað og heildartekjur minnstu búanna. Sveinn sagðist vera þeirrar skoðunar að hagnaður búanna segði ekki nema hálfa söguna um afkomu þeirra vegna þess að búin væru að niðurfæra kaup á kvóta. Vegna þessarar niður- færslu væru mörg stóru búin rekin með bókfærðu tapi. Hægt að flytja út mjólk Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, ræddi í erindi sínu um möguleika á að selja íslenskar mjólkurafurðir erlendis. Á þessu ári stefnir MS að því að selja skyr í Whole Food búðunum í Bandaríkjunum sem unnið verður úr 350 þúsund lítrum af mjólk og ost sem unninn verður úr 600 þúsund lítrum af mjólk. Hann segir of snemmt að segja til um hvernig til tekst, en sagðist telja mikilvægt að gera þessa tilraun. Forsenda fyrir því að ná árangri væri að þróa hér á landi þekkingu á er- lendum mörkuðum. Guðbrandur sagði hins vegar að því væri ekki að neita að skortur á mjólk á heimamarkaði hefði neikvæð áhrif á þessa tilraun. Guðbrandur sagði að búið væri að skoða talsvert færeyska markaðinn og það væri mat manna að þar væri hægt að þróa markað sem gæti tekið við 2–3 millj- ónum lítrum af mjólk, en það eru um 3% af mjólkurvöruneyslu Íslendinga. Hann sagði MS vera að hugsa um sölu á sýrðum mjólkurvörum, júgúrt, skyri og engja- þykkni. Guðbrandur sagði einnig hægt að selja sérleyfi á framleiðslu til erlendra aðila. Skyr væri ekki einkaleyfisbundið, en við gætum selt þekkingu á vörunni og ráð- gjöf. Guðbrandur sagði að skyr væri nær óþekkt vara erlendis og til að hægt væri að selja hana þyrfti að kynna hana og þess vegna væri MS að vinna að þessu verkefni með tveimur erlendum aðilum. Guðbrandur ræddi nokkuð um alþjóð- leg viðskipti með mjólk. Hann sagði nauðsynlegt að hafa í huga að 93% af heimsframleiðslunni væru seld á heima- markaði. Heimsmarkaðsverðið á þessum 7% sem seld væru milli landa væri ekki sama verð og á heimamarkaði heldur það verð sem framleiðendur teldu sig þurfa að fá til að eiga fyrir jaðarkostnaði. Guðbrandur sagði að nauðsynlegt væri fyrir íslenska bændur að auka framleiðsl- una um 20% á næstu árum eða um 24 milljónir lítra. Aukin framlegð með dönskum kúm Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka II í Landeyjum, byggði erindi sitt á rann- sókn sem hann vann við Háskólann á Ak- ureyri. Hann bar m.a. saman íslenskar kýr og SDM-kúakynið í Danmörku. Nið- urstaða hans var að framlegð eftir danska kú væri 110 þúsund krónur en 68 þúsund eftir íslenska kú. Munurinn lægi í því að dönsku kýrnar mjólkuðu mun meira en þær íslensku. Elvar reiknaði einnig út framlegð eftir íslenska há- mjólkakú og danska meðalkú og niður- staðan var að framlegðin væri sú sama. Þetta sýndi að það væri fyrsta og fremst nytin sem skýrði afkomumuninn á ís- lenskum og dönskum kúabúum. Elvar sagði að sínir útreikningar sýndu að 95 kúa bú með íslenskar kýr skilaði 6 milljónum í framlegð. Ef notaðar væru danskar kýr yrði framlegðin 12 milljónir. Ef þessi bóndi byggði nýtt fjós fyrir 50 milljónir færi framlegð með danskar kýr niður í 9 milljónir og fram- legð með íslenskar kýr niður í 3 milljónir. Elvar skoðaði einnig kjarnfóðurverð og niðurstaða hans var að verðið í Dan- mörku væri 18 kr. en 35 kr á Íslandi. Hann sagði að bændur í Landeyjum hefðu gert tilraun til að ná hagstæðari kjörum með útboði, en fóðurfyrirtækin hefðu bæði sent bændum bréf og bent á almenn afsláttarkjör. Þetta benti til að það væri engin samkeppni milli fyrir- tækjanna. Rannsókn Elvars bendir einnig til að kostnaður við fóðuröflun íslenskra búa sé miklu hærri en danskra búa. Fasti kostn- aðurinn væri mjög hár, ekki síst véla- kostnaður. Elvar sagði engan vafa leika á að þarna væri hæ Elvar sagði að isstuðningur vi minnka og sama vernd. Jafnframt um hærri laun í næði einnig til frammi fyrir þ óbreytta stefnu leiða til minnka með minni tollve þess að það yrði d una. Þessu fylgdi yrði í samfélagin kerfi við atvinnug væri að nýta tæk inu um hagræðin Elvar sagðist líta ætti á búska brigði sem ætti forsendum. Hann forsendu mætti h væri menning en að vernda men spurði Elvar og kannski fara að greiðslur (óframl fyrir að taka í Hann gagnrýnd sagði þær rugla spurði hvaða þör rækt á Íslandi og framtíð kornræk Hann taldi sjálfu vöxt greinarinna kaupa fleiri vélar Elvar sýndi í „verksmiðjubúi“ þriðja áratugnum 300 kýr og fram þúsund lítrar. Jensen á Korpú engan vafa leika auðveldlega auki að bæta við sig vi Kúm heldur á Kúm á Íslandi heldur áfram að fækka þrátt fyrir að bændur séu eindregið hvatt- ir til að auka framleiðslu. Staða og horfur í kúabúskap voru ræddar á fundi sunn- lenskra bænda. Egill Ólafs- son fylgdist með fundinum. Á annað hundrað bænda mætti á fund Félags kúabænda á S Samkvæmt tölum Bændasamtakanna hefur kúm á Íslandi fæ EIGNATENGSL OG FJÁRMÁLASTÖÐUGLEIKI Í skýrslum brezku greiningar-fyrirtækjanna Barclays Capi-tal og Credit Sights, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, er sjónum ekki sízt beint að sam- þjöppun eignarhalds á íslenzka fjármálamarkaðnum. Barclays Capital vekur athygli á því að íslenzku bankarnir eigi 80% af öllum eignum bankakerfisins, er- lent fjármagn sé lítið og afleiðingin sú að í íslenzka bankakerfinu séu óvenjulega náin og óheilbrigð eignatengsl. Credit Sights orðar það þannig að veikleiki bankanna, sem m.a. felist í því hversu við- kvæmir þeir séu fyrir verðsveiflum á íslenzka hlutabréfamarkaðnum, hafi verið vanmetinn. Eignarhald á bönkunum og öðrum stærstu fyr- irtækjunum í Kauphöll Íslands sé í höndum nokkurra fjárfestingar- félaga, sem oft séu undir stjórn auðugra einstaklinga og fjölskyldna og gagnkvæm eignatengsl algeng. Credit Sights fjallar jafnframt um hlutverk bankanna í hækkun hlutabréfaverðs hér á landi og telja vafasamt að innstæða sé fyrir þeirri hækkun. Bæði greiningarfyrirtækin kom- ast að sömu niðurstöðu; að hætta sé á að hin gagnkvæmu eignatengsl geti leitt til þess að afleiðingar dýfu á hlutabréfamarkaðnum – sem sé nánast óhjákvæmileg – geti orðið miklu víðtækari en ella. Áhrifin af slöku gengi eins fyrirtækis geti margfaldazt vegna gagnkvæmra eignatengsla og vegna skuldsetn- ingar fyrirtækja í bönkunum. Hinar erlendu greiningardeildir eru langt í frá fyrstar til að setja fram áhyggjur af þessu tagi. Fyrir rúmu ári lýsti Páll Gunnar Pálsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftir- litsins, til að mynda mjög svipuðum sjónarmiðum á ársfundi stofnunar- innar. Hann benti á að gagnkvæm eignatengsl gætu „haft áhrif á gengisþróun félaga á víxl þannig að hætta er á að í hækkun spinnist gengið upp langt umfram eðlilega verðþróun“. Og þáverandi forstjóri FME benti á að þessi áhrif gætu líka komið til sögunnar í lækkunar- ferli, líkt og brezku greiningar- deildirnar benda nú á. Páll Gunnar vakti þá jafnframt athygli á því að einstakir lántak- endur og viðskiptavinir fjármála- fyrirtækja, eða samtengdir fyrir- tækjahópar, gætu myndað mikla áhættu í bókum fleiri en eins fjár- málafyrirtækis. Þannig hefði FME haft ástæðu til þess í einstökum til- fellum að ætla að „raunveruleg stærð áhættuskuldbindinga hafi farið yfir leyfileg mörk“. Og Páll Gunnar benti ennfremur á að mik- ilvægi þessa fyrir fjármálastöðug- leika væri augljóst þegar horft væri til þess að leyfileg hámarksstærð einnar áhættuskuldbindingar fæli í sér að allt að fjórðungur eiginfjár bankakerfisins gæti verið undir vegna einnar og sömu skuldbind- ingarinnar. Í fyrrasumar fór norska fjár- málaeftirlitið fram á það við norska háskólaprófessorinn Thore Johnsen að hann skoðaði stöðu íslenzkra banka í ljósi mikilla fjárfestinga Ís- landsbanka í Noregi og íslenzku bankanna á Norðurlöndum yfirleitt. Johnsen sagði í samtali við Morg- unblaðið: „Það kom mér á óvart hversu einsleitt eignarhaldið er, mikið um krosstengsl og nánast ekkert erlent fjármagn til staðar. Útlán bankanna hafa auk þess auk- ist verulega, meðal annars til að fjármagna yfirtökur … Á meðan efnahagslíf heimsins heldur áfram að dafna þurfa Íslendingar ekki að hafa neinar áhyggjur. Ef hins veg- ar í harðbakkann slær, hvort sem það verður í efnahagslífi Íslands eða Norðurlanda, þá mun staða ís- lensku bankanna snarbreytast til hins verra. Þeir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir þessu. Og það sem meira er, verði einn íslenskur banki fyrir skakkaföllum mun það einnig hafa áhrif á hina bankana.“ Eins og sjá má er verulegur sam- hljómur með varnaðarorðum allra þessara aðila, bæði innlendra og er- lendra. Bankarnir hafa stundum svarað gagnrýni frá erlendum að- ilum með því að hún sýni vanþekk- ingu þeirra á íslenzka fjármála- markaðnum, en það sama verður varla sagt um Fjármálaeftirlitið á Íslandi. Að sjálfsögðu ber ekki að líta á viðvaranir af þessu tagi sem heimsendaspár. Íslenzku bankarnir eru sterk og arðsöm fyrirtæki. En það er ekki tilviljun að sjónir svo margra beinast að eignatengslunum og þeirri aukaáhættu, sem þau fela í sér og ber að sjálfsögðu að gefa gaum. Þeir, sem hafa barizt gegn æ meiri samþjöppun í atvinnulífinu á undanförnum árum, Morgunblaðið þar á meðal, hafa fyrst og fremst gert það á þeirri forsendu að það væri ekki hollt íslenzku samfélagi að fáeinir auðmenn gætu keypt allt, sem fyrir verður, og ráðið þar því sem þeim sýndist. Blaðið hefur lagzt gegn því að eignir, völd og áhrif færðust þannig á fárra hend- ur. Það hefur talið heppilegra að tryggja valddreifingu og lýðræði með dreifðu eignarhaldi í raunveru- legum almenningshlutafélögum. En er ekki jafnframt að verða ljóst að það felst í því efnahagsleg áhætta að of mikið sé um gagn- kvæm eigna- og hagsmunatengsl í atvinnulífinu? Eru ekki að verða komnar fram nægilega margar og sterkar raddir, sem vara við afleið- ingunum, fari svo að efnahagslífið taki dýfu á ný? Það verður að gera ráð fyrir að það geti gerzt einn daginn, þótt nú séu íslenzk stórfyr- irtæki á miklu flugi og ekkert virð- ist þeim ofviða. Er ekki orðið nauðsynlegt að ræða þessa hlið málsins jafnframt á vettvangi stjórnmálanna og setja þessari þróun skorður? Höfum við efni á að virða þessar viðvaranir að vettugi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.