Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F immtudaginn 13. nóv- ember 2003 sagði Morgunblaðið frá umræðum á Alþingi sem orðið höfðu dag- inn áður um starfslokasamninga sem ríkið hafði gert við tvo fyrr- verandi forstjóra Byggðastofn- unar. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, varð fyrir svörum en m.a. ræddi hér um starfslokasamning sem gerður var við Theodór Bjarna- son í júní 2002 og hljóðaði upp á 19,6 milljónir króna. Sagðist Val- gerður hafa borið ábyrgð á þess- um samningi, þ.e. hún var ráð- herra þegar samningurinn var gerður, en að það hefði verið þannig „að það var mikil kreppa í þessari stofnun og hún í raun óstarfhæf“. Síðan sagði ráðherrann: „Þegar ég stóð frammi fyrir því hvort ég vildi gera starfslokasamning við forstjórann með þessum hætti, þá ákvað ég að gera það og taldi það mikilvægt vegna stofnunarinnar. Það má alveg velta því fyrir sér hvort sá samningur hafi verið of dýr, en ég tel að mál hafi verið þannig vaxin að ástæða var til að afgreiða málið með þessum hætti.“ Um hvað snerist þetta mál? Jú, það geisaði semsé mikill ófriður um Byggðastofnun um mitt ár 2002 sem lyktaði með því að 14. júní var starfslokasamningur gerður við forstjórann, Theodór Bjarnason, og formaður stjórnar, Kristinn H. Gunnarsson, hvarf á sama tíma frá þeim störfum. Samstarf tvímenninganna hafði gengið afar illa, eins og ítarlega er rakið í fréttum Morgunblaðsins þetta vor og sumar. „Valdníðsla og yfirgangssemi Kristins er ólíð- andi. Þetta hef ég ekki sætt mig við og læt ekki yfir mig og starfs- menn stofnunarinnar ganga. Ég mun í mínu starfi standa vörð um heiðarleg vinnubrögð og eðlilega og löglega starfsemi Byggða- stofnunar,“ hafði Theodór m.a. sagt við Morgunblaðið 15. maí. Kom þar jafnframt fram um hvað deilurnar snerust, a.m.k. að hluta til. „Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá stofnuninni varð ljóst að það var alvarlegur ágreiningur,“ segir Theodór um samskipti sín og stjórnarformannsins. „Ég leit á það sem mitt höfuðhlutverk að tryggja heiðarleg og réttlát vinnubrögð og að koma í veg fyrir að sérstökum landshlutum væri hyglað. Þegar ég gerði at- hugasemd við að Kristinn ætlaði að troða í gegn samningagerð um að flytja lánaumsýslu stofnunar- innar til vina sinna í Sparisjóði Bolungarvíkur, án samráðs við stjórn og forstjóra, vakti ég at- hygli stjórnar á því sem mótmælti vinnubrögðum. Hann hefur síðan orðið sífellt grófari í ofsóknum í minn garð.“ Forstjórinn var ekki eini starfs- maður Byggðastofnunar sem ósáttur var við samskiptin við Kristin. Í bréfi sem fimm starfs- menn stofnunarinnar sendu for- stjóranum 22. apríl 2002 og var birt í Morgunblaðinu 15. maí sögðust viðkomandi starfsmenn upplifa ástandið þannig að „setið sé um hvert okkar fótmál, lúsleit- að að einhverju sem hægt væri að hanka okkur á, og þar með vænt- anlega forstjórann“. Síðan sögðu fimmmenningarnir: „Ítrekað höf- um við þurft að horfa uppá full- komlega óásættanleg vinnubrögð og framkomu frá hendi stjórn- arformanns sem virðist í herför gegn forstjóra stofnunarinnar og starfsmönnum hans. Teljum við okkur hafa sýnt mikið langlund- argeð og fórnfýsi að umbera það ástand sem verið hefur ríkjandi síðustu mánuði. Atburðir síðustu daga hafa endanlega fyllt mælinn, og þá sérstaklega þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við afgreiðslu hlutafjárbeiðna og tilraunir stjórnarformanns til að breyta staðfestri fundargerð síðasta stjórnarfundar sér og umbjóð- endum sínum til hagsbóta.“ Það er í raun óþarfi að rekja þetta mál frekar. Flestir sem þessar fréttir lásu fengu það sjálf- sagt á tilfinninguna að Kristinn H. Gunnarsson væri óalandi og óferjandi, ótækur til samstarfs. Því virtist manni það furðuleg niðurstaða að forstjóri Byggða- stofnunar þyrfti að víkja, eins og varð raunin í júní 2002. Ekkert benti til annars en að sökin væri aðallega stjórnarformannsins og að það væri hans að víkja. Líklega grunaði fleiri en mig að hér hefði pólitíkin spilað inn í. Kristinn H. Gunnarsson var for- maður stjórnar Byggðastofnunar í umboði Framsóknarflokksins, hvorki hann né flokkurinn máttu koma illa út úr málinu. Nið- urstaðan varð sú sem áður var lýst, stjórnarformaður vék en for- stjórinn látinn fara líka, keyptur frá starfinu með digrum starfs- lokasamningi. Nú er hins vegar eins og for- ysta Framsóknarflokksins vilji þvo hendur sínar af Kristni H. Gunnarssyni. Hvernig öðruvísi er hægt að skýra grein Einars Krist- jáns Jónssonar, formanns Full- trúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi, í Morgunblaðinu í síð- ustu viku? Þar lýsir Einar Krist- ján Kristni sem „röngum manni í röngu húsi á vitlausum tíma“. Grein Einars Kristjáns tengd- ist prófkjörsbaráttunni í Reykja- vík en það sem vakti athygli mína var að hann vitnaði til þess sem fimm starfsmenn Byggðastofn- unar höfðu sagt um Kristinn 2002 (og sem ég rakti hér áðan). En á forysta Framsóknarflokksins og aðilar henni tengdir (Einar Krist- ján starfaði til skamms tíma fyrir núverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra en er nú hjá VÍS þar sem ræður ríkjum Finnur nokkur Ingólfsson) að komast upp með að sleppa því að nefna í þessu samhengi að Framsókn- arflokkurinn hélt einmitt hlífi- skildi yfir Kristni H. Gunnarssyni þegar fyrrgreindir starfsmenn Byggðastofnunar báru sig aum- lega undan samstarfinu við hann? Ætla framsóknarmenn nú að fara að rifja Byggðastofnunarmálið upp í því skyni að sýna hversu erf- iður Kristinn H. Gunnarsson er í samstarfi en sleppa því að nefna að einmitt þeir voru reiðubúnir til að láta okkur skattborgarana punga út næstum 20 milljónum svo Kristinn héldi andlitinu 2002? Rangir menn Ætla framsóknarmenn nú að fara að rifja Byggðastofnunarmálið upp […] en sleppa því að nefna að einmitt þeir voru reiðubúnir til að láta okkur skattborg- arana punga út næstum 20 milljónum svo Kristinn héldi andlitinu 2002? david@mbl.is VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson NÝLEGA barst Kópavogsbúum dreifibréf með áletruninni „Skattar lækka í Kópavogi“. Það er gefið út í nafni bæjarstjórnar, þó svo að mér, einum af 11 bæjarstjórnarmönn- um, hafi ekki verið kunnugt um það. Ég ber því enga ábyrgð á því. Það er ekkert nema gott um það að segja að bæjarstjórn sendi út upplýsingar til bæj- arbúa. En þær upplýs- ingar sem fram koma í þessu riti eru áróð- urskenndar og villandi. Þetta eru stór orð en lítum nánar á innihaldið. 1. Sérstakur afsláttur til lækkunar fasteignagjalda – Öll sveitarfélögin í kringum okkur fóru þá leið um áramótin að lækka álagningarprósentuna vegna mik- illar hækkunar fasteignamats. Í Kópavogi var ákveðið að halda pró- sentunni óbreyttri en gefa sérstakan afslátt þannig að gjöldin yrðu ekki hærri en í fyrra. Þessi gjöld hafa því ekki lækkað í Kópavogi, þau standa í stað. Kópavogsbúar greiða áfram hærri fasteignagjöld en Reykvík- ingar og Seltirningar. Það kemur ekki fram í þessum „upplýs- ingabæklingi“ að tekjulágir, aldraðir og öryrkjar greiða hærri fast- eignagjöld hér í Kópavogi en víða annars staðar. „Þökk“ sé meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks sem felldu tillögur okkar Samfylkingarmanna um tekjuteng- ingu. 2. Álagning vatnsgjalds lækkar – Álagning vatnsgjalds fer úr 0,19% í 0,13% af fasteignamati. Eins og allir muna var vatnsgjaldið hér í Kópa- vogi miklu hærra en í öðrum sveit- arfélögum á síðasta ári. Meirihluti bæj- arstjórnar fór aldrei fram á lækkun vatns- verðs frá Orkuveitunni á sl. ári en stjórn henn- ar ákvað einhliða að lækka verð á vatni til Kópavogs um a.m.k. fjórðung. Þess vegna lækkar vatnsgjaldið nú og þess vegna eru fast- eignagjöldin örlítið lægri nú en í fyrra. 3. Niðurgreiðsla dag- gæslu barna hækkar – Í ágústlok lögðu bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar til að félagsmálaráði yrði falið að koma með tillögur um hækkun á niðurgreiðslum til dagfor- eldra, þannig að þeir greiddu sam- bærilegt verð fyrir þá þjónustu og fyrir vist á leikskóla. Tillaga okkar var samþykkt en kom aldrei til baka í bæjarstjórnina. Við fjárhagsáætl- unargerð dúkkaði hún aftur á móti upp sem tillaga meirihlutans! Og þeir töluðu eins og hún væri þeirra eigin. Í umræðum um daggæslumálin í ágúst taldi Gunnar I. Birgisson „ekki mikla þörf á því að fjölga dagfor- eldrum með sértækum aðgerðum svo sem auknum niðurgreiðslum“, eins og segir í fundargerð. 4. Raunlækkun leikskólagjalda – Á síðasta ári greiddu foreldrar í Kópa- vogi hæstu leikskólagjöldin á höf- uðborgarsvæðinu. Af því að gjöldin voru ekki hækkuð núna reiknar meirihlutinn það út að hann sé að „raunlækka“ leikskólagjöld, vegna þess að laun starfsfólks hækka. Þetta eru fáséðar og áróðurskenndar reikningskúnstir. Málflutningur af þessu tagi dæmir sig sjálfur. 5. Fleiri hópar njóta niðurgreiðslu æfingagjalda – Í skýringartexta er talað um niðurgreiðslur æfinga- gjalda barna og unglinga og það er margendurtekið. Það eru þó aðeins börn á aldrinum 6–12 ára sem fá nið- urgreidd æfingagjöld. Unglingar fá engar niðurgreiðslur frekar en áður en lesendur gætu haldið hið gagn- stæða eftir að hafa lesið dreifibréfið. 6. Átak í málefnum fatlaðra – Eng- inn veit hvað átt er við með þessu og það er á engan hátt útskýrt í bæk- lingnum. Eins og sjá má af þessari yfirferð þá hefur þetta dreifibréf lítið upplýs- ingagildi. Það hefur allt yfirbragð áróðurspésa og um hann þarf ekki að hafa fleiri orð. Auðvitað eiga menn að borga svona lagað úr eigin vasa en ekki að nota almannafé til þess. Áróðurspési á kostnað Kópavogsbúa Eftir Hafstein Karlsson ’Það hefur allt yfirbragðáróðurspésa og um hann þarf ekki að hafa fleiri orð. Auðvitað eiga menn að borga svona lagað úr eigin vasa en ekki að nota almannafé til þess.‘ Hafsteinn Karlsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi , og gefur kost á sér 2. sæti á lista flokksins. Prófkjör Kópavogi NÚ Á laugardaginn fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi þar sem kosnir verða þeir fulltrúar sem skipa munu framboðslista flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Það segir í ljóði eftir Þórberg Þórðarson: „Seltjarn- arnesið er lítið og lágt, / lifa þar fáir og hugsa smátt.“ Ekki veit ég hvort þetta hefur nokkurn tímann átt við, að Seltirn- ingar hugsi smátt, en svo sannarlega á það ekki við núna, því þvert á móti býr á Seltjarnarnesinu kraftmikið og ákveðið fólk með miklar og sterkar skoðanir á bæjarfélagi sínu. Ég hef stundum verið að því spurð þegar ég segist búa á Seltjarnarnesinu hvort það sé ekki endalaust vesen á fólkinu þarna á Nesinu og er þá verið að vísa í mikil skrif um skipulagsmál og fleiri mál sem hafa verið ofarlega í umræðunni. En ég svara því til að þetta sé ekkert vesen heldur íbúar með sterkar skoðanir á málefnum að láta álit sitt í ljós og er það vel. Það væri heldur leiðinlegt að búa í bæjarfélagi þar sem íbúarnir hefðu enga skoðun á málefnum bæjarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið við völd í bæjarfélaginu síðustu 5 áratugina og gott betur, og stað- ið sig með prýði eins og sést á góðri fjárhagsstöðu bæjarfélagsins sem er eitt best stæða bæj- arfélagið á landinu. Og þessi góða fjárhagsstaða hefur ekki þýtt lak- ari þjónustu, þvert á móti, því þjónustan á Seltjarnarnesinu þyk- ir vera góð og öfundsverð og reynt hefur verið að búa þannig um hnútana að allar aðstæður fyr- ir íbúa séu sem bestar. Álögur eru þær lægstu sem þekkjast í bæj- arfélögum á landinu og þær lægstu hér á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða markast kannski af því að þrátt fyrir að sami flokkur hafi verið við völd svo lengi sem raun ber vitni, hefur verið mikið og gott aðhald af íbúum bæj- arfélagsins sem svo sannarlega hafa skoð- un á málunum og láta þær óspart í ljós ef eitthvað bjátar á og ef óánægja er um ein- hver málefni. Það er ekki að ástæðulausu að bæj- arbúar hafa svo sterk- ar skoðanir á málum eins og raun ber vitni því bæjarfélagið er tiltölulega ungt og margir hverjir sem þar búa eru þeir sem byggðu upp bæjarfélagið og gerðu það að því fyrirmynd- arsveitarfélagi sem það er, af mik- illi röggsemi og dug, og er því hreint ekki sama hvernig haldið er á spöðunum í bænum. Það liggur fyrir að mikið verður framkvæmt á næstunni á Seltjarn- arnesinu. Sundlaugin er nú þegar í mikilli endurnýjun, hafist er handa við langþráðan knatt- spyrnuvöll með gervigrasi, bygg- ing heilsuræktar á döfinni, fyr- irhuguð uppbygging á Hrólfs- skálamel á næsta leiti þar sem í boði verða minni íbúðir sem sár- lega vantar, og væntanlegar breytingar á Bygggarðasvæðinu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verð- ur hjúkrunarheimili byggt í sam- starfi við Reykjavík rétt við bæj- armörkin. Þetta eru spennandi tímar en að sama skapi þarf að huga að því að allar þessar framkvæmdir falli vel að því sem fyrir er og þá sér- staklega hvað varðar umferð bæði gangandi og akandi vegfarenda og þá þjónustu sem fyrir er. Styrk fjármálastjórn verður að vera sem áður lykilatriði og áhersla lögð á að halda álögum sem lægstum. Mig langar að leggja mitt af mörkum og taka þátt í að halda áfram því góða starfi sem hefur verið innt af hendi, með styrka fjármálastjórn og góða þjónustu við íbúana að leiðarljósi. Ég hef setið á varamannabekknum sl. tvö kjörtímabil, og hef á þeim tíma verið formaður Menningarnefndar Seltjarnarness og er núverandi formaður Félagsmálaráðs auk þess að sitja í Æskulýðs- og íþróttaráði. Ég tel mig meira en reiðubúna að koma inná sem að- almaður og vona að ég fái ykkar stuðning til þess. Ég hvet sem flesta Sjálf- stæðismenn til að taka þátt í prófkjöri okkar á laugardag og láta skoðanir sínar í ljós á því hverja þeir vilja sjá á lista Sjálfstæðisflokksins í vor og mynda með því sterkan lista sem leitt getur Sjálfstæðismenn til sigurs. Prófkjör á Seltjarnarnesi Eftir Sigrúnu Eddu Jónsdóttur ’Ég tel mig meira enreiðubúna að koma inn á sem aðalmaður og vona að ég fái ykkar stuðning til þess.‘ Sigrún Edda Jónsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi, og býður sig fram í 3. sæti listans í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Prófkjör Seltjarnarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.