Morgunblaðið - 02.02.2006, Page 6

Morgunblaðið - 02.02.2006, Page 6
AFAR misjafnt er milli skóla og eftir aldri hversu hátt hlutfall grunnskólanema í Reykjavík borð- ar heitan mat í hádeginu í skól- unum, en að meðaltali er um þriðj- ungur nemenda sem ekki borðar heitan mat í hádeginu. Að mati skólastjóra Fellaskóla er líklegt að verðið á máltíðunum sé ein af helstu ástæðunum fyrir því að hlutfallið er ekki hærra, en auk þess spila aðrir þættir inn í, t.d. matvendni, matarofnæmi o.fl. Í Fellaskóla nýta um 50% nem- enda heita matinn, og er hlutfallið hæst í yngstu bekkjunum en lægra meðal elstu barnanna, segir Þor- steinn Hjaltason, skólastjóri Fella- skóla. Verðið á heitum mat í skól- anum er 5.000 kr. á mánuði. Spurður um ástæður þess að foreldrar kjósi að kaupa ekki heita matinn fyrir börn sín segir Þor- steinn: „Við höfum ekki gert neina könnun á því, en því miður óttast ég að efnahagur hafi þar eitthvað að segja. Ég myndi persónulega vilja að þetta væri í boði fyrir alla í skólanum þeim að kostnaðarlausu, og væri hluti af heildarframlagi til skólanna.“ Hann segir þó að einnig séu aðr- ar skýringar en efnahagur foreldra sem spili inn í, t.d. matvendni nem- enda og matarofnæmi. Kostnaður- inn sé um 250 kr. á hverja máltíð, sem geti ekki talist mikið, enda sé einnig kostnaður því samfara að útbúa nesti fyrir nemendur til að taka með sér í skólann. Ekki var gerð könnun á nýtingu nemenda á mötuneytum skólanna í Reykjavík á síðasta ári, en árið 2004 reyndist hlutfallið afar mis- jafnt eftir skólum, sums staðar nýtti um helmingur nemenda sér heita matinn í skólunum, en í öðr- um borðuðu svo til allir nemend- urnir heitan mat í hádeginu, sam- kvæmt upplýsingum frá mennta- sviði Reykjavíkurborgar. Stéttaskipting í mötuneytinu? Heitur hádegisverður er eldaður í öllum skólum borgarinnar utan Þriðjungur grunnskólanema í Reykjavík fær ekki heitan mat í hádeginu en ásóknin misjöfn eftir skólum ar fleira en eitt barn sé í skól- anum, enda ekki gefinn afsláttur vegna fjölda barna, heldur reynt að hafa kostnaðinn í lágmarki fyrir alla. 95% í mat í Fossvogsskóla Af þeim skólum sem Morgun- blaðið hafði samband við í gær var hlutfall nemenda sem nýta sér heitan mat í hádeginu hæst í Foss- vogsskóla, þar sem um eða yfir 95% nemenda kaupir mat í hádeg- inu. Óskar S. Einarsson, skóla- stjóri Fossvogsskóla, segir að ef- laust spili þar inn í að í skólanum eru einungis börn í 1.–7. bekk, en foreldrar yngstu hópanna eru lík- legastir til að nota sér þennan möguleika. Verðið á heita matnum í Fossvogsskóla er 5.000 kr. á mánuði. Þeir sem ekki borða heitan mat í Fossvogsskóla eru yfirleitt þeir sem ekki hafa mikla lyst á þeim mat sem boðið er upp á, eða eru með matarofnæmi, segir Óskar. „Fólk veltir frekar fyrir sér holl- ustunni, en ég hef ekki orðið var við að þeim finnist maturinn dýr.“ Kostnaður, matvendni og ofnæmi helstu ástæðurnar Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Lögð er áhersla á hollustu í flestum grunnskólum og alltaf boðið upp á ávexti og grænmeti. þriggja. Í Laugarnesskóla og Ölduselsskóla er notast við að- keyptan mat, og í Vogaskóla er verið að koma upp aðstöðu til að elda mat. Nýjar upplýsingar um verð á matnum liggja ekki fyrir hjá menntasviði, en þegar það var síðast kannað árið 2004 var það á bilinu 4.000 til 5.500 kr. á mánuði, eða 200–275 kr. á hverja máltíð. Í grein í Morgunblaðinu um síð- ustu helgi benti Svandís Svavars- dóttir, framkvæmdastjóri Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, á að að meðaltali séu það aðeins um 68,6% grunnskólabarna sem fái heitan mat í skólunum, og velti því fyrir sér hvers vegna hlutfallið sé ekki hærra. „Er ekki sennilegast að sumir foreldrar treysti sér einfaldlega ekki til þess að kaupa mataráskrift vegna kostnaðarins? Og hvernig ætlum við að bregðast við því? Finnst okkur ásættanlegt að skipta börnunum okkar í stéttir eftir efnahag strax í grunnskól- anum? Þau sem hafa efni á því að borða í mötuneytinu og hin sem hafa það ekki?“ spurði Svandís í grein sinni. Hún setur þar fram þá skoðun sína að matinn í grunnskólum borgarinnar ætti að greiða úr sam- eiginlegum sjóðum borgarbúa, og ganga þar skrefi lengra en gert er í Reykjanesbæ, þar sem kostnað- urinn við skólamáltíðirnar er greiddur niður um 145 kr. á hverja máltíð. Þar kostar hver máltíð því foreldra 185 kr., eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. sunnudag, sem jafngildir því að mánaðargjaldið sé 3.700 kr. Ásóknin í heita matinn að aukast Fyrsti skólinn í Reykjavík sem bauð nemendum upp á heitan mat í hádeginu, eldaðan á staðnum, var Rimaskóli í Grafarvogi, en þar hef- ur verið boðið upp á heitan mat síðan 1997, segir Helgi Árnason skólastjóri. Aðsóknin hefur aukist talsvert síðustu árin, og nú borða um 90% barna í 1.–4. bekk heitan mat, og á bilinu 30–50% barna í eldri bekkjunum. Mánaðargjaldið fyrir heita matinn er 5.000 kr. í Rimaskóla. Munurinn eftir árgöng- um skýrist trúlega fyrst og fremst af hefðinni, það hefur orðið mikil breyting í viðhorfi foreldra und- anfarin fjögur ár, segir Helgi. Hann segir allan gang á því hvers vegna foreldrar sumra barna kjósi að kaupa ekki heitan mat. „Sumir bera fyrir sig kostnaðinn. Aðrir eiga matvanda krakka og sjá fram á að þeir borði ekki matinn. Það er kannski stærsti hlutinn, en ég hef ekki gert neina úttekt á því,“ segir Helgi. Hann segir kostnaðinn einkum hafa áhrif þeg- 6 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er erfitt að halda jafnvægi milli þess að bjóða upp á hollan mat og þess að bjóða upp á mat sem börnin borða, enda til lítils að bjóða upp á hollan mat sem endar meira og minna í ruslinu. Í Fellaskóla hef- ur verið lögð mikil áhersla á hollan mat frá því að Þuríður Helga Guð- brandsdóttir, matartæknir og nýr yfirmaður mötuneytisins, tók til starfa sl. haust, en hún segir að vel gangi að koma hollustunni í krakk- ana. „Við leggjum mikla áherslu á ferskt grænmeti og ferska ávexti á hverjum degi, og vatn með matn- um,“ segir Þuríður. Auk þess er boðið upp á fisk tvisvar í viku, sem gengur bara vel í krakkana. „Ég er að fá unglinga til mín að byrja að og námsástundun í skólanum,“ seg- ir Þorsteinn. Því var ákveðið að bjóða upp á hafragrautinn. „Við sáum strax breytingu eftir að við byrjuðum á þessu, þetta hefur virk- að mjög vel á þessa krakka að koma hingað í hafragrautinn.“ Í dag er harður kjarni um 30 krakka sem koma daglega og borða hafragraut hjá Þuríði, auk þess sem aðrir slæðast með af og til. Þuríður segir að nú sé stefnt á að hífa fjöldann upp og fá sem flesta til að koma í morgunmat áður en skólinn byrjar. Einnig stendur fyrir dyrum átak til þess að auka fjölda barna sem borðar heitan mat í hádeginu, m.a. með því að kynna eldhúsið og starfsfólkið, markmiðin og matinn, fyrir foreldrum barnanna. borða fisk sem hafa aldrei borðað fisk heima hjá sér.“ Í Fellaskóla hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða nem- endum upp á hafragraut á morgn- ana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Þorsteins Hjaltasonar skóla- stjóra hefur sú tilraun verið í gangi frá því í haust, og hefur gengið mjög vel. 60–70 krakkar komu að jafnaði í morgunverð á hverjum morgni fyrir áramót, af þeim rúm- lega 400 sem eru í skólanum. Hafragrauturinn virkar vel „Við fórum að kanna morg- unvenjur barnanna, og það kom í ljós að allt of margir borða ekki morgunmat áður en þeir koma í skólann, sem hefur áhrif á hegðun Ekki vandamál að koma hollum mat í krakkana HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn á þrí- tugsaldri til tíu og tólf mánaða fangelsis fyrir rán og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Sá er fékk tólf mánaða refs- ingu fær hins vegar níu mánuði skilorðsbundna þar sem hann hefur nú tekið sig á, lokið áfeng- ismeðferð og hafið skólagöngu að nýju. Báðir voru þeir sakfelldir fyr- ir innbrot í verslunina Lyf og heilsu í Austurveri sunnudaginn 10. júlí 2005, þar sem annar þeirra var vopnaður hníf. Þótti sannað að einbeittur vilji hefði verið til að útvega sér fíkniefni, án þess að þeim hafi tekist ætl- unarverk sitt, og framkoma þeirra hefði verið ógnandi. Annar mannanna var jafn- framt sakfelldur fyrir rán á veitingastaðnum Domino’s Pizza í Grafarvogi síðar sama dag. Þar ógnaði hann starfsmanni veitingastaðarins með hnífi og skipaði honum að afhenda sér fjármuni úr sjóðsvél staðarins. Ákærði hafði á brott með sér 10.500 krónur. Ennfremur voru mennirnir dæmdir fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, fyrir að hafa í fórum sínum annars veg- ar smáræði af hassi og hins veg- ar lítilræði af fíkniefninu MDMA. Málið dæmdi héraðsdómarinn Símon Sigvaldason. Verjandi þess er tíu mánaða refsinguna hlaut var Jón Höskuldsson hdl. og verjandi meðákærða Jón Eg- ilsson hdl. Dæmdir fyrir rán og vörslu fíkniefna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.