Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 31
Síðastliðinn föstudag héldu þrennsamtök, Samorka, Samtök iðn-aðarins og Samtök atvinnulífsins,mikla hyllingarsamkomu um gildi
ál- og orkuframleiðslu, eins og það var
kallað. Yfirskrift ráðstefnunnar var Orku-
lindin Ísland. Það má kalla
vel valið og endurspeglar vel
hvaða augum ráðstefnuhald-
arar líta Ísland, ef marka má
dagskrá og ágrip erinda. Ís-
land er í þeirra huga ekki
landslag, fossar, fjöll og dalir.
Ísland er í þeirra huga ekki
ættjörð, sögustaðir, ekki
vagga íslenskrar menningar
og tungu, ekki eitt af undrum
hnattarins á sviði jarðfræði
og landmótunar. Nei, Ísland
er í augum forsvarsmanna
þessara samtaka orkulind,
staður til að tappa af orku.
Nú má segja að ekkert sé
við það að athuga að samtök
orkufyrirtækjanna, Samorka,
standi fyrir ráðstefnu af
þessu tagi. Orkuframleiðsla
er jú þeirra viðfangsefni. En
þátttaka Samtaka iðnaðarins
undir jafn gagnrýnislausum
formerkjum mærðar á álvæð-
ingu landsins vekur nokkra
athygli, a.m.k. mína. Svo ekki
sé nú minnst á þátttöku Sam-
taka atvinnulífsins í heild
sinni. Eru Samtök iðnaðarins
ekki líka samtök útflutnings-
og samkeppnisiðnfyrirtækja
sem nú er sem óðast rutt úr
vegi í þágu álvæðingarinnar?
Eru ekki Samtök atvinnulífs-
ins einnig samtök sjáv-
arútvegsins, ferðaþjónustunnar, hátækni-
og þekkingarfyrirtækjanna? Eru for-
svarsmenn þessara greina eins og for-
ystumenn LÍÚ, samtaka fiskvinnslu-
stöðva, samtaka ferðaþjónustunnar,
hátæknifyrirtækjanna, sammála for-
ystumönnum Samtaka atvinnulífsins um
þessa framsetningu mála?
Þverklofin þjóð
Í aðdraganda ráðstefnunnar og á henni
sjálfri var hampað skoðanakönnun sem
einn af ráðstefnuhöldurum lét gera fyrir
sig í nóvember sl. um afstöðu þjóðarinnar
til ál- og orkufyrirtækja og stefnunnar í
þeim efnum. Hefur öll matreiðsla á nið-
urstöðum könnunarinnar verið á þá leið
að hún sýni mikinn stuðning þjóðarinnar
við þessa stefnu, við stóriðjustefnuna. En
er það svo? Má ekki allt eins lesa út úr
niðurstöðum skoðanakönnunarinnar að
þar komi fram mikil andstaða við áfram-
haldandi álvæðingu landsins? Er það
sterk útkoma fyrir stuðningsmenn núgild-
andi stóriðjustefnu að 37% þeirra sem af-
stöðu taka eru beinlínis andvíg frekari
uppbyggingu í áliðnaði og 15% þar til við-
bótar taka ekki afstöðu? Það er með öðr-
um orðum minni hluti eða 48% sem
treystir sér til að lýsa beinum stuðningi
við áframhaldandi vegferð á sömu braut.
Er ekki rétt að hafa í huga, að þetta er sú
hin sama stóriðjustefna eða stóriðjutrúboð
sem á sér bakhjarl í fjársterkum fyr-
irtækjum er lagt hafa tugi og hundruð
milljóna í áróður fyrir sjálf sig og stór-
iðjustefnuna undanfarin ár. Opinbert fé er
notað blygðunarlaust í áróður innanlands
og markaðssetningu útávið (iðnaðarráðu-
neytið, Orkustofnun, Markaðsskrifstofan
og hvað það nú heitir) og þar til viðbótar
sáldra fyrirtæki eins og Landsvirkjun um
sig silfrinu í þjóðfélaginu til að kaupa sér
velvild og stuðning. Þetta er stefnan sem
hefur að bakhjarli stuðning beggja stjórn-
arflokkanna og meiri hluta þeirra á Al-
þingi og yfirleitt einnig a.m.k. Samfylk-
ingarinnar úr stjórnarandstöðunni.
Ef við tökum til hliðar þau 15% sem
ekki taka afstöðu í könnun Gallup fyrir
Samtök atvinnulífsins, þá er niðurstaðan
að u.þ.b. 55% séu fylgjandi áframhaldandi
álvæðingu og 45% andvíg. Einhvern tíma
hefði nú verið sagt, með tilliti til skekkju-
marka í slíkum könnunum, að þjóðin
skiptist einfaldlega í tvær svipaðar fylk-
ingar í afstöðu sinni, væri þverklofin í við-
horfum sínum til þessa máls. Væri ég í
sporum orku- og álfyrirtækjanna, stjórn-
arflokkanna eða Samfylkingarinnar hefði
ég miklar áhyggjur af því að þrátt fyrir
allan áróðurinn og fjárausturinn væri jafn
stór hluti þjóðarinnar andvígur frekari ál-
væðingu og raun ber vitni. Við í Vinstri-
hreyfingunni – grænu framboði erum
reyndar ekki óvön því að upplifa okkur
sem einu talsmenn sjón-
armiða inni á Alþingi sem
eiga sér hlutfallslega marg-
falt meiri stuðning úti í þjóð-
félaginu. Það átti við um
baráttuna gegn Kára-
hnjúkavirkjun þar sem við
stóðum ein flokka og studd
aðeins persónulegum stuðn-
ingi þriggja þingmanna úr
tveimur öðrum flokkum þeg-
ar til lokaafgreiðslunnar
kom. Og þessa dagana end-
urtekur sagan sig á Alþingi í
slagnum við virkjanafrum-
varp Valgerðar.
Meiri áhætta að
kaupa ekki
Af því sem lesa má af
ræðum framsögumanna á
Orkulindarsamkomunni
staldra ég aðeins við tvennt.
Það er erindi Þórðar Frið-
jónssonar, forstjóra Kaup-
hallarinnar, sem ku hafa
komist svo hnyttilega að orði
á ráðstefnunni að það væri
meiri áhætta að halda ekki
áfram frekari áluppbyggingu
heldur en að láta staðar
numið. Rifjast þá upp sagan
af verðbréfaráðgjafanum
góða hjá Búnaðarbankanum
sáluga sem í sjónvarpinu
sagði við þjóðina að það væri
meiri áhætta að sleppa því að kaupa bréf í
Íslenskri erfðagreiningu eða DeCode
Genetics eins og það mun hafa heitið. Þau
fleygu orð féllu þegar gengi bréfa í fyr-
irtækinu var í hámarki og síðan þekkja
menn framhaldið. Í öðru lagi vekur at-
hygli mína kjarkmikil framganga Gylfa
Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ.
Reynsla Alþýðusambandsins af áhrifum
ofvaxinna stórframkvæmda á borð við
byggingu Kárahnjúkavirkjunar og Reyð-
aráls, við núverandi aðstæður á íslenskum
vinnumarkaði, virðist ekki hafa dregið úr
stuðningi Gylfa Arnbjörnssonar við álvæð-
inguna. Veit ég þó ekki betur en að þetta
sé sama Alþýðusambandið og berst gegn
félagslegum undirboðum í þrælabúðunum
á Brúaröræfum og sama Alþýðu-
sambandið og horfir á hundruð fé-
lagsmanna sinna missa vinnuna í fisk-
vinnslu og öðrum iðnaði vegna
ruðningsáhrifa stóriðjuframkvæmdanna í
hagkerfinu.
Tvær flugur í einu höggi
Ég veit reyndar ekki hvort hylling-
arsamkomunni sl. föstudag lauk með
glasaglaumi.
Hafi svo verið má spyrja hvort for-
svarsmönnum Samtaka iðnaðarins og
Samtaka atvinnulífsins hafi dottið í hug að
slá tvær flugur í einu höggi og snúa sam-
komunni upp í erfidrykkju í leiðinni eftir
útflutnings- og samkeppnisgreinar hins
almenna atvinnulífs. Ekki verður annað
ráðið af framgöngu flestra þeirra hingað
til, þar með talið uppleggi Orkulind-
arþingsins, en að þeir séu tilbúnir að
fórna þeim greinum á altari áframhald-
andi álvæðingar landsins. Eitt eru deilur
um það sem liðið er eða þegar hefur verið
endanlega ákveðið, annað er hvort hér á
að efna til áframhaldandi stóriðjuveislu,
nær væri e.t.v. að segja stóriðjuorgíu,
næstu fimm árin eða svo með allt að
þremur stórum álversverkefnum til við-
bótar og tilheyrandi virkjunum.
Nei, hér þarf að staldra við. Lágmark
væri að þjóðin fengi sjálf að leggja línur
um framhaldið, svara þeirri spurningu í
almennri atkvæðagreiðslu hvernig Ísland
við viljum að þessu leyti. Annar kostur
væri að fresta öllum meiriháttar ákvörð-
unum á þessu sviði þar til að loknum
næstu þingkosningum.
Hyllingar-
samkoma um
álvæðingu
Eftir Steingrím J. Sigfússon
Steingrímur J.
Sigfússon
’Lágmark væriað þjóðin fengi
sjálf að leggja
línur um fram-
haldið, svara
þeirri spurningu
í almennri at-
kvæðagreiðslu
hvernig Ísland
við viljum að
þessu leyti.‘
Höfundur er formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs.
ægt að hagræða verulega.
ð það blasti við að rík-
ið kúabúskap myndi
a ætti við um markaðs-
t myndi veða gerð krafa
samfélaginu og sú krafa
bænda. Bændur stæðu
þeim valkosti að velja
sem myndi hins vegar
andi markaðshlutdeildar
ernd. Það leiddi aftur til
dýrara að framleiða vör-
i jafnframt að minni sátt
nu um óbreytt stuðnings-
greinina. Hinn kosturinn
kifærin sem lægju á borð-
ngu.
algerlega hafna því að
ap sem menningarfyrir-
að njóta styrkja á þeim
n benti á að út frá sömu
halda því fram að fleira
búskapur. Ætti t.d. ekki
nningu sjávarþorpanna,
bætti við að menn vildu
greiða bændum grænar
leiðslutengdar greiðslur)
nefið eða kveða rímur.
di grænar greiðslur og
kostnaðarvitund. Hann
rf væri á að styrkja korn-
g hverju það breytti um
ktar ef það yrði gert.
ur styrki engu breyta um
ar. Menn myndu kannski
r til kornræktar.
lok erindi síns mynd af
sem reist var á Íslandi á
m. Þar hefðu verið um
mleiðslan hefði verið 800
Þetta bú reisti Thor
úlfsstöðum. Elvar sagði
a á að fjölskyldan gæti
ið framleiðsluna án þess
innuafli.
Á fundinum var talsvert rætt um á
hvaða forsendum ætti að reka kúabúskap
á Íslandi, þ.e. hvort menn ættu að leitast
við að keppa í verði eða gæðum. Sigurjón
Hjaltason, bóndi í Raftholti, sagði að ís-
lenska mjólkin hefði mikla sérstöðu hvað
varðar efnainnihald og að hana bæri að
varðveita.
Geta ekki keppt í verði
Ágúst Dalkvist, bóndi á Eystra-
Hrauni, tók undir þetta og sagði að ís-
lenskir kúabændur gætu aldrei keppt í
verði við bændur í nágrannalöndum okk-
ar, þess vegna yrðum við að leggja
áherslu á sérstöðu vörunnar.
Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á
Skálpastöðum, sagði að rannsóknir á ís-
lenskri mjólk sýndu að í henni væri
minna um aukefni en í annarri mjólk.
Ástæðan væri sú að hún væri framleidd í
hreinu umhverfi og hún yrði því áfram
mjög góð þó að flutt yrði inn nýtt kúakyn.
Hann sagði að alls staðar í heiminum
væri lögð áhersla á að mjólkurvörur væru
hollar og drægju úr tilteknum sjúkdóm-
um. Íslensk mjólk hefði ekki þá sérstöðu
sem menn vildu vera láta hvað þetta
varðar. Guðmundur sagði að það væri
nauðsynlegt að flytja inn nýtt kúakyn.
Hefðbundið kynbótastarf hefði ekki skil-
að nægilega miklu. Hann sagði að bænd-
ur yrðu að geta boðið neytendum mjólk á
hagstæðu verði og jafnframt skilað
bændum viðunandi afkomu. Þetta væri
verkefnið en ekki hvort bændur væru
fleiri eða færri.
Guðmundur Lárusson, bóndi í Stekk-
um, hvatti einnig til innflutnings á nýju
kúakyni. Í dag væri kraftur í atvinnu-
greininni, en mikil hættumerki væru
fram undan. Ef menn héldu óbreyttri
stefnu myndi þessi framsækni hverfa úr
greininni vegna þess að kraftmiklir
bændur myndu hverfa þaðan ef þeim yrði
meinað að nýta sér tækifæri sem gæfust
til hagræðingar með nýju kúakyni. Guð-
mundur sagði það hættulegan málflutn-
ing, eins og landbúnaðarráðherra hefði
stundað, að hvetja bændur til að halda
áfram óbreyttri stefnu. Það væri aðeins
tímaspursmál hvenær innflutningur yrði
heimilaður og hann sagðist vera sann-
færður um að fólk keypti ekki mjólk á
þjóðernislegum forsendum. Mjólk væri
eins og hver önnur vara, líkt og appels-
ínur og 90% af fólki léti verðið ráða vali á
því hvað færi í innkaupakörfuna. Guð-
mundur minnti líka á að breytt pólitískt
landslag gæti leitt til þess að bændur
misstu þá vernd og styrki sem þeir hefðu.
Undir það yrðu þeir að búa sig.
Varaði við innflutningi á nýju kyni
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra mótmælti orðum Guðmundar og
sagði að bændur ættu ekki að tala niður
gæði íslenskra mjólkuvara. Hann lagði
áherslu á sérstöðu og gæði íslensku
mjólkurinnar og það væri það sem ís-
lenskir neytendur sæktust eftir. Þess
vegna væri varasamt að flytja inn nýtt
kúakyn. Guðni tók fram að ef WTO-
samningurinn yrði mjög óhagstæður
gæti verið að við yrðum að hugsa málið
upp á nýtt og þá væru erfðabætur meðal
þess sem kæmi til skoðunar.
Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni,
sagði að við ætluðum að halda uppi fram-
leiðslu hér á landi, ættum við ekkert val.
Eins og staðan væri í dag næðu bændur
ekki að framleiða upp í þarfir innanlands-
makaðar. Hann sagði að það væri dap-
urlegt fyrir eina atvinnugrein að geta
ekki sinnt innlenda markaðinum. Hann
hvatti landbúnaðarráðherra til að segja
við þjóðina við yrðum að flytja inn nýtt
kúakyn til að bjarga íslenskri mjólkur-
framleiðslu.
Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum,
sagði við yrðum að skoða allar leiðir til að
lækka verð og hagræða. Hann sagði að
mikill skortur væri á mjólk og mjólkur-
iðnaðurinn hefði í tvö ár verið að hvetja
bændur til að auka framleiðslu. Þetta
hefði gengið illa og horfurnar væru ekki
góðar. Samkvæmt nýjum tölum Bænda-
samtakanna hefði kúm á Íslandi fækkað
um 300 á síðasta ári og fengnum kvígum
með 60–80. Alvarlegast væri þó að kálf-
um, 6 mánaða og yngri, hefði fækkað um
500. Ýmsar skýringar væru á þessu,
kálfadauði, strangar reglur um gæði
mjólkurinnar og fleira. Egill sagði þetta
benda til að atvinnugreinin væri í mikill
kreppu. Hann sagðist telja gott ef hægt
yrði að auka mjólkurframleiðslu um 10%
á næstu 10 árum.
Eins og áður segir voru mjög skiptar
skoðanir á fundinum um hvort heimila
ætti innflutning á nýju kúakyni. Sumir
fundarmenn vöruðu við slíkum innflutn-
ingi. Magnús B. Jónsson, fyrrverandi
skólastjóri á Hvanneyri, var í þeirra hópi.
Hann sagði ekki forsvaranlegt að treysta
eingöngu á erlent kynbótastarf. Hann
sagði að erfðamengi íslensku kýrinnar
væri nær órannsakað og gera þyrfti
bragarbót á því.
áfram að fækka
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Suðurlandi sem haldinn var á Þingborg. Meðal framsögumanna voru bændur og landbúnaðarráðherra.
egol@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
ækkað um 300 á síðasta ári. Kálfum hefur fækkað um 500.