Morgunblaðið - 08.02.2006, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.02.2006, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun Síðasta útsöluvika Lagersala 1.-11. febrúar 40-70% afslátturHverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Kjósið Þekkingu og reynslu Kjósið Skynsemi og skilning Kjósið Stefán Benediktsson Stuðningsmenn Stefáns Benediktssonar Opið prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra helgina 11. og 12. febrúar Tilboðsdagar í Sjúkravörum ehf. áður verslunin Remedia, í bláu húsi v. Faxafen, sími 553 6511 10% afsláttur af sjúkra- og vinnuskóm frá Schurr og Nurse Mates 15% afsláttur af stuðnings- og sjúkrasokkum frá Delilah/Samson og Sigvaris Einnig af sokkabuxum Sendum í póstkröfu 15% afsláttur af hinum frábæra Care þægindabrjóstahöldurum, bæði smelltir og heilir Í GLUGGAVERÖLD taka form mannslíkamans á sig óræðar mynd- ir. Í réttri lýsingu getur Ráðhús Reykjavíkur brugðið á leik með formin og sýnir þarna skuggaveru nálgast samborgara sinn sem engu er líkara en sé íklæddur stórum hvít- um kassa. Sé nánar að gætt sjást andstæðurnar í myndinni með því að formin hægra megin á henni eru bein, stílhrein og hvöss. Sé augum hvarflað til vinstri er allt annað uppi á teningnum. Formin eru mjúk og lin. Gæti myndin endurspeglað í einu vetfangi tíðarfarið að und- anförnu þar sem veturinn hefur ým- ist hert eða linað tök sín á borg og borgarbúum. Morgunblaðið/Ómar Í gluggaveröld DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla Íslands föstu- daginn 10. febrúar. Þá ver Birkir Þór Bragason líf- fræðingur dokt- orsritgerð sína: Rannsókn á pró- teinsamskiptum príon próteinsins, PrPC, og á áhrif- um R151C breytileikans í príon-próteini kinda á meðhöndlun próteinsins. Andmælendur eru dr. Wilfred Goldman, sérfræðingur við Institute for Animal Health, Neuro- pathogenesis Unit, í Edinborg, Bretlandi, og dr. Zophonías O. Jónsson, dósent við líffræðiskor Há- skóla Íslands. Dr. Stefán B. Sig- urðsson, deildarforseti læknadeild- ar, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal, Aðalbyggingu og hefst kl. 13. Rannsóknirnar voru unnar á Til- raunastöð H.Í. í meinafræði á Keld- um og hafa niðurstöðurnar verið birtar í tveimur greinum í erlendum ritrýndum tímaritum. Leiðbeinandi var dr. Ástríður Pálsdóttir, sérfræð- ingur við læknadeild H.Í. Auk henn- ar sátu í doktorsnefndinni dr. Eirík- ur Steingrímsson, rannsóknaprófessor við læknadeild H.Í., dr. Guðmundur Georgsson, prófessor emiritus, dr. Halldór Þor- mar, prófessor emiritus, og dr. Sig- urður Ingvarsson, prófessor við læknadeild H.Í. og forstöðumaður Tilraunastöðvar H.Í. á Keldum. Doktorsvörn við lækna- deild HÍ á föstudag ÞRÍR frambjóðendur Samfylkingar- innar í prófkjöri vegna borgarstjórn- arkosninganna í vor verða á kappræðufundi í kvöld á NASA við Austurvöll í Reykjavík. Fundurinn á að standa milli kl. 19 og 20 og er á vegum Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Frambjóðendurnir eru Dagur B. Eggertsson, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Fund- arstjórar verða Sigrún Grendal og Davíð Þór Jónsson. Skúli Helgason, framkvæmda- stjóri flokksins, segir að fundaformið verði knappt, ekki verði um fram- sögur að ræða heldur muni fundar- mönnum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna „spjörunum úr“. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verður haldið um næstu helgi. Þrír prófkjörsfram- bjóðendur í kappræðu NÝJAR hugmyndir um tilurð Ís- lands er meðal efnis í nýrri bók Freysteins Sigmundssonar, jarð- eðlisfræðings við Norræna eld- fjallasetrið, um jarðskorpuhreyf- ingar á Íslandi, en bókin er sam- ansafn áratuga rannsókna á jarðskorpu landsins. Freysteinn sagði í samtali við Morgunblað- ið að þessar nýju hugmyndir byggðust aðallega á því að efast er um tilurð svokallaðs möttulstróks, en það er heitt efni sem flæðir úr möttli jarðar upp á yfirborðið og ber með sér varma. Gamlar hug- myndir um myndun landsins hafi byggst á því að möttulstrókur und- ir landinu hafi náð langt niður í jörðu, hugsanlega að mörkum jarðmöttulsins og kjarna jarðar. Nýja hugmyndin er hins vegar sú að efnisgerð undir landinu sé örlít- ið frábrugðin þeirri sem er í dag og meiri bergkvika geti myndast. Þetta sé vegna fornrar jarðskor- puflísar sem liggi ofan á möttl- inum. Freysteinn telur að ekki sé hægt að hafna þessum hugmynd- um þó svo að þær eldri séu réttar. Hann telur að Ísland sé einn af fáum stöðum þar sem mikill straumur varma liggur djúpt úr iðrum jarðar. Þessar niðurstöður eru fengnar að undangegnum ára- tuga rannsóknum á jarðskorpu Ís- lands en Freysteinn sagði að gríð- armiklar rannsóknir hefðu verið gerðar á jarðskorpuhreyfingu, hvernig hún myndast og færist til í jarðskjálftum, eldgosum og land- reki. Þessar rannsóknir hafa ekki Nýjar hugmyndir um tilurð Íslands í nýrri bók verið teknar saman og birtar í einu riti áður. Mikill fróðleikur í Suðurlandsskjálftunum Freysteinn sagði að auk nýrra hugmynda um tilurð landsins væri að finna í bókinni upplýsingar um nýjar hugmyndir um jarðfræði Norður-Atlantshafssvæðisins þar sem dregnar væru saman hug- myndir um möttulstrók sem er undir landinu og veldur m.a. auk- inni eldvirkni. Hegðun eldfjalla eru einnig gerð góð skil en mæl- ingar á eldfjöllum með GPS og bylgjuvíxlmælingum hafa skilað miklum upplýsingum en 20 ár eru síðan GPS-mælingar hófust en ein- ungis 10 ár eru síðan bylgjuvíxl- mælingar úr gervitunglum hófust. Fjallað er um landrekið og auk þess sem líkön í bókinni lýsa því hvernig það á sér stað. Einnig er fjallað um hvernig jarðskorpan brotnar og sagði Freysteinn að Suðurlandsskjálftarnir hefðu verið hafsjór af fróðleik. GPS- og gervi- tunglamælingar gerðu það kleift að mæla hreyfingu á jarðskorp- unni og færslur á þeim misgengj- um þar sem jarðskjálftinn átti sér stað. Aðspurður hvort bókin gæti nýst erlendum vísindamönnum sagði Freysteinn að bókin væri hugsuð fyrir alþjóðamarkað, bæði til að veita skilning á Íslandi og vera lykill til að skilja sambærileg ferli annars staðar í heiminum. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.