Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jakarta. AP, AFP. | Vísindamenn hafa uppgötvað „nýjan heim“ á einangruðum frumskógarsvæðum í Indónesíu, nýjar tegundir froska, fiðrilda og plantna og einnig stór spendýr, sem annars staðar eru í útrýmingarhættu. „Þetta er það næsta, sem hægt er að komast aldin- garðinum Eden,“ sagði Bruce Beehler, annar leiðang- ursstjóranna, eftir ferð hópsins um Foja-fjöllin á norð- vestanverðri Nýju-Gíneu í desember sl. Um er að ræða tveggja milljóna hektara svæði, sem vaxið er fornum frumskógi. Það vakti athygli vísindamannanna hvað dýrin voru óhrædd við manninn og þeir nefna sem dæmi, að þeir fundu tvo mjónefi eða maurígla, spendýr, sem verpa eggjum, og gátu þeir meðhöndlað þá og eggin þeirra að vild. Fyrir utan nýjar tegundir af froskum og fiðrildum, fannst mikið af nýjum plöntum, meðal annars fimm nýir pálmar og alparós með 15 cm breitt blóm. Í leiðangurshópnum voru 11 menn frá Bandaríkj- unum, Ástralíu og Indónesíu og voru þeir fluttir á stað- inn með þyrlu. „Þarna var ekki að finna neina stíga, enga manna- byggð og ekkert, sem benti til, að hún hefði nokkru sinni verið þarna,“ sagði Beehler, sem bætti við, að fjölbreytni dýra- og plöntulífsins væri svo mikil, að leiðangursmenn- irnir hefðu aldrei farið langt frá búðunum. „Það má því segja, að við höfum bara fengið reykinn af réttunum.“ Fundu heimkynni paradísarfugls Meðal þess, sem vísindamennirnir fundu, var kengúra, sem lifir í trjám og var áður talin um það bil útdauð, og ný fuglategund, sem lifir á hunangi. Þá tóku þeir í fyrsta sinn myndir af einni tegund paradísarfugla, sem kennd er við þýska náttúrufræðinginn Hans von Berlepsch. Var henni fyrst lýst á 19. öld og þá stuðst við dauða fugla, aðeins kvenfugla, í höndum innfæddra. Síðan hefur fuglsins oft verið leitað en án árangurs. Urðu vísinda- mennirnir vitni að ástarleik karlfuglsins og vita nú, að þarna, í 2.000 m hæð í Foja-fjöllum, eru hin eiginlegu heimkynni hans. Beehler segir, að sem stendur steðji engin hætta að þessu landsvæði en ásóknin í timbur vaxi stöðugt, eink- um frá löndum eins og Kína og Japan, og því verði menn að hafa varann á. „Það næsta sem hægt er að komast Eden“ Vísindamenn hafa fundið nýjan og ósnertan heim plantna og dýra á indónesíska hluta eyjarinnar Nýju-Gíneu  %;   ' ( #   ( () $    !" #   $%&'()*+,'-../ )  &         & $    % *%    $  +,%-  ./0 (1   2,1   13 &0  1, #            M  N*  . 9  445 6+78+9:" !   "# :9); % *% 0  #1 :#1, <&= "7&$/$ ,&40#$/  ,&40#$/ ? 74O"/ %&#46/  =&= "7&$/$ ,&40#$/ >?,&40#$/ 1 / H /"047  &= "7&$/$ ,&40#$/ ,&40#$/ &; &%%$ :&%%,0, >=0/ 4  ==&= "7&$/$ ,&40#$/ >=0/ P:&%%, / ,&40#$/   1 >=&= "7&$/$ ,&40#$/ <#B? / ,&40#$/ (4 "?!7; /4 / 0#$/,&40#$/ $%  @A #  2 ; 6 1 2 "&/%H7P;&,/ / " 74&/7&4 P#&/,0; O- "(/#0; $, 5&7,$%P4$2 B   2 "&/%H7P;&,/ -O=$ &; ? 7 # &/ &$;P,, " ;!##0;2 %%$ /F,,0/ ;O7$%- /=$ !( $  6 1 B  C # D$* # 1  (; "/ ; > 2 !7 &# &$;%D##$ # " "/ ; ,$7 :& -&/$= P:&%%,2 :& E %  $  # & &40# &; &## > &",$/ = 7B (4 4/&$#  04 #7&4 ,O/, 71 /P -&/ 7 /2 F %     " / ? 74O", (4 "/0;,O,, 1&#B/ &; -&/1$/ &44?0; &# 7H,$= &/ -$, = 0;2 +,  * 1 $# "?!7; /4/ ,&40# &; &## > &",$/ = 7B (4 4/&$# 2 >  ? <  > ?< Reuters Paradísarfugl, sem fannst í Foja-fjöllum á Nýju-Gíneu. AP Trjákengúran, sem liggur við útrýmingu annars staðar. HÓPUR reiðra múslíma réðst til inngöngu í búðir norskra hermanna í bænum Meymana í norðvesturhluta Afganistans í gærmorgun en Norð- mennirnir mynda svokallaða endur- reisnarsveit ISAF, alþjóðlegra ör- yggissveita Atlantshafsbandalagsins (NATO), í Meymana. Íslenskir frið- argæsluliðar störfuðu með Norð- mönnunum í Meymana en voru kall- aðir á brott fyrir jól skv. ákvörðun Geirs H. Haarde utanríkisráðherra en ástand öryggismála þótti þá hafa versnað í þessum hluta Afganistans. Samkvæmt frétt norska blaðsins Dagbladet tóku tvö til þrjú hundruð Afganar þátt í mótmælum við bæki- stöð norsku endurreisnarsveitarinn- ar í Meymana, en mótmælin tengd- ust birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni í norsku blaði, Magazinet, og raunar víðar í Evr- ópu. Til átaka kom og a.m.k. tveir Afganar týndu lífi þegar afganskir lögreglumenn á staðnum skutu inn í mannfjöldann. AFP-fréttastofan sagði þá raunar hafa verið fjóra. Norska Dagbladet hafði eftir Thom Knustad, yfirmanni norsku hersveitarinnar í Meymana, að mót- mælendur hefðu beitt handsprengj- um og skotvopnum, auk þess sem grjóti var kastað á Norðmennina. Urðu fimm liðsmenn endurreisnar- sveitarinnar fyrir meiðslum en eru ekki alvarlega særðir. Liðsmenn endurreisnarsveitar- innar beittu táragasi og skutu gúmmíkúlum úr byssum sínum á mótmælendurna. Þá voru F-16-orr- ustuþotur ISAF-sveitanna sendar á vettvang og flugu þær yfir Meymana til að stökkva mótmælendum á flótta. Ennfremur sagði BBC frá því að bresk hersveit hefði verið send á staðinn með hraði til að tryggja yf- irráð yfir flugvellinum í Meymana. Loks greindi talsmaður Samein- uðu þjóðanna í Afganistan, Adrian Edwards, frá því að ákveðið hefði verið að kalla flesta starfsmenn SÞ frá Meymana. Alls eru fimmtíu norskir hermenn á svæðinu, skv. frétt Dagbladet á netinu, en þar af reka þrjátíu og fjór- ir þeirra bækistöð endurreisnar- sveitarinnar (e. Provincial Reconst- ruction Team) í Meymana, en borgin er höfuðstaður Faryab-héraðs. Eru þar jafnframt sextán Finnar, þrír Lettar og nokkrir Svíar. Talibanar í heilagt stríð gegn dönskum hermönnum? Sjö íslenskir friðargæsluliðar störfuðu með Norðmönnunum í Meymana sl. haust en þeir voru kall- aðir heim fyrir jól skv. ákvörðun ut- anríkisráðherra. Hafði þá verið ráð- ist gegn hjálparstarfsfólki á þessu svæði og vísbendingar voru um vax- andi spennu. Átta íslenskir friðargæsluliðar eru hins vegar enn í borginni Chag- hcharan í Ghor í vesturhluta Afgan- istans. Eru þeir hluti af endurreisn- arsveit sem Litháar fara fyrir þar. Engar fregnir hafa borist af mót- mælum í Chaghcharan. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hins vegar ein dönsk hersveit hluti af endurreisnarsveitinni í Chaghchar- an og eftir því var tekið í gær að meintur talsmaður talibanahreyfing- arinnar, Qari Yussif Ahmadi, lýsti yfir heilögu stríði gegn öllum dönsk- um hermönnum, sem nú væru í Afg- anistan. Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í héraðinu Kandahar í sunnanverðu landinu í gær og tók 12 manns með sér í dauðann. Til nokk- urra átaka kom fyrir framan danska sendiráðið í höfuðborginni Kabúl í gær og beitti lögreglan bareflum gegn mótmælendum. Fimm biðu bana í óeirðum í Afganistan í fyrra- dag er tengdust skopmyndunum af Múhameð. Ráðist gegn norskum hermönnum í Afganistan  SÞ kalla starfs- lið sitt á brott frá Meymana  Íslenskir friðar- gæsluliðar voru við störf á svæðinu þar til skömmu fyrir jól Reuters Afganar í Herat í vestanverðu landinu mótmæla teikningum af Múhameð með því að brenna danskan fána. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is &D; # '   4 + / # ' 8  9Q 9  MQ < '  M 3< '  R''   -+6:+ !   %;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.