Morgunblaðið - 08.02.2006, Side 19

Morgunblaðið - 08.02.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR Rimini frá 43.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða 21. júní. Riviera íbúðahótelið. Vinsælasta sólarströnd Ítalíu - Ath. tilboð á fyrstu 300 sætunum Króatía frá 45.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjónmeð 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða sept. Diamant íbúðahótelið. Heitasti staðurinn í fyrra. Brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Costa del Sol frá 39.696 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 3 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí eða 22. júní. Castle Beach íbúðahótelið. Margar brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Mallorca frá 35.495 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí eða 22. júní. Brasilia íbúðahótelið. Frábærir gististaðir Margar brottfarir að seljast upp Fuerteventura frá 34.695 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða júní. Oasis Royal íbúðahótelið. Glæsilegasta nýjungin sumarið 2006 Benidorm frá 17.188 kr. Flugsæti til Alicante með sköttum. Gildir í valdar brottfarir. Netverð á mann. Sala hafin! - Ath. tilboð á fyrstu 300 sætunum Barcelona frá 23.990 kr. Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Sala hafin! Barcelona – alltaf vinsæl Lloret de Mar frá 36.495 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 5 nætur í maí eða júní (nema 29. júní). Bolero íbúðahótelið. Sala hafin! Lloret de Mar – frábærir gistivalkostir Bókaðu núna og tryggðu þér10.000 kr.afslátt á mann! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Bókaðu beint á www.heimsferdir.is Sumar 2006 E N N E M M / S IA / N M 20 3 40 Reykjavík | Gjaldfrjálsir leikskólar, nýir kjarasamningar og samdráttur í fjárfestingu er það sem hæst ber í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næstu þrjú árin sem tekin var til fyrri umræðu í borgarstjórn í gær, en Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri mælti fyrir frumvarpinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til við fyrri umræðu um þriggja ára áætlunina í borgarstjórn í gær að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til næstu þriggja ára yrði dregið til baka og lögð fram endurskoðuð áætlun þegar búið væri að endurskoða fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Í bókun meirihluta Reykjavíkur- listans með áætluninni segir að áfram verði stigin framfaraspor í rekstri og þjónustu Reykjavíkur- borgar á næstu árum samkvæmt frumvarpinu. Leikskóladvöl verði gjaldfrjáls haustið 2008, kjör lægst launaða starfsfólksins verði stórbætt og skuldir borgarsjóðs greiddar nið- ur um hátt í einn milljarð króna næstu árin. Í bókun sjálfstæðismanna segir að frumvarpið sýni frekar óskhyggju en raunhæfar áætlanir. Þar sé að finna „áframhaldandi lóðabrask á kostnað borgarbúa og falsloforð um lækkun skulda og batnandi afkomu sem ekki verður staðið við“. Tillagan um að áætlunin yrði dregin til baka var felld með átta atkvæðum gegn sjö. Benda sjálfstæðismenn á að engin grein sé gerð fyrir kostnaðarauka vegna nýgerðra kjarasamninga á árinu 2006, og kynntar séu „háar slumptölur“ vegna áranna 2007– 2009. Ekki séu kynntar sundurliðað- ar tölur til framkvæmda í yfirstand- andi fjárhagsáætlun þar sem fram komi hvert áætlað sé að verði fram- lag til hvers einstaks verkefnis á hverju ári fyrir sig. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, benti við umræður í borgarstjórn á að gert væri ráð fyrir 3,5 milljörðum króna í hreinan hagnað af lóðasölu á árunum 2007–2009, og við þetta bættist hagnaður á yfirstandandi ári upp á 1,5 milljarða króna. „Þannig hyggst R-listinn velta um 5 milljörð- um króna yfir á húsbyggjendur og kaupendur á fjórum árum eða um 2– 2,5 milljónum króna á hverja íbúð,“ sagði Vilhjálmur. Stefnir í óefni hjá Strætó Hann benti einnig á að skuldir Reykjavíkurborgar héldu áfram að hækka. Þegar Reykjavíkurlistinn hefði tekið við stjórn borgarinnar hefðu skuldir án lífeyrisskuldbind- inga verið um fimm milljarðar króna, en yrðu á árinu 2009 um 120 millj- arðar króna, á verðlagi ársloka 2005. Vilhjálmur sagði stefna í algert óefni í rekstri Strætós bs., skuldir hefðu aukist og framlög Reykjavík- urborgar langt umfram áætlanir. „Nýtt leiðakerfi Strætó hefur mis- heppnast, farþegum hefur fækkað, tekjur minnkað og kerfið þjónar miklu verr en hið eldra ýmsum hóp- um, ekki síst börnum og eldra fólki.“ Fyrri umræðan um þriggja ára áætlun Reykjavík- urborgar til umræðu á fundi borgarstjórnar í gær Lagt til að frumvarpið yrði dregið til baka Hlíðahverfi | Framkvæmdir við nýtt íþróttahús Menntaskólans við Hamrahlíð ganga vel og eru á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Lárusi H. Bjarnasyni, rektor skólans. Gert er ráð fyrir að hús- inu verði skilað 1. desember á þessu ári og verður það tekið til notkunar á vorönn 2007. Að sögn Lárusar verður nýja húsið ekki hefðbundið íþróttahús að því leytinu til að í því verður ekki aðeins einn stór íþróttasalur. Lagt var upp með að hafa einn stóran sal og svo þrjá minni, m.a. tækjasal og veggtennissal. Einnig verða í húsinu tólf nýjar kennslu- stofur og t.a.m. mun raungreina- kennsla færast yfir í nýja húsið. Einnig verða almennar kennslu- stofur og nýtt bókasafn. Lárus reiknar með að hægt verði að taka við fleiri nemendum í kjölfar framkvæmdaloka. „Við erum reyndar búin að taka út svo- lítið af fjölguninni fyrirfram með því að troða í allar mögulegar kompur. En þegar húsið var hann- að var gert ráð fyrir að hægt yrði að fjölga nemendum úr 950 til 1.000 í rúmlega 1.100 nemendur,“ segir Lárus en á haustönn 2005 voru 1.050 nemendur skráðir til náms við skólann. Það mun því að- eins fjölga lítillega til viðbótar en aðallega mun aðstaðan vera til batnaðar. „Við höfum búið alveg feikilega þröngt og ég held að við séum næst á eftir Kvennaskól- anum þegar litið er til fermetra- fjölda á hvern nemanda,“ segir Lárus H. Bjarnason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinna við nýtt íþróttahús Mennta- skólans við Hamrahlíð á áætlun Reykjavík | Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja nýrra fram- kvæmdastjóra þjónustumiðstöðva í Reykjavík. Sólveig Reynisdóttir fé- lagsráðgjafi hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Sigtrygg- ur Jónsson sálfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Sólveig hefur gegnt starfi félags- málastjóra og síðar sviðsstjóra fjöl- skyldusviðs Akraneskaupstaðar frá árinu 1986. Hún hefur starfað sem fé- lagsráðgjafi á Vífilsstöðum, við barna- og unglingageðdeild Lands- spítalans og við útideild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Sólveig lauk starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Lundi árið 1979, framhaldsnámi í fé- lagsráðgjöf við sama skóla árið 1986 og viðbótarnámi í opinberri stjórn- sýslu og stjórnun frá Endurmennt- unarstofnun HÍ árið 2001. Sigtryggur lauk BA-prófi í sál- fræði frá Háskóla Íslands árið 1976, embættisprófi í sálfræði frá Háskól- anum í Lundi árið 1979, framhalds- námi í fjölskyldumeðferð árið 1988 og stundar nú nám í stjórnun á vegum NOPUS, við Háskólann í Linköping. Sigtryggur hefur starfað sem yf- irsálfræðingur hjá Félagsþjónust- unni í Reykjavík, nú velferðarsviði, frá árinu 1997. Hann hefur starfað sem skólasálfræðingur, sem deildar- sálfræðingur við göngudeild Ung- lingaheimilis ríkisins og var fram- kvæmdastjóri Sálfræðingafélags Íslands um fimm ára skeið. Sigtrygg- ur hefur rekið eigin sálfræðistofu frá árinu 1987, hefur kennt á fjölda nám- skeiða og annast stundakennslu á há- skólastigi. Nýir framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva borgarinnar Sigtryggur Jónsson Sólveig Reynisdóttir HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.