Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR
STARFSLOK | Góður undirbúningur eykur líkur á eftirsóknarverðum starfslokum
Þarfir fólksins í fyrirrúm
Sumir kjósa að yfirgefa vinnumarkaðinn snemma en aðrir vilja vera útivinnandi eins lengi og hægt er. Aðeins er farið að örla á umræðum
hér á landi um svokölluð sveigjanleg starfslok, sem ætlað er að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir. Jóhanna Ingvarsdóttir for-
vitnaðist um sveigjanleg starfslok hjá Alcan á Íslandi og ræddi við ellilífeyrisþega, sem ráðinn var í 100% starf hjá Húsasmiðjunni.
Ein mesta áskorun, sem fólk stendur nú frammi fyrirá seinni hluta ævi sinnar, er hvernig það hyggsteyða starfslokaárunum. Umræða um starfslok erfremur ný af nálinni hér á landi því allt fram á
miðja síðustu öld voru svokölluð starfslok ekkert rædd
manna á meðal því annaðhvort vann fólk þar til það dó eða
það var svo lúið eftir langa starfsævi að starfslokin voru því
ákveðin líkn, að sögn Berglindar Magnúsdóttur öldrunarsál-
fræðings.
Þó að ríkisvaldið byrji að greiða ellilaun við 67 ára aldurinn
og flestir sjötugir séu ekki lengur taldir æskilegir á vinnu-
markaði má gera ráð fyrir því að fæstum sjötugum mann-
eskjum finnist þær nú á tímum tilheyra hópi aldraðra. Í stað
þess að fólk á efri árum dragi sig í hlé þar sem það upplifir
sig ekki jafn gjaldgengt og áður er nú allt í kringum okkur
að verða til sterkur hópur fólks sem komið er á starfs-
lokaaldur en sýnilegt í fjölmiðlum, hefur skoðanir, þorir að
segja þær og gerir kröfur, segir Berglind.
Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að fólk er ánægðara
ef það hættir á þeim tíma, sem það sjálft hefur ætlað sér að
hætta á. Þeir, sem undirbúa starfslok sín, eru ánægðari með
þau en þeir sem ekki undirbúa þau. Þeir, sem vinna eitthvað
eftir hin eiginlegu starfslok, telja árin eftir starfslok betri en
þau, sem á undan komu. Einu til tveimur árum eftir starfslok
eru svo flestir sáttir við sitt hlutskipti. Á síðasta áratug hefur
orðið gríðarleg viðhorfsbreyting og nú virðist sem dregið hafi
heldur úr allri æskudýrkuninni, sem verið hefur lengi á at-
vinnumarkaði. „Það þarf alls ekki að vera ófrávíkjanlegt að
launamenn þurfi að láta af störfum 67 eða 70 ára. Það þarf
að koma til móts við þarfir fólksins með sveigjanlegum
starfslokum því þjóðfélagsmyndin er að verða þannig að við
þurfum orðið lengur en áður á eldra fólkinu að halda úti á
vinnumarkaðinum. Æskilegt er að menn geti bæði hætt fyrr
að vinna og farið á eftirlaun og jafnframt seinkað eftirlauna-
aldri, sé vilji til þess,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður
Öldrunarráðs Íslands.
ISAL á Íslandi og hlutaðeigandi
verkalýðsfélög er brautryðj-
andi hér á landi í að semja um
sveigjanleg starfslok, en árið
1987, gerðu hlutaðeigandi
verkalýðsfélög samkomulag við
VSÍ fyrir hönd ISAL sem fól í
sér að undirbúa starfsmenn
undir starfslok.
„Við erum með þrjá þætti í
okkar kjarasamningum, sem
ganga út á sveigjanleg starfslok
og lúta að ófaglærðum verka-
mönnum, iðnaðarmönnum og
skrifstofufólki, sem hér starfar.
Fyrirmyndin er sótt til Þýska-
lands enda var Christian Roth,
þáverandi forstjóri, jákvæður
fyrir þessum möguleika. Óhætt
er að segja að mikil ánægja ríki
á vinnustaðnum með þetta fyrirkomulag enda
nýta langflestir starfsmenn sér þann kost að
minnka smám saman við sig vinnu og hætta
fyrr, m.a. til að aðlaga sig þeim áhugamálum
er við kunna að taka,“ segir Gylfi Ingvarsson,
aðaltrúnaðarmaður hjá Alcan á Íslandi.
Í samningum 2001 og 2005 var aukinn rétt-
ur bæði í hlutastarfi og í flýttum starfslokum.
„Í fyrsta lagi geta þeir starfsmenn, sem unnið
hafa hjá fyrirtækinu í 28 ár, minnkað við sig
vinnu um einn mánuð á ári við 55 ára aldur og
við 60 ára aldur geta starfsmenn stytt vinnu-
skylduna um heila tvo mánuði á ári. Starfs-
menn fara við þessi tímamót á jafnaðarlaun,
en áfram greiðir atvinnurekandi mótframlag
í lífeyrissjóði, bæði í sameignar- og sér-
eignadeildir, eins og um fulla vinnu væri að
ræða auk þess sem viðkomandi
launþegar fá óskerta orlofs- og
desemberuppbót.
Þetta fyrirkomulag er hugs-
að sem fyrstu skref í að laga
menn að starfslokum. Á sama
tíma var gert samkomulag um
svokölluð flýtt starfslok sem
þýðir að starfsmenn, sem náð
hafa 67 ára aldri og eru með 10
ára starfstíma, geti hætt að
vinna, en fengið sem svarar
125 þúsund króna greiðslu á
mánuði til 70 ára aldurs. Nú er
búið að auka þennan rétt þann-
ig að starfsmenn, sem unnið
hafa í 15 ár hjá fyrirtækinu,
geta hætt 65 ára og fengið
greiðslu í þrjú ár og áfram
greiðir fyrirtækið mótframlag
í lífeyrissjóð miðað við 100% starf og 35% af
orlofs- og desemberuppbót.“ Að sögn Gylfa er
fyrirkomulagið í reynd hugsað sem eftirlaun
fyrir starfsmenn, sem unnið hafa lengi hjá
fyrirtækinu. Það hefur hins vegar verið ófrá-
víkjanleg regla að menn vinni ekki lengur en
til 70 ára aldurs, en flestir kjósi að láta af
störfum við 65–67 ára aldur og fá greiðslu í
flýttum starfslokum sem er sama upphæð til
allra.
„Einnig höfum við vinnustað hér, Smiðjuna
svokölluðu, fyrir starfsmenn, sem geta ekki
unnið á sínum fyrri vinnustað vegna skertrar
starfsorku. Smiðjan gefur starfsmönnum kost
á að vera lengur á vinnumarkaði en ella væri
og getur m.a. þjálfað starfsmenn tilstarfa að
nýju.“
Starfsmenn Alcan á Íslandi geta flýtt starfslokum
Minnka við sig vinnu
smám saman
Gylfi Ingvarsson, aðal-
trúnaðarmaður Alcan á
Íslandi.
„ÉG NÝT mín út í ystu æsar og er ekki farinn
að leiða hugann að því að taka lífeyri. Mér líður
svo vel,“ segir Þorbergur Þórðarson, sem hóf
störf í byggingavörudeild Húsasmiðjunnar við
Skútuvog hinn 1. júní sl. eftir að stjórnendur
ákváðu að höfða til eldra fólks með atvinnu-
auglýsingu. Að sögn Steins Loga Björnssonar,
forstjóra Húsasmiðjunnar, er reynslan af
þessum starfsmönnum góð. Þeir mæti sam-
viskusamlega og séu gjarnan í vinnunni af fé-
lagslegum ástæðum en síður launalegum eins
og yngri starfsmenn.
„Ég byrjaði tíu dögum eftir að ég náði 67 ára
aldrinum og var þar með orðinn löggilt gam-
almenni.“
Þorbergur býr á Akranesi og ýmist keyrir
sig til og frá vinnu eða tekur strætó á milli, en
vinnudagurinn er frá 10 til 18 virka daga.
„Þetta bar brátt að og var eins og hver önnur
tilviljun. Kunningi minn, sem vinnur hjá Húsa-
smiðjunni, hleraði að ég væri á lausu og honum
datt í hug að svona reynslubolti gæti komið að
góðum notum í versluninni. Hann hringdi í
rekstrarstjórann, ég var boðaður í viðtal og
byrjaður að vinna hálfum mánuði síðar.“
Er mikil félagsvera
Þorbergur er byggingameistari að mennt og
rak lengst af sitt eigið smíðafyrirtæki á Skag-
anum. Þar sem hann þoldi ekki lengur rykið,
sem smíðunum fylgdi, lagði hann hamarinn á
hilluna 1986 og seldi fyrirtækið. Í kjölfarið
gerðist hann útfararstjóri á Akranesi og gegn-
ir því starfi enn.
Þorbergur er farinn að fá skertan ellilífeyri
greiddan frá Tryggingastofnun, en er ekkert
farinn að taka úr lífeyrissjóði. „Aðalmálið fyrir
mig er að fá að vera innan um fólk því ég er svo
mikil félagsvera. Ég er aðallega í því að leið-
beina fólki við val á efni og verkfærum og er að
leiðbeina ef það vantar skrúfur og nagla,“ seg-
ir Þorbergur og viðurkennir að viðskiptavin-
irnir sækist eftir þjónustu hans fremur en
forðist aldursforsetann í afgreiðslunni.
Þorbergur segist ekkert vera farinn að
skipuleggja starfslokin. „Ég verð hér allavega
til sjötugs og hugsanlega lengur ef heilsan
leyfir enda er ég stálsleginn eins og er. Stjórn-
endur fyrirtækisins og allt umhverfi er hér
mjög vinsamlegt gagnvart eldri borgurum,
sem margir hverjir gætu hugsað sér að vera
úti í atvinnulífinu en treysta sér ekki til þess
vegna skattaálaga.“
Ellilífeyrisþegi á Akranesi var ráðinn í 100% starf
Hélt að reynsluboltinn
kæmi að góðum notum
Þorbergur Þórðarson hóf störf hjá Húsasmiðj-
unni tíu dögum eftir að hann varð 67 ára.
Öldrunarráð Íslands í sam-
vinnu við ASÍ, BHM, BSRB,
LEB, SA og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga gengst
fyrir ráðstefnu á morgun,
fimmtudag, þar sem spurt
verður: „Eru sveigjanleg
starfslok valkostur?"
Eftir setningarávarp Gísla
Páls Pálssonar, formanns ÖÍ,
verða flutt sjö erindi. Þau
flytja Tryggvi Þór Herbertsson
frá Hagfræðistofnun HÍ, Örn
Clausen lögfræðingur, Berg-
lind Magnúsdóttir öldr-
unarsálfræðingur, Ólafur
Ólafsson formaður LEB, Hrafn
Magnússon framkvæmda-
stjóri LL, Gylfi Ingvarsson að-
altrúnaðarmaður Alcan á Ís-
landi og Steinn Logi Björnsson
forstjóri Húsasmiðjunnar.
Ráðstefnan fer fram í Saln-
um í Kópavogi og hefst kl.
13.15. Hún er öllum opin og er
aðgangur ókeypis. Ráð-
stefnustjóri verður Ragnhildur
Arnljótsdóttir, ráðuneyt-
isstjóri félagsmálaráðu-
neytisins.