Morgunblaðið - 08.02.2006, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÝVERIÐ varð ein af þessum
undarlegu fjölmiðlauppákomum
sem í fyrstu virðist marka tíma-
mót en síðan kemur í
ljós að hefur engu
breytt, þ.e. þegar for-
ysta Kennarasam-
bandsins og mennta-
málaráðherra
skrifuðu undir sam-
komulag. Fyrst í stað
virtist samkomulagið
snúast um að Kenn-
arasambandið hefði
náð fram áfangasigri
og ráðherra ætlaði að
stíga eitt skref aftur-
ábak með niðurskurð
framhaldsskólans. En
síðan kom í ljós að ráðherra túlk-
aði þetta á annan veg. Hún lýsti
því yfir að samkomulagið hefði
engu breytt um þá fyrirætlan að
skerða framhaldsskólastigið niður
í þrjú ár, breytingin væri sú að nú
ætluðu kennarar að vinna með
henni að þessu markmiði.
Þetta kom í kjölfarið á umdeild-
um tillögum um nýja námskrá
sem leiddu í ljós það sem and-
stæðingar styttingarinnar höfðu
alla tíð haldið fram, þ.e. að hér
væri um niðurskurð námsefnis að
ræða. Nú virðist nýja línan vera
sú að þetta sé klaufaskapur og
ráðuneytið heldur því fram að
hægt sé að færa stóran hluta af
framhaldsskólanámi niður í grunn-
skóla (einu sinni var talað um svo-
kallaða niðurfærsluleið í efnahags-
málum, er hún kannski risin upp
aftur?!).
Forysta án félagsmanna?
Nú hefur komið á daginn að
ekkert er breytt.
Kennarar eru farnir
að lýsa yfir óánægju
með forystu sína sem
virðist ekki hafa haft
samráð við fé-
lagsmenn sína um
þetta samkomulag.
En það sem er öllu
verra: Við nemendur
hefur ekkert verið
rætt, hvorki núver-
andi framhalds-
skólanema né þá sem
styttingin mun eiga
að ganga yfir. Marg-
oft falla fögur orð um að mennta-
kerfið eigi að „þjónusta“ nem-
endur (því að sjálfsögðu talar
enginn lengur um mennta nem-
endur). Í raun virðast þessir
„þjónustuþegar“ engu máli skipta
og orðin fögru vera verðlaus með
öllu. Ráðherra telur nægja að
semja við nokkra forystumenn
kennara og þá sé málið í höfn.
Það sem enn blasir við er und-
arleg hugmynd ráðherrans um
samráð, þ.e. að undirmenn hennar
aðstoði hana við að hrinda hug-
myndum hennar í framkvæmd,
eða öllu heldur hugmyndum Hag-
fræðistofnunar Háskólans, Versl-
unarráðsins og Samtaka atvinnu-
lífsins, sem eru hinir raunverulegu
hugmyndafræðingar á bak við
styttinguna.
Niðurstaðan er einföld: Stúd-
entsaldur verður ekki lækkaður í
19 ár að jafnaði með aðferð ráð-
herrans án þess að inntak námsins
skerðist. Ef það er markmið að
stúdentsaldur lækki þarf að hætta
stífni og einstefnu ráðherrans og
ræða allar leiðir sem þar koma til
greina. Margoft hefur verið bent á
fleiri leiðir og ráðherra mun aldrei
uppskera neina „sátt“ um málið
nema hún dragi höfuðið upp úr
sandinum og uppgötvi nýja og
sannari skilgreiningu á hugtakinu
„samráð“.
Það eina jákvæða við sam-
komulagið er kannski að Íslend-
ingar eiga möguleika á því að lýsa
skoðun sinni á málinu í næstu al-
þingiskosningum. Afstaða Vinstri
grænna er skýr: Enginn nið-
urskurður á inntaki stúdents-
prófsins, enginn einhliða nið-
urskurður á
framhaldsskólastiginu.
Ekkert samkomulag
um niðurskurð framhalds-
skólastigsins
Katrín Jakobsdóttir
fjallar um styttingu náms
til stúdentsprófs
’Niðurstaðan er einföld:Stúdentsaldur verður
ekki lækkaður í 19
ár að jafnaði með aðferð
ráðherrans án þess að
inntak námsins skerðist.‘
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er varaformaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar
í Reykjavík fer fram um næstu
helgi. Þar gefst Sam-
fylkingarfólki og öðr-
um borgarbúum kost-
ur á að velja
borgarstjóraefni
flokksins og aðra
frambjóðendur á lista
fyrir komandi borg-
arstjórnarkosningar.
Ég býð mig fram í
þriðja sætið í þessu
prófkjöri.
Ég hef verið vara-
borgarfulltrúi á þessu
kjörtímabili og setið í
tveimur nefndum sem
stýra mikilvægum
málaflokkum, nefnilega velferð-
arráði og umhverfisráði. Þá sit ég í
stjórn hjúkrunarheimilisins Skóg-
arbæjar, hef verið í jafnréttisnefnd
og var formaður stjórnar Inn-
kaupastofnunar Reykjavíkurborgar
þar til skipulagi hennar var breytt
og var einnig formaður stjórnar
Vélamiðstöðvar ehf. þar til hún var
seld.
Reynslan
Í starfi mínu fyrir Samfylk-
inguna og Reykjavíkurlistann hef
ég beitt mér í velferðarmálum, og
lagt þar m.a. áherslu á að styðja
betur við bakið á ungum mæðrum,
forsjárlausum feðrum og öldr-
uðum. Ég hef talað fyrir heilbrigðu
tómstundastarfi fyrir börn og ung-
linga. Ég hef unnið að ýmiss konar
framtaki í jafnréttismálum. Ég hef
beitt mér í umræðu um fjármál
borgarinnar og m.a. dregið fram
stöðu borgarsjóðs í samanburði við
önnur sveitarfélög. Ég hef einnig
beitt mér í umhverfismálum, og þá
einkum verið umhugað um að auka
loftgæðin og draga úr því svifryki
sem stafar frá umferðinni og getur
verið börnum og öðrum hættulegt
þegar fram í sækir. Tilraunir mín-
ar til að hafa áhrif byggjast á
sannfæringu minni um að hin sí-
gildu sjónarmið jafnaðarmanna um
frelsi, jafnrétti og
samhygð séu best til
þess fallin að bæta
samfélagið.
Framtíðarsýn
Það dugar að sjálf-
sögðu ekki aðeins að
benda á það sem gert
hefur verið því stjórn-
málamenn þurfa að
hafa einhver stefnu-
mið og einhverja
framtíðarsýn. Ég vil
stuðla að því að
Reykjavík eflist að
grósku og þrótti, að
velferð borgarbúa verði aukin, og
lögð meiri áhersla á jafnrétti og
lífsgæði borgarbúa. Þess vegna
eru nokkur helstu áherslumál mín
í stuttu máli þessi:
1. Eflum framsækið skólastarf
frá leikskólum til háskóla.
Gott og fjölbreytt skólastarf
er vel til þess fallið að jafna
stöðu barna og ungmenna í
lífinu. Lengja þarf fæðing-
arorlof, fjölga dagvist-
arrýmum og auka framboð á
leikskólaplássum. Byggjum
þekkingarþorp í Vatnsmýr-
inni.
2. Tryggjum fyrirtækjum í
ýmsum greinum aðstöðu til
vaxtar í landi borgarinnar.
3. Reykjavík verði áfram í
fremstu röð sem vinnuveit-
andi. Útrýmum kynbundnum
launamun og eflum öruggt og
heilsusamlegt vinnuumhverfi.
4. Bætum aðstöðu barna sem
búa við erfiðar aðstæður.
Styrkjum sjálfshjálpargetu
þeirra sem þurfa að leita að-
stoðar. Látum borgina ann-
ast sameinaða heimahjúkrun
og heimaþjónustu og auð-
veldum öldruðum enn frekar
að búa í eigin húsnæði. Þjón-
ustuíbúðum þarf að fjölga og
bæta sem fyrst við hjúkr-
unarrýmum til að eyða bið-
listum.
5. Öllum börnum upp að vissum
aldri verði gefinn kostur á
gjaldfrjálsum íþróttum og
listum.
6. Jöfnum stöðu kynjanna,
vinnum gegn ofbeldi gegn
konum og börnum.
7. Bætum stöðu fatlaðra, sam-
kynhneigðra, aldraðra og ný-
búa með nýrri mannréttinda-
stefnu.
8. Eflum öryggi borgarbúa og
verndum æskuna, m.a. fyrir
óæskilegum auglýsingum.
9. Þéttum byggð hæfilega og
byggjum upp ný og fjölbreytt
hverfi með góðu aðgengi að
útivistarsvæðum. Almenn-
ingssamgöngur verði efldar
og aukum loftgæði í borginni.
10. Fjármálastjórn verði ábyrg
og framsýn svo hægt verði
að veita þá þjónustu sem við
viljum.
Velferð og lífsgæði
Eftir Stefán Jóhann Stefánsson ’Ég vil stuðla að því aðReykjavík eflist að
grósku og þrótti, að vel-
ferð borgarbúa verði auk-
in, og lögð meiri áhersla á
jafnrétti og lífsgæði …‘
Stefán Jóhann
Stefánsson
Höfundur er varaborgarfulltrúi og
býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri
Samfylkingar í Reykjavík.
TENGLAR
..............................................
http://www.stefanjohann.is
Prófkjör Reykjavík
VIÐBRÖGÐ við nýlegu sam-
komulagi kennarasamtakanna og
menntamálaráðherra
hafa verið á ýmsa
lund, bæði neikvæð og
jákvæð. Staðhæft er
að samtökin hafi ekki
haft umboð til sam-
komulags við ráð-
herra. Í fréttum fjöl-
miðla af
samkomulaginu hefur
ýmislegt farið afvega.
Þetta hefur valdið
misskilningi sem
ástæða er til að leið-
rétta.
Fagleg gagnrýni
Fagleg gagnrýni
hefur komið fram á
stefnu og aðferðir við
að stytta námstíma til
stúdentsprófs.
Í samanburði á
lengd námstímans á
Íslandi og í nágranna-
ríkjum er horft
framhjá innihaldi
náms og íslenskum að-
stæðum. Íslendingar
þurfa að leggja mikla
rækt við tungumál,
sögu og menningu samhliða því að
læra fleiri erlend tungumál en aðr-
ar þjóðir og stunda nám á erlend-
um tungum. Þetta er tímafrekt og
ekki viturlegt að stytta tímann til
þessa.
Minni undirbúningur fyrir
áframhaldandi nám, s.s. í stærð-
fræði, raungreinum og erlendum
tungumálum. Margir telja að nið-
urskurður í stærðfræði í núverandi
aðalnámskrá framhaldsskóla sé
mistök og að ástæða sé til að efla
móðurmálskennslu í stað þess að
draga úr henni. Vegið sé að breiðri
almennri menntun.
Styttingin þjónar einkum dug-
miklum nemendum en ekki hinum
breiða hópi sem þarf lengri tíma.
Óveruleg fjölgun verður í hópi
þeirra sem taka námið á styttri
tíma.
Hertar námskröfur og sam-
þjöppun náms draga ekki úr falli á
báðum skólastigum og brottfalli í
framhaldsskólum heldur auka á
vandann.
Minni sveigjanleiki og valfrelsi í
námi, miðstýring og einsleitari
skólar.
Áhyggjur af afdrifum starfs- og
listnáms og stöðu fámennra skóla.
Ráðherra getur ekki afgreitt
faglega gagnrýni á málið sem sér-
hagsmunasjónarmið.
Stefna kennarasamtakanna
Frá hausti 2003 hafa kenn-
arasamtökin lagt fast að ráðherra
að hætta við áform um að skerða
nám í framhaldsskólum og efna
þess í stað til samstarfs við kenn-
ara um faglega heildarendurskoðun
skólastiga frá grunni.
Í aðalfundarsamþykkt FF 2005
er þess krafist að hætt verði við
styttingaráform í núverandi mynd
og þess í stað leitað samstarfs við
kennara og samtök þeirra um fag-
lega heildarendurskoðun á eftirfar-
andi forsendum:
Sveigjanleiki núverandi kerfis
verði nýttur betur til að greiða
bráðgerum og duglegum nem-
endum leið til stúdentsprófs.
Endurritun námskráa fyrsta
bekkjar grunnskóla verði haldið
áfram og námskrár alls grunnskól-
ans endurskoðaðar með styttingu
námstíma að markmiði.
Verk- og listnám og nám á al-
mennum brautum verði forgangs-
verkefni.
Veikleikar unglingastigsins sem
lýsa sér í slöku námsgengi og
tengdum vandamálum verði teknir
til sérstakrar skoð-
unar.
Brottfall, rann-
sóknir á því og viðeig-
andi ráðstafanir verði
forgangsverkefni.
Kennaramenntun
efld og aukin með
endurskipulagningu og
nauðsynlegri samræm-
ingu.
Menntunarstig
þjóðfélagsins vaxi og
styrkist í samanburði
við aðrar þjóðir á
næstu tíu árum.
Sveigjanleiki og
skynsamleg verka-
skipting milli skóla-
stiga í starfsmanna-
málum í stað víðtækra
uppsagna og vannýt-
ingar á mannafla.
Í samþykkt þriðja
þings KÍ 2005 er
skorað á ráðherra að
draga til baka ákvörð-
un um að skerða nám
í framhaldsskóla þar
sem nægilegur und-
irbúningur hafi ekki
farið fram. Næstu ár verði notuð til
að vinna að úrbótum á námi, náms-
framboði og námsumhverfi til að
bæta námsárangur, fjölga þeim
sem útskrifast með próf úr fram-
haldsskóla og bæta möguleika
nemenda á öllum skólastigum til
mismunandi námshraða og náms-
framboðs við hæfi.
Kennarasamtökin hafa með gerð
samkomulagsins náð fram kröfu
sinni um að faglegar forsendur
verði hafðar að leiðarljósi í heildar-
endurskoðun. Það er ljóst að nám-
skipan mun breytast. Með sam-
komulaginu er búið að tryggja að
kennarar verða hafðir með í ráðum.
Mikil vinna framundan
Samkomulagið felur í sér sam-
starf um verkefni sem hafa verið
helstu baráttumál kennarasamtak-
anna til margra ára. Hér má nefna
lengri og breytta kennaramenntun,
öfluga endurmenntun, lögverndun,
umbætur á starfsumhverfi kennara
og nemenda og loks heildarend-
urskoðun á námi og námskipan frá
grunni til að efla fjölbreytni,
sveigjanleika og samfellu í námi.
Ef vel tekst til mun þetta leiða til
umbóta í skólastarfi sem eru löngu
tímabærar. Bættur námsárangur
og enn betra skólastarf eru mik-
ilvægustu markmið þessa sam-
komulags.
Kennarasamtökin hafa ekki horf-
ið frá grundvallarstefnu sinni í mál-
inu. Þau munu aldrei ljá máls á
niðurskurði á námi nemenda og
minni menntun.
Þessu til áréttingar er samþykkt
stjórnar Félags framhaldsskóla-
kennara frá 1. febrúar sl. um for-
sendur þeirrar ákvörðunar að taka
þátt í samkomulaginu við ráðherra
með öðrum aðildarfélögum Kenn-
arasambands Íslands. Í samþykkt-
inni eru tekin saman öll grundvall-
aratriði í stefnu, samþykktum og
ályktunum samtakanna frá upphafi
og þau undirstrikuð. Þessi sam-
þykkt er sá grunnur sem samtökin
byggja á í samstarfi við ráðherra.
Samkomulagið eykur líkur á að
hægt verði að ná niðurstöðu sem
nemendur, kennarar og allt skóla-
samfélagið geti vel við unað.
Um samkomulag
kennarasamtak-
anna og mennta-
málaráðherra
Aðalheiður Steingrímsdóttir
fjallar um menntamál
’Samkomulagiðfelur í sér sam-
starf um verk-
efni sem hafa
verið helstu bar-
áttumál kenn-
arasamtakanna
til margra ára.‘
Aðalheiður
Steingrímsdóttir
Höfundur er formaður
Félags framhaldsskólakennara.