Morgunblaðið - 08.02.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 29
Undanfarið hefur mik-ið verið fjallað umstaðsetningu flug-vallarins og ætlar
undirritaður að leyfa sér að
bæta lítilsháttar við það.
Svo hagar til á þessari jarð-
arkúlu að á henni eru þrjú
svæði þar sem meðalvindhraði
er hæstur, eitt þeirra er við
Eldlandið, annað nærri
Kamsjakkaskaganum og það
þriðja er á hafinu
milli Íslands og
Færeyja. Vest-
mannaeyjar eru
á norðurhluta
þess og þar fyrir
norðan er
Reykjanesskag-
inn með fjalllendi
sem ræður miklu
um vindáttir hér
um slóðir. Svo
breytileg áhrif
hefur það á vind-
stefnurnar, að
þegar komið er
norður af því er ekki hægt að
sjá að vindrósir Veðurstof-
unnar frá Elliðavatni, Gufunesi
og Reykjavík séu úr sama
landsfjórðungnum. Annað
dæmi um þetta er að úrkom-
umagnið við Elliðavatn kvað
vera fjórðungi meira en í höf-
uðstaðnum. Sjálf Esjan og fjöll-
in nærri henni valda líka miklu,
en þau gefa sumsstaðar skjól
eins og kunnugt er, en storm
annarsstaðar.
Saltmengað loft
Í Hvalfirðinum hafa vegfar-
endur tekið eftir stormhvirflum
sem dansa í norðanáttum eftir
sjávarfletinum í endilöngum
firðinum. Þeir rífa sjóinn upp
og loftið verður saltmengað.
Þegar vindstrengurinn kemur
fram úr firðinum er hann það
stífur að það hvítnar á báru allt
suður undir Keflavík. Þetta
saltmengaða loft hefur afar
tærandi áhrif á efnið í flugvél-
unum og ekki síður leið-
sögutækin. Vitaskuld fer magn
hins saltmengaða lofts eftir
styrk vinds og stefnu, en mesta
hef ég séð saltþekjuna á bílnum
mínum þegar hann hafði staðið
áveðurs í á annan klukkutíma
utarlega á Seltjarnarnesi, og þá
var hún svo mikil að ég þurfti
að nota þurrkurnar á bílnum
þegar ég ók af stað. Þegar
þannig blæs er hluti af morg-
unverkum flugvirkja á flugvell-
inum að hreinsa salthúðina af
flugvélunum áður en þær fara í
loftið. Það verður því að teljast
frjó skáldskapargáfa hjá þeim
mönnum sem láta sér detta í
hug að gera nýjan flugvöll úti á
Lönguskerjum þar sem saltrík-
ir vindar næða að minnsta kosti
úr þrem áttum.
Afstaðan til
staðsetningar flugvallar
Nú eru borgarstjórnarkosn-
ingar á næsta leiti og einn
frambjóðandinn ætlar sér að
setja kraft í skipulag borg-
arinnar að því er hann segir:
„Hafinn verði undirbúningur
að íbúða- og atvinnubyggð með
stækkun Örfiriseyjar að Ak-
urey. Tenging við Engey og
þaðan yfir á uppfyllingu í fram-
haldi Kringlumýrarbrautar
verði skoðuð ítarlega.“ Enn-
fremur segir hann að á næsta
kjörtímabili ætli hann að beita
sér fyrir því að tekin verði
ákvörðun um hvenær og hvert
innanlandsflugið verði flutt úr
Vatnsmýrinni og því fundinn
annar staður í Reykjavík eða í
næsta nágrenni.
Þetta er annað dæmið um
frjóa skáldskapargáfu. Land-
fylling alla leið frá Örfirisey og
út til Akureyjar! Segja má að
Seltjarnarnesið og Álftanesið
hafi yfirburðaaðstöðu sem flug-
vallarstæði fyrir höfuðborg-
arsvæðið, því aðrir möguleikar
sunnan við koma varla til
greina vegna ókyrrðar sem rík-
ir þar tíðum. Ef Vatnsmýrin
verður ekki inni í myndinni er
ekki um annað að ræða en að
flytja allt flugið suður á Kefla-
víkurflugvöll. Svo einfalt er
það. Og við skulum hafa það í
huga að við næstu borg-
arstjórnarkosningar mun af-
staðan til staðsetningar flug-
vallarins ráða mörgum
atkvæðaseðlinum.
Varnir gegn sjávarflóðum
Svo við lítum í
aðra átt. Und-
anfarin ár hafa
sveitarfélögin á
SV- horninu veitt
árlega vænar fúlg-
ur til að endurbæta
varnir gegn sjáv-
arflóðum. Glöggir
menn halda því
fram að botninn á
Faxaflóanum fari
hægt sígandi niður
á við. Því til árétt-
ingar benda þeir á,
að Seltjörnin sé nú
orðin að sjávarbotni og á
fjörum megi sjá þar sendnar
mýrartorfur og í eina tíð var
Hólmurinn vestan Örfiriseyjar
verslunarstaður kaupstaðarins.
Þar er nú skerið eitt eftir en
það minnir samt á sig á fjörum.
Fleira má segja um þetta en
ekki er úr vegi að minna á Báts-
endaflóðið sem átti sér stað fyr-
ir um 200 árum. Segja má að
það hafi verið sérstakt tilfelli,
en hefðu lægðirnar sem hrjáðu
Vestur-Evrópu í haust villst
hingað með tilheyrandi bram-
bolti gæti eitthvað svipað átt
sér stað. Þetta stórviðri gekk
yfir allt Suðvesturlandið og
sjórinn gekk langt á land upp
og olli víða miklu tjóni. Geir
biskup Vídalín, sem bjó á
Lambastöðum á Seltjarnarnesi,
lýsti því og taldi hann flóðhæð-
ina hafa verið fimm álnum eða
um þremur metrum hærri en í
öðrum stórstraumsflóðum.
Braust sjórinn þvert yfir nesið
fyrir innan býlið og var þar
hvorki fært mönnum né hest-
um. Nú er mesta flóðhæð í stór-
straumi talin tæpir fimm metr-
ar svo varlegt er að áætla að
flóðið hafi þá daga náð vel yfir
sex metra hæð. Við þær að-
stæður hefði sjórinn nú á dög-
um gengið upp um holræs-
isaugun í Austurstræti. Líka
eru til heimildir fyrir því að í
því sama flóði skar sjórinn
Álftanesið líka í sundur um
tjarnirnar sem þar eru.
Fólksfjölgun og
skipting sveitarfélaga
Nú eru landsmenn orðnir
300.000 og hefur þjóðin þrefald-
ast að tölu á 75 árum og gera
má ráð fyrir að mesta fjölgunin
verði hér suðvestanlands.
Reikna má með að á hverjum
40 árum fjölgi þeim um a.m.k.
100.000 manns. Því miður hefur
borgarstjórnin undanfarið
stefnt að því að þétta byggðina í
norðurhluta borgarinnar. En
því fylgir að þangað veitir ekki
af greiðum samgönguæðum frá
öðrum borgarhlutum.
Meginhluti þjóðarinnar býr
hér á höfuðborgarsvæðinu í sjö
sveitarfélögum með mismun-
andi mörgum íbúum eins og
kunnugt er. Sjö bæjarstjórar
eða sveitarstjórar. Litlir kóng-
ar með skotthúfur, þar sem
hver hugsar um sitt ríki. Sjö
sveitarstjórnir, jafnmargir
skipulagsstjórar og skipulags-
nefndir. Ekki er ósennilegt að
við skipulagsvinnu á svæðinu
starfi meir en þrjú hundruð
manns. Þar að auki fjalla allar
sveitarstjórnirnar um hvert og
eitt mál sem leysa þarf.
Lítum á nokkur atriði sem
sýna þetta misgengi. Seltjarn-
arnes er í sama kjördæmi og
Sandgerði og Grindavík, Kópa-
vogslandi er skipt í þrjá að-
skilda landshluta, Reykjavík í
tvo, Garðabær og Bessa-
staðahreppur eiga sameign,
Litla kaffistofan er í Ölf-
ushreppi, Elliðavatn tilheyrir
höfuðborginni, en Gunn-
arshólmi Kópavogi. Skipulag
sveitarfélaganna er lítið sam-
ræmt. Hafnir í Reykjavík,
Hafnarfirði og Kópavogi þjóna
öllu sviðinu. Orkuveita Reykja-
víkur sér öllu svæðinu utan Sel-
tjarnarness fyrir hitaveitu og á
allar lagnir henni tengdar og
svo má lengi telja.
Ef við lítum á þátt ríkisins þá
eru á svæðinu fjögur aðskilin
sýslumannsembætti og lög-
gæslur, fjórar stofur almanna-
trygginga, tvær tollstofur og
skattstofur og fjölmargar
skólanefndir framhalds-
skólastigsins auk annarra
starfa sem verður að hafa sam-
vinnu um.
Þróun höfuðborgar-
svæðisins
Þótt þessi atriði sem hér hafa
verið nefnd komi ekki beinlínis
flugvallarmálinu við hafa þau
samt sína þýðingu vegna þró-
unar höfuðborgarsvæðisins
eins og síðar verður vikið að.
Aðrar þjóðir svo sem Norð-
urlandaþjóðirnar og kunningjar
okkar í Winnipeg lentu á sínum
tíma í því að fleiri sveitarfélög
voru á afmörkuðu svæði, en þar
var líka andstaða hjá for-
ráðamönnunum um að samein-
ast. Þá tóku löggjafarþingin af
skarið og samþykktu lög um
sameiningu. Síðan hafa engar
óánægjuraddir heyrst þar.
*
Eins og fram hefur komið
hefur stefna borgarinnar verið
undanfarið að þétta byggðina,
einkanlega í eldri hlutanum.
Nærri flugvellinum er búið að
ráðstafa stórum svæðum undir
stækkun Landspítalans og til
nýs háskóla vestan við Öskju-
hlíðina. Þar eiga að vera vinnu-
staðir fyrir þúsundir manna
sem flestir munu koma sunnan
að, en sáralítið hefur verið
hugsað fyrir samgönguæðum
þaðan til þessara nýju hverfa.
Og þá fer ekki hjá því að líta
þarf til fjölda sveitarfélaganna
á þeim slóðum.
*
Eins og margir vita eru leir-
ur í botni Kópavogs og Foss-
vogs sem koma upp úr á
fjörum. Eru þær mörgum til
leiðinda. Ef gerðar verða land-
fyllingar út yfir þær má gera
þar akbraut sem liggur þvert
yfir Kársnesið og vogana og
tekur hún land vestan við
kirkjugarðinn í Fossvogi og
getur mætt þar Hlíðarfæti. Síð-
ar meir er líka hugsanlegt að
gera veg fyrir létt farartæki
lengra til vesturs og smeygja
honum niður fyrir enda NS-
flugbrautarinnar og tengja
hann að lokum við enda Suður-
götunnar.
*
En til þess að þetta nái fram
að ganga þarf að fækka sveit-
arfélögunum og gera heild-
arskipulag af öllu svæðinu
kringum höfuðborgina. Þau eru
of mörg. Um það eru allir sam-
mála En hversu mörg?
Til greina kemur að steypa
þeim saman í eitt. En vænleg-
ast telur undirritaður að þau
verði þrjú. Hafnarfjörður og
Bessastaðahreppur geta sam-
einast, Garðabær og Kópavog-
ur og síðan Seltjarnarnes,
Reykjavík og Mosfellsbær.
Reykjavíkurflugvöllur
Eftir Ólaf Pálsson ’En til þess að þettanái fram að ganga
þarf að fækka sveit-
arfélögunum og gera
heildarskipulag af öllu
svæðinu kringum höf-
uðborgina.‘
Höfundur er verkfræðingur.
Ólafur Pálsson
hugmyndum sem upp koma um al-
þjóðlega skóla. Slíkir skólar eru eðli
málsins samkvæmt dýrir, nemendur
gjarnan mun færri en almennt gerist.
Með stuðningi atvinnulífsins mætti
gera alþjóðlegan skóla að raunhæfum
kosti, einnig fyrir Íslendinga. Allar
hugmyndir sem miða að því að fá vel
menntaða sérfræðinga af erlendu
bergi brotnu til starfa á Íslandi
byggja á því að börn þeirra geti
stundað nám í alþjóðlegum skólum á
öllum menntastigum.
Greitt verði fyrir menntun
Hjá framtíðarhópnum kom fram
sameiginlegur skilningur á þeim auði
sem menntunin er. Viðskiptaráð telur
því eðlilegt að þeir sem þann auð öðl-
ist greiði fyrir það með einhverjum
hætti. Því megi heldur ekki gleyma að
kröfur til menntastofnana aukist sí-
fellt og kostnaðurinn þar með. Hófleg
skólagjöld eru eðlilegt framhald
þeirrar þróunar, segir í skýrslunni.
Fjallað er sérstaklega um málefni
aldraðra í skýrslunni og meðal þess
sem fram kemur er að tryggja þurfi
öldruðum þá virðingu og frelsi sem
þeir eigi skilið og þeim verði gert
kleift að vera eins lengi heima og þeir
kjósa og mögulegt sé. Mikilvægt sé að
búa öldruðum gott öryggisnet í formi
heilbrigðisþjónustu og þeirrar fé-
lagslegu aðstoðar sem þörf sé á til
þess að aldraðir geti búið einir og
sjálfstæðir eins lengi og þeir treysta
sér til. Viðskiptaráð telur að athuga
eigi samþættingu þeirrar þjónustu
sem heilsugæslan annars vegar veitir
öldruðum og félagsþjónustan hins
vegar og þá jafnvel að einkaaðilar taki
hana að sér að hluta eða í heild í formi
þjónustusamninga. Bent er á að í út-
tekt Hagfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands sem unnin var fyrir heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneyti, komi
fram að hvert hjúkrunarrými kostaði
12.500 krónur á dag, meðan þrjár vitj-
anir í heimaþjónustu kostuðu 8.000
krónur. Hægt er því að ná fram um-
talsverðri hagræðingu með því að efla
heimaþjónustu í stað þess að fjölga
hjúkrunarrýmum, segir Viðskiptaráð.
Möguleikar lífeyrissjóðanna eru
Viðskiptaráði hugleiknir í skýrslunni
og þar lagt til að frelsi þeirra til fjár-
festinga verði aukið. Fjallað er um
styrka stöðu íslenska lífeyriskerfisins
og fram kemur að íslenska þjóðin eigi
meira en 1,1 billjón króna í lífeyr-
iskerfinu – sem jafngildi um 120% af
vergri landsframleiðslu. Spár geri ráð
fyrir að eignir sjóðanna eigi eftir að
tvöfaldast á næstu tíu árum miðað við
ávöxtun síðustu ára.
Ríkið og einstaklingurinn
Síðasti kafli skýrslunnar ber yf-
irskriftina Ríkið og einstaklingurinn
og er þar m.a. fjallað um umfang hins
opinbera og hvernig draga megi úr
því. Er m.a. lagt til að einkaaðilum
verði treyst í auknum mæli til að reka
heilbrigðisstofnanir og að Ísland verði
kynnt sem land heilbrigðis. Þá er lagt
til að einkaaðilar taki við fleiri þáttum
almannatryggingakerfisins, t.d. líf-
eyrissjóðirnir. Viðskiptaráð vill að
einkaaðilar byggi, fjármagni og reki
fleiri samgöngumannvirki og að ríkið
hætti að stunda samkeppni við bank-
ana um fjármögnun íbúðarhúsnæðis.
Þá vill ráðið að tollar og landbún-
aðarstyrkir verði afnumdir, ráðu-
neytum verði fækkað úr 14 í jafnvel
sjö og að ríkisstofnunum, sem séu í
dag ríflega 1.000 talsins, verði fækkað
án þess að það valdi auknum kostnaði.
Viðskiptaráð Íslands vill beita sér
fyrir því að í ár fari fram umræða á
ýmsum sviðum þjóðlífsins um lang-
tímastefnumótun fyrir Ísland. Með
það að leiðarljósi hefur ráðið því
skipulagt fundi með fyrirtækjum,
stofnunum, aðilum úr menningarlífinu
og háskólum til að skapa margháttaða
umræðu um Ísland árið 2015. Skýrsla
ráðsins er innlegg í slíka umræðu.
gjöfinni. Skatt-
töðugri mótun
erslum atvinnu-
nnings.
fjárfestingu út-
nahagslífi hér-
mati Við-
kref erlendrar
rtækja verður
ð verði fyrir fjár-
ér á landi.
útrás fyrirtækja
á að íslensk fyr-
eldur þurfa út-
ð hluthafar í ís-
í gegnum
rslunni.
ylda
hópsins er sér-
stæður fjöl-
rfi menntunar í
miðstýring í
nnkuð, að leik-
r svo að þeir
kstrareiningar
átttaka foreldra
andsins verði
mati Við-
eim sem sækja
n erlendis.
mikilvægt að ís-
vel á móti þeim
óðleg
a og þjónustu
Morgunblaðið/Kristinn
rði minnkuð, að leikskólar verði stækkaðir svo að þeir
aka foreldra og nemenda í skólum landsins verði aukin.
sunna@mbl.is
en eru engu að síður – eða kannski
einmitt þess vegna – í fremstu röð
þegar samkeppnishæfni ríkja er met-
in.
Um hvað snýst valið?
Hægri flokkar hafa almennt þá
stefnu í skattamálum að draga úr
skattbyrði þ.e. minnka sneið ríkisins
af þjóðarkökunni. Þess vegna vilja
hægri flokkar minnka ríkið og draga
úr samneyslu. Þetta er líka stefna
Sjálfstæðisflokksins – í orði. Á borði
er Sjálfstæðisflokkurinn einhver
mesti skattheimtuflokkur sem hér
hefur verið og formaður hans skatta-
kóngur Íslands. Það sem verra er,
Sjálfstæðisflokkurinn hefur með
stefnu sinni stóraukið ójöfnuð í sam-
félaginu.
Samfylkingin býður fram skýran
valkost gegn þeirri stefnu, jafn-
aðarstefnu byggða á réttlæti og sam-
ábyrgð.
stækkað. Hið opinbera tekur nú til sín
í skatttekjur um 40% af lands-
framleiðslunni en tók 34,3% árið 1995.
Kakan hefur vissulega stækkað mikið
á þessum tíma en ríkið tekur til sín
talsvert stærri hluta hennar en áður.
Ég er í sjálfu sér ekkert ósátt við
hlut hins opinbera – en ég tilheyri líka
jafnaðarmannaflokki en ekki hægri
flokki. Ég er þeirrar skoðunar að
hlutfall skatttekna af landsframleiðsl-
unni sé ekki óeðlilega hátt – ef við not-
um skattana til að auka jöfnuð og
halda uppi öflugu menntakerfi og
góðri velferðarþjónustu. Samneysla,
sem stuðlar að auknum lífsgæðum, og
samábyrgð er sú stefna sem jafn-
aðarmannaflokkar almennt aðhyllast
og er grundvöllur hinna norrænu vel-
ferðarríkja. Þeirra ríkja sem búa við
mestan jöfnuð allra ríkja í heiminum
tleysismörkin
þús. kr. á mán-
u að vera um 85
þau hefðu hald-
i sínu frá árinu
a hittir alla fyrir
yngst hjá þeim
eð lægstu tekj-
ir byrja fyrr en
rga skatta. Á
hefur kaup-
rra sem hæstar
rnar aukist þre-
en þeirra sem
a úr býtum.
st skattastefna
hnotskurn.
hægri flokks
amfélaginu.
ra
skattheimtu
fur aukist á
æðisflokkurinn
rsætis- og fjár-
r hins opinbera í
einfaldlega
s
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
’Þetta er skattastefnahægri flokks sem eykur
ójöfnuð í samfélaginu.‘