Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 43
DAGBÓK
DOFRABORGIR - ÚTSÝNI
Glæsilegt 172 fm raðhús á tveimur
hæðum á fallegum útsýnisstað í
Grafarvogi. Húsið er hraunað að utan
og er bílskúrinn sambyggður húsinu.
Stórt bílaplan er framan við húsið og
er hitalögn í hluta þess. Húsið skiptist
á eftirfarandi hátt. Neðri hæð: And-
dyri, þvottahús, tvö svefnherbergi,
baðherbergi og sjónvarpsstofa. Efri
hæð: Stofa og borðstofa, eldhús,
gestasnyrting, hjónaherbergi og fata-
herbergi inn af því. V. 38 m. 5352
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Vegleg sýning og ráðstefna verður hald-in á Nordica hóteli helgina 11. og 12.febrúar. Yfirskrift dagskrárinnar er„Golf á Íslandi 2006. – Þín íþrótt! þín
sýning!“ og er Gústaf Gústafsson sýningarstjóri:
„Sjálfur er ég golfari og hef stundað þessa
íþrótt í um áratug. Sem kylfingur hef ég fundið
fyrir vöntun á stórum árlegum viðburði sem
veitir íþróttinni þá umfjöllun og athygli sem hún
á skilið. Þar sem ég starfa við sýningar sá ég
tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi: efla
íþróttina og jafnframt halda öfluga sýningu,“ út-
skýrir Gústaf tilurð sýningarinnar. „Markmiðið
er að gera þessa sýningu að reglulegum við-
burði sem íslenskir kylfingar láta ekki framhjá
sér fara.“
Dagskráin er, sem fyrr segir, tvískipt: annars
vegar hefðbundin vörusýning þar sem söluaðilar
og fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu; og
hins vegar ráðstefna þar sem fjallað verður um
ýmsar hliðar íþróttarinnar, en Golfsamband Ís-
lands er samstarfsaðili um framkvæmd ráð-
stefnunnar og Icelandair aðalstyrktaraðili
sýningarinnar.
Meðal þess sem Gústaf nefnir meðal há-
punkta sýningarinnar er kylfingurinn David
Edwards: „Hann er í senn skemmtikraftur og
leikur sér að snúnum brögðum með golfkylfuna,
en hann var, sem dæmi aðalskemmtikraftur á
PGA-golfsýningunni í München í október sem
leið, en sú sýning er sú stærsta sinnar tegundar
í Evrópu,“ segir Gústaf. Þá verður keppni í golf-
hermi, svokölluð næst-holu-keppni, en takist
einhverjum gesta að fara holu í höggi hlýtur
hann VW Golf Highline-bifreið að launum.
„Stanslaus dagskrá er frá opnun til loka sýning-
arinnar og ættu allir að finna eitthvað við sitt
hæfi.“
Ráðstefnuhlið golfhátíðarinnar skiptist í
þrenns konar málstofur: Í fyrsta lagi er fjallað
um grasvallarannsóknir og um framkvæmdir á
golfvöllum, þá er málstofa um golfíþróttina sem
heilsurækt, þar sem m.a. verður fjallað um rétt-
ar og rangar æfingar, og loks er málstofa um af-
rekskylfinga. „Við bjóðum því upp á dagskrá
sem hentar jafnt starfsmönnum og aðstand-
endum golfklúbba, almennum kylfingum sem og
afreksfólki í greininni. Fjöldi góðra fyrirlesara
tekur þátt, bæði innlendir og erlendir, og dag-
skráin er með vandaðasta móti og Golfsamband-
inu til sóma,“ segir Gústaf.
Nánar má lesa um dagskrá Golfs á Íslandi
2006 á slóðinni www.icexpo.is/golf.
Íþróttir | Golf á Íslandi 2006, sýning og ráðstefna, haldin í fyrsta skipti á Íslandi
Eitthvað fyrir alla golfáhugamenn
Gústaf Gústafsson er
fæddur í Reykjavík
1973. Hann útskrifaðist
frá Verslunarskóla Ís-
lands 1991 og lærði kerf-
isfræði í Kaupmanna-
höfn 1992. Þá forritun
og kerfisfræði við Raf-
iðnaðarskóla Íslands
1997–1998. Nam Mark-
aðs- og útflutnings-
fræði 1999 og Verð-
bréfamiðlun 2002–2003 við Háskóla Íslands.
Gústaf stundaði sjómennsku frá 1992 til
1997, og hefur fengist við störf hjá ýmsum
fyrirtækjum í hugbúnaði, síðast hjá hugbún-
aðarfyrirtækinu Rhea 1999–2001. Frá 2002
hefur Gústaf starfað sem sölu- og markaðs-
stjóri hjá Iceexpo.
Gústaf er kvæntur Sigrúnu Bragadóttur og á
hann fjögur börn.
Dulin hætta.
Norður
♠109762
♥K864
♦109
♣95
Suður
♠K5
♥Á9753
♦Á6
♣ÁKD7
Suður spilar fjögur hjörtu án afskipta
AV af sögnum. Útspilið er smár tígull.
Hvernig er áætlunin?
Tólf slagir eru til í dæminu er allt
liggur á besta veg – trompið 2-2 og
spaðaás réttur. En fyrsta markmið er
að tryggja tíu slagi. Fyrr eða síðar
verður tígli hent úr borði í hálauf, en
það þarf að huga að ýmsu öðru, til
dæmis íferðinni í hjartað. Borgar sig að
spila trompinu af öryggi upp á einn
tapslag, eða er það of hættulegt?
Norður
♠109762
♥K864
♦109
♣95
Vestur Austur
♠Á84 ♠DG3
♥DG2 ♥10
♦D874 ♦KG532
♣632 ♣G1084
Suður
♠K5
♥Á9753
♦Á6
♣ÁKD7
Það þýðir ekkert að hugsa um 4-0
leguna í trompi, enda of hættulegt að
spila fyrst litlu hjarta frá báðum hönd-
um. Hins vegar er varhugavert að taka
strax tvo efstu í trompi.
Skoðum málið: Drepið á tígulás og
ÁK í hjarta spilað. Þá er ÁKD í laufi
spilað og tígli hent úr borði. Tígull
trompaður og spaða spilað að kóng. En
vestur á ásinn og tekur síðasta tromp
blinds, svo austur fær fjórða slag varn-
arinnar á laufgosa.
Þessi hætta leynir á sér, en svarið er í
sjálfu sér einfalt: Sagnhafi lætur nægja
að taka á hjartakóng í byrjun, hendir
svo tígli niður í lauf. Hann stingur síðan
tígul, fer heim á hjartaás og trompar
fjórða laufið.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8.
Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Rxe7 Rxe7 11.
Bd3 Rd7 12. 0–0 Rc5 13. b4 Rxd3 14.
Dxd3 f6 15. Be3 d5 16. Bc5 dxe4 17.
Dxe4 Dd5 18. De2 Bb7 19. f3 Rg6 20.
Hfd1 Rf4 21. Df1 De6 22. c4 Kf7 23.
Hd6 Df5 24. cxb5 axb5 25. Rxb5 Kg6
26. Hd2 Hhd8 27. Hxd8 Hxd8 28. Rd6
Hxd6 29. Bxd6 Dg5 30. Kh1 h5 31. Bc5
e4 32. Be3
Þýski stórmeistarinn Arkadij Nai-
ditsch (2.657) vann ofurstórmótið í
Dortmund á síðasta ári en síðan þá hef-
ur hann ekki teflt mikið. Á síðustu
stundu var honum boðin þátttaka í B-
flokki Corus-skákhátíðarinnar sem
lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í
Hollandi. Hann hóf mótið af miklum
krafti og leiddi það einn framan af en
eftir fimm umferðir hafði undrabarnið
norska, Magnus Carlsen (2.625) náð
honum að vinningum. Staðan kom upp
í viðureign þeirra í sjöttu umferð og
hafði sá þýski með hvítu leikið tveimur
slæmum leikjum röð og það nýtti
undrabarnið sér til hins ýtrasta. 32. …
exf3 33. gxf3 Dg4! og hvítur gafst upp
þar sem eftir 34. Bxf4 Bxf3+ er staða
hvíts hrunin. Naiditsch tapaði fleiri
skákum til viðbótar eftir þessa viður-
eign og blandaði sér því ekki í barátt-
una um efsta sætið í flokknum á meðan
Carlsen varð efstur ásamt rússneska
stórmeistaranum Alexander Motylev
(2.638).
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
85 ÁRA afmæli. Í dag, 8. febrúar,er 85 ára Haraldur M. Helga-
son, fyrrv. kaupfélagsstjóri KVA,
Goðabyggð 2, Akureyri. Haraldur og
kona hans, Áslaug Einarsdóttir, bjóða
vinum og vandamönnum upp á kaffi á
heimili sínu að kvöldi afmælisdagsins.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
RANNSÓKNARSTOFNUN KHÍ
heldur opinn fyrirlestur í dag, mið-
vikudaginn 8. febrúar kl. 16.15, í
Bratta, Kennaraháskóla Íslands.
Auður Torfadóttir, dósent við
KHÍ, heldur fyrirlestur er nefnist:
Er ritun vanræktur þáttur í tungu-
málakennslu?
Auður fjallar um rannsókn sem
byggð er á úrtaki úr ritunarþætti
samræmda grunnskólaprófsins í
ensku vorið 2004. Þeir þættir sem
einkum verður fjallað um taka til
uppbyggingar texta og setninga-
byggingar. Niðurstöður leiða í ljós að
þar er víða pottur brotinn. Jafnvel
hjá nemendum sem fá háa einkunn
fyrir ritun vantar víða tilfinningu
fyrir uppbyggingu og framsetningu
texta. Í drögum að nýrri námskrá
fyrir ensku er eitt af lokamark-
miðum 10. bekkjar að nemendur hafi
náð valdi á að skrifa samfelldan texta
á viðeigandi máli um kunnuglegt efni
og geti fylgt helstu hefðum varðandi
uppbyggingu ritaðs máls. Það er
brýnt að nemendur séu meðvitaðir
um hvað það er sem einkennir góðan
ritaðan texta og fái þjálfun í að koma
hugsun sinni skipulega á framfæri,
segir í fréttatilkynningu.
Í lok fyrirlestrarins verður fjallað
um leiðir til að koma til móts við
þetta markmið.
Fyrirlestur um ritun og
tungumálakennslu
BJARNI Helgason, grafískur hönnuður, hefur opnað sýn-
ingu á Thorvaldsensbar er ber nafnið „Ostranenie; sjón-
ræna, tónræna“. Í titlinum vísar hann til rússnesku, en
orðið „ostranenie“ þýðir framandleiki, og kemur fyrst
fyrir í ritgerð Victors Schlovskys, „Art as Procedure“ frá
árinu 1917.
Með verkum sínum vill Bjarni reyna að gera hið kunn-
uglega ókunnugt með því að gera áhorfandanum erfitt
um vik að sjá tengingu myndefnisins við upprunann –
þröngva meðvitund hans til þess að sjá hlutina í nýju
ljósi.
Á sýningunni tekst Bjarni einnig á við þá hugmynd
hvort hægt sé að myndgera hljóð og tónlist. Hann raðar
saman kyrrmyndum úr myndbrotsböndum úr hversdags-
lífinu svo þau mynda einskonar tónverk, eða „tónræna
heild“.
Framandleiki og
myndgerð hljóð
Bjarni Helgason: Hverfisgata – verk í svipuðum tónum (2006).
Hver þekkir
konuna?
Á MYNDINNI
er kona sem ég
þarf að fá upp-
lýsingar um hver
er. Maðurinn á
myndinni er
David Snidal frá
Kanada. Hann kom til Íslands sum-
arið 1985 og hitti frændfólk víðs
vegar um land. Ef einhver veit hver
þessi kona er, þá hafið samband við
Vigdísi Sigurðardóttur, sími
468 1233, netfang: borgum-
@simnet.is
Samskipti við Eflingu,
stéttarfélag
MIG langar að segja frá samskipt-
um mínum við Eflingu, stéttarfélag.
Þannig var að ég fékk leigt
sumarhús í Úthlíð nýlega, þ.e.a.s.
þorrahelgina. Við fórum glöð af
stað því þarna ætluðum við hjónin
að eyða helginni í rólegheitum. Er
við komum á staðinn kom í ljós að
við urðum að leggja bifreið okkar á
götunni og þannig loka fyrir aðra
umferð þar sem ekki var hægt að
komast inn á bifreiðaplanið vegna
snjóa. Með naumindum var hægt að
komast inn á pallinn við húsið
vegna snjóa, húsið ískalt er komið
var inn. Heiti potturinn á kafi í snjó
og fennt fyrir geymsluhurð þar sem
hugsanlega var geymd skófla. Haft
var samband við umsjónarmann
þarna á staðnum og kvað hann það
ekki vera í sínum verkahring að
moka snjó af veröndinni, „þetta er
ekki þriggja stjörnu hótel“ sagði
hann.
Þar sem enga þjónustu var þarna
að fá var ákveðið að yfirgefa stað-
inn án frekari dvalar. Eftir helgina
var haft samband við starfsmann á
skrifstofu Eflingar, þann sem sér
um orlofshúsin. Ekki vildi þessi
ágæti starfsmaður neitt fyrir mig
gera, hvorki að endurgreiða né að
lána mér hús síðar. Hann kvaðst
aldrei hafa heyrt aðra eins firru,
það væri nú vetur og fólk yrði að
gera sér grein fyrir því.
Við höfum oft farið í sum-
arbústað að vetri til áður, hjá öðr-
um stéttarfélögum, og aldrei fengið
þvílíka þjónustu og hjá þessu ágæta
félagi, Eflingu.
Ég þakka þessum ágætu starfs-
mönnum, bæði umsjónarmanni í
Úthlíð og starfsmanni á skrifstofu,
fyrir góð mannleg samskipti.
Sigrún Kristinsdóttir.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is