Morgunblaðið - 08.02.2006, Side 51
Sími - 551 9000
M YKKUR HENTAR ****
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
MEMOIRS OF A GEISHA kl. 6 og 9
LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS
GOLDEN GLOBE VERÐLAUN
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM!
THE
FOG
Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is
„...falleg og skemmtileg
fjölskyldumynd...“
MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og
Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper.
DÖJ, Kvikmyndir.com
eeee
VJV, Topp5.is
eee
H.J. MBL
Sýnd kl. 6
F
U
N
Sýnd kl. 6, 8 og 10
STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG
ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU
METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN
BESTA TÓNLISTIN,
JOHN WILLIAMS
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN eeeKvikmyndir.com
eee
Kvikmyndir.is
eee
Rolling Stone
eee
Topp5.is
Sýnd kl. 5 og 8
VINSÆLASTA MYNDIN
á Íslandi í dag! 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
eee
Kvikmyndir.com
eee
Kvikmyndir.is
eee
Rolling Stone
eee
Topp5.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 51
Undanfarin ár hafa verið árpóstmódernískrar róm-antíkur í tónlistinni. Allt
getur gengið, allt má, gamalt og nýtt
gengur saman, þjóðlegt og al-
þjóðlegt gengur saman, rokkaðar
rómönsur, röppuð ritornelli … allt á
nótum umburðarlyndis, víðsýni, þess
að vera gjaldgengur – og jú, líka
sem betur fer, oft, frumleika. And-
ófið gegn fortíðinni virðist fyrst og
fremst hafa skilað sér í fegurð. Tón-
list síðustu ára hefur umfram allt
verið falleg og höfðað til hjartans,
ekki síður en til höfuðsins. Engar
sérstakar kröfur eru gerðar um of-
urvitsmunalega aðferðafræði – tón-
listin verður fyrst og fremst að
„sánda“ vel. Nýrómantíkerar gömlu
austantjaldslandanna riðu á vaðið
með þýðri, fallegri tónlist; Gorecki,
Pärt, Vasks og fleiri og við höfum
eignast stórvirki sem stafa stakri
fegurð – þar nægir að nefna Sam’s
Mass og Jólaóratoríu Johns Speight,
Óttusöngva á vori og Aldasöng Jóns
Nordals, Skálholtsmessu Hróðmars
Inga Sigurbjörnssonar, Passíu og
Sellókonsert Hafliða Hallgríms-
sonar. Detti nú engum í hug að fal-
lega tónlistin sé á nokkurn hátt
óvandaðri smíðar en aðrar – þar er
auðvitað ekkert samasemmerki á
milli.
Fyrir austantjaldsskáldin var feg-
urðin og samruninn við löngu liðna
fortíð vafalítið andóf gegn ríkisrek-
inni raunsæismúsík ráðstjórn-
arinnar, meðan hér og víða annars
staðar hefur andófið – meðvitað eða
ómeðvitað beinst að módernism-
anum, tilraunatónlistinni og þeim
landlægu viðhorfum almennings að
nútímatónlist væri „óáheyrileg, lag-
línulaus og ljót“, eins og oft á tíðum
heyrðist sagt.
Öldin er sem sagt önnur og nýtónlist hefur gert Myrka mús-
íkdaga, sem nú standa sem hæst, að
hátíð sem hinn almenni hlustandi vill
sækja og sækir.
Það þarf vart að taka fram hversu
nauðsynlegur vettvangur Myrkir
músíkdagar eru fyrir músíklífið í
landinu. Þar getur að heyra allt það
nýjasta í tónlistinni en líka eldri verk
sem sum hver heyrast allt of sjaldan.
Það færist líka í vöxt að ný erlend
verk séu flutt á hátíðinni og það er
gott því heimskt er heimaalið barn –
og nauðsynlegt bæði fyrir tónskáld,
tónlistarmenn og áheyrendur að
heyra okkar sköpun í samhengi við
það sem skapað er annars staðar.
Myrkir músíkdagar eru líka sá vett-
vangur þar sem áhugasamir geta
spekúlerað í tónskáldum framtíð-
arinnar. Það er á engan hallað þótt
nafn Huga Guðmundssonar sé nefnt
nú – verk hans á opnunartónleikum
hátíðarinnar fékk afar góðar við-
tökur, eins og reyndar segja má um
flest öll hans verk, frá því að hann
útskrifaðist út tónsmíðadeild Tón-
listarskólans í Reykjavík fyrir fimm
árum. Haraldur Vignir Sveinbjörns-
son er annað ungt tónskáld sem vert
er að fylgjast með, en verk hans,
sem leikið verður á Sinfóníutón-
leikum Myrkra músíkdaga annað
kvöld, Sjö byltur svefnleysingjans,
hefur vakið athygli og var tilnefnt til
Íslensku tónlistarverðlaunanna árið
2004. Báðir þykja þeir Hugi og Har-
aldur Vignir semja „falleg“ verk.
Það á þó ekki við um öll tónskáld
yngstu kynslóðarinnar. Í þeirra hópi
er líka fólk sem á það til að ögra
rækilega. Áki Ásgeirsson, einn for-
sprakka Atónal Future, er í þeim
flokki, en verk eftir hann eru líka á
dagskrá Myrkra músíkdaga í ár.
Tinna Þorsteinsdóttir píanóleik-
ari segir í viðtali í blaðinu í dag, að
þótt fegurðin hafi verið ríkjandi í
tónlist síðustu ára, bendi margt til
þess að tilraunastarfsemi í tónlist-
inni sé í vexti á nýjan leik, en að
meira umburðarlyndi sé gagnvart
henni nú en var á dögum módern-
ismans.
Þeir Hugi, Haraldur Vignir og
Áki eru af sömu kynslóð tónskálda
og eiga fortíð saman í Atónal Fut-
ure, sem nú er orðinn að Atón. Það
verður forvitnilegt að fylgjast með
hvernig tónlist þessara ólíku tón-
skálda vindur fram á næstu árum;
og hvort verður ofan á – það sem
heillar eða það sem ögrar.
Ögrun
eða
fegurð
’Allt getur gengið, alltmá, gamalt og nýtt geng-
ur saman, þjóðlegt og al-
þjóðlegt, rokkaðar róm-
önsur, röppuð
ritornelli … allt á nótum
umburðarlyndis, víðsýni,
þess að vera gjaldgengur
– og jú, líka sem betur
fer, oft, frumleika.‘
Haraldur Vignir
Sveinbjörnsson
begga@mbl.is
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Áki
Ásgeirsson
Hugi
Guðmundsson
Halldór Ásgeirsson með lifandi myndgjörning á opnunartónleikum Myrkra
músíkdaga um helgina. Spurning hvort hann hafi ögrað eða heillað.
KANADÍSKI tónlistarmaðurinn og
ljóðskáldið Leonard Cohen var vígð-
ur inn í kanadísku frægðarhöllina á
sunnudaginn fyrir framlag sitt til
tónlistar. Lítið hefur farið fyrir Coh-
en undanfarin misseri en hann varð
fyrir gríðarlegu áfalli þegar upp
komst að umboðsmaður hans til 17
ára hafði, ófrjálsri hendi, tekið 300
milljónir íslenskra króna af banka-
reikning Cohen á meðan hann dvaldi
í búddaklaustri á árunum 1994–1999.
Liggur sú kæra enn fyrir í Los Ang-
eles.
Cohen, sem er orðinn 71 árs gam-
all, virtist hins vegar í fínu formi þeg-
ar hann tók við verðlaununum á
sunnudaginn en með honum var
hawaiísk kærasta hans til nokkurra
ára og samstarfsmaður, Anjani
Thomas. Tónlistarmennirnir Willie
Nelson, k.d. Lang og Rufus Wain-
wright vottuðu Cohen virðingu sína
og léku lög eftir listamanninn. Nel-
son flutti mjög alþýðlega útgáfu af
laginu „Bird on a Wire“ en Lang
söng að sögn viðstaddra, ógleym-
anlega útgáfu af laginu „Hallelujah“.
Cohen var augljóslega mjög
hrærður eftir að hafa horft á mynd-
band þar sem farið var yfir feril hans,
en sló einnig á létta strengi. „Ef ég
vissi hvaðan góðu lögin koma, þá færi
ég þangað oftar,“ sagði Cohen. „Þið
hafið verið mér svo góð í gegnum ár-
in, hjarta mitt er fullt af þakklæti.
Þetta eru forréttindi og ég er mjög
stoltur yfir því að þið skulið kunna að
meta það sem ég hef gert,“ sagði
Cohen þegar hann tók við viðurkenn-
ingunni.
Í maí er von á 250 síðna ljóðabók
með teikningum frá Cohen en síðar á
árinu er von á nýrri hljómplötu auk
þess sem Thomas mun gefa út plöt-
una Blue Alert sem inniheldur texta
eftir Cohen en hann stjórnaði jafn-
framt upptökum á plötunni.
Leonard Cohen hefur á ferli sínum
sent frá sér ellefu hljóðversplötur. Sú
fyrsta, The Songs of Leonard Cohen,
kom út árið 1968 en sú síðasta Dear
Heather kom út fyrir tveimur árum.
Cohen lagði út á tónlistarbrautina til
að afla sér tekna þegar ferill hans
sem ljóðskáld gekk ekki sem skyldi.
Aðdáendur listamannsins hafa frá
því í fyrra reynt að þrýsta á að Cohen
verði veitt Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum.
Leonard Cohen hefur samið mörg snilldarlögin í gegnum tíðina.
Í tónlist af nauðsyn
Tónlist | Leonard Cohen vígður
inn í kanadísku frægðarhöllina