Morgunblaðið - 08.02.2006, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
„Munich er tímabært
stórvirki sem á
erindi við alla.“
S.V. Mbl.
„Munich er tímabært
stórvirki sem á
erindi við alla.“
S.V. Mbl.
mynd eftir
steven spielberg
L.I.B. Topp5.is
S.U.S. XFM 91,9
kvikmyndir.is
Ó.Ö. DV
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
Frá framleiðendum
„Bridget Jones Diary“
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
M.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley),
bestu listrænu leikstjórn og tónlist.4
L.I.N. topp5.is
H.J. Mbl.
V.J.V. / topp5.is
S.V. / Mbl.
E.P.Ó. / kvikmyndir.com
Munich kl. 5:50 og 9 B.i. 16 ára
Caché - Falinn kl. 5:30 - 8 og 10:30 B.i. 16 ára
Pride & Predjudice kl. 5:30 - 8 og 10:30
Rumor Has It kl. 10
Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 og 9 B.i. 10 ára
KING KONG kl. 6 B.i. 12 ára
FREISTINGAR
GETA REYNST
DÝRKEYPTAR
Spennuþruma ársins er komin með hinni
einu sönnu Jennifer Aniston og hinum
vinasæla Clive Owen (“Closer”).
Síðustu sýningar
VINSÆLASTA MYND FRANSKRAR HÁTÍÐAR OG BESTA
MYND EVRÓPU SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA.
„ÓGLEYMANLEG OG ÓVENJU
FRUMLEG UPPLIFUN!“
- S.V., Mbl
pörupiltar
á Kringlukránni miðvikudagkvöld kl. 22:00
Uppistand, dans, söngur, glens og mikið grín!
Leikkonur: Alexía, Arnbjörg Hlíf, Halldóra Geirharðs, Ólafía Hrönn,
Halla Margrét, Hildigunnur, Ingrid, Sólveig og María.
Aðgangseyrir 1200 kr.
ÚTVARPSRÁÐ tók þá ákvörð-
un á fundi í dag, að vísa ekki
laginu „Til hamingju Ísland“,
sem Sylvía Nótt flytur, úr
Söngvakeppni Sjónvarpsins
þótt lagið hafi lekið út á netið.
Útvarpsráð tók í gærmorgun
fyrir stjórnsýslukæru frá
Kristjáni Hreinssyni, en komst
að þeirri niðurstöðu að ekki
væri hægt að kæra ákvörðun
útvarpsstjóra til ráðsins.
Lögð var fram greinargerð
frá lögmönnum Ríkisútvarps-
ins, en þar kemur m.a. fram
að ekkert kærusamband er
milli útvarpsráðs og útvarps-
stjóra og því engin heimild til
að kæra fyrrgreinda ákvörðun
útvarpsstjóra til útvarpsráðs.
Ákvörðun útvarpsstjóra sé
endanleg og verði hvorki
skotið til útvarpsráðs né ann-
arra.
Morgunblaðið reyndi í gær
að ná tali af Kristjáni Hreins-
syni en án árangurs.
Tónlist | Ákvörðun útvarpsstjóra endanleg að mati útvarpsráðs
Sylvía Nótt fer áfram
Morgunblaðið/Eggert
„Til hamingju Ísland“ í flutningi Silvíu Nætur var eitt þeirra laga sem komst áfram í úrslit Söngvakeppni Sjón-
varpsins. Lagið er eftir Þorvald Bjarna, en textinn er eftir Gauk Úlfarsson og Ágústu Evu Erlendsdóttur.
FRAMLEIÐANDINN Eidos
Interactive hefur staðfest út-
gáfudag fyrir tölvuleikinn
Championship Manager 2006,
en leikurinn kemur út hinn 31.
mars. Manager-leikirnir hafa
notið gríðarlegra vinsælda á
undanförnum árum, en í leikn-
um bregður spilarinn sér í
hlutverk knattspyrnustjóra.
Ný útgáfa leiksins inniheldur
fjöldann allan af nýjungum og
er að sögn raunverulegasti
leikurinn hingað til, en leik-
urinn inniheldur öll leik-
mannaskipti sem fóru fram í
janúar. Á meðal nýjunga má
nefna hina byltingarkenndu
Gameplan-grafíkvél, en með
tilkomu hennar er hægt að sjá
leikina spilast í þrívídd. Einn-
ig geta spilarar fylgst með
mótum og leikmönnum í öðr-
um löndum, auk þess sem
knattspyrnustjórar leiksins
geta haft meiri samskipti við
leikmenn en áður hefur verið.
Sem fyrr þurfa spilarar að
takast á við allt frá taktík og
þjálfun að viðskiptum með
leikmenn, eða allt það sem al-
vöru knattspyrnustjórar þurfa
að gera.
Tölvuleikir | Championship Manager 2006 á leiðinni
Í leiknum bregður spilarinn sér í hlutverk knattspyrnustjóra og tekst á við hin
ýmsu verkefni sem slíkur.
Í hlutverki knattspyrnustjórans
Heyrst hefur að bæði Madonna ogBrad Pitt hafi samið um að
leika í næstu þáttaröð Extras en
fyrsta þáttaröðin
var þéttskipuð
stórum stjörnum á
borð við Kate Win-
slett, Samuel L.
Jackson og Ben
Stiller. Aðalleikari,
leikstjóri og annar
höfunda þáttanna,
Ricky Gervais, viðurkenndi á dög-
unum í kvöldþætti Davids Letterm-
ans að hann hefði fallið í stafi þegar
hann hitti leikarann Jude Law á
Golden Globe-verðlaunahátíðinni.
„Hvað á maður að segja? Maður vill
vera orðheppinn eins og Oscar Wilde
en í staðinn svitnar maður og segir
eitthvað kjánalegt.“ Þá kom það fram
í fréttum á dögunum að Gervais hefði
hafnað boði um að leika í The Da
Vinci Code vegna þess að hann var
fullviss um að hann eyðilegði mynd-
ina. „Ég sagði við leikstjórann: How-
ard, ég mun eyðileggja myndina. Ég
veit ekki hversu oft ég hef horft á
góða mynd eftir góðan leikstjóra sem
síðan hefur farið í vaskinn um leið og
breskur leikari birtist óforvarandis.
Ég vil ekki vera sá leikari.
Fólk folk@mbl.is