Morgunblaðið - 08.02.2006, Page 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
HAGSMUNUM Reykvíkinga hvað almennings-
samgöngur varðar væri best borgið ef Reykjavík
drægi sig út úr byggðasamlagsfyrirkomulaginu í
Strætó bs. og færi alfarið að sjá um stræt-
isvagnakerfi höfuðborgarinnar á eigin for-
sendum. Þetta kom fram í máli Árna Þórs Sig-
urðssonar, borgarfulltrúa
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í
Reykjavík, á fundi frambjóðenda VG til borg-
arstjórnar í Reykjavík með starfsfólki Strætós
bs.
Sagði hann reynsluna af sameiningu Stræt-
isvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna hafa
valdið sér miklum vonbrigðum og hún væri ein
samfelld árekstrasaga þar sem byggðasamlags-
formið væri stórgallað. Því væri réttast að leysa
upp byggðasamlagið í núverandi mynd.
„Við viljum fá strætó aftur heim til Reykjavík-
ur því við teljum að hagsmunum Reykjavíkur sé
betur borgið ef borgin sjái bara um sinn rekstur
og sína starfsemi og geti þá aukið við hana og eflt
eftir því sem menn telja skynsamlegt,“ sagði
Árni Þór og benti á að eins og staðan væri í dag
borgaði Reykjavík um 65–70% af stræt-
isvagnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu öllu.
„Það má vel færa rök fyrir því að Reykvík-
ingar borgi fyrir góða þjónustu í hinum sveit-
arfélögunum. Það væri svo sem allt í lagi ef það
væri þá samstaða um að það þyrfti líka stundum
að efla þjónustuna inni í Reykjavík, en því miður
hefur það ekki reynst raunin.“ |6
Vill fá strætó
heim til
Reykjavíkur
BLÍÐVIÐRIÐ skilur tjarnir borgarinnar eft-
ir nánast spegilsléttar. Sannaðist það heldur
betur þegar ljósmyndari smellti af mynd við
vatninu. Þó mun sólin ekki gleðja borgarbúa
lengi en spáð er úrkomu næstu daga. Búist
er við að sólin skíni aftur á sunnudag.
Tjörnina hjá Ráðhúsi Reykjavíkur en vart
má sjá hvort manneskjan á myndinni stend-
ur fyrir framan linsuna eða speglast í sléttu
Morgunblaðið/Ómar
Kólnandi veður á ný
STÓRAUKA þarf enskukennslu á
fyrstu skólaárunum svo Íslending-
ar verði jafnvígir á bæði tungu-
málin.
Á sama tíma og mikilvægt er að
slá hvergi af kröfunni um að við-
halda íslenskri tungu er tungu-
málið helsti þröskuldur í samskipt-
um við umheiminn. Allir
Íslendingar verða einfaldlega að
vera mæltir á aðra tungu en sína
eigin ef þeim á að takast að njóta
sín í alþjóðlegum viðskiptum og
samskiptum.
Þetta kemur meðal annars fram
í nýrri skýrslu framtíðarhóps Við-
skiptaráðs Íslands sem kynnt
verður á Viðskiptaþingi 2006 í dag.
Í skýrslunni segir að tvímæla-
laust eigi að færa enskukennsluna
niður í yngstu bekki grunnskólans
þegar börnin séu móttækilegust
fyrir málörvun.
Auk þess sé nauðsynlegt að
færa inn í skólakerfið, t.d. á fram-
haldsskólastigið, þau viðmiðunar-
próf sem viðurkennd eru sem að-
gangur að námi t.d. í Bretlandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum.
Kennt á ensku
í grunnskólum?
Í skýrslunni er litið áratug fram
í tímann og sagt sjálfsagt að árið
2015 verði ákveðnar námsgreinar í
grunn- og framhaldsskólum
kenndar á ensku og að bækur á
ensku verði lagðar til grundvallar í
kennslu eða sem ítarefni. Þannig
megi bæði auka námsframboð og
víðsýni í ýmsum greinum án þess
að kosta til dýrri útgáfu kennslu-
bóka og annars námsefnis auk
þess sem slíkt opni fyrir mögu-
leika á að fá til starfa erlenda
kennara sem geti borið með sér
nýja og ómetanlega þekkingar- og
menningarstrauma inn í íslenskt
samfélag.
Íslendingar verði jafn-
vígir á íslensku og ensku
Ísland verði | Miðopna
FLUGFÉLAG Íslands hefur gengið
frá kaupum á tveimur notuðum Dash
8 100-flugvélum sem teknar verða í
notkun í júní. Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir þetta
fjárfestingu upp á um 600 milljónir
króna. Hann segir vélarnar einkum
verða notaðar í verkefni á Grænlandi
en að nokkru leyti einnig á innan-
landsleiðum félagsins.
Vélarnar tvær taka 37 farþega og
eru tveggja hreyfla háþekjur, svip-
aðar og Fokker 50-vélar félagsins
nema hvað þær taka ívið fleiri far-
þega. Árni Gunnarsson segir vél-
arnar framleiddar 1992 og því álíka
gamlar og Fokker-vélarnar. FÍ hefur
sex slíkar í þjónustu sinni í dag og
segir Árni næg verkefni vera fyrir
þær allar í sumar en næsta vetur
verði einni Fokker-vélinni hugs-
anlega ráðstafað í verkefni erlendis
eða leiguverkefni innanlands.
Dash-vélarnar eru keyptar af
framleiðandanum, Bombardier í
Kanada. Árni segir þær geta athafn-
að sig á stuttum flugbrautum og einn
af kostum þeirra sé sá að þær geti
borið mikla frakt auk farþega. Segir
hann það henta mjög vel við verk-
efnin á Grænlandi. Flugfélagið flýgur
nú tvo daga í viku milli Íslands og
tveggja staða á Grænlandi og í sumar
verður önnur Dash-vélin þar mikið til
í innanlandsflugi.
Flugfélag Íslands mun í sumar alls
reka 10 flugvélar, tvær Dash 8-vélar,
sex Fokker 50 og tvær Twin Otter.
Flugfélag Íslands
kaupir tvær Dash-vélar
OF LÍTIL ávöxtunarkrafa hefur
verið gerð til Kárahnjúkavirkjun-
ar, að mati Ágústs Guðmundsson-
ar, stjórnarformanns Bakkavar-
ar. Þetta kom fram í viðtali við
hann í Kastljósi Ríkissjónvarps-
ins í gærkvöldi.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, er á öðru máli, og
segir í samtali við Morgunblaðið
að margoft hafi verið farið yfir
arðsemisútreikninga vegna virkj-
unarinnar, m.a. með aðstoð er-
lendra og innlendra banka, af svo-
nefndri eigendanefnd, sem fór
yfir alla útreikninga, og af stjórn
Landsvirkjunar. „Niðurstaðan
festing skapar vel launuð og góð
störf svo vitnað sé í ummæli Gylfa
Arnbjörnssonar á ráðstefnu á
dögunum,“ segir Friðrik.
„Mér finnst þetta allt vera gott
og blessað og tek undir að auðvit-
að hlýtur þjóðfélagið að vera að
færast í þá átt að verða þjónustu-
samfélag. Hér á landi eru góðar
aðstæður til að koma upp alls
konar atvinnurekstri og nægt
fjármagn stendur til boða, en því
miður hafa erlendir aðilar ekki
kosið að koma hingað til að
stunda annan atvinnurekstur en
þennan,“ segir Friðrik. Hann
segir ástæðulaust að egna at-
vinnugreinum saman og segja að
eitt útiloki annað, því þær gangi
hver með annarri.
mest af sér í framtíðinni. „Ef ríkið
ætlar að leggja út í fjárfestingar
upp á 200 milljarða er auðvitað úr
ýmsu að velja og hægt að byggja
upp ýmiss konar þjónustuiðnað
fyrir 200 milljarða sem getur gef-
ið betur af sér en stóriðjan,“ sagði
Ágúst. Friðrik sagði Landsvirkj-
un ekki leggja 200 milljarða til
virkjunarinnar, heldur 100 millj-
arða. Erlend fjárfesting sé hins
vegar upp á aðra 100 milljarða.
„Ástæðan fyrir því að við Ís-
lendingar erum að setja 100 millj-
arða í fjárfestingar hjá okkur
miðað við tiltekna arðsemi sem
við teljum nægjanlega er m.a. sú
að við erum að setja þetta í starf-
semi þar sem erlenda fjárfesting-
in er króna á móti krónu. Sú fjár-
varð sú að þetta væri viðunandi
arðsemi,“ segir Friðrik.
„Ég hefði varið peningunum
öðruvísi,“ sagði Ágúst í sjón-
varpsviðtalinu. Hann sagði að það
sem skipti máli fyrir Íslendinga
væri að fjárfesta í því sem gæfi
Ósammála um arðsemi
Kárahnjúkavirkjunar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ágúst
Guðmundsson
Friðrik
Sophusson
VIGGÓ Sigurðsson tilkynnti stjórn Handknatt-
leikssambands Íslands í gærkvöldi að hann
gæfi ekki kost á sér sem
landsliðsþjálfari, en nafn
hans hafði verið nefnt
þrátt fyrir að hann hefði
sagt upp samningi sínum
við HSÍ áður en haldið var
á Evrópumótið í Sviss.
Samningur hans rennur út
í lok mars og því mun nýr
landsliðsþjálfari vænt-
anlega taka við liðinu 1.
apríl. „Ég er búinn að fá nóg, þetta er orðið
ágætt og nú sný ég mér annað,“ sagði Viggó
við Morgunblaðið í gærkvöldi og átti þá við
að hann ætlaði að einbeita sér að því að reka
fyrirtæki sitt, en hann tók við landsliðinu í
október 2004.
Stjórn HSÍ fundaði í gærmorgun og sagði
Guðmundur Ingvarsson, formaður sambands-
ins, eftir fundinn að Viggó væri einn þeirra
sem kæmu til álita. Af ráðningu hans verður
ekki en samkvæmt heimildum blaðsins eru
hinir þrír Atli Hilmarsson, Geir Sveinsson og
Júlíus Jónasson. | Íþróttir
Viggó hættur
♦♦♦