Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 2

Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ræðum málin. Ég verð á beinni línu á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag kl. 17. Sími: 588 1994 HUGSUM STÓRT! Ég á þá hugsjón að borgin sé fyrir alla. Við eigum sameiginleg markmið og drauma og ég mun sem borgarstjóri í Reykjavík vinna af fullkomnum heilindum að því að gera Reykjavík að fyrirmyndarborg. VILL LÆGJA ÖLDURNAR Leiðtogi Hamas, róttækrar hreyf- ingar Palestínumanna, bauðst í gær til að reyna að lægja öldurnar í lönd- um múslíma vegna deilunnar um skopmyndir af Múhameð spámanni. Aðaltalsmaður múslíma í Dan- mörku, Ahmad Akkari, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þeir for- dæmdu afdráttarlaust ofbeldis- verkin sem hafa verið framin vegna skopmyndanna. Samningstilboði hafnað Samninganefnd Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna hafnaði í gær tilboði launa- nefndar sveitarfélaga upp á 25% launahækkun á samningstímanum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti samningafundur fer fram en samningar hafa verið lausir frá ára- mótum. Óttast faraldur í Afríku Líklegt er talið að fleiri tilfelli fuglaflensu geri fljótt vart við sig í Afríku eftir að mannskætt afbrigði fuglaflensuveirunnar, H5N1, greindist í Nígeríu. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) óttast að „mjög alvarlegt ástand“ muni skapast í álfunni vegna sjúkdómsins. Hestaakademía í bígerð Hugmyndir eru uppi um byggingu miðstöðvar fyrir hestaíþróttir að Kjóavöllum, sem eru á bæj- armörkum Kópavogs og Garða- bæjar. Mundi hún rúma fjögur til fimm þúsund hesta á 70 hektara svæði. Mun þá starfsemi hesta- mannafélagsins Gusts flytjast alfar- ið frá Glaðheimum á næstu tveimur til þremur árum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Fréttaskýring 8 Viðhorf 34 Úr verinu 12 Bréf 35 Viðskipti 14 Minningar 36/46 Erlent 16/18 Myndasögur 50 Minn staður 22 Dagbók 50/53 Höfuðborgin 23 Staður og stund 51/52 Akureyri 24 Leikhús 54 Suðurnes 23 Bíó 58/61 Landið 25 Ljósvakamiðlar 62 Menning 24 Veður 63 Umræðan 28/35 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                       DREGIÐ hefur úr þenslu á fast- eignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu undanfarið, að mati formanns Félags fasteignasala. Fjöldi undirritaðra kaupsamninga dróst saman um tæp- lega 26% í janúar 2006 samanborið við janúar 2005, en 8,3% aukning varð í veltu milli ára. Fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins að fjöldi þinglýstra kaup- samninga um fasteignir á höfuðborg- arsvæðinu hafi verið 516 í janúar sl., en var 695 í janúar 2005, sem er 25,8% samdráttur milli ára. Meðalupphæð hvers samnings í ár var 28,6 milljónir króna, sem er aukn- ing um 45,9% frá því í janúar 2005 þegar meðalupphæðin var 19,6 millj- ónir. Heildarveltan á fasteignamark- aðnum á höfuðborgarsvæðinu nam 14,7 milljörðum króna í janúar 2006, sem er aukning um 8,3% frá því árið 2005, þegar veltan var 13,6 milljarðar. Markaðurinn að ná jafnvægi „Það er auðvitað alveg ljóst að markaðurinn hefur verið að leita meira jafnvægis. Það er ekki eins gríðarleg spenna eins og hefur verið, þessar tölur tala sínu máli hvað það varðar,“ segir Björn Þorri Viktors- son, formaður Félags fasteignasala. „Þrátt fyrir þetta má sjá að það er mikil hreyfing á markaðinum til langs tíma, það er jöfn og góð sala. Verðþróunin er einnig að róast, en það er hæg og bítandi hækkun.“ Á vef Fasteignamats ríkisins kem- ur einnig fram að samdráttur í fjölda kaupsamninga milli janúar 2006 og desember 2005 nemur 17%, og sam- dráttur í veltu nemur 17,9%. Björn segir það eiga sér eðlilegar skýringar. Samningar sem komi til Fasteigna- matsins í janúar séu gerðir í desem- ber, sem sé einfaldlega ekki söluhár mánuður á fasteignamarkaði al- mennt. Ekki eðlilegt að selja á innan við viku „Við erum, góðu heilli segi ég, kom- in á aðeins lygnari sjó, fólk er farið að geta skoðað eignir og gert samanburð án þess að eiga það á hættu að eignin sé seld daginn eftir eða þarnæsta dag. Það er aftur farið að taka jafnvel ein- hverjar vikur eða mánuði að selja fasteign, sem er auðvitað bara eðli- legt. Það er auðvitað ekki eðlilegt ástand að allt seljist samdægurs eða á innan við viku, það lýsir auðvitað miklu ójafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar,“ segir Björn. Hann segir að flestir spái því að fasteignamarkaðurinn verði í nokkuð góðu jafnvægi næstu misserin, að því gefnu að almennt efnahagsástand og kaupmáttur verði í góðu lagi áfram. Samdráttur var í fasteignasölu í janúar Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÞAÐ er skemmtilegt að renna sér í rennibrautunum í sundlaugunum. Það segja a.m.k. þessir hressu krakkar sem renndu sér á fullri ferð í rennibrautinni í Suður- bæjarlaug í Hafnarfirði í gær. Morgunblaðið/ÞÖK Á fullri ferð í rennibrautinni DÓMARAR við Héraðsdóm Reykjavíkur hafa ákveðið að hætta við að kljúfa Baugsmálið í tvennt. Verður því ekki fjallað fyrst um þátt fyrrv. endurskoðenda Baugs en svo um þátt núverandi og fyrr- verandi stjórnenda fyrirtækisins eins og ákveðið hafði verið, heldur réttað í máli allra sakborninga samtímis. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í dómnum í gær, en um er að ræða þá átta ákæruliði sem Hæstiréttur vísaði ekki frá á síð- asta ári. Í gær var ákveðið að hefja aðalmeðferð í máli allra sakborn- inganna sex mánudaginn 20. febr- úar, og halda henni áfram þriðju- daginn 21. febrúar. Tekin verður skýrsla fyrir dómi af einu vitni föstudaginn 17. febrúar þar sem vitað er að vitnið verður ekki á landinu þá daga. Ákvörðun héraðsdóms um að rétta í máli allra sakborninga sam- tímis kemur í kjölfar dóms Hæsta- réttar á miðvikudag, þar sem dóm- urinn fjallar um kæru verjenda á þeirri ákvörðun að kljúfa málið niður. Í dómnum kom fram að ekki væri hægt að kæra til Hæstaréttar þá ákvörðun að kljúfa málið niður, en að taka ætti mál allra sakborn- inga fyrir sem fyrst. Aðalmeðferð í þeim hluta máls- ins er snýr að fyrrverandi endur- skoðendum Baugs átti að hefjast í gær, en henni var frestað eftir að verjendur kærðu til Hæstaréttar þá ákvörðun að kljúfa málið niður. Aðalmeðferð í átta ákæruliðum Baugsmálsins hefst 20. febrúar Réttað verður í máli allra sakborninga samtímis MANNANAFNANEFND hefur samþykkt kvenmannsnöfnin Daley og Naranja og karlmannsnöfnin Bill og Tóki. Þá var millinafnið Birgis samþykkt og ennfremur rit- hátturinn Kilían. Nefndin hafnaði hins vegar rithættinum Júdith og sömuleiðis Mikhael. Rithættinum Júdith var hafnað á þeim forsendum að hann teldist ekki í samræmi við almennar rit- reglur íslensks máls og ekki væri hefð fyrir þessum rithætti þar sem enginn Íslendingur bæri nafnið sem fyrsta eða annað nafn. Mikhael var hafnað á svipuðum forsendum en bent á að eiginnöfnin Mikael og Michael væru bæði á manna- nafnaskrá. Í umfjöllun nefndarinnar um þau nöfn sem samþykkt voru, þ.e. eig- innöfnin Bill, Daley, Naranja og Tóki, segir að nöfnin taki eignar- fallsendingu og uppfylli ákvæði laga frá 1996 um mannanöfn. Beiðnum um nöfnin Apríl og Hnikarr sem nefndin hafði áður hafnað, var frestað. Mega heita Tóki og Naranja AÐ SÖGN Helga Eysteinssonar, sölu- og markaðsstjóra ferðaskrif- stofunnar Úrvals-Útsýnar, hefur ekki borið mikið á því að við- skiptavinir ferðaskrifstofunnar hafi hætt við ferðir til Mið- Austurlanda í kjölfar deilna og óeirða vegna birtingar danska blaðsins Jótlands-póstsins á skop- myndum af Múhameð. „Við og við- skiptavinir okkar erum þó á varð- bergi gagnvart þessu ástandi. Fólk hefur hringt í okkur og spurst fyrir um þetta en ekki er hægt að segja að mikil hræðsla sé á meðal þess,“ sagði Helgi en stefnt er að ferðum til Tyrklands og Egyptalands í vor. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hættulegt sé að fara til þessara landa og jafnvel spurt hvort hætt hafi verið við ferðirnar, en Helgi sagði að ekki væri tímabært að ákveða að aflýsa ferðunum þar sem talsvert væri í þær. Hann benti þó á að það hefði ætíð verið stefna ÚÚ að fara aldrei í ferðir á slóðir sem taldar væru óöruggar. Engar breyt- ingar á ferða- venjum Íslendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.