Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 17 ERLENT CONDOLEEZZA Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur sakað stjórnvöld í Íran og Sýrlandi um að kynda undir mótmælum vegna skop- myndanna af Múhameð og sérfræð- ingar og fræðimenn í málefnum Mið- Austurlanda taka undir það með henni. Benda þeir á, að mótmælin í Teheran og Damaskus hefðu aldrei farið fram nema með blessun og jafn- vel að undirlagi stjórnvalda en þeir nefna líka, að í arabaríkjunum sé mikil og innibyrgð reiði og lítið hafi þurft til að upp úr syði. Skopmynd- irnar í Jyllands-Posten séu næstum því aukaatriði í því sambandi. Alexander Kalúgín, sérstakur sendimaður rússnesku stjórnarinnar í Mið-Austurlöndum, tók undir með Rice í gær þegar hann sagði, að lík- lega væru „utanaðkomandi öfl“, það er að segja Íran, að kynda undir mót- mælunum. Gat hann sér til, að með því vildi íranska stjórnin sýna hvað gæti gerst ef hún yrði einangruð vegna kjarnorkudeilunnar. Fjölmiðlar í Líbanon eru á sama máli og í þeim er fullyrt, að sýrlenskir útsendarar hafi séð um að útvega bíla til að flytja mótmælendur að danska sendiráðinu í Beirút. Í því var kveikt og einnig ráðist á eina kirkju krist- inna manna. Líbanskir blaðamenn segja, að Sýrlendingar, sem urðu ný- lega að hrökklast frá Líbanon með herlið sitt, noti skopmyndamálið til að kynda undir ófriði í Líbanon og það geri raunar ýmsir innlendir hóp- ar, sem sakni fyrri valda í landinu. Óánægju beint að útlendingum Fræðimenn margir, þar á meðal Sanam Vakil, aðstoðarprófessor í Mið-Austurlandafræðum við Johns Hopkins-skólann í Washington, seg- ir, að almenningur í flestum ísl- ömskum löndum líði fyrir lýðræð- isskort og gífurlega spillingu og því hafi ekki þurft mikið til, að gremjan brytist út. Þá hafi stjórnvöld gripið gæsina og leyft mótmæli, sem beind- ust gegn útlendingum en ekki þeim sjálfum. Vakil og margir aðrir leggja hins vegar áherslu á, að gjáin, sem er á milli íslams og vestrænna ríkja, sé ekki bara tilkomin vegna einhverra ofstækismanna. Hún stafi einnig af því, að mörgum múslímum í Evrópu finnist sem litið sé á þá sem annars flokks borgara og líka af því, að vest- ræn ríki hampi Ísrael á kostnað Pal- estínumanna. William O. Beeman, mannfræðingur við Brown- háskólann í Bandaríkjunum, segir, að undir þessari gremju hafi síðan verið kynt með hryðjuverkastríðinu. „Flestum múslímum líður eins og þeir liggi allir undir grun og þeim finnst þeir ekki eiga það skilið,“ segir Beeman. Fyrir utan þetta hafi vestrænir menn ekki áttað sig á því hvað spá- maðurinn er heilagur í augum músl- íma. Múslímar kippi sér ekki upp við atlögu að ríkisstjórnum og ein- staklingum, jafnvel klerkum, en öðru máli gegni um spámanninn. Árás á hann auki enn á þá tilfinningu, að vestræn ríki sitji um íslam, og á þá minnimáttarkennd, sem múslímar finni fyrir gagnvart Vesturlöndum. Heimafyrir búi þeir við kúgun og því brjótist úrræðaleysið og gremjan út með þessum hætti. Mótmæli gegn skopmyndunum hafa farið fram í flestum íslömskum ríkjum en þótt þau stafi af raunveru- legri gremju er ljóst, að ekki bara stjórnvöld, heldur líka alls kyns hóp- ar, trúarhópar, stríðsherrar og aðrir, eru farnir að nota þau sjálfum sér til framdráttar. Er einkum bent á Afg- anistan og Pakistan í því sambandi. Skopmyndirnar gleymdust Dæmi eru líka um, að mótmæli hafi farið að snúast um annað en skop- myndirnar. Þær voru vissulega tilefni fjölmennrar göngu í Kabúl fyrir nokkrum dögum en fyrr en varði fóru hrópin að beinast gegn veru pakist- anskra farandverkamanna í Afgan- istan. Síðan brutust út átök og að þeim loknum lágu þrír menn í valn- um. „Skopmyndirnar gleymdust al- veg,“ sagði Gulab Shah Alikheil, tals- maður ríkisstjórans í Kabúl. Það hefur vakið athygli, að skop- myndirnar af Múhameð birtust í Jyl- lands-Posten í lok september síðast- liðins en þá án þess að vekja mikla athygli utan Danmerkur. Danskir múslímar mótmæltu þeim vissulega og þegar þeim fannst ekki nægilega mikið mark á því tekið. Gerðu þeir út af örkinni nefnd, sem ræddi málið við ráðamenn, klerka og fjölmiðla í ísl- ömskum löndum. Verið getur, að þetta hafi riðið baggamuninn en óstaðfestar fréttir eru um, að fleira hafi komið til. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu eða öllu heldur fjölmiðlar þar í landi létu til dæmis ekkert í sér heyra um málið fyrr en eftir slysið í Mekka í janúar þar sem 420 pílagrímar tróðust undir vegna skipulagsleysis yfirvalda í borginni. Sagt er, að þá hafi fjöl- miðlum landsins verið skipað að flytja ítarlegar fréttir af skopmyndunum. Einræðisstjórnir grípa tækifærið Reuters Palestínskir öryggisverðir við bækistöð alþjóðlegra eftirlitsmanna í Hebr- on. Þar var efnt til mótmæla vegna teikninganna af Múhameð. Margir fræðimenn segja að mótmæli múslíma gegn skopmyndunum séu eðlileg, þær hafi vakið rétt- mæta hneykslun, segir í grein Sveins Sigurðssonar. FLEMMING Rose, menning- armálaritstjóri Jyllands-Posten, sem birti skopteikningarnar af Múhameð spámanni í fyrra, var sendur í leyfi um ótilgreindan tíma í gær. Ágreiningur er sagður hafa komið upp á milli Carstens Juste, aðalritstjóra Jyllands- Posten og Rose í gær. Rose var þá spurður í sjónvarpsviðtali hvort blaðið myndi birta skop- myndir, sem íranskt blað hefur boðað að verði birtar um helför gyðinga. Rose tók því ekki ólík- lega og sagðist ætla að hafa samband við Íranana og óska eftir því að fá að birta myndirn- ar þegar þær yrðu tilbúnar. Juste segir í opnu bréfi, sem birtist á fréttavef Jyllands-Post- en í gær, að þetta hafi verið mis- tök hjá Rose, Jyllands-Posten myndi aldrei birta slíkar mynd- ir. En Rose hafi verið undir miklu álagi síðustu mánuði. Heimsóknir á vefsíðu blaðsins hafa fjórfaldast á einni viku, úr 340.000 í 1,335.000, að sögn vef- ritstjórans, Jørgen Schultz. Hefur hann nú sett upplýsingar um teikningamálið á ýmsum málum, þ. á m. arabísku, á vef- síðuna. Norska tímaritið Magaz- inet, sem endurbirti teikning- arnar umdeildu, segist vilja ræða málið við norska múslíma en neitar að biðjast afsökunar á sjálfri birtingunni. Samtök múslíma hafa kært ritið fyrir guðlast og fyrir að stofna lífi norskra borgara í hættu. Rose rit- stjóri send- ur í leyfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.