Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR 50% afsláttur Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. ÚTSALA PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Rauðsmári Hormónajafnvægi fyrir konur á breytingaskeiðinu Djúpivogur | Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi hefur fest kaup á nýjum og öflugum jeppa. Að sögn Reynis Arnórssonar formanns kemur þessi bifreið, sem er hlaðin aukabúnaði, til með að breyta miklu fyrir björgunarsveit- ina á staðnum. Bifreiðin er sér- staklega útbúin til erfiðra fjalla- ferða og á því án nokkurs vafa eftir að nýtast vel í framtíðinni. Í því tilliti má nefna að nokkuð al- gengt er að ferðamenn lendi í ógöngum t.d. á fjallveginum yfir Öxi þar sem vegurinn er illa úr garði gerður gagnvart snjóalögum. Djúpavogshreppur er einnig mjög víðfeðmt sveitarfélag og í því nokkrir illfærir og langir dalir þar sem menn hafa stundum lent í erf- iðleikum. Reynir væntir þess einn- ig að áhugi muni aukast meðal manna að starfa í sveitinni þar sem aðstæður til æfinga hafa gjör- breyst til batnaðar með tilkomu bifreiðarinnar. Ingólfur Finnsson á Breiðdalsvík vann að breytingum á bifreiðinni og uppsetningu á öll- um aukabúnaði. Nýtt björg- unartæki til Djúpavogs Mogunblaðið/Andrés Skúlason Hörkutæki Djúpavogsbúar fengu nýjan björgunarjeppa á dögunum. Seyðisfjörður | Seyðfirski Alpa- klúbburinn heldur um þessar mundir upp á tuttugu ára starf- semi. Hann var stofnaður í Sölden í Austurríki árið 1986. Þorvaldur Jó- hannsson, formaður SF-ALP frá upphafi, segir félaga klúbbsins hafa farið árlega frá stofnun klúbbsins í evrópsku alpana og heiðrað þá með nærveru sinni . „Félagar SF-ALP eru nú 9 talsins og heiðursfélagar 3,“ segir Þorvaldur. „Mikil ásókn er í að gerast félagi í SF-ALP en mjög ströng inntökuskilyrði halda fé- lagatali í skefjum. Við höldum upp á 20 ára afmæli klúbbsins í Selva Val Gardena á Ítalíu 17. febrúar nk. Eitursnjöll skíðadagskrá að hætti félaga SF-ALP verður á afmæl- isdaginn en henni lýkur með glæstu afmælishófi á hóteli í skíðabænum Selva.“ Seyðfirski Alpaklúbburinn er að- ili að Austfirska Alpaklúbbnum og segir Þorvaldur þann seyðsfirska einvörðungu karlaklúbb og ein- kunnarorðin vera „Traustur vinur og góður skíðafélagi.“ Halda upp á skíðaafmælið á Ítalíu Ljósmynd/SF-ALP Skíðað í ítölsku Ölpunum F.v. Andrés Svanbjörnsson, Adolf Guðmunds- son, Sigurður Gíslason, Þorvaldur Jóhannsson og Gísli Blöndal. AUSTURLAND AKUREYRI Fréttasíminn 904 1100 PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna framboðslista við sveitarstjórnarkosningarnar í vor verður á morgun, laugardag. Kosið verður um 6 sæti, hvorki fleiri né færri. Kjörfundur á Akureyri verður haldinn í Hamborg, Hafnarstræti 94, frá kl. 9–18 og í Hrísey að Hólabraut 3A kl. 13–16. Kjósendur þurfa að vera viðbúnir því að sýna persónuskilríki. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öll- um þeim sem eru fullgildir félagar í einu af sjálfstæðisfélögunum á Akur- eyri eða í Hrísey og búsettir í sveitar- félaginu. Þeir skulu hafa náð 16 ára aldri á prófkjörsdaginn. Þátttaka í prófkjörinu er ennfremur heimil þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins sem eiga munu kosningarétt í sveitarfélaginu við sveitarstjórnar- kosningarnar hinn 27. maí nk., og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálf- stæðisfélag í sveitarfélaginu. Prófkjör á morgun Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri Ég hlakka bara til, segirStefán Jónasson, sem ídag kl. 18 lokar verslunsinni, Bókabúð Jónasar, en hún hefur verið starfandi á Ak- ureyri í nær hálfa öld. Faðir hans, Jónas Jóhannsson, tók við umboði Al- menna bókafélagsins í bænum 1956 og fékk verslunarleyfi árið eftir. Hann notaði tækifærið og opnaði þá litla afgreiðslu og bókabúð við Hafn- arstræti, undir Hótel KEA, þegar Blómabúð KEA, sem þá var og hét, flutti sig um set og húsnæði losnaði. Síðar var verslunin flutt að Brekku- götu 3 og var um tíma í Útvegsbanka- húsinu eins og það kallaðist í þá daga, þar sem nú er sýslumannsembættið. Í tæp 30 ár hefur Bókabúð Jónasar verið til húsa í Hafnarstræti 108, skammt sunnan við hornið að Ráð- hústorgi. Húsnæðið, 4 hæðir, var keypt 1978 og skömmu áður en jóla- bókaflóðið 1979 skall á var flutt inn. Stefán gekk til liðs við föður sinn árið 1962, hafði ári fyrr lokið stúd- entsprófi og hélt til Reykjavíkur þar sem hann hóf nám í læknisfræði við háskólann, „allur bekkurinn fór í læknisfræði og ég fylgdi bara með,“ segir hann og kvað það ekki sína hillu. Þegar Stefán lítur yfir farinn veg, þau rúm 40 ár sem hann hefur selt bæjarbúum bækur og ritföng, kveðst hann sáttur við ævistarfið. „Það hefur gengið þokkalega vel,“ segir hann, en vissulega hafa miklar breytingar orð- ið á í áranna rás. Nú sé í raun svo komið að vart borgi sig að halda úti sérverslun af þessu tagi, „það er meira og minna búið að loka öllum bókabúðum hér á Norðurlandi.“ Hér áður fyrr voru þetta fjórar til fimm bókaverslanir í miðbæ Ak- ureyrar og oft mikið að gera, einkum þó og sér í lagi fyrir jólin. „Það var oft mjög mikið að gera og þá tíðkaðist ekki þessi langi afgreiðslutími og nú var bara opið tvö kvöld í desember, síðasta laugardag fyrir jól til tíu um kvöldið og svo fram að miðnætti á Þorláksmessu.“ Stefán nefnir að áður fyrr voru bækur einungis seldar í bókabúðum, hvergi annars staðar. Í seinni tíð hefðu stórmarkaðir boðið bækur til sölu og þá sérstaklega fyrir jólin, eins ætti almenningur auðvelt með að kaupa bækur á netinu og þá væri mikið um að bækur væru seldar í símasölu. „Þetta eru gríðarlegar breytingar frá því sem áður var.“ Stefán segist hafa eignast marga og trausta viðskiptavini, „fólkið fer þangað sem því líkar vel og ég er lán- samur, hef átt ansi marga trausta og trygga viðskiptavini sem margir hafa verslað við mig í áratugi.“ Fyrir nokkru fékk Stefán gott tilboð í hús- næðið, „en það hefur enginn spurt um verslunina,“ segir hann og bætir við að börn sín séu í öðrum störfum, „svo það er sjálfhætt. Enda er þetta orðið ágætt og ég er sáttur við að hætta núna.“ Sjálfur er Stefán enginn bóka- ormur og hefur ekkert sérstaklega gaman af því að lesa. „Það gengur ekki upp að liggja í bókum alla daga, reksturinn hefði örugglega ekki gengið upp ef ég hefði setið uppi á kaffistofu alla daga að lesa.“ Starfi bóksalans fylgir nefnilega mikið um- stang, „þetta er mikil vinna,“ segir hann, og felst í fleira en að afgreiða bækur yfir borð. Það þarf að taka á móti sendingum, verðmerkja og ganga frá bókum í hillur og eins þarf að endursenda t.d. tímarit og blöð eft- ir ákveðinn tíma og standa í skilum, svo eitthvað sé nefnt. „Ég myndi ef- laust velja mér þetta ævistarf aftur ef ég hoppaði aftur til ársins 1962, en eins og ástandið er núna er ekki fýsi- legt að gerast bóksali,“ segir Stefán. Útivera, einkum gönguferðir jafnt á tveimur jafnfljótum sem og göngu- skíðum, hefur verið hans áhugamál. „Ég hef verið að skrönglast upp á þessi fjöll sem við eigum hér í ná- grenninu,“ segir Stefán sem líka hef- ur klifið Herðubreið, Snæfell og Hvannadalshnjúk. „Ég hef nú linast með aldrinum, hef fært mig meira niður á jafnsléttu og þykir gott að ganga um í Kjarnaskógi. Nú kýs ég fremur flatlendið, tek það fram yfir fjöllin, en það er nauðsynlegt að hreyfa sig.“ Bókabúð Jónasar sem hefur verið starfrækt í nær hálfa öld lokað í dag Bóksali getur ekki legið í bók- lestri alla daga Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikil vinna Stefán á lager bókabúðarinnar, þar sem verið er að ganga frá. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is 112-dagurinn | Haldið verður upp á 112-daginn á morgun, laugardag, í annað sinn. Það er Neyðarlínan sem stendur fyrir þessum degi til að kynna starf viðbragðsaðila. Á Ak- ureyri verður hópakstur þeirra sem bregðast þurfa við þegar slys ber að höndum, þ.e. lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveitarinnar, kl. 11:30 og síðan verður opið hús hjá björg- unarsveitinni Súlum á Hjalteyrar- götu 12 frá kl. 13 til 16. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyð- arnúmerið og starfsemi þeirra sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.