Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 35 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VEGNA mikillar umfjöllunar í blöðum og öðrum fjölmiðlum um áramótaræðu biskups Íslands, og þeirrar hörðu gagnrýni, sem hann hefur orðið fyrir, vil ég segja þetta: Engin kristin manneskja, jafnt karl sem kona, getur blessað syndina, en það á að biðja fyrir og blessa fólkið, sem í henni lifir. Nokkrar spurningar til ykkar, kæru landar: Á hvað trúum við? Höfum við ekki verið að hæla okk- ur af því að vera kristin þjóð í á annað þúsund ár? Og hver er sú bók, sem við höfum haft að leið- arljósi? Það er jú Biblían, lifandi Guðs orð. Jesús segir í Lúkasi 21:33: „Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.“ Og á öðrum stað stendur: „Fremur ber að hlýða Guði en mönnum.“ Ég held að öllu kristnu fólki beri saman um að í Biblíunni er að finna öll þau lífs- gildi, sem eru undirstaða í öllu okkar siðgæði (og landslög hafa tekið mið af), ekki bara það, sem snertir kynlíf fólks, (sem er skýrt kveðið á um), heldur allt, sem er manninum fyrir bestu. Allir lestir okkar mannanna eru Guði and- stygð, eins og segir í Matt. 15:19: „Manndráp, hórdómur, saurlifn- aður, þjófnaður, ljúgvitni, last- mælgi.“ Hvað sjáum við í blöðum í dag? Gæti það verið eitthvað af þessu? Eða kannski allt? Svari hver fyrir sig. Allt, sem brýtur á móti boðum Hans er synd, hvort sem okkur líkar betur eða verr, en góðu tíðindin eru þau, að „hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3:16). Við höfum öll syndgað og skortir Guðs dýrð, en okkur ber sem kristnu fólki að umbera og elska náunga okkar, en jafnframt eigum við ekki að skrökva að fólki um það hvað Guðs orð segir okkur skýrt og greinilega að er ekki frá Guði komið. Svo ef við ætlum að fara að leyfa eitthvað af þessu og þykja sjálfsagt, þá erum við komin út á hálan ís. Við færum okkur alltaf lengra og lengra frá Guðs orði. Hvar endum við? Í öngstræti. Jesús segir á einum stað: „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boð- orð mín.“ (Jóh.14:15). Höfum við gert það? Ég held ekki. Við brjót- um þau daglega, bæði ég og aðrir og það eina, sem við getum gert er að biðja Guð að hjálpa okkur og fyrirgefa, og það mun hann gera. Við erum breyskar manneskjur, en Jesús Kristur dó fyrir syndir okk- ar og við getum alltaf snúið okkur til hans og iðrast, og hann mun fyrirgefa okkur með kærleika sín- um. Hans faðmur stendur öllum opinn, því hann elskar alla menn, en hann vill fá að breyta okkur til þess góða, fagra og fullkomna. Guð blessi íslensku þjóðina og gefi henni þá náð að hvika ekki frá því, sem Guðs orð talar. Að lokum vil ég þakka bisk- upnum okkar, herra Karli Sig- urbjörnssyni, fyrir að hafa ekki látið undan þrýstingi fólks, sem hefur ekki, eða vill ekki meðtaka það, sem kristin trú boðar, og ég bið honum blessunar Guðs í starfi á komandi árum. GUÐRÚN ODDSDÓTTIR, húsmóðir, Engihjalla 11, Kópavogi. Hvert stefnum við? Frá Guðrúnu Oddsdóttur smáauglýsingar mbl.is ÞAÐ er ótrúlegt að heyra end- urtekið órökstuddar fullyrðingar og sleggjudóma um heilar starfs- greinar af munni þeirra sem ættu að vita betur. Þannig eru til dæmis orð landbúnaðarráð- herra, Guðna Ágústs- sonar, sem birtust í sjónvarpsfréttum 1. feb. sl. af fundi kúa- bænda þar sem hann gerir fyrst lítið úr hagfræðiprófessorum og mönnum sem skreyta sig með fínum titlum, en kýs síðan að vitna í einn slíkan, Guð- mund Ólafsson prófess- or, varðandi hugs- anlega lækkun matarskattsins. Guðni telur Guðmund sann- orðan þegar hann segi að samkeppnin sé ekki meiri en svo, að versl- unin gæti hirt 2/3 af lækkun matarskattsins og stungið í sinn vasa ef stjórnvöld myndu lækka hann (tollar og innflutningsgjöld af innfluttum landbún- aðarafurðum). Nú vill svo til að landbún- aðarráðherra hefur fyr- ir sér einmitt alveg þveröfugt dæmi úr tíma sínum í ráðuneytinu þegar ákveðið var að fella niður vernd- artolla og álögur á innflutt græn- meti. Þetta skilaði sér til neytenda í lækkuðu smásöluverði og ekki að- eins í verði grænmetis heldur náðu áhrifin einnig til ávaxta sem lækk- uðu beinlínis af sömu orsökum. Það er alvarlegur hlutur að bera það upp á heila atvinnugrein að hún sé óvönd að meðölum og starfi and- stætt því sem hún boðar, þ.e.a.s. í þessu tilfelli sem þjónustustarfsemi fyrir neytendur sem leitast við að falbjóða vörur á sem hagstæð- ustu verði. Það er eng- inn að biðjast undan eðlilegu aðhaldi og rökstuddri gagnrýni, en tilvitnaður mál- flutningur dæmir sig sjálfur og menn hafa fyrir sér dæmi um ráðamenn með viðlíka framkomu sem allir enduðu á ruslahaug sögunnar. Verslunin er starfs- grein sem veitir rúm- lega 21 þúsund manns atvinnu og skilar meiru til samneysl- unnar en margar aðrar greinar atvinnulífsins. Allt það góða fólk sem starfar af heilindum og hollustu í greininni er með orðum ráðherrans niðurlægt, ekki einu sinni heldur margoft. Hagsmunasamtök at- vinnurekenda og laun- þega í verslun hljóta að æskja þess að mál- flutningi sem þessum linni og menn stuðli fremur að sam- heldni og uppbyggingu en niðurrifi og sundrungu með orðum sínum. Sleggjudómar og ávirðingar Sigurður Jónsson andmælir ávirðingum um verslunina í landinu Sigurður Jónsson ’Verslunin erstarfsgrein sem veitir rúmlega 21 þúsund manns atvinnu og skilar meiru til sam- neyslunnar en margar aðrar greinar atvinnu- lífsins.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Námufélagar fá afslátt á sýningar í febrúar SÝNT Í IÐNÓ. MIÐASALA Í IÐNÓ S. 562 9700 OG WWW.MIDI.IS skámáni PERSÓNA HILMIR SNÆR GUÐNASON leikur Charlotte von Mahlsdorf og þrjátíu og fjórar aðrar persónur! Leikstjóri : STEFÁN BALDURSSON „Hvílíkur leikari!” (Þorgeir Tryggvason, Mbl.) „Stórkostlegur leiksigur” (Blaðið) „Fyrir þá sem njóta þess að upplifa list leikarans, þar sem hún er hvað sýnilegust er Ég er mín eigin kona einhver stærsti og safaríkasti konfektmoli sem boðið hefur verið upp á hér um árabil.” (Þ.T. Mbl.) „Það var nánast óraunverulegt að verða vitni að þeirri tæru kúnst sem Hilmir Snær býr yfir.” (Súsanna Svavars, Blaðið) „hér nær list Hilmis mögnuðum hæðum. Líkamstjáning, innlifun og tímasetningar óaðfinnanlegar.” (Þ.T.Mbl.) „Það er fáum listamönnum gefið að fá mann til að hlæja og gráta á sama tíma. Charlie Chaplin var snillingur í þessu og Hilmir Snær og Stefán Baldursson ná að galdra þetta fram einnig” (Heimir Már Pétursson, Blaðið) „Svona gera bara snillingar.” (S.Sv. Blaðið) „Stórbrotin í einfaldleika sínum”. (Valgeir Skagfjörð, Fréttablaðið) „Hilmir Snær vinnur algeran leiksigur í þessari sýningu.” (H.M.P. Blaðið) ÚR UMSÖGNUM FJÖLMIÐLA UPPSELT UPPSELT laus sæti örfá sæti laus örfá sæti laus föstudagur laugardagur fimmtudagur föstudagur laugardagur 10.02 11.02 16.02 17.02 18.02 föstudagur laugardagur föstudagur laugardagur föstudagur 24.02 25.02 03.03 04.03 10.03 laus sæti örfá sæti laus laus sæti laus sæti laus sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.