Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 39

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 39 MINNINGAR daga áttum við nú margt sameigin- legt, báðar í barnastússi og þessu daglega amstri. Hugur minn fer á flakk og man ég margar góðar stundir sem við áttum saman, við Óli og þið Valgeir, í litlu íbúðinni ykkar sem þið innréttuðuð í bílskúrnum í Jörundarholtinu á meðan þið voruð að byggja. Svo er ein sérstök minn- ing sem ég á um okkar samveru og vináttu. Það var þegar við gengum báðar í Lionessuklúbbinn, sem þá var, á sama fundinum og báðar ófrískar, ég af honum Jóni Vali og þú af henni Valgerði og áttum við þau svo með akkúrat mánaðar millibili. Þannig fór það líka, þau urðu miklir og góðir vinir alveg frá fyrsta degi. Það sem ég vildi segja þér í þessari stuttu kveðju frá mér, elsku Aðal- björg mín, er að þótt samband okkar hafi rofnað síðastliðin ár af ýmsum ástæðum þá hefur mér alltaf þótt al- veg undurvænt um þig og er ég fegin að hafa fengið að segja þér það á síð- asta ári er við áttum spjall saman. Það samtal var og er mér mjög dýr- mætt þótt það væri við fremur erf- iðar aðstæður sem ég nefni ekki hér, en þá sagðir þú mér jafnframt að krabbameinið væri komið aftur og að lítið yrði við ráðið, og þótti mér það svo sárt því ég átti ekki heitari ósk til handa þér en að því stríði væri lokið, nóg var það samt sem á þig var lagt og annar og erfiður sjúkdómur sem hrjáði þig sem var þér og þínum erfiður svo ekki sé meira sagt. Elsku Aðalbjörg, hvað þú ert lán- söm með börnin þín, þvílík guðsgjöf, þetta eru allt þvílíkir gimsteinar að mínu mati og tek ég hatt minn ofan fyrir þeim, og ég held ég halli ekki á neinn þegar ég nefni hana Bergþóru sérstaklega, hún er einstök ung kona og veit ég að í dag þarf ég ekki að segja þér neitt um það, svo mikið er víst. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, kæra vinkona, allar okkar góðu stundir hér á árum áður, og veit ég að hann Aðalgeir, litli drengurinn ykkar, tekur á móti þér og fylgir þér veginn í heim þeirra sem farnir eru, þar sem birta, hlýja, ást og kærleik- ur ræður ríkjum og verður þú um- vafin því öllu í nýjum heimkynnum. Vertu sæl, mín kæra. Elsku Valgeir, Einar, Gummi, Bergþóra ,Valgerður, Auður og allir ástvinir, ég og fjölskylda mín send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur öll og vernda á þessum erfiðu tímum. Ykkar vinkona, Sigþóra Gunnarsdóttir. Þú réðst mig í vist tvö sumur til að passa drengina þína, Einar og Guð- mund. Ég var á fermingaraldri, ótta- legur krakki, en þú talaðir við mig eins og ég vissi alla skapaða hluti og væri sérfræðingur í barnapössun. Þannig var það líka með uppvaskið, mér fannst það ósköp leiðinlegt, en þér tókst með hrósi þínu að fá mig til að leggja mig alla fram. Þú varst mér einstaklega góð og mér fannst gaman að tala við þig, jafnvel svo að mér lá ekkert endilega á að fara heim þegar þú komst heim úr vinnunni. Ég sagði þér margt sem ég sagði engum öðrum og þú hlustaðir, fordómalaust og hafðir enga þörf fyrir að predika. Eflaust var flest það sem mér lá á hjarta harla lít- ilfjörlegt miðað við það sem þú hafð- ir um að hugsa, en það léstu mig aldrei finna. Sumrin sem ég var hjá þér voru sólskinsbjört og minning- arnar um þennan tíma, fallegu drengina þína og þig, svo fíngerða og glaða, lifa með mér. Aldrei bar skugga á okkar vinskap og þótt við höfum ekki hist í mörg ár til að spjalla, lifði vinátta okkar og það eru ekki margir sem ég hef hugsað eins oft og hlýtt til og þín. Ekki erum við öll svo lánsöm að sigla lygnan sjó í gegnum lífið og ég veit að oft gaf vel á hjá þér og sporin voru ekki alltaf létt. Samt held ég að þú skiljir fleira gott eftir en margur. Mér gafst þú dýrmætt veganesti og fyrir það þakka ég. Börnunum þínum öllum og fjöl- skyldu bið ég blessunar Guðs. Hvíldu í friði, kæra vinkona. Ásdís Kristmundsdóttir. Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Kærar þakkir fyrir hlýhug vegna andláts MARINÓS GUÐMUNDSSONAR, Hrísateigi 19, Reykjavík. Einnig þakkar fjölskyldan starfsfólki 11 E á Land- spítalanum við Hringbraut frábæra umönnun. Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhann Marinósson, Halldóra Jensdóttir, Dagnýr Marinósson, Hildur Helgadóttir, Joyce Guðmundsson, Ben Van Der Werff, Wilma Guðmundsson, Páll Guðmundsson, Hrafnkell Marinósson, Hlín Ástþórsdóttir, Guðmundur H. Haraldsson, Helga Þorkelsdóttir, Kristrún Haraldsdóttir, Þorbjörn R. Sigurðsson, afabörn og langafabörn.Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, LILJU ÓLAFSDÓTTUR, Vogatungu 99, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans í Fossvogi og heimahjúkrunar í Kópavogi. Ragnhildur Kjartansdóttir, Hilmir Þorvarðarson, Guðmundur Ingi Ingason, Fanndís Halla Steinsdóttir, María Kjartansdóttir, Þór Hauksson, Lilja Gunnarsdóttir, Birgir Bjarnason, Rósa Gunnarsdóttir, Erling Hafþórsson, Högni Gunnarsson, Kjartan Hilmisson, Hrönn Kristbjörnsdóttir, Jón Bergur Hilmisson, Sigríður Árný Júlíusdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRDÍSAR NÖNNU NIKULÁSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, séra Lárus Halldórsson. Með ótímabæru brotthvarfi Hjálmars Guðnasonar tónlistar- manns, sjómanns, kristniboða og kennara, svo nokkuð sé nefnt, er höggvið skarð í Vestmannaeyjar sem aldrei verður fyllt. Hjalli Guðna hafði einstaka nærveru. Með honum varð allt tímaat að engu og allt varð einhvern veginn öruggt. Við sem að öllu jöfnu erum eins og flær á skinni hurfum inn í veröld hans og þar leið okkur vel, rólegir eins og þæg ferm- ingarbörn. Menn voru ekki háir í loftinu þegar þeir skynjuðu sterka og góða nærveru Hjalla. Ég sá Hjalla tveimur dögum fyrir andlátið. Hann var austur á Skansi með kík- inn að kanna hvort bjargfuglinn væri sestur upp. Þegar sá háttur var á Hjalla var stutt í vorið og tilhlökk- un eggjatímabilsins sótti að. Nú er öldin önnur. Að sjá Hjalla með kík- inn á lofti boðaði vorið. Hjalli var tengdur Skansinum alla ævi og þar er bátaskýlið undir Bravó. Um langt árabil höfum við nokkrir bjargveiði- menn farið með Hjalla í eggjatöku í Súlnasker og nærliggjandi úteyjar á Bravó hans. Þessar ferðir með Hjalla voru svo magnaðar að maður lifði árið í von um næstu ferð. Hjalli var ótrúlegur um svo margt, en fyrst og fremst virti hann boðskapinn um að sælla væri að gefa en þiggja og ágirnd var ekki til í honum, ekki eitt gramm. Hann var öflugur liðsmaður Jesú Krists og með bænum sínum sinnti hann ótrúlegum fjölda fólks sem þurfti á bænastyrk að halda. Yf- irferð Hjalla var með ólíkindum, en þau Dadda og Drottinn og börnin þeirra Döddu og Hjalla voru bak- hjarlar sem lifðu í sama anda og for- eldrarnir. Það eiga margir eftir að sakna Hjalla sárt, ættingjar, vinir og samferðamenn, lúðrasveitarfólkið allt, á öllum aldri. Það varð eins og HJÁLMAR GUÐNASON ✝ Hjálmar Guðna-son fæddist á Vegamótum í Vest- mannaeyjum 9. des- ember 1940. Hann lést á heimili sínu 27. janúar síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Hvítasunnu- kirkjunni í Vest- mannaeyjum 4. febrúar. ísaldaraugnablik með fráfalli Hjalla. Það munaði aldeilis um þar sem Hjalli lagðist á árarnar og hann um- gekkst náttúruna af virðingu og nægju- semi. Sjóferðabænir Hjalla, sem hann bað hátt og snjallt, lægðu öldur. Við margreynd- um það. Hjalli talaði aldrei illa um nokkurn mann, bað heldur fyrir þeim sem voru í sigt- inu. Hann komst lengst með að gagnrýna menn með því að segja: „Já, er það“. Hver ferð með Hjalla var ógleym- anlegt ævintýri, léttleikinn, mark- vísin, lífsgleðin, hvernig hann smit- aði alla af því að vera þátttakendur í óðnum til lífsins. Guð varðveiti Döddu, börnin og alla þá fylkingu sem saknar Hjalla. Þökk fyrir allar bænirnar, Bravóferðirnar sem aldr- ei gleymast og góðlátlegu glottin. Valur Andersen. Minningarnar sem ég á um Hjalla eru óendanlegar. Öll þau skipti sem hann uppörvaði mig og miðlaði af reynslu sinni til mín, reynast svo dýrmætar minningar núna. Flestar minningarnar tengjast kirkjustarf- inu. Hjalli elskaði kirkjuna og var hann svo sannarlega einn af trúar- stólpum kirkjunnar. Myndaði fráfall hans stórt skarð sem erfitt verður að manna. Í öllu sem ég gerði í kirkj- unni, þá kom Hjalli alltaf til mín og sagði mér að halda áfram á sömu braut eða benti á hvað mætti betur fara. Ég trúi því að hugsjón og draumar Hjalla muni lifa áfram, og að líf hans og dauði muni bera marg- faldan ávöxt. Hjalli var mér sem fað- ir í trúnni, alltaf tilbúinn að hlusta og ekki var það nokkurt mál fyrir hann að segja það sem honum lá á hjarta. Missirinn er óraunverulegur fyrir mig, sökum fjarveru minnar frá Vestmannaeyjum. Ég heyri aðeins brotabrot af því sem er að gerast heima, um lagfæringu stóra salar- ins, minningarnar sem flakka á milli fólks og söknuðinn sem fjölskyldan og kirkjan finnur fyrir. Ég vil senda Döddu og öllum af- komendum þeirra hjóna mínar hlýj- ustu kveðjur. Þið eruð í bænum mín- um. Ég get ómögulega sagt ykkur hér hvernig mér líður, svo fjarri heimahögum og ykkur öllum. Ég bið Guð um að blessa ykkur kæra fjöl- skylda. Daníel Steingrímsson. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Kæra Dedda, börn og barnabörn, ég sendi ykkur mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Cesar. Ég á margar góðar minningar um Hjálmar Guðnason eða Hjalla eins og hann var kallaður. Ég fór fleiri ferðir með honum á Bravó en ég get komið tölu á, allt frá því að ég var smápeyi. Ferðir með túrista, gesti eða úteyjamenn, í kringum Heimaey og í úteyjarnar. Hjalli var einn besti skipstjóri við úteyjar sem ég veit um og aldrei varð maður hræddur á sjó með honum, alveg sama hvernig sjó- lagið var. Ég man líka sérstaklega eftir einu skipti þegar við Hjalli vor- um tveir einir úti í Hrauney að smíða sólpall, þar kynntist ég því hvað hann var góður smiður, ná- kvæmur og vandvirkur. En Hjalli var meira en frábær sjómaður, smiður og tónlistarmaður. Hjalli var einn hjálpsamasti og gjafmildasti maður sem ég hef kynnst. Það var alveg sama hvaða erindi maður bar upp við hann þá var hann alltaf tilbúinn að leggja allt sem hann gat af mörkum til að hjálpa og gera manni greiða og oft gaf hann af hæfileikum og tíma sínum ríkulega án þess að hafa nokkurn tímann ver- ið beðinn um það. En mest af öllu var Hjalli sannur fylgjandi Jesú og í mörg ár var hann stólpi í kirkjunni, þjónusta hans blessaði mig margoft og blessar mig enn í dag. Það voru forréttindi að fá að kynnast Hjalla og eiga hann að vini og bróður í Jesú Kristi. Ég trúi því að kynni mín af Hjalla hafi gert mig að betri manni. Ég veit að Hjalli er nú hjá Jesú Kristi, frelsara sínum. Guð blessi fjölskyldu Hjalla. Ívar Ísak Guðjónsson. Hjalli er farinn til Drottins. Skarð hefur myndast í Hvítasunnu og líf Eyjanna, þar sem hermaður Kross Krists og athafnamaður kvaddi að morgni 27. janúar. Ég kynntist Hjalla er ég var aðeins sex ára gam- all, þá kenndi hann mér á blokk- flautu. Ég vissi það ekki þá að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman mörgum árum seinna. En svo var nú reyndin. Er ég gaf Jesú líf mitt, þá varð blokkflautukennarinn minn orðinn bróðir minn. Hjalli var ein- stakur bróðir og vinur, fullur af orku og gleði. Hann lagði dýrmæta steina í trúargrunn minn sem ég bý að enn í dag. Hann elskaði Guð, var brenn- andi í bæninni, og gaf sig að fullu í prédikun Orðsins. Hjalli var öðruvísi en hinir. Hann talaði af hjarta og átti reynslu með Guði. Það eru okkur dýrmæt foréttindi að hafa fengið að kynnast Hjalla og hans yndislegu konu Kristjönu. Heimili þeirra sem var alltaf svo gott að sækja, svo fyllt af friði, og blessun Guðs hvíldi yfir. Síðasta stundin sem við áttum sam- an var jólin 2004 á Hól. Við ræddum um Drottin og Orð Hans og end- uðum svo með bæn. Andi Guðs féll svo ljúflega niður það kvöld að tárin streymdu í þakklæti fyrir frelsið sem við eigum í Jesú Kristi. Hjalli skilur eftir sig vitnisburð um trúna á Jesú Krist sem vert er að horfa til og líkja eftir, konu sem stóð honum við hlið sem klettur og síðast en ekki síst, einstakan barnahóp sem ber heiður hans hátt. Við biðjum þess að Friður Guðs varðveiti hjörtu ykkar og styrki í sorginni. Að lokum langar mig að vitna í sálm nr. 127 í Hörpu- strengjum sem við sungum oft sam- an og mun ávallt minna mig á Hjalla. Djúpt í synd ég sokkinn var, sál mín fann hvergi ró mig frá landi bylgjan bar, beint út á ólgu sjó neyðar óp mitt heyrði hér, Hann sem á valdið nóg, upp svo ljúft Hann lyfti mér úr synda sjó. Hann frelsaði mig! þá öll von úti var Jesú frelsaði mig Óskar Sigurðsson og Gunnlaug Sigurðardóttir í Rúmeníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.