Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 56

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Úrilli dómarinn í American Idol,Simon Cowell, er sagður vera orðinn svo þreyttur á því að heyra keppendur syngja sömu lög- in að hann hefur ákveðið að banna nokkur þeirra. Eitt laganna er „Falling“ með söngkonunni Aliciu Keys. „Ég vil aldrei heyra þetta lag aftur. Ég þoli það ekki og er kominn með ofnæmi fyrir því,“ hefur veftímaritið Chart Singles eft- ir honum. Leikkonan Gwyneth Paltrowsegist ekki þola að sjá stelpur skjögrandi á fylliríi. „Þær líta ekki vel út og þetta er afar óviðeigandi,“ segir hún í viðtali við breska tímarit- ið Grazia. Paltrow og maður hennar, Chris Martin, söngvari Coldplay, eiga von á öðru barni sínu, og Palt- row hefur neitað því algjörlega að þau hjónin séu leiðinleg. Hún sagði nýverið að í Bretlandi færi af þeim það orð að þau væru „verulega leiðinleg“ af því að þau stundi jóga og „sitji bara heima og horfi á UK Gold“, sem er kapalstöð sem sýnir klassískar bíómyndir. „Mér finnst það eiginlega svolítið fyndið að maður skuli núorðið þurfa að vera að sniffa kók af rassinum á einhverri fatafellu til að vera ekki álitinn leiðinlegur,“ sagði Paltrow.    Leikkonan Teri Hatcher, semkunn er fyrir að leika í sjón- varpsþáttunum Aðþrengdar eig- inkonur, vakti mikla athygli þegar hún mætti á verðlaunahátíð Grammy-verðlaunanna í Hollywood í gærkvöldi. Hatcher var klædd bláum og gegnsæjum kjól, sem hannaður var af John Paul Gaultier. „Ég vildi ekki að neinn þyrfti að velkjast í vafa um hvort ég væri í nærhaldi eða ekki,“ sagði Hatcher, sem veitti m.a. verðlaun á hátíðinni. „Við bjuggum samt til nokkrar rykkingar til að tryggja að þið sæjuð ekkert sem þið eigið ekki að sjá,“ bætti hún við. Þegar Hatcher kom til verð- launahátíðar Golden Globe- verðlaunanna í janúar kom Isaac Mizrahi, fréttamaður E!-frétta- stöðvarinnar, henni á óvart þegar hann togaði í hálsmálið á toppi, sem hún var í, og sagðist vera að leita að skrifaðri ræðu. Í þetta skipti kom Hatcher öllum á óvart, þar á meðal sjálfri sér. „Vá, þetta er gegnsætt,“ sagði hún eftir að hafa skoðað mynd af sér á sjónvarpsskjá.    Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.