Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 57

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 57
M B -1 0- 02 -2 00 6- 1- 1- F O L K -2 - sv ei nn g- C M Y K MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 57 KVIKSAGA, heimildamyndamiðstöð ReykjavíkurAkademíunnar, blæs til fyrstu heimildamyndasýningarinnar í kvöld kl. 18. Kvik- saga er félag innan ReykjavíkurAkademíunnar sem hefur það að markmiði að efna til sýninga og framleiðslu á heimild- armyndum, halda kvikmyndagerðarnámskeið fyrir fræðimenn og verða vettvangur fyrir áhugasama til að mætast, ræða og stuðla að samstarfi á þessu sviði. Á þessu fyrsta Kviksögukvöldi verður félagið kynnt, sagt frá væntanlegu námskeiði og sýnd margverðlaunuð heimildamynd Victors Kossakovsky, Tishe! Þar er hversdagsmenningin í önd- vegi en myndin sýnir vegaframkvæmdir fyrir utan glugga höf- undarins og spannar allt árið fyrir 300 ára afmælishátíð Péturs- borgar. Kvikmyndir | Opnunarkvöld Kviksögu Úr heimildarmyndinni Tishe! eftir Viktor Kosakovsky. Hversdagsmenning ReykjavíkurAkademían. 4. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121. Dag- skráin hefst kl. 18. Léttar veitingar í boði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.