Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚTGÖNGUBANN Á annað hundrað manns hefur fallið í óöldinni í Írak síðustu tvo daga en sjítar hafa verið að hefna þess, að Gullna moskan, einn þeirra mesti helgistaður, var stórskemmd í sprengingu í fyrradag. Hafa þeir ráðist á súnníta og moskur þeirra. Er ástandið í landinu sagt mjög ískyggilega og ljóst er, að brugðið getur til beggja vona um framhaldið. Í gær tilkynntu stjórnvöld, að út- göngubann yrði í Bagdad að mestu í dag og var það ákveðið af ótta við, að upp úr kynni að sjóða eftir föstu- dagsbænir. Sjö skæruliðasamtök súnníta hafa hótað að svara árásum sjíta í sömu mynt. Moodys með AAA Alþjóða matsfyrirtækið Moody’s staðfesti fyrir þremur vikum láns- hæfismat ríkissjóðs, AAA, sem er hæsta einkunn fyrirtækisins. Kristin Lindow, annar af sérfræðingum Moody’s sem sér um lánshæfismatið fyrir Ísland, sagði í gær að fyr- irtækið sæi ekki ástæðu til að breyta horfum á lánshæfismati ríkissjóðs. Kjaradeilan til sáttasemjara Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vísaði í gær kjaradeilu sambandsins við Launa- nefnd sveitarfélaganna til ríkis- sáttasemjara með formlegum hætti og hefur sáttafundur verið boðaður í dag. Mikill einhugur var á almennum fundi slökkviliðsmanna í gærkvöldi. Meleyri segir upp Rækjuverksmiðjan Meleyri á Hvammstanga, ein elsta rækjuverk- smiðja landsins, hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, rúmlega tuttugu talsins, með lögbundnum upp- sagnarfresti. Ástæðan eru þeir rekstrarerfiðleikar sem rækjuiðn- aðurinn hefur átt við að glíma síð- ustu misserin. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Úr verinu 13 Minningar 31/36 Viðskipti 14 Myndasögur 40 Erlent 16/17 Víkverji 40 Minn staður 18 Dagbók 40/43 Akureyri 20 Staður og stund 42 Austurland 20 Leikhús 44 Höfuðborgin 21 Bíó 46/49 Suðurnes 21 Ljósvakamiðlar 50 Menning 24, 45/49 Veður 51 Umræðan 25/30 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                      ! " # $ %   ! )! ) ! (! !)) ! ! '' ( !" )!( &         '() * +,,,   )!)' ! (! !'" !) !  ( !' )(!" !())    !' !' )!( !'' (! !'") ! ! ) ( !) )(!'" INFLÚENSA er komin til landsins, en fyrstu tilfelli hennar greindust snemma í janúar sl. Að sögn Guð- rúnar Sigmundsdóttur, yfirlæknis á sóttvarnasviði Landlæknisembætt- isins, er um að ræða inflúensu bæði af A- og B-stofni, en nokkur ár eru síðan báðir stofnar komu til landsins samtímis. Aðspurð segir Guðrún bóluefnin sem fólki er boðið upp á á haustin virka bæði gegn inflúensu A og inflúensu B. Hún segir að gera megi ráð fyrir að inflúensan gangi yfir á tveimur til þremur mánuðum. Segir hún algengt að fólk glími við inflúensuna í viku, en síðan geti það verið slappt í nokkurn tíma á eftir. Aðspurð sagði Guðrún erfitt að segja til um það hvort hámarki inflú- ensunnar væri náð nú um stundir. Ekki væri ólíklegt að flensan ætti eftir að ná hámarki sínu. Aukaálag á Læknavaktinni Aðspurður tekur Þórður G. Ólafs- son, yfirmaður á Læknavaktinni í Reykjavík, undir það að flensan eigi eftir að ná hámarki sínu, en að farið sé að styttast í það. Segir hann nokkurt aukaálag hafa verið á Læknavaktinni sl. tvær vikur og að auka hafi þurft við mannskap í síma- ráðgjöf vegna flensunnar. Að mati Þórðar fer inflúensan þó ekki á kreik af sama krafti og í fyrra og segir hann fólk heldur ekki veikjast jafn heiftarlega. Nokkuð hefur borið á veikindum grunnskólabarna og víða verið nokkur fjarvera í skólum á höf- uðborgarsvæðinu. Hafnfirðingar hafa ekki farið var- hluta af komu flensunnar því mikil fjarvera hefur verið í grunnskólum þar í bæ og jafnvel heilu bekkirnir fjarverandi. Þannig voru samkvæmt upplýsingum frá Helgu Friðfinns- dóttur, skólastjóra Hvaleyrarskóla, 100 börn af 600 nemendum skólans heima í gær vegna veikinda. Segir hún að svo virðist sem flensunni fylgi hærri hiti en venjulega sem þýði að börnin séu lengur að jafna sig. Í Setbergsskóla voru 100 af 640 nemendum skólans frá vegna veik- inda sem og 12 kennarar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sigurði Björgvinssyni, skólastjóra Víði- staðaskóla, voru um 80 börn af 480 nemendum skólans frá vegna veik- inda í gær sem og 16 af 70 starfs- mönnum skólans. Svæsnari en í meðalári Að sögn Emils L. Sigurðssonar, yfirlæknis á Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði, eru það að- allega ungir krakkar sem veikjast, en veikindin í bænum byrjuðu fyrir alvöru fyrir um hálfum mánuði. Seg- ir hann flensuna nú virðast vera svæsnari en í meðalári, því venju- lega taki flensan þrjá til fjóra daga, en núna séu allflestir veikir í alla- vega fimm til sex daga. Aðspurður segir hann að einkennin séu hár hiti, höfuðverkur, beinverkir og þurr hósti. Styttist í að flensan nái hámarki Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Magnús Einarsson í 11 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni aðfara- nótt 1. nóvember 2004. Með dómi sínum þyngdi Hæstiréttur refsingu héraðsdóms um tvö ár. Ákærði var sakfelldur fyrir að bregða þvotta- snúru um háls konunnar á heimili þeirra í Hamraborg og þrengja að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Hæstiréttur staðfesti dóm hér- aðsdóms um að ákærði greiði börn- um sínum tveimur rúmlega 11,2 milljónir króna í bætur og foreldr- um hinnar látnu samtals 2 milljónir. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að mat héraðsdómara á trúverðug- leika framburðar ákærða, sem var einn til frásagnar um samskipti sín og konu sinnar skömmu fyrir verkn- aðinn, yrði ekki endurskoðað. Varð því m.a. að leggja til grundvallar að ásetningur hefði ekki skapast með ákærða um að bana konu sinni fyrr en í odda skarst með þeim um nótt- ina. Í dómi segir að ákærði hafi sagt af sjálfsdáðum til brots síns og hafi samkvæmt gögnum málsins sýnt iðrun gerða sinna og var tekið tillit til þess að því viðbættu að hann hefði ekki áður gerst sekur um refsivert brot sem máli skipti og ætti sér ekki sögu um ofbeldishegð- un. Ekki yrði þó litið fram hjá alvar- leika brotsins. Afbrýðisemi og niðurlæging Í dómi segir ennfremur að ætla megi að andlegt ástand hans fyrir og við verknaðinn útskýri atburða- rásina og hafi afbrýðisemi og nið- urlæging orðið til þess að innibyrgð reiði hans hafi brotist út og leitt til þess að hann framdi verknaðinn. Ákærði hefur setið í gæsluvarð- haldi frá 1. nóvember 2004 og dregst sá tími frá refsingunni. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Markús Sigur- björnsson. Verjandi var Kristinn Bjarnason hrl. og sækjandi Bogi Nilsson ríkissaksóknari. 11 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra fer um helgina í opinbera heimsókn til Indlands í stað Geirs H. Haarde utanríkisráð- herra sem þurfti að aflýsa för sinni á síðustu stundu vegna óviðráðanlegra ástæðna. Undirbún- ingur heimsókn- arinnar, sem er í boði utanríkisráðherra Indlands, hefur staðið lengi yfir í samráði við indversk yfirvöld, en ráðgert er að Þorgerður Katrín fundi með indverskum ráðamönnum auk þess sem hún opnar nýtt sendiráð Íslands í Nýju-Delhí. Með í för er viðskiptasendi- nefnd skipuð 23 fulltrúum ís- lenskra fyrirtækja en Útflutn- ingsráð Íslands hefur í samvinnu við utanríkisráðuneytið skipulagt viðskiptaráðstefnur og tvíhliða fundi indverskra og íslenskra fyrirtækja í Nýju-Delhí, Mumbai og Bangalor. Þorgerður Katrín til Indlands í stað Geirs H. Haarde Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir HJÁLMAR Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, fékk hjartaáfall í fyrrinótt, og var flutt- ur í skyndi á Landspítala – há- skólasjúkrahús (LSH). Hann gekkst þar strax undir hjarta- þræðingu og seg- ir Jón Kristjáns- son heilbrigðis- ráðherra, sem heimsótti Hjálm- ar í gær, að líðan hans sé bærileg. „Þetta lítur ágætlega út miðað við aðstæður.“ Jón segir að Hjálmar hafi fengið verk fyrir hjartað og því farið í skoðun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þaðan var hann fluttur í skyndi á LSH þar sem hann fór í hjartaþræðingu. Í ljós kom að æð að hjartanu var stífluð. Jón segir að það hafi skipt máli að Hjálmar hafi komist fljótt undir læknishendur. „Það eru góðar vonir um að hann muni ná sér,“ segir Jón. Ísólfur Gylfi Pálmason varaþing- maður tók sæti Hjálmars á Alþingi í gær, en útlit er fyrir að Hjálmar verði frá þingstörfum í nokkrar vikur. Líðan Hjálmars bærileg eftir hjartaáfall Hjálmar Árnason Í TILEFNI Vetrarhátíðar heimsótti þessi vaski hópur barna af leikskólanum Austurborg Morgunblaðið í gærmorgun. Börnin mættu með undurfögur snjókorn sem þau hafa verið að föndra síðustu daga og skreyttu anddyrið með þeim, gestum og gangandi til ánægju og yndisauka. Áður en krakkarnir kvöddu tóku þau lagið fyrir starfsfólk sem þakkaði fyrir sig með hlýju lófataki og breiðu brosi. Morgunblaðið/Ásdís Í heimsókn á Vetrarhátíð ENGINN liggur undir grun eftir vopnað rán sem framið var í Apó- tekaranum við Smiðjuveg í Kópa- vogi um hádegisbil í fyrradag, að sögn lögreglunnar í Kópavogi, en rannsókn miðar áfram. Ungur maður gekk inn í lyfja- verslunina með búrhníf, ógnaði starfsfólki og heimtaði lyf. Virðist sem maðurinn hafi fyrst heimtað morfínlyfið contalgin, mjög sterkt verkjalyf í töfluformi sem eitur- lyfjafíklar leysa upp og sprauta í æð. Þegar afgreiðslufólk gat ekki orðið við beiðninni heimtaði mað- urinn og fékk umtalsvert magn af geðlyfinu rítalíni – og hljópst því næst á brott með lyfin í innkaupa- poka. Engan sakaði í ráninu en starfsfólk varð mjög skelkað. Engar öryggismyndavélar voru í versluninni. Það torveldar lögreglu leit en talið er að maðurinn sé á tví- tugsaldri, um 165 cm á hæð. Að sögn lögreglu er unnið að rannsókn málsins eftir ákveðnum vísbending- um en þær hafa enn ekki skilað neinu. Vopnað rán í apóteki í Kópavogi í fyrradag Komst undan með talsvert af rítalíni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.