Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Sólhattur FRÁ Fyrir heilsuna ÞÓTT enginn hafi látið lífið í sprengjuárásinni í borginni Samarra í fyrradag er talið að hún geti reynst afdrifaríkari en þau hundruð sprengjutil- ræða sem hafa kostað þúsundir sjíta lífið frá innrás- inni í Írak. Íraskir sjítar hafa hingað til vakið að- dáun margra fyrir að halda ró sinni og hefna sín ekki fyrir blóðsúthellingarnar en nú er útlit fyrir að þolinmæði margra þeirra sé á þrotum. Flestir sjítar líta á sprengjuárásina á einn af helstu helgidómum þeirra sem beina árás á trú þeirra og hættan á alls- herjarborgarastríði milli þeirra og súnníta er talin hafa stóraukist. „Stríðið er nú ef til vill þegar hafið,“ hafði banda- ríska blaðið The Christian Science Monitor eftir sjítanum Abu Hassan, götusala í Bagdad. „Þetta er eitthvað meira og táknrænna en árásir á fólk. Þetta er árás á það sem við erum.“ Jeremy Bowen, fréttaskýrandi breska ríkisút- varpsins, BBC, tók í sama streng. Hann sagði að árásin á helgidóminn hefði vakið miklu harðari við- brögð en fjöldamorð hryðjuverkamanna og hún gæti margfaldað hættuna á allsherjarborgarastríði. „Ástæðan er sú að helgu staðirnir í Mið-Austur- löndum eru mjög sérstakir í huga fólksins og það á við um alla trúarhópana . . . Árás á helgidóm er bein árás á sjálfsmynd og réttindi heils samfélags.“ Torveldar myndun þjóðstjórnar Fregnir hermdu í gær að minnst 127 manns hefðu látið lífið í árásum sjíta á moskur súnníta og í öðrum átökum trúarhópanna eftir sprengjuárásina á gullhvolfþak Askariya-moskunnar í Samarra. All- ar öryggissveitir landsins voru í viðbragðsstöðu og stjórnmálaleiðtogar landsins héldu neyðarfund í Bagdad. Árásin er mikið áfall fyrir þá sem reynt hafa að mynda þjóðstjórn í Írak og einnig fyrir Bandaríkja- stjórn sem hefur lagt fast að stjórnmálaleiðtogum sjíta að fallast á tilslakanir til að telja flokka súnní- araba á að ganga í stjórnina. Árásin eflir á hinn bóginn harðlínumenn úr röðum sjíta sem telja að með því að samþykkja tilslakanir sé verið að verð- launa súnníta fyrir hryðjuverkastarfsemi. Sjítar hvattir til að verja sig Bandarískir embættismenn hafa einnig lagt fast að íröskum ráðamönnum að reka liðsmenn vopn- aðra hópa sjíta úr her- og lögreglusveitum Íraks og hafa taumhald á vopnuðu hópunum. Bandaríski sendiherrann í Bagdad hafði jafnvel varað við því að Bandaríkjastjórn kynni að hætta fjárstuðningi sínum við innanríkisráðuneytið í Bagdad og fleiri stofnanir Íraks ef þetta yrði ekki gert. Árásin í Samarra eykur líkurnar á því að trúar- legir flokkar sjíta herði afstöðu sína og hafni kröfu Bandaríkjastjórnar um að halda aftur af vopnuðum hópum sjíta. Eftir árásina töluðu jafnvel hófsamir leiðtogar sjíta um þörfina á því sjítar verðu sig með eigin liðsafla ef írösk yfirvöld og bandaríski herinn gætu það ekki. Ali al-Sistani, æðsti klerkur íraskra sjíta, tók undir þetta sjónarmið. „Ef öryggissveit- irnar geta ekki tryggt nauðsynlegt öryggi þá geta hinir trúuðu gert það með hjálp Guðs,“ sagði hann. Hvatti til friðsamlegra mótmæla Eftir árásina í Samarra gaf Sistani út yfirlýsingu þar sem hann skoraði á sjíta að ráðast ekki á mosk- ur súnníta. Athygli vakti þó að hann hvatti einnig Íraka til að mótmæla sprengjuárásinni. Hingað til hefur hann yfirleitt lagst gegn götumótmælum, jafnvel friðsamlegum, af ótta við að þau leiði til óeirða og ofbeldis. Moqtada al-Sadr, róttækur klerkur sjíta, tók undir áskorun Sistanis um að ráðast ekki á moskur súnníta. Jeremy Bowen sagði að það eina góða við ástand- ið í Írak nú væri að ráðamennirnir gerðu sér fulla grein fyrir hættunni á borgarastyrjöld og vildu ekki að landsmenn gengju í gegnum sömu hörmungar og Líbanar gerðu í fimmtán ár eftir 1975. „Þeir lifa í menningu þar sem það er eðlilegt að láti í ljósi reiði sína og sorg saman á götunum,“ seg- ir Bowen í grein á fréttavef BBC. „Þeirra bíður á hinn bóginn það erfiða verkefni að stjórna reiðinni og beina henni í réttan farveg, að leyfa fólki að fá útrás fyrir reiðina án þess að þeir missi tökin.“ Allsherjarborgarastríð gæti orðið til þess að Írak skiptist upp í þrjú ríki og jafnvel leitt til enn meiri ólgu og ofbeldis í Mið-Austurlöndum, að sögn Bo- wens. „Það er þess vegna sem flestir Írakar, í öllum fylkingum, vilja ekki borgarastríð – og þess vegna sem sumir öfgamenn vilja það og reyna allt sem þeir geta til að koma því af stað.“ Telja að endurkoma Mahdis sé í nánd Árásin gæti einnig orðið til þess að áhrif klerka- stjórnarinnar í grannríkinu Íran ykjust í Írak. Um 90% íbúa Írans eru sjítar og klerkastjórnin hefur litið á sig sem verndara allra sjíta í heiminum. Í helgidómnum í Samarra eru grafir tíunda og ellefta ímams sjíta, en þeir dóu báðir á níundu öld. Hjá sjítum er ímam syndlaus, óskeikull leiðtogi ísl- ams, afkomandi Alís, fyrsta ímamsins og bræðr- ungs og tengdasonar Múhameðs spámanns. Sagt er að tólfti og síðasti ímaminn, Muhammad al-Mahdi, hafi fæðst og seinna horfið í Samarra. Hann er sagður eiga að snúa aftur til jarðar til að koma þar á friði og réttlæti fyrir heimsendi. Vopnaðar sveitir stuðningsmanna Sadrs eru nefndar eftir Mahdi. Klerkurinn og fylgismenn hans eru sannfærðir um að endurkoma tólfta ímamsins sé í nánd. „Hann hvarf [í Samarra] inn í yfirnáttúrulegt svið, þannig að þetta verður túlkað sem árás á ímaminn Mahdi, árás á manninn þeirra,“ hafði The Christian Science Monitor eftir Juan Cole, sérfræðingi í sögu sjíta við Michigan- háskóla í Bandaríkjunum. Forseti Írans, Mahmoud Ahmedinejad, er á meðal þeirra sem telja að endurkoma Mahdis sé í nánd. Fréttaskýring | Árásin í Samarra talin auka hættu á borgarastyrjöld í Írak Líta á sprengjutilræðið sem beina árás á trú sjíta AP Íraskir sjítar, sem búa í Íran, láta í ljósi reiði og sorg vegna árásarinnar á helgidóm sjíta í Samarra. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Allsherjarborgarastríð gætiorðið til þess að Írak skiptist upp í þrjú ríki og jafnvel leitt til enn meiri ólgu og ofbeldis í Mið- Austurlöndum.‘ ÁÆTLAÐ er að hungursneyð vofi yf- ir allt að 11 milljónum manna í aust- anverðri Afríku eftir langvarandi þurrka. Hjálparsamtökin Oxfam sögðu í gær að fólk væri þegar farið að falla og ástandið gæti versnað ef ríki heims létu ekki meira fé af hendi rakna til að afstýra hörmungum. Að minnsta kosti 40 manns í Norð- ur-Kenýa, aðallega börn, hafa þegar dáið af völdum vannæringar og sjúk- dóma sem raktir eru til þurrkanna. Um þriðjungur barna undir fimm ára aldri í norður- og austurhéruðum Kenýa þjáist af vannæringu. Allt að 70% búpeningsins í sumum hérað- anna hafa drepist, að því er fram kom í frétt The Washington Post. Í Sómalíu hafa sjö dáið af völdum vatnsskorts sem talið er að geti orðið tugum þúsunda manna að bana verði þeim ekki komið til hjálpar. Að sögn Oxfam eru mörg dæmi um að fólk og einkum börn drekki eigið þvag til að reyna að lina þjáningarnar. Talið er að um 3,5 milljónir Ken- ýamanna geti orðið hungurmorða verði þeim ekki komið til hjálpar. Ástandið er orðið svo slæmt á sumum stöðum að fólk er farið að borða skor- dýr til að reyna að seðja hungrið. Þörf á meiri framlögum Stjórnvöld og hjálparstofnanir hafa óskað eftir aðstoð að andvirði alls 574 milljóna dollara, sem samsvarar 40 milljörðum króna, vegna matvæla- skortsins í Kenýa, Sómalíu og Eþíóp- íu. Ríki heims hafa lofað 186 milljón- um dollara og því vantar enn 388 milljónir dollara. Paul Smith-Lomas, sem stjórnar hjálparstarfi Oxfam í þessum heims- hluta, sagði að ríkin þyrftu að bregð- ast skjótar við til að afstýra miklum hörmungum. „Peningar sem gefnir verða eftir þrjá mánuði koma of seint fyrir marga,“ hafði AFP eftir honum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur falið Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs, að samhæfa hjálpar- starfið á þurrkasvæðunum. Bondevik er í Norður-Kenýa til að kynna sér ástandið og segir að umfang vandans sé „mjög ógnvænlegt“. Hjálparsam- tök þurfi að setja sér það langtíma- markmið að uppræta meginorsakir hungursneyða, svo sem átök, efna- hagslega óstjórn og spillingu. Hungursneyð vofir yfir 11 milljónum manna                      !  "!    "     #      "  $%&'()*+,--./,* "  #        !"              !" #  $  % $     &   ' ! ' #(%# )  # *   (&  ! #      + 0 12  34  * Kaupmannahöfn. AP, AFP. | Dönsk stjórnvöld hyggjast standa fyrir ráð- stefnu í mars þar sem reynt verður að stuðla að samræð- um milli ólíkra menningarheima og trúarhópa. Per Stig Møller, utan- ríkisráðherra Danmerkur, til- kynnti þetta í gær en ráðstefnan tengist því upp- námi sem orðið hefur vegna skop- mynda af Múhameð spámanni, sem fyrst birtust í Jyllands-Posten. Møller sagði að á ráðstefnunni myndu tala virtur íslamskur klerkur, Amr Khaled, tveir íslamskir fræði- menn frá arabalöndunum og þrír danskir sérfræðingar. Verður ráð- stefnan haldin í Kaupmannahöfn 10. mars nk. en meiningin mun vera að efna til margvíslegra uppákoma á næstunni í því skyni að efla samræð- ur, sem grundvallist á gagnkvæmri virðingu, milli múslímaheimsins og þess vestræna. Hunsuðu viðvaranir Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráð- herra Egyptalands, segir hins vegar í viðtali í Politiken í gær að dönsk stjórnvöld hafi ítrekað hunsað tilboð ráðamanna í Egyptalandi um aðstoð við að koma í veg fyrir að allt færi á versta veg í deilunni um skopmynd- irnar af Múhameð. „Ég sagði að þróunin væri afar hættuleg. Staðreyndir málsins kynnu að hafa alvarlegar afleiðingar,“ sagði Gheit um samtöl sín við danska ráða- menn vikuna og mánuðina áður en skopmyndadeilan stigmagnaðist og leiddi af sér blóðug mótmæli í ýmsum múslímalöndum. Gheit sagðist hafa varað Møller við því að málið gæti undið upp á sig og valdið Dönum vandamálum í samskiptunum við araba og múslíma í heiminum. En viðvörunum þessum var ekki hlítt, að sögn Gheits. „Viðbrögð utan- ríkisráðherrans voru: „nei, nei og nei. Ef þið teljið þetta vandamál ættuð þið að taka það upp fyrir dómstólum“.“ Heldur Gheit því fram að stjórn- völd í Egyptalandi hafi sagt Dönum að þau hefðu skilning á því að menn vildu ekki snúast gegn tjáningarfrels- inu. Hitt kynni að hafa dugað, að dönsk stjórnvöld lýstu þeirri afstöðu að menn ættu að forðast að móðga aðra trúarhópa. Efna til ráð- stefnu um samskipti trúarhópa Per Stig Møller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.