Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 23 DAGLEGT LÍF Flestar konur vilja forðastþað að fá brjósta-krabbamein og leita leiðatil að komast hjá því. Sumu er ekki hægt að breyta og má þar nefna aldur, erfðafræði- og umhverfisþætti. Aðra áhættuþætti er hægt að hafa áhrif á og þó að heilbrigður lífsstíll tryggi það ekki að hægt sé að forðast brjósta- krabbamein er hann skref í rétta átt. Mataræði og hreyfing Meðal þess sem auðveldast er að stjórna er neyslumunstur og hreyf- ing. Hér á eftir eru nokkrar leiðir, sem hægt er að fara til að minnka hættuna á brjóstakrabba að því er fram kemur á vef Mayo Clinic- sjúkrastofnunarinnar.  Takmarkið áfengisneyslu Sterk tengsl eru milli áfengisneyslu og brjóstakrabba. Tegund þess áfengis sem neytt er; bjór, létt- vín eða blandaðir drykkir – virð- ist engu breyta. Til að minnka líkur á brjóstakrabba er rétt að takmarka áfengisdrykkju við einn drykk á dag eða að sleppa því alveg að neyta áfengis. Sum- ar rannsóknir gefa til kynna að fólínsýra, sem er næringarefni sem finnst í sítrusdrykkjum og grænu grænmeti, geti minnkað áhættuna hjá konum sem neyta áfengis í hófi.  Verið nálægt kjörþyngd Augljós tengsl eru milli of- þyngdar og brjóstakrabba. Þetta á einkum við ef konur þyngjast seint um ævina, sér- staklega eftir breytingaskeiðið. Í umframfituvefjum er upp- spretta hringrásar estrógens í líkamanum og hætta á brjósta- krabba helst í hendur við það hversu mikið estrógen konur komast í snertingu við um æv- ina.  Verið virkar líkamlega Regluleg hreyfing getur hjálpað til við að halda þyngdinni í skefjum og þar af leiðandi minnkar hættan á brjósta- krabba. Gott er að miða við hálftíma í hreyfingu á dag. Ef hreyfing hefur ekki verið hluti af daglegu lífi er rétt að byrja smám saman og bæta við þar til takmarkinu er náð. Göngur, skokk og leikfimi eru góðar æf- ingar þar sem þær styrkja líka beinin.  Athugið hvort minnka þarf fitu í mataræðinu Rannsóknir hafa sýnt fram á að fitusnautt mataræði geti lítillega minnkað hættuna á brjósta- krabba. Ef mataræðið er fitu- snautt getur það líka dregið úr hættu á öðrum sjúkdómum eins og sykursýki, æðasjúkdómum og heilablóðfalli. Fitusnautt fæði getur líka hjálpað til á annan hátt, t.d. haldið þyngdinni í skefjum. Takmarkið fituneyslu við 35% daglegs kaloríumagns og forðist mettaða fitu.  HEILBRIGÐI | Lífsstíll getur haft áhrif á brjóstakrabbamein Kjörþyngd getur verið góð forvörn Sérhver kona er í áhættuhópi varðandi brjóstakrabbamein. Heil- brigður lífsstíll – að vera í góðu formi, takmarka áfengisneyslu og viðhafa rétt mataræði – getur þó minnkað hættuna. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Til mín hefur leitað fjársterkur aðili sem óskar eftir sérbýli í vesturbæ Reykjavíkur. Skilyrði að eignin hafi 3-4 svefnher- bergi, sé vel staðsett og í góðu ástandi. Kaupandi getur veitt ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun veita nánari uppl. sé þess óskað. Hákon Svavarsson lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli SÉRBÝLI Í VESTURBÆ ÓSKAST ALLT AÐ 60 MILLJ. Myndir ársins er einstaklega falleg ljósmyndabók sem er í senn fréttaannáll ársins 2005 og glæsilegur vitnisburður um íslenska ljósmyndun samtímans. KOMIN Í VERSLANIR! edda.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.