Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 35 MINNINGAR sveifla vélknúnu orfi, þar sem þess þurfti með. Yndisstundirnar sem við vinirnir áttum í dýrð höfuðsmiðs náttúrunnar geymast í minningu okkar sem enn lifum og í eyrum ómar rödd Sirrýjar er hún fór fingrum um gítarstrengi og við sungum í kvöldhúmi „Hvað er svo glatt“. Við kveðjum Sirrý með þungum trega, en þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini. Megi hún nú mæta þeim fögnuði sem hún trúði að biði hennar. Pálína Hermannsdóttir, Sveinbjörn Dagfinnsson. Sigríður Guðbjörg var kona sem ræktaði vel garðinn sinn. Elst af fjór- um systkinum, eina stelpan, var hún mikið eftirlætisbarn, falleg og fjörug. Sumir gætu haldið að dálætið hefði spillt henni en því fór fjarri. Hún reyndist fjölskyldu sinni, ungum sem öldnum, mikil stoð og stytta og ég tel að allir sem eitthvað þekktu hana hafi margt að þakka. Hún hafði eitthvert foringjagen í sér og hefði þess vegna getað orðið togaraskipstjóri ekki síður en kall faðir hennar á Belgaum, miklu afla- skipi um áratugaskeið. Margt fleira gat hún gert og gerði og úr Kvenna- skólanum í Reykjavík útskrifaðist hún 1947. Tveimur árum seinna var hún gift kona því nú var Hannes kominn til sögunnar. Þau hæfðu sannarlega hvort öðru og í yfir fimmtíu ár fengu þau að eiga hvort annað og börnin. Heimili þeirra var glæsilegt, búið einstakri handavinnu hennar, falleg- um málverkum og erfðagripum en ekki síst vegna þeirrar velvildar sem þar ríkti. Þau kunnu svo vel að gera hátíð úr litlu hversdagslegu tilefni ekki síður en stóru. Glaðværð, góð nærvera, vinfesti eru orð sem koma í hugann. Sumarbústaðurinn á Þingvöllum. Víðáttan, fjallasýnin, vatnið, fuglarn- ir, allt þetta var svo heillandi. Síðustu ár Hannesar dvöldu þau óvenju mik- ið þar, ein eða með fjölskyldu og vin- um. Sirrý var svo ráðagóð, svo skemmtilega ráðagóð og ég get ekki annað en brosað að mörgum minn- ingum, er mér þó ekki hlátur í hug. Síðasta veturinn í Kvennó sátum við tvær saman á borði fram við dyr og undum hag okkar vel og sérlega í sænskutímunum hjá Per. Áratugum seinna fórum við marga vetur saman í nám og nú hjá Jóni Böðvarssyni. Eftir lestur Grettissögu var farið norður á slóðir Grettis. Þoka var og útsýni ekkert og í stað þess að sigla út í Drangey með hópnum fórum við upp á Nafir, gengum á milli leiða í kirkjugarðinum og urðum margs vís- ari. Einhverjum fannst við hlaupa yf- ir nokkuð margar aldir. Gamli hópurinn úr Kvennó hefur verið iðinn við að hittast og til skamms tíma líka farið í skólaferðir, án kennara, á fimm ára fresti. Í vetur hafa tvær úr hópnum kvatt, Unnur Einarsdóttir og Sirrý. Blessuð sé minning þeirra og allra hinna sem á undan eru farnar. Fyrir réttum fjór- um árum lést Hannes. Hann var lengst af heima í sínum veikindum og naut frábærrar umönnunar Sirrýjar og sinna nánustu. Mjög fljótlega eftir lát hans fóru að koma í ljós veikindi hennar. Smám saman hvarf hún meira og meira inn í þokuna. Við skólasysturnar sem höfum átt Sirrý að vini yfir sextíu ár minnumst hennar með söknuði og biðjum góðan Guð að blessa og styrkja fjölskyldu hennar. Hljóður á brúnni þú horfir niður í strauminn og hugsar um það sem einu sinni var. (Ól. J. S.) Halldóra Kolka Ísberg. Kveðja frá Hringnum Í dag kveðja Hringskonur fyrrver- andi formann sinn, Sigríði G. John- son. Hún lést í Reykjavík hinn16. febrúar sl. eftir nokkurra ára heilsu- brest. Sirrý gekk í Hringinn árið 1956 og var góður liðsauki fyrir félagið okkar. Hún var dugleg og hugmyndarík, hafði ríka réttlætiskennd, og var vel til forystu fallin. Hún sat í stjórn frá 1971–1978, var formaður félagsins 1981–1987 og var kjörin heiðursfélagi á 90 ára afmæli félagsins 1994. Á aðalfundi vorið 1973 bar hún upp þá tillögu að gefa út jólakort til fjár- öflunar, sem var nýlunda hér á landi, og síðan varð árleg. Frá árinu 1981 hefur jólakortasalan verið ein örugg- asta tekjulind Barnaspítalasjóðs Hringsins. Að leiðarlokum viljum við Hring- skonur þakka Sirrý allar gleðistund- irnar í starfi og leik. Oft nutum við gestrisni þeirra hjóna á fallega heim- ilinu þeirra á Nesinu, þar sem öll handavinnan hennar var í öndvegi, og voru þá oft ný markmið sett eða góðum árangri fagnað. Innilegar samúðarkveðjur til barna Sigríðar og fjölskyldna þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) F.h. Hringskvenna, Birna Björnsdóttir. Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. (Orðskv 31:10.) Það er ekki lítils virði að eignast góða nágranna. Sú var gæfa foreldra minna er þau höfðu reist sér hús vestan í Valhúsahæð á Seltjarnarnesi í árslok 1965, nánar tiltekið á Skóla- braut 61. Það var býsna einangrað þarna á Seltjarnarnesi í þá daga, nánast eins og að flytjast út í sveit. Eitt hús stóð þó fyrir á Skólabraut 63 (nú eru húsin númer 35 og 37 við Val- húsabraut). Húsið höfðu hjónin Sig- ríður og Hannes Johnson keypt fok- helt og flutt inn 1. desember 1959. Útsýnið þaðan er án efa eitthvert hið fegursta á öllu Seltjarnarnesi, einkum þegar Snæfellsjökull blasir við í allri sinni dýrð á sólríkum sum- arkvöldum. Og vitinn í Gróttu spillir ekki heldur fyrir í því fallega mál- verki náttúrunnar sem blasir við ofan af Valhúsahæð. Ekki var á þessum árum mikið af húsum vestar á Seltjarnarnesi og þar sem nú eru hús við hús á Miðbraut, Vallarbraut, og einkum þó Hofgörð- um og Bollagörðum, voru fyrst og fremst óspilltar grasflatir þar sem kríurnar gerðu sér hreiður en einnig víðáttumikið leiksvæði fyrir krakka og fínustu fótboltavellir frá náttúr- unnar hendi. Það kom af sjálfu sér að samskipti urðu á milli fjölskyldnanna í húsun- um tveimur sem stóðu svo einöngruð þarna alveg úti á enda Skólabraut- arinnar. Kannski ekki svo mikil allra fyrstu árin enda benti flest til þess að heimilisfeðurnir væru harla ólíkrar gerðar. Hannes Johnson var mikill heimsmaður, mótaður af dvöl og námi í Bandaríkjunum og sótti jafnan mikið þangað. Hið sama átti við um Sigríði Guðbjörgu (Sirrý) konu hans sem verið hafði ein af sex fyrstu flug- freyjunum hér á landi og starfað hjá Loftleiðum og Flugfélagi Íslands 1947 til 1949 eftir að hafa lokið prófi frá Kvennaskólanum. Þegar frá leið tókst engu að síður traust vinátta milli þessara ólíku ná- granna. Þeir Hannes og faðir minn, Jón Gunnlaugsson læknir, urðu nánir vinir, sama átti við um Sirrý og móð- ur mína, Selmu Kaldalóns. Fékk Sirrý hana m.a. til að ganga í kven- félagið Hringinn þar sem Sirrý var formaður á árunum 1981–1987. Var mikið og gott starf Sírrýjar á þeim vettvangi til marks um að hún vildi láta gott af sér leiða gagnvart þeim sem minna máttu sín í samfélaginu. Á því sviði hafa Sigríður Johnson og aðrar Hringskonur svo sannarlega unnið þrekvirki. Sirrý var glæsileg kona og leyndi sér ekki hve Hannes var alla tíð hrif- inn og stoltur af henni. Hún var sömuleiðis mikil húsmóðir, bjó til sér- lega góðan og girnilegan mat og hélt fínar veislur á hlýlegu heimili þeirra sem allt bar vott um smekkvísi þeirra hjóna. Eftir að móðir mín hafði látist af slysförum í desember 1984, sýndu þau hjónin Sirrý og Hannes enn bet- ur en áður hvílíkir nágrannar og vinir þau voru þegar á reyndi. Þau studdu föður minn með ráðum og dáð og það leið vart sá dagur að Hannes kæmi ekki yfir til að spjalla við föður minn eða að Sirrý kallaði á hann yfir til þeirra í kaffi. Sirrý fylgdist líka vel með barnabörnum foreldra minna, þekkti nöfn þeirra allra, spurði frétta af þeim og lét sér annt um þau. Fyrir þessa miklu vináttu og rækt- arsemi erum við börn þeirra Selmu og Jóns þeim Sigríði og Hannesi Johnson ævinlega þakklát og bless- um nú minningu þessara miklu sóma- hjóna. Þau reyndust góðir nágrann- ar, sannkallaðir vinir í raun. Sirrý og Hannes voru samrýnd hjón svo eftir var tekið. Hin síðari ár sá maður þau nær daglega á göngu- ferðum á Nesinu og fóru þau þá yf- irleitt í sund saman. Þau skruppu þó oft til Bandaríkjanna á vetrum og dvöldust þar yfirleitt í nokkrar vikur í senn. Það var Sirrý mikill missir þegar Hannes lést fyrir fjórum árum. Hún bar eiginlega aldrei barr sitt eft- ir að hafa misst lífsförunaut sinn og veiktist fljótlega eftir það. Nú þegar þessi elskulegu og samhentu hjón eru bæði látin koma mér í hug hin fal- legu orð Gamla testamentisins: Hvert sem þú ferð, þangað fer ég, og hvar sem þú náttar, þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. Hvar sem þú deyrð, þar dey ég, og þar vil ég vera grafin. (Rut 1:16-17.) Blessuð sé minning Sigríðar G. Johnson. Börnum Sigríðar og Hann- esar, þeim Hildi og Agnari og fjöl- skyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur systkina minna og fjölskyldu. Gunnlaugur A. Jónsson. Sigríður Pálsdóttir Johnson (Sirrý) er látin. Eiginmaður hennar var Hannes Ó. Johnson. Sirrý ólst upp í Tjarnargötu skammt frá æskuheimili mínu og hafði ég þekkt hana frá unga aldri en hún var 12 árum yngri en ég. Hannes var hins vegar góðkunningi minn, en hann var forstjóri Tryggingar hf. sem ég starfaði fyrir um hríð. Sam- eiginlegt áhugamál okkar hjóna og þeirra var hestamennskan. Á landsmóti hestamanna sem haldið var á Hólum í Hjaltadal 1966 var ég og kona mín ásamt stórum hópi hestamanna frá Reykjavík og nágrenni. Þeirra á meðal voru Hann- es og Sirrý. Þetta mót leiddi til þess að milli okkar hjóna stofnaðist ævilöng vin- átta, sem aldrei rofnaði. Mörgum að óvörum tók Sirrý þátt í góðhesta- keppni og reið gæðingi sínum Gauti og hlaut fyrstu verðlaun í góðhesta- keppninni. Mér er enn í minni glæsi- leg frammistaða hennar í þessari keppni, fögnuður okkar samferða- mannanna og mikil gleði þeirra hjóna. Það var því glaður hópur, sem rak 200 reiðhesta suður Kjalveg að mótinu loknu. Eftir þetta fórum við ásamt nokkr- um góðum félögum í fjöldamörg hestaferðalög um hálendi Íslands og öræfi. Þessi hópur eyddi öllum sum- arfríum sínum í hestaferðalög í mörg sumur, meðal annars upp að Arnar- felli hinu mikla og margar ferðir um Kjalveg, Kaldadal og Landmannaleið syðri og nyrðri. Minnumst við hjón fjölmargra ánægjustunda frá þeim árum. Sirrý var greind, skemmtileg og glæsileg kona. Hún var einnig fórn- fús, eins og starf hennar að líknar- málum sýndi. Hún var t.d. árum sam- an í stjórn Kvenfélagsins Hringsins og formaður um árabil. Oft dvöldum við hjá þeim hjónum Hannesi og Sirrý í sumarbústað þeirra við Þingvallavatn og nutum við ávallt gestrisni þeirra og góðvild- ar. Við hjónin sendum börnum Sirrýj- ar innilegar samúðarkveðjur. Sirrý viljum við kveðja með lokaorðum Jónasar Hallgrímssonar í minningar- orðum hans um látinn vin: Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Guðmundur Pétursson, Sigríður Níelsdóttir. Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR V. STEINGRÍMSDÓTTIR, Hjallahlíð 4, Mosfellsbæ, sem lést á heimili sínu laugardaginn 18. febrúar, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.00. Steingrímur Bjarnason, Jóhanna H. Guðmundsdóttir, Gunnlaugur I. Bjarnason, Ásta Guðjónsdóttir, Eyþór Már Bjarnason, Katrín B. Baldvinsdóttir, Solveig Rut, Bjarni Marel, Harpa Karen, Ingimundur Bjarni, Aðalheiður Valgerður og Hlynur Bergþór. Móðir okkar og tengdamóðir, ANNA STEINDÓRSDÓTTIR HAARDE, Aflagranda 40, Reykjavík, lést miðvikudaginn 22. febrúar. Steindór Haarde, Jórunn Bergmundsdóttir, Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÁSTA GÍSLADÓTTIR, Lindargötu 61, Reykjavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 14.00 Halldóra Hafdís Ellertsdóttir, Jim Frank Gentry, Grétar Arnar Ellertsson, Elísabet S. Guðnadóttir, Ella Sjöfn Ellertsdóttir, Ólafur Björgvinsson, Halldór Ellertsson, Dagný Guðnadóttir, Díana Ellertsdóttir, Juoko Tahuanainen, Steinunn Ellertsdóttir, Hektor Nami Hira, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, REYNIR BÖÐVARSSON, Breiðabóli, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 25. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Lilja Böðvarsdóttir, Ragnar Böðvarsson, Guðlaug Böðvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.